Morgunblaðið - 25.06.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1970 15 kitekt ögn íma lum nota viðkomandi íbúð, hvort sem það eru börn, gamal- menni og fatlaðir eða fólk sem er ekki af þeirri stærð- argráðu sem flestir hús- gagnaframleiðendur virðast gera ráð fyrir. Það er nauð- synlegt að athuga vandlega hvemig húsgögnin fara þeim, sem eiga eftir að nota þau á sama hátt og við mátum flík í búð. Og ef við finnum hvergi húsgögn sem við getum fellt okkur við, þá er alltaf hægt að fá þau klæðskerasaumuð, eða sér- teiknuð. En hvers getum við með sanngimi krafizt af nútíma húsgögnum? Flest húsgögn þurfa að upp- fylla þrjár meginkröfur: í fyrsta lagi þurfa þau að vera þægileg ef við notum þau til að sitja eða liggja á þeim. Þau þurfa einnig að vera falleg, og í þriðja lagi þurfa þau að vera sterk. Það skiptir höfuðmáli að þau húsgögn sem við notum daglega, og e.t.v. margoft á dag, jafnvel rnörg þúsund sinnium á ári séu vel úr garði gerð. Smávægilegir gallar, sem okkur sést yfir í fljótu bragði, t.d. þegar við feaupum hægindiastól geta Hér mynda veg'gir og gólf öll þau hósgögn sem á þarf að halda. orðið þess valdandi að þeg- ar við fömm að nota stólinn komumst við að því að hann hefur óþolandi galla. Einnig er það mikilvægt að þau húsigögn sem við um- göngums't dagíega á heimil- um séu falleg, bæði þegar litið er á hvert húsgagn fyrir sig, og eihis í heild. Sarnt vill formsköpunar- gleðin oft ná vf'irhöndinni þannig að úr húsgagninu verður höggmynd, sem t.d. er hægt að sitja eða sofa á. Við gerum auk þess þá lág- markskröfu til húsgagna, að þau faili ekki saman, þeg- ar við setjumst á þau og að þau liðist ekki sundur á nokkrum vikum. Það er líka æskilegt að það sé hæigt að sitja á stólarmi, án þess að hann brotni af. Flest húsgögn komast líka ein- hvern tímann í snertingu við börn, sem hafa gaman af því að athuga hvað hús- gögnin þola og jafnvel spræna svolítið á þau þeg- ar enginn sér til. Húsgögn hafa einnig alltaf gegnt öðrum hlutverkum, en því sem lýtur að beinu notagildi. Þau hafa gefið einistaklingum bost á að skapa sér persóniulegt um- hverfi, sem auðveldlega er hægt að breyta í samræmi við breyttan smekk, innan þess rarnma, sem íbúðir óhjákvæmi'lega setja fólki. Það verður því að telja óæskilegt að fastákveða niðurröðun húsgagna um of, m.a. vegna þess að sýnt hefur verið fram á að það er sálfræðilega nauðsyn- legt fyrir fólk að geta sjálft haft áhrif á og mótað það uimhverfi sem það byggir. Þó má ef til vill halda því fram að það sé forsvaran- legt að steypa rúm og bekki ef elcki verður komið í veg fyrir að þau braki með öðni móti. Það er talsvert algengt að sjá eingöngu nýtízku hús- gögn á íslenzkum heimilum, en oft eru þessi heimili frebar kuldaleg og minna meira á mynd í tízkublaði heldur en umhverfi þar sem fólki getur liðið vel og ver- ið hamingjusamt. Fyrir flest okkar eru nokkur tengsli við fortíðima mikilvæg, í hvers konar menningu og listum, og ekki sízt í hús- gagnailist. Og það er ekki heldur mein ástæða til þess að henda gömlum, fallegum húsgögnum, einungis vegna þess að þau eru gömul. Meira máli skiptir að útlit húsgagnanna sé samræman- legt. Á smekkliegum heimil- um er yfirleitt alltaf um að ræða ákveðið „tema“ eða ákveðinn smekk, sem gerir það að verkum, að úr ólík- um húsigögnum, sem geta komið siitt úr hverri áttinni verður ein heild. Ef þessa er ekki gætt, má búast við að í versta tilviki verði árangurinn sá að heimilið líti út eins og lítil húsgagna verzlun. Það sem skiptir höfuðmáli er að húsgögn séu vel hönn- uð, hvert í sínu lagi og myndi saman eina heild. Á síðari árum hafa ný efni og ný tækni gert algerlega nýjar tegundir húsgagna mögulegar. Við höfum einn- ig verið að reyna að búa til ný form, sem tilheyra nú- tíma iðnmenningu og nú- tíma þjóðfélagsvenjum. Við höfum verið að reyna að losna við hefðbundin form og tegundir húsgagna, sem ekki eru lengur í samræmi við breytta lifnaðarhætti og sem erfitt og kostnaðarsamt er að fjöldaframleiða. Ekki nauðsymlega vegna þess að gríiskar súlur og drekafæt- ur á bo'rðum séu t.d. ljótir í sjálfu sér, heldur vegna þess að áframhaldandi sjálf- stæð formsköpun er okkur nauðsynleg. Mig larngar að lokum til að leggja áherzlu á nokkur atriði í sambandi við hús- gögn og hús'gagnaval. Þessi atriði eru að vísu ekki frek- ar algild en annað í heimin- um, heldur aðeins skoðun, grundvölluð á nokkurri reynslu, sem ég hef í þess- um efnum. í fyrsta lagi: Kaupið aldrei húsgögn, bara vegna þess að þau eru ódýr. Það er betra að hefja búsfcap með fáurn, smekklegum og góð- um húsgögnum, heldur en fyl'la allt af dóti sem þið verðið strax óámægð með. Reynið að ákveða með góð- um fyrirvara hvernig, hve stór, hvernig lit og hvernig lit og hvernig áferð þið vilj- ið hafa á þeim húsigögnum sem þið viljið kaupa, áður en þið farið að leita í hús- gagnaverzlunum. Takið til- lit til ykkar eigin smekks, þeirra húsgagnia sem þið eigið fyrir og þess umhverf- is sem þið viljið skapa. Forð izt að taka of mikið tillit til tímabundinnar tízku. Far- ið fyrst að leita í húsgagna- verzlunum, þegar þið hafið ákveðið hvað þið viljið kaupa og ef þið finnið ekk- ert sem ykkur líkar þá mætti athuga hvort ekki væri hægt að panta hús- gögnin erlendis frá — eða fá þau teifcnuð og smíðuð hér á landi, sem oft kann að vera bæði ódýrasta og bezta leiðin. Kaupið aldrei mikinn hluta af innbúi í einu, án þess að ráðfæra ykkur við einhvern kunmáttumamn á þeissu sviði — innanhúsisarkitekt eða arkitekt. Húsgögn sem eru keypt í húsgagnaverzlun líta alltaf öðru vísi út í umhverfi viðkomandi heim- ilis. Og að endingu — hlustið varlega á hönnuði og arki- tekta sem segja ykkur að svona, svona og svoma eigi húsgögnin að líta út, og hérna eigi þau skilyrðislaust að vera. Þetta fólk hefur margt mikla reymslu og þekkingu og góðan smekk og það er sjálfsagt að færa sér ráðleggingar þeirra í nyt. En hafið hugfast að þegar allt kemur til alls, þá eruð það þið sem takið við, borgið reikninginn og búið í íbúðinni eftir að sérfræð- ingarnir eru farnir. Gestur Ólafsson. Spánski arkitektinn Antoni Gaudi teiknaði þetta snyrtiborð fyrir velunnara sinn Eusebio Giiell um síðastliðin aldamót. Hvað sem annars er hægt að segja um borðið þá er það varla í samræmi við ströngustu siðareglur þarfastefnunnar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.