Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 13
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBÍRIÚAR 1®70 13 nefnd, og form. hennar um ára- biL Flest árin sém Ólafur bjó í Brautarholti, tók hann virkan þátt í búnaðarfélagsstörfum sveitarinnar, oig var lengst af í stjórn Búniajðarfélaigls h reppsiins og form. þess í langan tíma. En áður en ræktunarsamböndin tóku til starfa og framkvæmdir allar undir stjórn ráðunauta, höfðu stjómir og form. hreppa- búnaðarfélaganna talsverðu hlutverki að gegna um margvís- l.egar fraimikivæimidiir og sitörf, sem sjialdnaist voru þölklkiuð, em ævinlega unnin endurgjalds- laust, svo var það í okkar Bún- aðarfélaigi. Eftir að rækíbuoar- félag Kjalarnesþings var stofn- að, með stórvirkum vélasamfell- um, og þurrkun lands og rækt- un hófst fyrir alvöru í stórum stíl, undir stjórn Búnaðarsam- bandsins, var ólafur fyrstu ár- in mörg í stjórn þess, og naut- griparæktiuimar héraðlsinis. Frá upp hafi var Ólafur í Brautarholti fulltrúi Búnaðarsamb. Kjalar- nesþings á Stéttarsambands fundum bænda, sem haldnir hafa verið árlega og stundum oftar, um búvöruverð landbúnað arins, seim tekior var áikvörðun um að hverju sinni árlega. ólaf- ur átti einnig um eitt sinn sæti á Búnaðarþingi ísl. nokkur ár. Einnig átti hann sæti í fasteigna matsnefnd Kjósarsýslu undan farin 2 tímabil, og nú síðast for- miaður fasteágmaimatsmiefndar Kjósasýslu sem hefir unnið að nýju mati fasteigna nú á und- amfömium árum. Ólafur Bjarnason hefur verið hrepps, neer öll búskiaparár sín an 1932 og jafnframt skatta- nefndarformaður, sem fylgdi þá embætti hreppstjóra og sýslu- nefndar, maður Kjalames- 'hrepps nœr ÖH búakaparár sin í Brautarholti. Það er ekkert nýtt í okkar sveitarstjómarmálum að hlaðist ýmis opinber störf á vissa menn bæði innan sveitar og héraðs. Það ber margt til þess. Sumir eru frábitnir því að taka þátt í félagsmálum og störfum út á við, og losa sig við það óðara og þedr eru til þess kjömir. Aðirir haifa eíkíki heimilisástæð- ur að sinna sveitar- og héraðs- málum út á við. Svo koma þeir menn sem eru fullir áKuga á hvers konar framfara, og sam- vinnumálum, sem á baugi eru. Ólafur Bjarnason var einn af þessum mönnum, auk þess hafði hann alltaf margt fólk, og góðar heimilisástæður. Svo það var enigin tilviljuin þó á hainn hlæðuist margvísleg sitörf iininan sveitar og utan, auk þess var Ólafur bæði greindur maður og vel að sér. En þessir menn verða oft að fara að heiman því öl] slík störf, sem vel eru rækt taka mikinn tíma frá heimilun- um og búskapnum, sem er þó aðalstarf bóndans. Það þekkja þeir vel sem hafa komizt í snert ingu við sveitarstjórnarmál nokkuð að ráði, hvað það tek- ur mikinn tíma fró eigin heimili. Ólafur í Brautarholti var góður bóndi í beztu merkingu. Allur rekstur bús hans í föstum skorð um, fór vaxandi eftir því sem ræktun óx. Hann átti ógætan kúastofn að talið var og afburða góðan, sem hann líka lagði rækt við að kynbæta. Á seinni árum átti Ólafur talsvert af sauðfé eftir að synir hans tveir tóku við kúabúinu og jörðinni að mestu. Ólafur hafði gaman af að sýna mér og öðrum kindurnar sínar ef komið var til hans á vetrum. Ærnar voru með af- briigðium fallegar og þar eftir gott fj'árbragð og vel hirtar, sem hann gerði sjálfur, þá hann var heima. Ólafur var mjög á- hugasamur og duglegur hey- skaparmaður, og lauk honum flestum fyrr. Það var eftirtektarvert hvað Ólafur hafði gott eftirlit með öllum skepnum sem hann tók, t.d. hross í göngu á vetrum, lét sækja þau tafarlaust, ef hon um fannst þau ekki haldast vel við. En þeiss hiáttár aðigæitni mieð skepnumar, sem bjarga eiga sér sjálfar á vetrum er því miður hjá of fóum. Ólafur ræktaði og stækkaði túnin á hverju ári, þó það yrði miklu mest seinni árin eins og hjá flestum bændum, þegar stór virku vélarnar komu, bæði til vimmislu og uppþurrtouinar mýr- anna. Einnig byggði Ólafur að nýju á fyrri búskaparárum öll gripahús, heyhlöður, votheys- geymslur, mjólkurhús o.fl. allt úr steinsteypu. Þetta voru stór ar og vel gerðar byggingar, sem fara vel enn að stíl og formi. Hiamm stórbætti og emidiurmýjiaði íbúðarihúisið oftar en eiiruu siminá og gerði það eins og nýtt. Oft hef- ur verið, og það af mörgum, talað um fagurt útsýni í Braut- arholti, og fallegt bæjarstæði. Ekki er það ofsagt, allir geta tekið undir það. En það er ekki síður sem gefur fallegu bæjar- stæði gildg jiafnrvel útsýn- inu líka, vel hirt hús, hrein og falleg umgengni. Þannig var að koma heim að Brautarholti. Vel máluð hús, hlöðin heima, og heiimreið alltaf seon nýmialbor- in ag rökuð, sást aldrei á bæj- arhlaði, vimmiuáhöld, vélar, ílát, eða efnisleifar, eíkikert niemia bifreið húsbóndans. Þetta setur ekki síður sinn fegurðarsvip á sveitaheimilin. Og þegar Ólafur var sæmdur riddarakrossi fólka orðunnar fyrir margvísleg störf, unnin að félagsmálum bænda, hefði eins miátt líka má tíl bómid- ans í Brautarholti. ólafur var mjög gætinn og hygginn í fjár- málum, hleypti sér aldrei í mieira en hamm réð við að hverju sinni, setti þó markið hátt sem sást á því sem hann var að láta gera, eða lagði til í stærri félagsmálum, sem hann vann að. Ólafur í Brautarholti var góð- ur heimilisfaðir. Á meðan börn in voru ung höfðu þau hjón sömu stúlkuna í mörg ár. En þegar börnin fóru í langskóla- nám voru þau hjónin með þeim í Rvík og héldu fyrir þau heim- ili í fjóra vetur saimfleytt. Allir sjá að þarna var gert eins og hægt var, séð uim að börmin fengu þá menntun, sem þau vildiu. Styðja þaiu á umigliimgsér- unum með því að þau gætu allt- af komið til foreldranna á sitt heimili hvert kvöld, fylgjast með vinum þeirra og kunningj- um yfir skólatímann, en svo öll siuimiur, holl sveátavinnia uppi í Brautarholti. Það væri kaininisfki Öiðruivísi æskufólkið sumt, ef foreldra höndin fylgdi því svona vel, og héldi mátulega fast í til að leið beina á mótum æsku og þrosk- aðs manns. En þjóðin getur ver ið þakklát hvar sem vel tekst til á þennan hátt. Þegar litið er yfir starfsár Ólafs í Brauta rholti, sem eru orðin mörg frá því hann ungur maður kom í Kjalarneshrepp og tók þátt í flestum félagsmál- um. Vil ég þar sérstaklega til- nefna Mjólkurfélag Reykjavík- ur, þar var hann í stjórn meir en þrjá áratugi og formaður fé- lagsins hátt á annan áratug. Er þar margs góðs að minnast. Veit ég að ólafur hefði viljað þakka hið góða samstarf þeirra ágætu framkvæmdarstj óra, liðnum og lifandi, starfsfólki og samstarfs mönnum öllum, sem unnið hafa að heill og velgengni þessa fé- lagsskapar bændasamtakanna. Og nú þegar ég kveð Ólaf í Brautarholti með þessum fátæk legu orðum mínum og lít yfir farinn veg að leiðarlokum, þá er margt að þakka. Við Ólafur vorum næstum jafn aldrar, við vorum sveitung- ar hátt á fknimta áratug, unrnum saman í margvíslegum sveitar- stjórnianmálum mieira en þrjá ára tugi. Þá verður það stundum þegar fara á ótroðnar leiðir að ágreiningur getur orðið um stefnuna. Svo kom fyrir með okkur Ólaf. Þarf engam að undra það á svo langri sam starfsleið að aldrei yrði skoðana munur. En þessi ágreiningur varð aldrei að kala. Við gátum setzt að næsta fundi og uinmi'ð að öllum félagsmálum sem lágu fyr ir, eins og ekkert hefði í skor- izt, og rabbað að vanda um dag inn og veginn að fundi lokn- um. Enda var Ólafur allra manna sáttfúsastur. Með þessum orðum vil ég kveðja Ólaf, og senda konu hans og heimilinu í Brautarholti okkar innilegustu samúðar- kveðju. Jónas Magnússon. TIL ÓLAFS BJARNASONAR LATINS. Þetta hemdír alla osis, æviisituindir dvínia, í ljósi drottins leigg ég krosis é likíkástiuna þíinia. Hiálmar Þorsteinsson frá Hofi, Minningar og kveðjuorð úr Húnaþingi ÞEGAR mér barst ■ fréttin um andlát Ólafs Bjarnasonar, hreppstjóra í Brautarholti, kom mér í-hug hversu margir af sam ferðamönnum frá fyrri hluta æv innar eru horfnir sjónum vorum, þó hins vegar að mörg ár af æviskeiðinu virðist stuttur tími í baksýn, þtgar myndir og minn- ingar samtíðarmanna eru tekn- ar fram. í sambandi við andlát þessa fomvinar míns koma mér í hug margar af þessum myndum. Vil ég með þessum línum bregða nokkurri birtu yfir þær. ólafur var fæddur 19. sept. 1891, sonur séra Bjarna Pálsson ar prests og síðar prófasts og konu hans, Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Foreldrar séra Bjarna voru Páll Ólafsson hreppstjóri, Akri, Torfalækjar- hreppi og Guðrún Jónsdóttir, prests í Otradal. Séra Bjarni þjónaði Þingeyraklausturs- prestakalli, BlÖnduóssókn frá 1886 og Undirfellsprestakalli frá 1906. Þjónaði hann þessum prestaköllum til dauðadags 1922 með búsetu á höfuðbólinu Stein- nesi í Þingeyrasókn. Það verður því snemma á ævi minni að ég kynntist Steinness heimilinu í sjón og raun, og þeim áhrifum, sem þetta menn- ingarheimili hafði á mig, ásamt þeirri gleði, er fylgdi því að kynnast hinum glæsilega syst- kynahóp 11 að tölu, er þar ól- ust upp. Með því að ólafur var í hópi eldri systkinanna og eldri bræður hans fóru ungir að heim an til náms, lenti fljótlega á hon um að hafa framkvæmdarstjórn á umfangsmiklum búskap foreldra sinna. Þar með hefur hann til- einkað sér þá framtíð að verða bóndi og vinna að framförum og manndómi bændastéttarinnar. Ólafur kom fljótt það mikið við sögu í Húnaþingi að nafnið Ólafur í Steinnesi lét viðkunnan lega í eyrum, enda var maður- inn bæði gæfu- og gjörvilegur á velli og hafði kurteisa og ljúfa framkomu, eins og þau Steinnessystkin höfðu öll, því uppeldi þeirra var mótað af þeim áhrifum foreldranna, er mest prýða börn í æsku. Eftir að séra Bjarni tók við Undirfellsprestakalli, varð kynning okkar Vatnsdælinga meiri við Ólaf því hann var oft fylgdarmaður föður síns í embættisferðum hans. Við þessi auknu kynni bættist og það, að fjölfarið var á vetrum, er sleða ferðir til Blönduóss voru tíðar, vegna vöruflutninga, þótti gott að koma við í Steinnesi og hvíla hesta sína brynna þeim og fóðra og þiggja veitingar húsráð- enda. Var ekki til sparað er ól- afur bar hey fyrir hesta okk- ar. Séra Bjarni var gáfumaður og viðræðugóður svo af bar. í hverri ferð, sem komið var að Steinnesi, fórum við þaðan glað ir og ánægðir og betur undir það búnir að þola þótt kalt væri í veðri og frosthart. Heima í Steinnesi er dá- samlega fallegt útsýni og vítt til veggja til útsýnis, Vatnsdalsá hlunnindagóð rennur meðfram túninu með hægum straumi, oft eins og silfurband um grænt landið, norður í Húnavatn. En austan árinnar eru hinar víð- áttumiklu áveituengj ar, sem kall ast „Eylendi“ og skiptist til margra jarða. Þar tilheyra Stein nesi 70 hektarar af véltæku áveituengi. Mér þykir eigi ólíklegt að Ól- afur hafi orðið nokkuð mótaður af þeirri fegurð, er umhverfið bauð, og það hafi einnig aukið honum kapp í hug, að sjá þá framtíðarmöguleika til búskapar, er hann sá í nágrenni við sig. Má vera að sá draumur hafi kom ið fram, er hann hugsaði hátt og keypti höfuðbólið Brautarholt. Haustið 1910 fór ólafur til náms að Hólum í Hjaltadal, og lauk námi þar vorið 1912. Ég fór þangað ári síðar og kynntist því Ólafi náið. Má fullyrða, að hann var þar sem konungur yfir okk- ur, þó ókrýndur væri. Var bæði hið hlýja viðmót og virðuleg framkoma, sem skapaði honum vinsældir og traust. Hann varð sökum þess að bæta því á sig að vera framkvæmdastjóri mat- arfélags skólapilta, sem var mik ið aukastarf og vandasamt því skólapiltar voru þann vetur nær 50. Þurfti talsvert lag og gætni líka í því að vera í húsbónda- sæti í matsal og skapa þá kurt- eysi, er þarf að rækja þar. Þetta allt leysti Ólafur vel af hendi, og fór foé Hóilum beim í Stein,- nes með vaxandi virðingu og manndómi. Fjórum árum síðar fór Ólafur til búfræðináms í Danmörku í 1 ár, og kom heim í Steinnes að því loknu. Þó eigi sé það stórvægilegt í lífssögunni, þá vil ég enn sýna fleiri myndir úr heimahögum Ól- afs. Sveitirnar Þing og Vatns- dalur er eitt upprekstrarfélag fyrir fénað á Grímstunguhéraði. Átti því Steinnesbúið að senda fjallleitarmenn þangað að til- tölu við bústærð. Fóru þeir Steinnesbræður því oftast þess- ar feirðir, en þó Ólafuir oftast. Mér fynnst ennþá skemmtilegt að minnast þessara ferða með Ólafi, glöðum félaga og dugleg- um í erfiðleikum ef svo bar und- ir — það á sína sögu. Við fór- um nokkrar ferðir saman í 6 daga göngur suður yfir Stóra- sand ásamt öðrum leitarferðum. Á þessum árum er Ólafur í Steinnesi farinn að taka drjúg- an þátt í félagsmálum í sveit sinni og héraði, og sýnir þá að hann mun vel til höfðingja fall- inn og forystu, enda þá valinn til ýmissa starfa í félagsmálum. Vorið 1918 hóf hann búskap á A'kiri í Toirfulækjairihireppi, þess- ari sömu jörð er föðurafi hans, Páll ólafsson hreppstjóri, sat lengi. Akur er góð og fallegjörð með miklum veiðihlunnindum og ágætu ræktunarlandi — en þá vantaði hinar stórtæku vélar, sem nú undirbúa ræktunina, Allt fór þá á hægagangi hjá okkur Húnvetningum, með rækt un og umbætur sem víðast ann- ars staðar. Þá var um svipað leyti að hefjast stórbylting vél- vinnslu í jarðrækt í nágrenni Reykjavíkur og fyrirsjáanlega betri sölumöguleikar búsafurða þar á höfuðborgarsvæðinu Ég tel vafalítið að þessar ólíku að- stæður hafi nokkuð ráðið því að hinn ungi og dugmikli bóndi á Akri vildi búa sér framtíð við þær aðstæður, er bújarðir í nágrenni Reykjavíkur höfðu þá Því brá hann á það ráð árið 1923 að kaupa höfuðbólið Brautar- holt á Kjalarnesi og flutti þang- að sama ár. Þetta var svo stórt átak fjárhagslega miðað við þá tíma, að bæði þurfti kjark til þess og trú á framtíð landbún- aðar á fslandi. Þetta hafði Ól- afur bóndi hvoru tveggja í eig- in brjósti. Mér þykir nú á þess- um tímamótum, þegar ævistarf- inu er lokið hjá þessum góða bónda í Brautarholti, gott að minnast þess, að hann var ís- lenzkri gróðurmold gagnlegur í samstarfi og hafði þann metnað vegna landbúnaðarins að hann valdi sér stöðu framarlega í fylk ingu bændanna með lífsstarfi sínu og áhuga. Við Húnvetningar söknuðum Ólafs er hann færði búsetu sína, því hann var þó orðinn í fremri bænda röð, en okkur þótti þó gott til þess að hugsa að hún- vetnskur bóndi legði undir sig Brautarholt á Kjalarnesi. Vel farnaðist Ólafi í því, er hann seldi Jóni Pálmasyni Akur árið 1923. Það er góður kapituli í sögu Húnvetninga. Ég held það sanni líka, hversu störf Ólafs reyndust oft vel á hans löngu lífsbraut. Ég hef í þessari stuttu minn- ingargrein sent kveðjuorð — brugðið upp nokkrum myndum frá uppvexti og þroska Ólafs Bjarnasonar í Húnaþingi og læt þar staðar numið, er hann flytzt á Kjalarnes. Þó vil ég að nokkru minna á hversu gæfan brosti við honum, er hann gift- ist Ástu ólafsdóttur, prests í Hjarðarholti. Það voru svo fal- lega samvalin hjón, bæði að glæsileik, virðulegri og hlýlegri framkomu. Þeirra samstarf og heimili hefur líka borið þess góð an vott, að þau voru af góðu bergi brotin, og höfðu fengið gott uppeldi og þroska í heiman fyigju. Ég vil að síðustu segja þetta: Ég er þakklátur lífinu fyrir að hafa kynnzt æskuheimili Ólafs og vináttu hans og manndómi, og ennfremur því að hafa kynnzt hinu fallega heimili þeirra hjóna, bömum þeirra og árangursríku ævistarfi. Ágúst B. Jónsson. Það var árið 1923, að í land- nám Ingólfs Arnarsonar fluttist ungur bóndi úr Húnaþingi. Bóndi þessi var Ólafur Bjarna- son, hreppstjóri í Brautarholti. Það má segja að þessum unga og glæsilega manni hafi verið tekið opnum örmum á félags- málasvæði bænda, svæðinu vest- an Hellisheiðar og sunnan Skarðsheiðar. Þrátt fyrir það, að hann er öllum ókunnugur hér sunnan lands, hleðst fljótlega á hann fjöldi opinberra starfa, fyrst í hans heimasveit, Kjalar- neshreppi, sem hann tók strax ástfóstri við næst á eftir Húna- þingi, sem hann dáði alla tíð. Fljótlega var hann kjörinn hreppsnefndarmaður, hrepps- stjóri, sýslunefndarmaður, og mætti segja í öll þau opinberu störf er hreppurinn þurfti í að velja. Fljótlega færðust félagsstörf Ólafs út fyrir Kjalameshrepp. Þar endurtekur sig sama sagan, að í flest félagsmálastörf var Ól- afur sjálfsagður. Kom þar margt til, glæsimennska hans. Góður skilningur á þörfum bænda, festa hans til að halda vel á rétti þeirra, hver sem í hlut átti, samstarfshæfni og góður vilji til að leysa hvert mál á sem far- sælastan hátt. Hér er talið fátt eitt af öll- um hans félagslegu störfum: for- maður Búnaðarsambands Kjalar nesþings og Mjólkurfélags Reykjavíkur, átti sæti áBúnað- arþingi, fulltrúi á aðalfundi Stéttasambands bænda, formað- ur Landssambands bænda, þeg- ar það var stofnað á sínum tíma, en segja má að það hafi verið forveri Stéttasambands bænda og þegar bændur fengu yfirráð og stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík í sínar hendur árið 1943, var hann kosinn í stjórn hennar fyrir bændur á félags- svæði Mjólkursamlags Kjalar- nesþings og átti hann sæti þar fram á síðastliðinn vetur, er hann baðst undan endurkjöri. Ég, sem þessar línur rita, þekkti hann bezt frá þessum ár- um, þar kynntist ég kostum hans, velvilja hans til að leysa hvert mál á hinn bezta veg, en halda þó fast á sínu máli. Það stóð enginn einn, sem hafði Ólaf í Brautarholti með sér. Ég vil leyfa mér fyrir hönd þeirrar stofnunar, að þakka honum hið Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.