Morgunblaðið - 10.08.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1969, Blaðsíða 11
MORG-UN®LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1060 11 Hesteyri. Uppi í brekkimni á miffri mynd stendur hús Sölva og Sigrúnar. Lengst til hægri er gamla skólahúsið. varu öll eggin seld, þau voru geymd og borðuð langt fram eftir sumri. Ef þau voru soðin í drukik, þá voiru þau soðin með sikurni og öilu saanan. En væru þau soðin í ákyr, þá var skurn ið tefkið af áður en þau voru látin í dkyrið. Þetta var ágætis matur. í fyrstu seidust eggin fyrir lítið. Við. fengum 5 aura fyrir styfldkið. Nú eru þau seld á 20 3cr. Ég heifði sem sagt þurft 400 egg til að ná verði eins núna. En þetta breyttiist og eggið kornst í 40 aura styWdð á fyrri stríðsárunum. Svo- læfck- aði það aftur. — Hvað heldurðu að þú haf ir fengið mörg svartfuglsegg á ári? Og hve mörg í ferð? — Mér taldist svo til að ég tæfci 20 þúsund á ári. En það er nú meira og minma ágizfcun. í hverri ferð náði maður þetta 150—200 eggjum. Sigimaðurinn var með hvippu um sig, til að láta eggin L Hvippan er borin einis og kvenpils, nema hvað op er að framan, til að raða eggjunum inn um. Hvippan mun er ásamt festarauganu og hjálminum mínuim á sama vegg á byggðasafninu á ísafirði. — Voruð þið með hjáiima við sigið þá. Það var merkilegt! Hvernig kam það til? — Þeir voru eklki notaðir, þegar ég fór fyrst í bjarg árið 1911, þá 17 ára gaimall En þetta var hættulegt verk vegna grjót hrunsins. Við sluppum þó við öll stórmeiðsli, ég og félagi minn sem lengi var Steifán Pét urs'son í Rekavík balk Höfn. Mað'ur kallar það elkki, þó komi smásteinn. En það urðu af þessu banaslys á þeiim árum, t.d. þegar Jafcob Guðlaugsson fórst 1914. Og Guðmundur Hall varðsson fékk líká mikið högg. En það var áður en stálhjálm arnir komu um 1920. — Það atvikaðist þannig, heldur Sölvi áfram sem svar við fyrri spurningu, að ég átti fermingarbróður, Leif Sigurðs- son frá Hesteyri. Hann vair son ur Sigurðar Pálssonar kaup- manns hér, og var við náan í Eniglandi. Eitt sinn, er ég var staddur við eggjasölu á fsa- firði, var hann þar staddur. Við fórum að tala um sigið og ég minntist á grjótflugið. Þá spurði hann hvart við gætum eklki 'haft not af brezflou her- mannahjálmunum. Ég lyftist allur við að heyra þetta ag bað hann um að útvega mér þrjá. Þeir kamu. Ég bauð félaga mán um einn og Guðmundur Guðna son í Rekavík fékik einn. Þá voru þeir farnir. En svo bað enn einn maður mig um hjálm. Þá vildi ég fá fleiri pantanir í eirnu og fór út á Horn og spurði hvort einhverjir vildu elkiki vera með. Einn gerði milkið grín að þessu, kvaðst hafa kom- izt af án þess að hafa járn- klump á hausnum hingað til. Þá voru þrír pantaðir og þá var eins og 'kæmi dkriða og brátt seig enginn maður án þess að halfa hjálim. Sá sem mest hafði gert gys að þassu, vildi liika fá einn. Og hann var nýbúinn að fá hann þegar hann fékk stein í höfuðið. Svona voru atvikin til þees að hjálmarnir komu. — Heldurðu að hjálmurinn hafi einlhvem tímia bjargað þér? — Ég held ég væri efcfci hér, ef hans hefði elkki notið við. — Steinn kom í höfuðið á mér og dældaði hjáhninn. Ég var í tauginni og heyrði eitthvað slkella á hjálminum. Ég kikn- aði, þreifaði upp fyr'ur mig og fann að hjálmurinn var dældað uir. Þeir voru með fjaöraútbún- aði og vörðu vel, þesisir hjálm- ar. Þegar ég hefi marginnt Sölva eftir því. hvort þetta hafí verið í eina skiptið, sem hurð skall nærri 'hælum, segir hann: — Annað skipti fékk ég stein í höndina. Ég var að teygja mig til vinstri eftir eggi. Á meðan hefur maður takið á tauginni með hinni hendinnL Á hana kam steinri og hrölok svo af henni á hattbarðið og þaðan á nefið á mér. sem brotnaði. Skor ið var upp í höndina milli fingra. Ég lét draga mig upp, en haifði þar etokert nema rauð an vasafclút til að verfja um höndina. Þannig hélt ég áfnam allan daginn og það kom elkfc- ert ilit í þetta. En daginn eftir átti ég eftir stvkki af berginu og trevsti mér ekfki í það. Djúp bátuT-ín.n var væntanlegur. Ég snurði hvort einhver annar ffæti efcfci lekið þessu, og Jón heitinn bróðir minn var sá eini sem bar það við. Þegar átti að fara að hreinsa sárið, var ailt fast afan í. Það tókst þó að ná klútnum upp úr og vefja nýju um, en við höfðum ekkert til að láta ofan í. Ég fór svo inn á ísaf jörð með bátnum. — Þetta er fast, sagði laeknir- inn og plofcfcaði í umbúðirnar. Svo reif hann þær af með einu takL — Sárt? spnirði hann svo. — Það þýðir ekflri að kvairta yfk- því. Það er búið, segi ég. Þétta sár bagaði mig efckert í naesta sigi og annað meiddist ég ekiki við þetta starf. — Er ekfci skemmtilegt að síga? — Jú, mér þótti garnan að þvi. Það var eins og mér þætti þetta alltaf leifcur. Þegar stein amir komu, þurfti maður að vera aiöggur og vita hvað mað- ur ætlaði að gera. Ég hætti svo að síga 1936. Það var síðasta vorið. — Varstu þá farinn að vinna á Hesteyri? — Já, ég fór að vinna þar, þegar Kveldúlfur keypti síldar stöðina 1927. En ég átti heima í Hornvík, flutti efldki alveg til Hesteyrar fyrr en 1938. Ég fór bara á milli. — Það hefiur verið erfitt ferðalag? — Já, það er erfitt að kom- asf norður í vikur. Við fórum brúnir og fjöll alla leið. Fórum fótgangandi frá Hesteyri yfir í Höfn á 8 tíimum. En ef við feng um bát inn í Veiðileysufjöirð, vorum við ekfci nema 3 tkna. — En þú hefur flutt hingað þegar þú giftir þig? — Já, við Rúna á Reyrhól giftum oklkur 1938. Hún er alin upp í þessu húsi hér á Hesteyri, sem við erum L — Þá hefur verið mamnnargt á Heidieyri og lít og fjör. — Já, heimilisfólk var flest um 80 manns og aðkomumenn á síldarstöðinni upp í 100. En 5 öllum SléttuhreppL sem náði norður að Hami voru mest upp undir 600 manns. íbúðarhúsin voru 17, vönduð hús úr norsik um viði. Nú er búið að rífa 10 þeirra. — Hvemig byrjaði uppgang ur þessa pláss? — NorSmenn reistu hér hvalveiðistöð 1890. Markus Bull setti hana upp. Árið 1923 breytti Norðmaðurinn Stolle- sen henni í síldarstöð og 1925 byrjuðu þeir að bræða. Þá voru stórir lektarar með síld dregnir frá Sigiufirði. Annar var lengi tiþ fór að lakum í brimbrjótinn í Bolungarvik. Bkikert var svo unnið 1 stöðinni árið 1926, en 1927 kaupir Kveldúlfur. Þó fór ég að vinna þar, var við bræðsl una fyrst. Svo settu þeir mig í ýmislegt annað. Norðmaður- inn Pétur Söbstad stjórnaði bræðslunni fyrst, en eftir að hann dó 1936, kom Svensen. — Þá var rífandi síld hér rétt fyrir utan, heldur Sölvi áfram. Á árunum 1928 og 1929 þurftu bátarnir ekki nema út í Djúpið og út fyrir Ritinn til að fá hana. Við sáum þá lika við veiðarnar hér frammi á fjörð- unum. Síðasta síldarárið var svo 1940. Þá hafði komið hér lít ið af síld í 3 ár, það er árin 1937, 1938 og 1939. Hún var orðið svo narðarlega. Þrír Kveldúlfs togarar áttu að leggja hér upp. En þeir vildu heldur liggja og bíða inni á Eyjafirði en sigla alla leið hingað. Eftir að Hjalt- eyrarvertosmiðjan byrjaði, var búið hér. Nema 1940. Þá fylltist allt á öllum höfnum fyrir norð an og skipin komu hingað. All- ar þrær voru fullar og 12—14 skip biðu hér fyrir utan eftir löndun. En þetta var síðasta árið, sem var brætt. * — Er ekki skrýtið að litfa svo milkinn uppgang og svo miflrið hrun? — Jú, maður sá þennan hrepp rísa úr rúst. Og svo fór þetta allt í auðn. Og lotos hafði rnaður sig upp í að fara 1. nóv. 1952. Það var efciki hægt að vera hér lengur. Sama haust var fóllkið far’ið frá Látrum og Sæbóli í Aðalvík. Við Sigrún vorum tvö ein í hreppnum síð- asta hálfan mánuðinn. — Hvernig kanntu svo við þig í fjölmenninu á Bolungar- vík? Sölvi þegir drjúga stund. Svo segir hann: — Ég er nú farinn að kunna við mig núna. En efcki fyrst. — Hvað féll þér venst? — Mér fannst ég efcflri vera eins frjális þar. Ég hafði ætlað að taka með mér nokfcrar kindur, en vegna sauðtfjárvelri varnanna máttum við eltóki taka féð með. Þetta er annað hóif hér. Eintóm vitleysa, því hér hafði verið sauðlaust í möng ár og atf otókur var keypt fé í sauðlausu hóllfin þar til síðásta árið. Ég benti á að mínar kirW- ur hefðu eíklki árum eaman gengið saman við noWkurt fé og hér verið keypt líflömb. Féð mitt hélt. sig hér heima, nema hvað svolítill hópur fór alltaf inn í Veiðileysuifjörð og mátti sækja hann þangað á haustin. Ég sótti þyí um að fá að hafa kindur með til Bolungarvíkur, en féklk nei. En við höfðum með oiklkur beijuna. Um vorið mátti ég svo hvergi láta hana út. Ég átti efcki land og hún mátti hvergi koma á grænt. Það bjargaðist þó þannig, að bóndi einn. sem seldi sína jörð, undar’toildi tvaer skákir fyrir sínar beljur og ég féltók að hafa mina með þeim. Svo seldi ég hana. Kunni efcki við þetta. Kýrin kunni líka ilia við sig. Eitt -sumárið sendi ég koniuna með beliuna og eina kvígu hing að til Hesteyrar og voru þær settar á land hér inn frá Sjálf- ur var ég kaminn á undan, Kýrin hljóp með raasaköstum hér út atla bakka og stóð við fjósdymar sínar, þegar við koen um másandi á eft.ir. Fjarska var hún fegin. — En þú hefur trilluna. Ertu að róa? — Ég gerði það í notókur ár, en er hættur því núna. — En þú ferð biklaaiist yfir Djúpið í svo litlum báti? — Á tveggja tonna irillu er það ekfci hægt nema í logni. Ég ræð mér sjálfur og bíð bara eftir góðu veðrL Sölvi hafði í þetta sinn flutt menn til Hesteyrar til að setja upp minnÍFmeiki í kirkjugarS- inum á Hestewi, á grunni gömlu kirkjunnar, æm flutt var burt. Og alian daginn sjá um við hann bera griót og sand á handborum á móti öðrum gömlum Hestevringi, Jóni Guð- jónssyni. Og á kvöldin, þegar gömlu mennirnir halda hekn, eru á börunum kol og spirelk, sem Sigrún þarf á að halda til að elda hainda fólkinu. Það sér ekski á, að þama fari 78 ára garnall maður og sjötugur borgarbúL Þeir bregða bara kaðli frá börumim um hálsinn, til að létta burðirm og stinga einangrunarplastbita undir hann, svo hann særi efcfki. Það er seigla í slíkum mönnum. — E. I’á. Síðustu íbúar Sléttuhrepps, hjónin Sigrún Bjarnadéttir og Söivi Beiúelsson, tyila sér í gamla kirkjugarðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.