Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR mO 25 Þórður Jónsson, Látrum: Betur má sigrökkum segg, hjör en penni Að loknum leabri greitiia Bald- vins í>. Kristjánssonar í Tíman- um, sem var svar til stjórnar SVFÍ út af félagsskapnum VÁV, sem mér bárust fynr skömmu, en. því miðoir kaiuipi ég ekki þaið ágæta blað, þá varð mér orða- fátt, en reyndi þó að átta mig á því hvað hefði gerzt, sem kall- aði fram þá miklu andúð, sem fram kemur í greinum hans í garð forseta SVFÍ, stjórnar þess og starfseminnar í heild. Baldvin I>. Kristjánsson segir sjálfur, að það^ sé vegna þess, að stjóm SVFÍ hafi kálað fé- lagsskapnum VÁV, eða kyrkt hann í fæðingu, eins og Bald- vin Þ.K. orðar það. En nú veit ég ekki til, að stjómin hafi gert það svo mér finnst þessi skrif Baldvins í þessum dúr, furðuleg, og finn ekki á þeim skýringu, af því maðurinn er talinn vel gefinn og vel lærður. Ekki ætla ég mér að svara þessum skrifum Baldvins Þ. Kristjánssonar. Stjórn Slysa- varnafélagsins og formaður V.ÁV. hafa gert grein fyrirþess um málum varðandi Slysavarna félagið og VÁV, svo þar hef ég engu við að bæta, þótt ég um árabil hafi verið í stjóm félags- ins fyrir Vestfirðinga fjórðung og á því minn hlut í þeim óvirð- inga og ávirðinga sveig, sem fé- lagsmálaftr. Baldvin Þ. Krist- jánsson reynir nú að færa yfir stjóm og starfsemi SVFf .ískrif um sínum. Að ég sendi þessar linur, er vegna þess, að ég vil benda Baldvin Þ. Kristjánssyni á nokk ur ummæli hans, um stjórn og starfsemi félags okkar, sem mér finnst svona og svona að setja á prent. Þá vil ég einnig láta hann vita það, að þessi skrif hans og ósæmandi ummæli hans um forseta félagsin3, Gunnar Friðriksson, stjóm þess og alla starfsemina, snerta okkur slysa- varnafólk um land allt veru- lega, þó aðeins í bili. Við munum jafna okkur fljótt, og ekki erfa þetta aðkast Bald- vins Þ. Kristjánssonar á félag okkar, heldur halda áfram að vinna að þessum málum eftir sem áður og í sama anda. Ég veit ekki, hvort Baldvin Þ. Kristjánsson skilur mig, þó ætti hann að geta það, þegar ég segi honum, að þegar fólk hefir unnið að einhverjum félagsskap, og þá sérstaklega slysavamafé- lagsskapnum í áratugi, eins og þúsundir fólks í Slysavarnafé- lagi íslands hafa gert, fórnað því fé og tíma með glöðu geði, og ekki hikað við, að leggja líf sitt í hættu, þegar þess gerist þörf í starfseminni, að þá er það orðið bundið félagi sínu með einhverj- um ólýsanlegum vináttuböndum, sem verka á viðkvæma en sterka strengi í sál þess. Þessvegna sárnar því, þegar forystuliði fé- lagsins er útgauðað ásamt starf seminni fyrir alþjóð, jafnvel þótt það ætti það skilið. En þegar það á það nú ekki skiiið, eins og hér er í þessu tilfelli að flestra dómi, þá verða sárindin meiri. Það má öllum Ijóst vera, sem við félagsmái hafa feogizt, að svo stórum félagsskap sem SVFÍ er, að honum verður aldrei stjómað þannig að hver einstakl ingur sé í alla staði ánægður. Skrif Baldvins Þ. Kristjánsson- ar kunna því ef til vill, að hafa einhverja glatt, og er það vel, en þau hafa margfalt fleiri sært, því miður. Við, sem höfum unnið með Gunnari Friðrikssyni, núverandi forseta SVFÍ, að slysavarnamál um allt frá því að félagið fór að halda sín landsþing, fyrst sem síðan sem stjómarmanni, og um árabil sem forseta félagsins, og höfum jafnan dáðst að dugnaði hans, prúðmannlegri framkomu og drengskap hans í öllum mál- um, mótmælum harðlega unraiæl- um Baldvins Þ. Kristjánssonar um hann í umræddum skrifum. Væri það sómi Baldvins Þ. Krist jónssonar mestur í því að biðja hann afsökunar á þeim, þvi ég fæ ekki séð, að slíkra ummæla sé þörf til að færa fram rök í nokkru máli, þau hljóta að vera af öðrum toga spunnin. Baldvin Þ. Kristjánsson segir í upphafi máls síns meðal ann- ars: „Skrif mín nú, og tal mitt áður, eru ekki sprottin af óvild- arhug til SVFÍ og óumdeilan- legs hlutverks þess. Ég er vissu lega einn þeirra mörgu sem óska félaginu alls hins bezta í bráð og lengd.“ Ég fcrúi hanin meiini það, Bald- vin. En hann er ekki kominn langt í skrifi sínu, þegar hann talar um raunsanna hugsjón SVFÍ „meðan þar var hærra til lofts og víðara til veggja en ver ið hefir nú um of langt skeið.“ Þetta er einn af dómum hans um starfsemina í dag. Ég tel hann ekki réttlátan, enda er ég einn þeirra, sem tel að starfsemin hafi alltaf verið að vaxa frá stofn- un hennar, og því aldrei staðið Smurt bruuð og sniltur EJAKNAKBRAUÐIÐ BEZT. Heitur og kaldur matur allan daginn. BJORNINN Njólsgötu 49 - Sfmi: 15105 Auglýsing um söluskatt Athygli innheimtumanna ríkissjóðs og söiuskattskyldra aðila er vakin á því, að samkvæmt 1. gr. laga nr. 3/1970 hækkar söluskattur úr 7^% í 11% frá og með 1. marz n.k. Áríðandi er, að söluskattskyldum viðskiptum, sem eiga sér stað eftir þann tíma sé haldið greinilega aðgreindum frá eldri viðskipt- um í bókhaldi. Við tollafgreiðslu vöru ti! eigin neyzlu eða nota innflytjanda, sbr. j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, skal undan- tekningarlaust innheimta hinn breytta söluskatt frá og með 1. marz 1970. Sama gildir um fullnaðartollafgreiðslu í sam- ræmi við 22 gr. tollskrárlaga nr. 1/1970. Söluskattur, sem ínnheimtur er við tollmeðferð. verður þá að viðbættrí 10% áætlaðri álagningu, 12,1%. Fjármálaráðuneytið, 25. febrúar 1970. með meiri blóma en nú, og á okkar ágæti félagsforseti, Gunn ar Friðriksson, sinn mikla þátt í því, eins og fyrirrennarar hans í því starfi. Þessi ummæli mín mun Bald- vini Þ. Kristjánssyni finnast koma vel heim við það sem hann segir á einum stað í skrifi sínu. „En það sýnir bezt innviði SVFÍ forystunnar, að hún hæl- ist um yfir skömmunum og not- ar hvert tækifæri — siðast blaðamannafundinn fræga — til þess að lofa sig fyrir frammi- stöðuna.“ o.s.frv. Ein ummæli félagsmálafulltrú- ans, Baldvins Þ. Kristjánssonar, um stjórn SVFÍ mun þó slysa- varnafólki sárna mest í um- ræddu skrifi, en þau hljóða á þessa leið: „SVFÍ forystain þurftt líka að koma flekkuðum fingrum sinum að 9. gr. laga VÁV um stjórn samtakanna," (leturbreyting mín). Vonandi veit Baldvin Þ. Krist jánsson hvað „Flekkaðir fing- ur“ eða hendur merkja sam- kvæmt íslenzkri málvenju. Ég leyfi mér að fullyrða, að þetta eru ómakleg ummæli um stjórn Slysavarnafélags fslands og mótmæli þeim, enda mun hér nokkuð mikið sagt. En slíkar hnútur lastmæla þá kastað er, meiða sjaldnast þann, sem kast- að er að, heldur þann, sem kast- ar, og svo mun hér. Hvað sem Baldvin Þ. Krist- jánsson segir um það, þá hugsar fólk ekki þannig almennt innan slysavarnasamtakanna, að ná sér niðri á einhverju félagi eða einstakling, heldur vill það reyna að verja sameinuðum kröftum sínum til björgunar- mála í anda kærleika og bróður- hugs, hatur á þar ekki heima. Þótt Baldvin Þ. Kristjánsson, beini sínum þungu orðum og að- dróttunum mest að forseta félags ins, Gunnari Friðrikssyni, og vilji á allan hátt reyna að gera hann ómerkilegan, og gera lítið úr störfum hans fyrir félagið, eins og felst meðal annars í eft- irfarandi ummælum Baldvins Þ. Kristjánssonar: „Hinsvegar furð aði mig svo ekkert á framkomu Gunnars því hann virðist í fé- lagsmálum SVFÍ aldrei hafa séð framundan pilsfaldi Gróu“. Og á öðrum stað: „Og sýnir þetta ekki þanin heknjóttarhátt, for- ystuleysi og skort á eðlilegri dirfsku, sem er svo einkenn- andi fyrir núverandi framá- menn Slysavarnafélagsins." Þetta er mikið sagt, og um marga sagt, því að Baldvin Þ. Kristjánsson veit, að á bakvið forseta og stjórn stendur lands- þing félagsins, sem sækja á ann að hundrað fulltrúa víðsvegar af landinu, og það er það sem hefir úrslitavaldið, og segir stjórninni fyrir verkum í aðal- atriðum. Það á því sinn mikla þátt í því hvemig starfsemin gengur á hverjum tíma, og sé það rétt hjá Baldvini Þ. Kristjánssyni, að það sé nú orð- ið lágt til lofts og þröngt til veggja um hugsjón slysavarna- starfseminnar miðað við það sem Framhald á bls. 23 ÚTGERDARMENN Erum að hefja framleiðslu á háþrýsti togvindum allt frá 2 tonnum til 10 tonna. Togvindur þessar eru mjög fyrirferðarlitlar og henta því vel í rækjubáta, humarbáta og togbáta. Þeir sem þurfa á slíkum togvindum að halda fyrir sumarið, hafi samband við okkur við fyrstu hentugleika. Vélaverkst. Sig Sveinbjörnsson h.£., Arnarvogi, Garðahreppi. Sími 5 2 8 5 0. 1970 FERMINGAR FÖT FACO fötin eru sérstoeó frjdlsleg og hugmyndarík Framleidd á Islandi af fatageró FACO OPIÐ TIIa KLFt LftUGftRDÖGUW 1970

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.