Morgunblaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPT. 1069 Sigurður P. J. Jakobs son — Minning Aðalsteinn Sigurðsson bókbindari — Minning Sigurður P.J. Jakobsson, um- sjónarmaður með raflögnum í Reykjavík, lézt^ þ. 10. þ.m. Varð hjartabilun honum að aldurtila Hafði hann barizt við það all- mörg hin síðari árin að fá bót á þessari veilu, en það dugði ekki lengur. Lauk með því ó- venjulega starfssamri ævi, í eril- sömu starfi, er Sigurður gegndi með stakri rósemi, sem honum var lagin, og frábærri elju og samvizkusemi. Sigurður var fæddur 28.3. 1903 á Húsavík, sonur hjónanma Jóns Ármanns Jakobssonar og Val- gerðar Pétursdóttur. Þau dvöldu um tíma í Vesturheimi, einkum í Winnipeg, og þar gekk Sigurður í skóla, en lærði rafvirkjaiðn síðar, eftir heimkomuna. hjá Raf magnsveitu Reykjavíkur og Kristmundi Gíslasyni, rafvirkja- meistara, með tilheyrandi iðn- skóla í þeirri grein. Hann kom með foreldrum sínum og systkin um hingað til Reykjavíkur skömmu eftir heimsstyrjaldarárin fyrri. Rafmagnsveita Reykjavík- ur var þá nýtekin til starfa og þegar Nikulás Friðriksson tók við forstöðu eftírlitsdeildar með raflögnum og rafvirkjameistur- umn hér í bæ 1924, var Sigurður Jakobsson fyrsti starfsmaður- inn, er réðst til deildarinnar, og var ávallt næsti starfsmaður Nikulásar síðan. Þegar hann féll frá 1949, var Sigurður sjálf- kjörinn forstöðumaður deildar- innar. Hann sagði raunar sjálf- ur þá, að eðlilegt væri. að verk- fræðingur með háskólamenntun í rafmagnsfræði væri látinn veita deildinni forstöðu og myndi hann sætta sig við það að verða verkstjóri hjá slíkum manni, en aðrir, sem þekktu Sig- urð, treystu honum manna bezt til að veita deildinni forstöðu, bæði sökum fagkunnáttu hans og mannkosta. Þannig varð það. að hann tók við stjórn deildarinn- ar til bráðabirgða en ílengdist í forstöðumannsstarfinu. Sigurð- ur var að eðlisfari hlédrægur t Fósturmóðir okkar, Jarðþrúður Nikulásdóttir lézt 16. september að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ingibjörg Helgadóttir Rósa B. Blöndals. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur Arnar Hjörtþórsson lézt af slysförum 15. þ. m. Esther Guðmundsdóttir Lilja Björk Arnarsdóttir Helga Ólöf Arnarsdóttir Ólöf Hjörleifsdótitr Hjörtþór Agústsson. t Faðir minn Björn Björnsson frá Litla-Velli, Vesturgötu 55, Rvík, lézt 16. þ.m. að Landakots- spítala. — F.h. aðstandenda. Björg Björnsdóttir. maður og fáskiptinn, en gat ver- ið glaðlyndur í sínum hóp og hafði auga fyrir ýmsu kátlegu. Hann var samvizkusamur í starfi og stjórnaði á sinn kyrrláta hátt. Báru allir virðingu fyrir honum og hlýjan hug til hans. Hann fylgdist vel með eftirlitsstarfinu og setti sig ávallt vel inn í mál- in, þá er vanda bar að höndum Ef misbrestur var í störfum, var hann fastur fyrir og fylginn sér að sjá um, að settar reglur væru haldnar. Báru rafvirkjameistar- ar virðingu fyrir Sigurði og stjóm hans, fundu réttmæti at- hugasemda, ef um þær var að ræða. Munu aðfinnslur hans aldrei hafa valdið óvild í hans garð, er ber vott um lagni hans og réttsýni. Sigurður fylgdist ávallt vel með í iðngrein sinni. Las fag bækur, er hann náði til, og tímarit alla tíð. Var hann orðinn allra manna fróðastur um mæli- taeki við raforkusölu, störf þeirra og endingu. Hann var glöggux að meta endingu margra nýrra gerða þessara tækja, sem sífellt voru að koma fram í nýj- um gerðum. í tímaritum sín- um las hann einnig tæknilegar auglýsingar og reyndi að sig inn í gerð þessara tæfcja og t Móðir ofckar, Guðbjörg Magnúsdóttir, lézt að Elli- og hjúkruniar- heimilinu Gruind 17. þ.m. Sigríður Jónsdóttir, Ásta Jensen. t Móðir -mín, tengdamóðir og amma Soffía Þórðardóttir Bergstaðastræti 9B verður jarðsett firá Fríkirkj- unni föstudaginn 19. sept. kl. 1.30 e.h. Þórður Theodórsson Vigdís Ágústsdóttir og litli sonur. t Litla dóttir okkar Helga andaðist sunnudaginin 14. sept. Jaröarförin fer fram frá Nes- kirkju laugardaginn 20. sept. kl. 10.30 . Vilborg Vigfúsdóttir Sigurður K. Arnason. meta gagnsemi þeirra. Er hann dvaldist . á sjúkrahúsinu fyrir skömmu, sat hann löngum uppi og las tímarit sín og ræddi við gesti um efni þeirra. Sýnir þetta sívakandi áhuga, sem einkenndi hann alla tíð. Samstarfsmenn hans, bæði yf- irmenn og undirmenn, sakna frá- bærs starfsmanns, sem þeir virtu og þótti gott að starfa með. Rafmagnsveita Reykjavíkur á hér á bak að sjá einum sínum fremsta mann-i, sem vann fyrir- tækinu frábærlega um 46 ára skeið. Sigurður kvæntist Mörtu Pét- ursdóttur, er lifir mann sinn Eignuðust þau tvo syni, Jóhann Pétur og Jón Ármann. Fyrir hönd starfsmanna Raf- magnsveitunnar fyrr og síðar votta ég nánustu aðstandendum hans, eiginkonu og sonum, svo og öðru skyldfólki, okkar innileg- ustu samúð. Steingrímur Jónsson. f dag er kvaddur Sigurður P. J. Jakobsson, umsjónarmaður Innlagnadeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Innan við tvítugs aldur kom Sigurður heirn frá Ameríku með foreldrum sínum og systkinum, og hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1924, er hann hafði lokið prófi sem rafvirki, og starfaði þar síð an allt til síns endadægurs. Ég kynntist Sigurði ungur að árum, áður en ég hafði lokið námi. Hann var bæði þá og sið- ar ávallt hinn sami, hógværi og hátfcvísi maður, er hafði sérlega þægilégt viðmót. Var gott að leita til hans og gaman að spjalla við hann. Hann var mjög hlé- drægur, en hafði mikla kímni- gáfu. Hann las mikið erlend tíma- rit, er snertu sérgrein hans og þýddi talsvert af greinium úr er- lendum tímaritum sér til gamans, eins og hann orðaði það, þrátt fyrir mikið annríki á stundum og miðlaði fúslega félögum og samstarfsmönnum af þeim fróð- leik. Sigurður vann við Innlagna- deild Rafmagnsveitunnar, fram- an af undir ágætri stjórn Niku- lásar Friðrikssonar umsjónar- manns, eða þar til hann féll frá fyrir aldur fram árið 1949. Þá var Sigurði falin stjórn þeirrar deildar. Frá þeim tíma, eða um 20 ára skeið, átti hann sæti í Raffangaprófun Rafmagnseftir lits ríkisins og eignaðist hann innan þeirrar stofnunar marga góða kunningja og vini, er nú senda konu hans og sonum hlýj- ar samúðarkveðjur og blessa minningu góðs drengs og þakka farsæl og óeigingjörn störf hans. Jón Á. Bjamason. Kennaraverhlull Kaupmammahöfn 16. sepit. NTB. FYRSTA verkfall hádkólaimienint aðra kenmara í Darnmörfciu muti að ölil uim lifcindiuim skella á í dag og lamasit þá að mestu eða öllu starfsemi ýmissa memniba- Skóla og háakóladieildia á Sjá- landi. Sitúdientar og aðrir netn- endur hafa undamifarið ummið að því að koma á fót „meyðar- kemnislu“ mieðain verfcfallið sfcend ur yf’ÍT og kamnia hvernig þeir gafci m*eð hægara móti niumið meira á eigin spýbur. Samtök háskólaroenirKtaðra kenmara hafa iininiain vébanda sinma 8 þúsuind félaga og hafa 800 þeiirra ákveðið að leggja niður vinniu. Saminingaumleitain- ir við keninara haifa staðið yf ir, en efcki borið árainigur. t Inmilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og viniarhuig við andlát og jarðarför Sigurbjargar Gunnarsdóttur frá Kirkjulæk. Steinn Þórðarson og fjölskylda. Þann 19. þ.m. lézt í Landspítai anum Aðalsteinn Sigurðsson, bók bandsmeistari. Hann var jarðsett ur frá Fossvogskapellu þann 26. ágúst. Það kom mér og fjöl- skyldu minmi ekkí algjörleiga á óvart, er við fréfctuim lát vimar ofclkar, því að hiarnn hafði verið sjúlklimgur um alllanigain tímia. Aðalsteinn var fæddur 26. febrúar 1910 að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Húnavatnssýslu, en fluttist með foreldrum sínum árs gamall að Litlu-Ásgeirsá og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Foreldr ar hans voru Kristján Jónsson og Guðbjörg Sigurðardóttir. Ár- ið 1926 fluttust þau svo til Reykjavíkur og Aðalsteinn með þeim. Ári síðar hóf hann nám í bókbandsáðn hjá Arinbimi Sveinibjarniarsyni og lauk námi 1932. Bókbandsvinmu'stofa Arinbjarn ar var á Laugavegiinium, í um- hverfi æskustöðva minma, og þar bar fundum okkar Aðalsteins fynst saman. Á þessum fyrsibu ár um kynma okkar var atvinma mjög lítil og þótti því ágætt fyr- ir unga merun að komast í eitt- hvert iðnmám, þó að kaupið hrykki vart fyrir daglegum þörf um. Þá var gott að eiga góða og hjálpsama foreldra og það átti Aðalsteinm. Rækfcarsemi hams við foneldra sína síðar á lífsleiðinmi, þegar þau voru orðin öldruð var fágæt. Aldrei leiö sá dagur, að hanm genigi ekki við hjá þeim á leið heim úr vinruu á rneðan þau lifðu. Aðalsfceinm gekk að eiga Sigur- leifu Þórhallsdóttur árið 1942, mikilhæfa og elskulega konu, sem bjó honum hið bezta heimili, sem á verður kosið. Böm þeirra eru þrjú, Þórhallur, tæknifræðingur, Kristján, sem lauk stúdentsprófi í vor og Edda, sem nú er 14 ára. Kynmi okkar Aðalsteiras urðu nú nániari, því að eiginkonur okkar voru æskuvinkonur og hafa vinátta og náin kynnii milli heimila okkar staðið í 30 ár. Eig um við hjónln margar hugljúfar minmin.gar um góðar stumdir á hinu fagra heimili Sillu og Aðal- steirns. Mér finmst ég hafa gjör- kynmzt Aðalsfceind á þessum ár- um — í starfi — heima og að heiman. Hæst rís minningin um góðan og göfugan dreng, sem aldrei hallaði á nokkurn mann, né mátti vamm sitt vita í einu né neinu. Mér fannst oft svo margt líkt með honum og tengda föður hans, Þórhalli Bjamasyni prentara og bókaútgefanda, en hann er einhver göfugasti per- sónuleiki, sem ég hefi fyrir hitt á lífsleiðinni. Aðalsteinn var í mínum augum gæfumaður í mörgum skilningi. Hann hlaut í vöggugjöf óvenju blíða skapgerð, heiðarleika, drengskap og góða greind. Hann eignaðist frábæra eiginkonu og átti sérstöku barnaláni að fagna. Hvað er dýrmætara í lífi manns? Alla tíð starfaði Aðalsteinn að bókbandsiðn og á því sviði var hann mjög vandvirkur og þótti afbragðs fagmaður og smekkleg ur í öllu viðvíkjandi bókagerð. Hann starfaði lengi í Gutenberg, en stofnsetti ásamt tengdaföður sínum og fleirum bókbandsvinnu stofuna Bókfell h.f. árið 1943. H-ainin gerðiist þá þegatr veifcsfcjóri heninar og síðar framkvæmda- stjóri og með hanis óbilandi dugn aði og áhuga hefur fyrirtækið vaxið svo, að nú mun það vera eitt þekktasta fyrintæki sininiar tegundar hér í borg. Aðalsteinn gegndi trúnaðar- störfum í Bókbindarafélagi fslainds og Félagi bókbandsiðn- rekenda á íslandi. Þar eins og annars staðar naut hann verð- skuldaðrar virðingar og trausts vegna trúmennsku í starfi. Þrátt fyrir sína miklu ljúfmennsku. gat hann sett skoðanir sínar fram með ákafa, en þó með festu og rökvísi og var þá gaman að ræða við hann. Það er skarð fyrir skildi, þegar Aðalsteinn er allur, en það er gott að minnast góðra drengja og Aðalsteinn var svo sannar- lega drengur góður. Mimúngin um hanin mun varpa birtu á veg þeirra, sem nú sakna hans sárt. Innilega samúð votta ég og fjöl- skylda mín eiginkonu hans og börnum og öðrum ástvinum hans. Sæmundur Sigurðsson. 7/7 sölu er þessi tengivagn fyrir dráttarvé! Hefur driftengda vökvasturtu. Burðarþol 5—7 tonn. Upplýsingar í síma 1479 Akranesi eftir kl. 5 e.d. Aialfundur Aðalfundur Isfélags Vestmannaeyja h/f„ fyrir starfsárið 1968 verður haldinn í húsi félagsins við Strandveg í Vestmanna- eyjum laugardaginn 15. nóv. n.k. kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Vestmannaeyjum 15. sept. 1969. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.