Morgunblaðið - 14.09.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1969, Blaðsíða 14
14 MOBGUNBLAÐIÐ, SUNIMUDAGUR 14. SEPT. 1009 150 þúsund ferðamenn á íslandi 1980 Ferðamannastraumurinn eyksf í sam rœmi við gistirýmið í Reykjavík rœtt við Ludvig Hjálmtýsson, framkvœmdastjóra Ferðamálaráðs „Árið 1967 er áætlað, að al- þjóðlegar tekjur af ferðamönn- um hafi numið 14.1 billjón bandarískra dollara, sem jafn- gildir u.þ.b. 803.700.000 000.00 ísl. króna (og er þar ekki meðtal inn ferðakostnaður milli landa), en þessi uppbæð jafngildir um 7 hundraðshlutum af heildarútflutn ingsverðmæti allrar millirikja- verzlunar í heiminum, sem sama ár (1967) var talin nema um 215 billjónum bandaríkjadala Þá ber þess að gæta, að heildarút- flutningsvermæti milliríkjaverzl- unar hefur að jafnaði aukizt um 7 af hundraði undanfarin 1 ár, en á sama tíma hafa tekjur af ferðamönnum aukizt um 11 af hundraði. En þótt tölur þessar séu glæsi legar, þá segja þær ekki nema hálfan sannleikann, því að í þessum tölum er ekki meðtalinn kostnaður við innanlandsferð ir (þ.e. ferðir ferðamanna innan eigin lands) né ferðakostnaður milli landa. Áætlað er, að 75 af hundraði allra útgjalda manna til ferðalaga sé varið til innanlands ferða. Sé tekið tillit til útgjalda til ferðalaga innanlands og utan og ferðakostnaðar milli landa, kemur í ljós, að heildarútgjöld til ferðalaga hafa á árinu 1966 (nýjustu tölur, sem til eru um öli atriðin) numið rúmlega 65 billjónum bandaríkjadala, sem er hátt í þriðjung af heildarút- flutningsverðmæti heimsins." Þessar upplýsingar koma fram í kandidiaftainirtigieTð Tómaoar Zoega, oamid. oecoai, seon birtiidt í tímaritinu Hagmál í vor. Séu þær bornar saman við tölur hér á fs- landi frá árinu 1968, kemur í ljós, að það ár námu tekjur okk- ar af ferðamönnum um 560 mill- jónum eða um 10 prs. af útflutn- ingsverðmætinu. Hér er aðeins átt við eyðslu ferðamanna inn- an lands, ekki ferðakostnað þeirra til eða frá landinu né Húsmœðraskóli Reykjavíkur verður settur þriðjudaginn 16. september kl 2 e.h. Nemendur heimavistar skili farangri sínum í skólann mánu- daginn 15. september mili kl. 6 og 7 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. Afgreiðslumoður óskusf í nýja kjörbúð í Austurborginni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Kaupmannasamtaka íslands, Marar- götu 2. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Matreiðslan er auðveld og bragðið ljúfíengt ROYAL SKYNDIBÚÐINGUR M œ I i ð '/2 liter af kaldrl mjólk oq hellið 1 skál Blandið mnihaldi pakk- ans saman við og þeyt- ið i ema mínútu — Bragðtegundir - Súkkulaði Karameilu Vanillu larðarberja kaup þeirra í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Samanburð- urinn leiðir því til þess, að tekjur okkar af ferðamönnum eru hærri en almennt gerist í heiminum. Fyrir skömmu sneri Mbl sér til Ludvigs Hjálmtýssonar, fram- kvæmdastjóra Ferðamálaráðs, og leitaði hjá honum upplýsinga um ferðamál, þróun þeirra síðustu ár og verkefni framtíðarinnar. — ísland er orðið ferðamanna land, hvort sem mönnum líkar það þetur eða verr, sagði Lud- vig. Ef við lítum á þróunina frá 1950 sést, að það ár komu hing- að 4300 ferðamenn, árið 1960 voru þeir 12.800 og á síðasta ári voru þeir 47.647, eru þá farþeg- ar á skemmtíferðaskipum taldir með. Berum við þessa síðustu Ludvig Hjálmtýsson. tölu saman við fjölda lands- manna annars vegar og sambæri legar tölur annarra landa hins vegar, verður ekki um villzt, að ísland lendir í tölu ferðamanna- landa. — Hvaða þættir ráða mestu um öra þróun síðustu ára í þessum efnum? — Þeir eru margir. Stórbætt- ar samgöngur landsins við önn- ur lönd ráða mjög miklu. Niður- felling gjaldeyrishaftanna árið 1960 og aukið frjálsræði í gjald- eyrisskiptum síðan hafði í för með sér, að dvöl ferðamanna hér auðveldaðist, svo að ekki sé á það minnzt, hverju mjög tekjur okkar af íerðamönnum jukust eft ir þessar ráðstafanir. Síðasti þátt urinn, sem ég ætla að minnast á, og ef til vill sá veigamesti er aukið hótelrými höfuðborgarinn ar, en um hana fara allir ferða- menn, sem hingað koma. — Lítum aðeins nánar á tvo síðustu þættina, sem ég ræddi um, heldur Ludvig áfram. Arið 1950 var meðaleyðsla ferða- manns, sem hingað kom, 193 krónur og er þá aðeins átt við þann gjaldeyri, sem skipt var í bönkum. Árið 1959 nam eyðslan 247 krónum, árið 1960 nam hún 1344 krónum og árið 1968 3.652 krónum. Tölurnar sýna gjör- breytingu árið 1960. Þá höfðu ötftin verið numin úr gildi, svarta markaðsbraski lauk og ferða- menn gátu hafið eðlileg viðskipti með gjaldeyri sinn og selt hann á réttu gengi. — Um hótelmálin er það að segja, að samkvæmt skýrslu, sem Þorvarður Elíasson, viðskipta- fræðingur, hefur unnið að til- hlutan Ferðamálaráðs, helzt það nokkurn veginn í hendur, að ferðamannafjöldinn eykst við það, að ný hótel taka til starfa. f skýrslu Þorv-arðs kemur fram, að á árunum frá 1954 fram til 1959 var stöðnun í ferðamálum okkar. Árið 1959 var City Hótel tekið í notkun og jókst fjöldi ferðamanna mikið við það. En hótelið nægði ekki eitt á móti allri aufcningu .þannig að aft- ur varð stöðnun fram til ársins 1962, þegar Hótel Saga hóf starf rækslu sína. Varð þá mesta aukning, sem orðið hafði fram til þess tíma. Síðan hafa Hótel Holt og Hótel Loftleiðir bætzt í hópinn og með þeim jókst hótel- rýmið um 140 prs. — Er ekki svo komið nú, að skortur á hótelrými hér í Reykja vík veldur truflun og hindrar jafnvel komu ferðamanna til landsins? — Jú, það er orðin brýn nauð- syn, að hafizt verði handa um gerð nýs hótels. Og eins og kunnugt er hefur verið ákveðið, að innrétta hús Kr. Krist- jánssonar við Suðurlandsbraut sem hótel. Við undirbúning þess máls hefur verið farið inn á þá braut, að ætlunin er að nýta hó- telið að nokkru leyti fyrir íbúð- ir námsmanna á veturna. Ég tel þessa lausn hárrétta. Reynsla Stúdentagarðanna hefur fært nnum heim sanninn um, að þetta er mögulegt. Tvennt veldur mestu um það, að nauðsynlegt er að fara þessa leið. f fyrsta lagi koma flestir ferðamenn til lands- ins á þremur mánuðum, eða 60 Útsölumenn N itto-hjólbarða á Austurlandi eru Stefán Guttormsson, Reyðarfirði og Vignir Brynjólfsson við Lagarfljót. Nitto-umboðið Austurlandi. prs. þeirra. í öðru lagi höfum vlið ísJendingar sérisitöðu á við aðrar þjóðir, að því leyti, að sjálfir búum við tiltölulega lítið á hótelum lands okkar. f athug- un, sem ég hef gert, kom fram, að milli 400 og 500 utanbæjar- menn eru hér í borginrri á hverj- um sólarhring. Fæstir þeirra búa þó á hótelum heldur gista hjá vinum og kunningjum. Ætla mætti, að Hórtael Saga gæti fengið eitthvað af þessum fjölda til gist- ingar hjá sér, en í ljós kemur að aðeiins 24 prs. gesta Sögu á ári eru íslenzkir. — Hvað segið þér um að nýta meira af erlendu fjármagni í ferðamálum t.d. við gerð nýrra hótela? — Á öllum sviðum er stefnt til nánari efnahagslegrar sam- vinnu milli landa og þjóða. Mér finnst slík samvinna eðlileg og sjálfsögð jafnt á sviði ferðamála sem annars staðar. Hér á landi höfum við Ferðamálasjóð, sem veitir lán til umbóta í ferðamál- um. Fé til sjóðsins er að mestu aflað með erlendum lántökum. Ef við lítuin t.d. til Noregs sjáum við, að þar hafa hótel verið reist fyrir enskt og bandarískt fjármagn, og er það ekki talið óeðlilegt. Danir eyddu hluta af fé því, sem þeir fengu úr Marshallaðstoðinni til hótelbygg inga. Varla hefði það ávaxtað sig betúr annars staðar. Reynsl- an hefur sýnt, að fé því, sem varið er til ferðamála, er vel varið og skilar fljótt arði. — Hvað um framtíðina Lud- vig? — Þegar við hugsum til fram- tíðarinnar í ferðamálum blasir við okkur stóraukning í heim- sóknum ferðamanna hingað. ef svo fer fram sem nú horfir. 1 þeirri greinargóðu skýrslu eftir Þorvarð Elíasson, sem ég vitn- aði til að framan, gerir hann spá fram til ársins 1980 um fjölda ferðamanna á íslandi. Hann gerir þar ráð fyrir 11 prs. árlegri aukningu. Samkvæmt því verða ferðamenn orðnir 100 þús- und árið 1976 og 150.000 árið 1980. Ég tel þetta alls ekki frá- leitt, því að spá Þorvarðs um árið 1969 virðist nær því En hann spáði því, að hingað mundu koma í áir um 47 000 manms uiban þeima sem koma með skemmtiferðaskipum, en allar töl ur í spánni sleppa þessu fólki, því að það flyzt efcki inin á ís- lenzk hótel. Þorvarður hefur einnig reikn- að það út, hver þörfin verður fyrir gistirými samkvæmt þess- ari spá. Miðar hann þar aðeins við Reykjavík. Hann telur, að fyrir 1970 verði 130 ný herbergi að hafa bætzt við, fyrir 1975 þurfi 400 herbergi að bætast við og fyrir 1980 alls 1180 her- bergi frá því, sem nú er og er það miðað við 70 prs nýtingu á hótelum, sem telst eðlilegt. Þetta eru lærdómsríkar tölur og sýna glöggt, hversu mikið áták þarf að gera. Hér ó landi dvaldist nýlega ferðamálasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum. Hann kom á vegum samgöngumálaráðu neytisins og utanríkisráðuneytis ins og mun væntanlega skila álitsgerð sinni um framtíð ferða- mála á íslandi um næstu mánaða mót. Að lokum vil ég víkja að ein- um atburði, sem ég tel, að hafa muni mikil áhrif til kynningar á íslandi um allan heim og á ég þar við 1100 ára afmæli byggðar á íslandi árið 1974. Við, sem eldri erum, munum áhrif Alþing- ishátíðarinnar árið 1930 og lýð- veldistökunnar árið 1944. Nú á tímum berast fréttir skjótar og víðar en þá og áhrif stóratburða eru meiri. Þetta verðum við mjög að hafa í huga, þegar við hugs- um uim ferðamál framtíðarinnar og löngun erlendra ferðamanna til að koma hingað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.