Morgunblaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 11
11 MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAOUR 18. SEPT. 1069 Nýtt leiöakerfi S.V.R. fyrir áramót HLUTAFÉLAGIÐ Strætis vagnar Reykjavíkur var stofnað haustið 1931 af nokkrum framsýnum ein- staklingum. Ráku þeir fyr irtækið til haustsins 1944, að Reykjavíkurborg keypti það. Frá þeim tíma og til vorsins 1951 stjórnaði fyr- irtækinu Jóhann heitinn Ólafsson, stórkaupmaður, en Eiríkur Ásgeirsson tók þá við stöðu framkvæmda stjóra og hefur gegnt henni síðan. Næstu þáttaskil í sitjóm fyrirtækisins eru þau að borgarstjóm fór inn á þá braut að tengja störf borgarfulltrúa betur daglegum rekstri hinna einstöku stofnana borgar- innar. Fyrsta stjóm S.V.R. var kjörin eftir hinum nýju reglum á miðju sumri 1967. í henni eiga nú sæti borgarfulltrúarnir Bárður Daníelsson, Jón Snorri Þor leifsson, Kristján J. Gunn arsson og Runólfur Péturs son, auk Gunnlaugs Péturs sonar, borgarritara, sem er formaður. í dag mun enginn láta sér detta annað í hug en að öruggum og góðum strætis vagnaferðum sé jafnan haldið uppi á Reykjavíkur svæðinu. f því sambandi má geta þess, að um 14 milljónir farþega ferðast nú á ári hverju með vögn unum. Að vísu er það svo, að á sl. 7 ámm hefur far- þegum jafnt og þétt fækk- að. Þannig var farþega- fjöldinn árið 1962 um 18 millj. Skýringar á þessari þróun em m.a. þær, að einkabílaeign landsmanna hefur tvöfaldazt á sama tíma og nú snæða miklu fleiri hádegisverð sinn á vinnustað. Þá kann til- koma sjónvarps að eiga sinn þátt í fækkuninni. Orsakir til fækkunar far- þega em þess eðlis, að þær bera vott um stóraukna velmegun í þjóðfélaginu. og em því í sjálfu sér á- nægjuefni. Hins vegar er á það að líta, að þessi þró- un hlaut að leiða til minni nýtingar vagnakostsins, sem vitanlega hafði í för með sér versnandi fjárhags afkomu S.V.R. Nú mundu sumir spyrja, hvort ekki væri hægt að minnka sam svarandi kostnað með því að fækka ferðum Því mið ur er málið ekki svona ein- falt. Fjárhagserfiðleika fyrir- tækisins hefur orðið að leysa á þann hátt, að við skiptavinir hafa að hluta til tekið á sig byrðamar í hækkuðum fargjöldum. Það ríður þó baggamuninn að borgarstjóm ákvað, að borgarsjóður skyldi bera meginþunga aukins rekstr arkostnaðar. Þannig greið ir borgarsjóður nú niður fargjaldið um kr. 1,15, á hvert far. Nýtt leiðakerfi Um alllangt skeið hefur verið unnið að undirbún- ingi nýs leiðakerfis, sem væntanlega kemur til framkvæmda fyrir lok þessa árs. Er hér um mik- ið verk og margbrotið að ræða. Vonandi verður hið Runólfur Pétursson varaborgarfulltrúi. nýja leiðakerfi til hags- bóta fyrir allan þorra borg arbúa, enda er uppbygg- ing kerfisins fyrst og fremst við það miðuð. Hér er ekki tækifæri til að lýsa hinu nýja leiðakerfi í einstökum atriðum, en geta má þess, að ferðatíðni á aðalleiðum verður auk- in verulega frá því, sem nú er. Þá verður farþegum gert mögulegt að skipta um vagn, þ.e. fara yfir á aðra leið án aukagjalds. í undirbúningi er einnig að veita öldruðu fólki og ör yrkjum kost á lægra far- gjaldi á þeim tíma dags, sem vagnarnir eru minnst notaðir. Fullkominn vagnakostur Miklu fé hefur á undan- förnum árum verið varið til kaupa á nýjum strætis vögnum. Búnaður og ör- yggistæki þeirra eru samkv. ýtrustu kröfum, sem gerðar eru í þessum efnum í nágrannalöndun- um. Leitazt er við að gera vagnana þannig úr garði, að auðvelt sé að þrífa þá. í eigu S.V.R. eru nú 30 nýir vagnar, auk 14 eldri, sem breytt hefur verið vegna hægri umferðarinn ar. 'Samtals eru 39 biðskýli í eigu S.V.R., en auk þess er fyrir hendi aðstaða í söluturnunum, sem öryrkj um var á sínum tíma gef- inn kostur á að byggja á viðkomustöðum vagnanna. Nýlega hefur verið samið um smíði á 10 biðskýlum, sem verða tilbúin til upp- setningar síðar á þessu ári. Við það veðurfar, sem við Reykvíkingar búum ber að hraða fram- kvæmdum í þessum -efn- um, eftir því sem fjárhags ástæður leyfa á hverjum tíma. Sérstaklega er að- kallandi að komið verði upp myndarlegum biðskýl um á Lækjartorgi og Hlemmi. En þar verða að- al „brennipunktar“ nýja leiðarkerfisins. Lengi hefur nýtt verk- stæði verið á óskalista S.V.R. Strætisvögnunum hefur í skipulagi borgar- innar verið valið geymslu- og athafnasvæði á Kirkju- sandi. Þar var fyrir stuttu byggð fullkomin sjálfvirk þvottastöð og þar verður byggt á þessu og næsta ári fullkomið viðgerðar- og skrifstofuhúsnæði fyrir starfsemina. Byggingar- framkvæmdir þessar hafa nú verið boðnar út og skal þeim lokið 31. des., 1970. Vonandi gefur þessi grein lesendum nokkra hug- mynd um starfsemi S.V.R. og það sem á döfinni er hjá þessu nauðsynjafyrir- tæki borgaranna. Hagur borgarfyrirtækjanna snert ir alla Reykvíkinga. Ættu borgarbúar því að láta sig miklu skipta um rekstur þeirra. Runólfur Pétursson. SKÁKÞÁTTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR í TILEFNI af einvígi þeirra Friðrilkis Ólaflssonar, stónmeist- ara, og Guðmundar Sigurjóns- sonar, sló ég á þráðinn til þeirra í gær og spurði þá nokJkurra spurninga, viðvíkjandi einvíg- inu og fleiru. Fyrst náði ég tali af Friðriki. Eigurn við orðið tvo stórmeist- ara, Friðrik? — Ég veit ekki. Stónmeistarar enu nú misjafnir að styrkleika, og ég mundi leggja Guðmund að jöfnu við ýmsa þeirra. En ennþá Skortir hann talsvert, til að koim ast í flokk hinna stertkari stór- meistara. — Hann er vissulega gott stkákmannsefni og er á réttri leið. En ég veit ekiki, hvort hann er betri en Ingi eða Guðmundur Pátanason, ef þeir væru í góðri æfingu. — Svo þú býst auðvitað við að vinna þetta einvígi? — Þetta er nú fynst og fremst æfingareinvígi, og skiptir þá ekki öllu máli, hvor fer með sig ur af hólmi. Mest legg ég upp úr því, að við fáum báðir noíklkra æfingu. — Samt eruð þið nú undir ,,smásjá“ þjóðarinnar í þessu einvígi. Já, en maður má elkki taka of mikið tillit til þeas og ekki láta það hindra sig frá að taka áhættu. — Því eins og ég sagði, finnst mér æfingin Skipta mestu máli í þessu einvígi. — Va.rstu stehkari en Guð- mundur á hans aldri? — Ég náði betri árangri á hans aldri, ef ég man rétt. En þú ætt- ir að tala betur við mig eftir svæðamótið, sem hann teflir á í Austurríki í næsta mánuði. Þá reynir fyrst verulega á hann. — Hver er stehkasta h)lið Guð- mundar? — Hann er vel að sér í byrjun- um, „taiktidkur" og allgóður leik fléttu- og sóknardkákmaður. — En veikasta? — Djúpar „strategiskar11 áætlan ir, mundi ég segja. — Sem skilj- anlegt er með svo ungan skák- mann. — Guðmundur hefur staðið all mikið upp í hárinu á þér upp á síðkastið. — Já, fyrstu tvær dkákiirnar okkar í milli vann ég að visu. En hann hefur betra vinningahlut- fall út úr þremur siíðustu skákun um. Af þessu dreg ég þá álykt- un, að hann sé í fraimför. — Nú teflir þú á veikaira svæða móti en Guðmundur í haust, ekki satt? — Eitthvað líklega, jú, en ég held, að of mikið hafi verið úr þeim mun gert. — Að vísu tefla fleiri stórmeistarar á svæðamót- inu í Austurríki. — En á svæða- mótinu í Grikklandi, þar sem ég tefli, verða mjög margir sterkir meistarar, þótt fæstir þeirra séu löggiltir stórmeistarar. — Hefurðu ekki æft þig af kappi undir svæðamótið? — Bkki mjög mikið, helzt siíð- ustu dagana. — En þú gerir ráð fyrir að verða einn af þremur efstu og komast þannig í millisvæðamót ið? — Ja, ég hefi að minmista kosti effcki sætt mig við það fyriirfnaim að ná ekki því marki, þótt aldrei verði sagt um sliikt með visisu, fyrr en að loknum leik. Með ós/kum um, að það megi heppnast greiðlega, kveð ég stór meistarann. Næst hringir síminn hjá Guð- mundi Sigurjónssyni. — Þeir segja þú sért orðinn stórmeistari, Guðmundur. Hvað er hæft í því? — Það hlýtur að vera ósk- hyggja velviljaðra manna. Ég er ekiki einu sinni alþjóðlegur meistari. — Þú ert þó orðinn annax bezti sikákmaður á íslandi? — Það efast ég um. Ég hygg ég væri ekkert sterkari en Ingi, ef hann nennti að tefla. — Þú ætlar þér að vinrna þetlta æfingaeinvígi, er það ekki? — Ég veit ekki, ég hef ekki hugsað sérstaklega mikið um það. En það er ágætt að vera kominn „á blað“. — Af síðuistu fjórum Skákun- um, sem þú hefur tetflt við Frið- rik, hefurðu engri tapað. Mundi það ekki gefa vísbendingu um allimikinin styrkleika? — Ég hef nú oft verið hætrt kominin í síðustu skákunum gegn Friðrik, eins og til dæmis í skák- Lnni á Fiskemótinu, sem ég átti margtiapaða. Ég hef stundum verið dálítið heppinn á móti hon- um. — Hver er sterkasta hlið Frið- riks og svo atftur sú veikasta? — Ég tel mig ekki geta um það dæmf. Mig minnir að Bron- siein segði einu sinni, að bezt væri að tefla held-ur óreglulega eða óvenjulega gegn Friðrik. Stórmeistarairnir geta betur dæmt um þetta. — Hefurðu æft val í sumar undir svæðamótið? — Jú, dálítið, þótt skammt munii hrökkva. — Það er mikill styrkleika- miunur á svæðamóbunum, sem þið Friðrik tetflið á? — Já, svo virðist vena. — Ætlairðu að genasf aitvinnu- skákmaðuir, Guðmundur? — Nei. — Ekki frekar en Friðrik? — Nei, ætli ég komi ekki til með að tefla minna en hamn. Ég verð að fara að tetfla minna vegna námisins. — Ertu að leggja í stramgt nám? — Já, ég er nýlega byrjaður að nema lögfræði. — Svo þú færð þá kammski færi á að keppa við Friðrik einmiig á þeim vettvanigi síðar? — Hver veit, hvað fyrir manni kanin að liggja. Ég kveð Guðmund með beztu óskum. Svo fer hér á eftir fyrsta ein- vígisskákin: Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: Guðmundur Sigurjónsson. Frönsk vörn. 1. e4. e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Bb4; 4. Re2, dxe4; 5. a3, Be7; 6. Rxe4, Rf6; 7. Re2-c3, o-o; 8. g3, Rc6; 9. Be3, Rxe4; 10. Rxe4, f5; 11. Rc3, Bf6; 12. Re2, Dd5; 13. Hgl, Hd8; 14. Rf4, Dd6: 15. c3, e5; 16. dxe5, Rxe5; 17. Bg2, Rd3f; 18. Rxd3. Dxd3: 19. Dxd3, Hxd3; 20. Ke2, Hd8; 21. Hg-dl, Be6; 22. Hxd8i, Hxd8; 23. Hdl, He8; 24. Bd5, Kf7; 25. Kf3, Bxd5; 26. Hxd5, Ke6; 27. Hd2, a6; 28. a4, Hd8; 29 Hxd8, Bxd8; 30. Bd4, Bf6. — Jafrbtefli. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI IG.IOQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.