Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPT. 1969 KULDASKÓR KVEN- KARLMANNA- BARNA. FJÖLBREYTT ÚRVAL. — GOTT VERÐ. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17 og 96 — Framnesvegi 2. Hinir þekktu loftkældu Briggs & Stratton mótorar fást nú í eftirtöldum stærðum: hö. hö. hö. hö. Einnig höfum við tilheyrandi vatnsdælur með Briggs & Stratton vélum. * yiinnai cSq&gehóóon h.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjayik - Simnefni: »Volver* - Sími 35200 - VAXANDI FYLGI Framhald af hls. 11 ur Kristilega demókrataflokks- ins, flokks Kiesingers, eru ekki á einu máli um verðleika kanzl arans, en 83prs þeirra vildu þó hafa hann áfram í júlí, en stuðningurinn við hann hafði vaxið í 88prs, þegar komið var fram í ágústlok. Innan flokks Frjálsra demókrata naut hann 65prs stuðnings í júlí, en stuðn ingur við hann hafði hækkað í 66prs í ágústlok, og af kjósend- um, sem voru ekki búnir að gera upp við sig, hvaða flokk þeir ætluðu að styðja, vildu 67 prs. forystu Kiesingers í júlí, en í ágústlok hafði stuðningur þess ara manna hækkað í 73 prs. Einnig var leitazt við að kom ast að því, hver væri hugur hinna ungu kjósenda, sem ganga í fyrsta sinn að kjörborðinu, og kom þá í ljós, að þeir voru einnig að meiri hluta fylgismenn Kiesingers sem kanzlara, 57prs í júlí og 51 prs í ágústlok. Er afstaða þeirra þess vegna ólík afstöðu annarra kjósenda, þar sem þeir hafa verið að snúa baki við kanzlaranum. Jafn- framt hefir Brandt átt vaxandi fylgi að fagna meðal þessara kjósenda, því að hlutfallstala hans hefir hækkað úr 28prs í júlí í 37prs í ágústlok. ÁKVEÐNIR VERÐA AFTUR ÓÁKVEÐNIR Um sitthvað fleira hefur ver- ið spurt undanfarna mánuði í sambandi við kosningarnar á sunnudaginin, og m.a. hefir kom ið fram síðustu vikur, að marg ir, sem voru fyrir löngu búnir að taka ákvörðun um að fylgja tilteknum flokki, urðu síðar reikulir í skoðunum og munu jafnvel veita öðrum stuðning en upphaflega var ætlað. Af stuðningsmönnum sósíal- demókrata ætluðu 84prs ekki að breyta afstöðu sinni, en á hinn bóginn höfðu 8 prs snúizt alveg til fylgis við Kristilega demó- krata, og eitt prósent ætlaði að veita Frjálsum demókrötum stuðning. Sjö af hundraði að auki voru orðnir fráhverfir flokki sósíaldemókrata, en voru Loksins... þétt blekhylki ipennann >1 ATltWHjn Platignum Fátt erauðveldara í notkun en blekhylkin frá Platignum —bér stingið aðeins nýju hylki í pennan begar blekið brýtur. Hverjum penna fylgja 4ókeypis blekhylki. Platignumsjálfblekungar og kúlupennar fást í bóka— og ritfangaverzlunum um land allt í fjölbreyttu úrvali. Athugið sérstaklega hagstætt verð. Auðveldir, bægilegir, endingargóöir... Þér burfið hvorki að öttast lekan penna né blekbletti áfingrunum. Platignum blekhylkin eru bétt. Full ábyrgö Allar Platignum vörur eru tryggðar gegn gölluðu efni og vinnu. Gölluð vara er bætt meö nýrri og ógallaðri. Einkaumboð: Andvari Hf. Smiðjustíg4, Sími 20433. HÚSCACNAVIKAN A miðvikudagskvöld var dregið út númerið 6474, og er hand- hafi beðinn að vitja vinningsins, sem er stóll frá DÚNU, hjá Húsgagnavikunni — sími, 81496. I KVÖLD VERÐUR DRECIÐ ÚR NÚMERUM SELDRA AÐCÖNCUMIÐA HANDHAFI ÞESS MIÐA SEM ÚT VERÐUR DREGINN HREPPIR SVEFNBEKK frá A. Guðmundsson h/f. og MODEL Húsgögn s.f. þó ekki vissir um, hvern þeir ætluðu að styðja. Af fylgismönnum Kristilegra demókrata ætluðu 79prs — í ágústlok — að halda við fyrri ákvarðanir um stuðning, en 11 af hundraði ætluðu heldur að veita sósíaldemókrötum brautar gengi, en enginn ætlaði að fylla flokk Frjálsra demókrata. Loks ætluðu 22prs fylgismanna Frjálsra demókrata að snúa við blaðintu og kjósa sósíaldemó- krata, en 17prs ætluðu að kjósa flokk Kiesingers. Allir flokkarnir biðla vitan lega til hins stóra hóps kjós- enda, sem eru óákveðnir, og þess vegna hefir verið reynt að grafast fyrir um, hverjum slíkir kjósendur úr hópi hinna yngri þyki vænlegast að fylgja. Er skiptingin sú, að 32prs kváð- ust einkum hneigjast til Kristi- legra demókrata, en 27 prs voru einna hlynntastir flokki Brandts sósíaldemókrötum, og 4prs töldu Frjálsa demókrata helzt stuðn ings verða. Þarna er um að ræða 63prs þeirra, sem spurð- ir voru, og var því enn allstór hópur, sem hafði enga ákvörð- un tekið í lok ágúst en gæti þó haft nokkur áhrif, þegar á kjörstaðinn kemur — ef ákvörð un verður þá fyrir hendi. En síðustu vikur hefir hinum ó- ákveðnu jafnt og þétt farið fækkandi, eins og ljóst er af framansögðu. NÝTT KOSNINGABANDALAG Við þessar kosningar býður nýtt flokka- og kosningabanda lag fram menn í fyrsta sinn, og kallast sú samsteypa „Aktion demokratischer Fortschritt", sem þýða mætti lauslega sem „Lýðræðislega framfarabanda- lagið“ ,en innan vébanda þess eru kommúnistar, Þýzka bandalagið (Bund der Deuts- chen) og Þýzka friðarsamband ið (Deutsche Friedensunion). Bíða menn þess með nokkurri eftirvæntingu, hvernig banda- laginu vegnar, því að gengi þess er talinn nokkur mæli- kvarði á, hvort kommúnistar hafa náð að afla sér nokkurs fylgis, þrátt fyrir hörmulega reynslu milljóna Þjóðverja af stjórnarstefnu þeirra. HVERNIG FER FYRIR NÝNAZISTUM? Þá er það og spurning, sem margir velta fyrir sér, hvernig hinum nýja Þjóðernislýðræðis- flokki (Nationaldemokratische Partei) von Thaddens reiðir af í þessum kosningum. Flokkur- inn hefir haft nokkuð hátt um sig undanfarið og átt gengi að fagna í héraðskosningum, svo að menn óttast, að hann geti sópað að sér nokkru atkvæða- magni þeirra, sem eru óánægð- ir með kjör sín og aðalflokk- ana, svo og ýmissa, sem hafa heyrt um gamla, þýzka stór- veldisdrauma en átta sig ekki á þeim hörmungum, sem slíkir draumar hafa tvívegis leitt yfir Þjóðverja og aðra á rúmlega hálfri öld. ÁKVÆÐI STJÓRNARSKRÁRINNAR í stjórnarskrá sambandslýð- veldisins er fjallað um kosn- ingar í landinu og segir svo í 38. grein, að þingmenn skuli kjörnir í „almennum, beinum, frjálsum, jöfnum og leynilegum kosningum". Eru þingmenn alls 518, og þar af eru 22 kjömár í Vestur-Berlín, en þeir hafa ekki atkvæðisrétt á þinginu. Kjördæmi eru alls 248 og kýs hvert tvo þingmenn, en hver kjósandi hefir tvö atkvæði, því að bæði getur hann kjörið þann frambjóðanda, sem honum fell- ur bezt, en auk þess getur hann kosið landslista, og gildir einu hvaða landslista hann greið ir atkvæði. Þegar skipt er þingsætum samkvæmt landslistaatkvæðum, koma þeir flokkar einir til greina, sem fengið haf eigi færri en 5prs. gildra atkvæða í kjör- dæmi eða fengið mann kjörinn í a.m.k. þrem kjördæmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.