Morgunblaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAOUR 30. JÚNÍ 1970 (Ljósmynd Mbl.: ól. K. M.) land. Bróðir miinin, seim er flug- maiðiur, var búinn að vara mig við vdðriniu, svo ég var undir slæmrut veður búin. Bn sannleik urinn er sá, að ég er hrifin af slæimiu veðri. Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim voru gefin saman í fsrael eftir lok sex daga stríðs ins. f maílok 1967 höfðu þau farið til ísrael, þar sem þau héldu hljómleika fyrir hermenn ina með Fílharmoníuhljómsveit fsraels, meðan á sex daga stríð- inu stóð, hann sem hljómsveitar stjóri, hún sem einleikari. Þess ir hljómleikar voru haldnir tvisv ar á degi hverjum og höfðu mjög skamman undirbúning. Á íslandi er sagt að hestar, sem svitni saman, verði óaðskiljan- legir. Það virðist hafa sannazt á þessum frægu listamönnum. Vorið 1967 hafði Jacqueline du Pré farið til Norður-Amer- íku í sjö vikna hljómleikaför, þar sem hún lék með Fílharm- oníuhljómsveitinni í New York, Clevelands-hljómsveitinni, Fíl- harmoníuhljómsveitinni í Los Angeles og mörgum þekktum hljómsveitum öðrum. Árið 1968 fór hún svipaðar hljómleika- ferðir, aúk þess sem hún lék í Ameríku með English Chamber Orchestra undir stjórn Daniels Barenboims. Síðan 1967 hefur hún komið fram á mörgum lista hátíðum í Evrópu, nær öllum sem einhver nöfn hafa og ný lega kom hún fyrst fram í La Scala í Mílanó. Þykir henni gaman að ferð- ast? Hún hikar áður en hún svarar: — Mér finnst dásamlegt að leika á hljóðfæri og ég nýt félagsskapar þess fólks som við hittum. Við virðumst hitta sama fólkið aftur og aftur, hvert sem við förum. En mér þykir ekki gaman að ferðast með flugvél um. Og ég er ónýt að ferðast, En þetta starf bætir upp ferða- lögin. Þegar við reyndum fyrst að ná í Jacqueline du Pré í gær, var hún að æfa með Vladimir Ashkenazy á heimili hans, ekki fyrir hljómleikana hér, heldur fyrir hljómleika í London. — Maður hennar var að æfa með Sinfóníuhljómsveit fslands fyr ir hljómleikana í gærkvöldi. f ágúst ætla þau öll þrjú að taka þátt i South Bank Summer Festi val í Lundúnum. Og það má sjá að allt þetta unga fólk, Barenboim, Jacqueline du Pré Þórunn og Vladimir Ashkenazy og Perlman njóta þess sannar- lega að geta hitzt, og blandað geði. » Listahátíð Sellóleikiarinn Jacquelinie du Pré er ung kona, ljós á húð og hár, sem fellur í milklum haddi niður yfir axlirnar og hún bros ir mikið. Það er einhver poet- isikur blær yfir henni, ekki síð- ur þegar hún talar. Þetta er sýnilega hamingjusöm ung kona, ánægð með lífið. — Nú byrjuiðuð þér svo ung að leika á hljóðfæri og voruð fræg sniemma. Finnst yður þér hafa farið á mis við eitthvað á æskuárunum við að vinna svona mikið? spurðum við hana, er fréttamaður Mbl. átti stutt viðtal við hana á Hótel Sögu í gær. En til skýringar er rétt að geita þesis að Jacque- limie du Pré fæddist árið 1945 og hóf tónlistarnám í London Cello School 5 ára gömul. Tíu ára gömul hlaut hún „the Suggia Gift“ verðlaunin í al- þjóðlegri samkeppni og eftir margra ára nám í beztu skól- unum, vann hún 1960 bæði gull verðlaun Guildhall-skólans og „Queen’s Prize“ fyrir brezka hljóðfæraleikara undir þrítugs aldri. Hún kom í fyrsta sinn fram á hljómleikum í Wigmore Hall 16 ára gömul. Eftár það lék hún á opinberum hljómleik um í Berlín, París, Rotterdam og Stavanger og kom fram méð helztu hljómsveitum og hljóm- sveitarstjórum Bretlands. — Nei, ég held ekki að ég hafi farið á mis við neitt, svar aði hún. Kannski mest það að hafa ekki mikinn félagsokap, þegar ég var yngr-i. En nú hefi ég samnariega fengið það bætt upp. Við eigum svo marga vini og höfum það svo skemmtilegt. Með „við“ á hún við sjálfa »ig og eiginmanninn, hljóm- sveitarstjórann fræga og pían iistanm Damiel Barenboim, aem hún giftist 1967. Og þau leika bæði á hljómleikunum í kvöld í Háskólabíói. — Við edg- um marga góða vini í hópi tón listarfólks og þetta fólk hitt- um við ótrúlega oft. Iðulega erum við í sömu borgum af til viljun og stundum reynum við að koma því svo fyrir að við getum hitzt þannig. Þetta er allstór hópur, og það er skrýt- ið hve við erum mörg á þessu sviði á svipuðum aldri. — Leikið þið hjónin mikið Frægt tónlistarfólk á Hótel Sögu í gær. Lengst til hægri stendur Vladimir Ashkenazy, þá Dan- iel Barenboim, næst Parrotti, umboðsmaður allra, þá Itzhak Perlman og lengst til hægri Jacqu- line du Pré. saman eða eruð þið mikið á ferðalögum sitt í hvoru lagi? — Við ferðumst saman. Stundum leikum við saman. Og jafnvel þó við gerum það ekki, þá ferðumst við hvort með öðru. Við getum auðvit- að ekfci alltaf leikið saman alls staðar. En þá er gott að fara hvort mieð öðru í hljómleika- ferðir. Þetta fer mjög vel sam- an. — Og eruð þá sennilega ekki mikið heima? Hvar eigið þið heimili? — 1 London. Við erum satt að segja ekki mikið heirna. Senni lega ekki meira en 3 mánuði á ári samanlagt. En þó við séum ekki meira heima en þetta, þá fæ ég heimþrá, ef ég er of lengi í burtu. í London er mitt heimili. Þar hefi ég fjölskyldu mína í kringum mig. Það er góður staður að búa á, fyrir þá sem mikið þurfa að ferðast. Auk þess er mikið um að vera í músíblífinu í London. — En þér eruð ekki Lundún arbúi að uppnuna, er það? — Nei, fjölskylda mín er frá Jersey-eyju, sem er ein af Ermasundseyjunium. Fólkið þar er norrænt að uppruna og það er fjölskylda mín. Þess vegna er ég svona ljós á húð og hár. Þar eru norræn nöfn. Mitt er þó framskt, Jacquieline du Pré. Jeirsey er lítið land, 12 míluir á lengd og 6 á breidd og íbúatalan er öll eins og í Reykjavík, 90 þúsund, er það ekki? Þar er að vísu mikið um ferðafól'k, en þeir sem þekkja eyjarnar komast auðveldlega burtu frá öllu slíku. — Þegar þér voruð að alast upp, höfðuð þér alltaf ákveðið að verða tónlistarmaður og leika á selló? Þetta virðist svo stórt hljóðfæri fyrir litla telpu! — Ég var ailtaf hrifiin af sel'lóinu og langaði til að leika á það. Það eru til svo margar stærðir af sellói. Ég fékk fyrst eitt, sem varla er stærra en viola, og srvo fék'k ég alltaf stærri og stærri hljóðtfæri. Það er því ekki svo erfitt fyrir barn að leika á selló. — Þá dattur mér í huig ann- að vandamál, sem ekki er kannski mikilvægt, en getur sarnt haft raunhæfa þýðingu. Eru ekki míndpilsin, sem nú eru í tízku fyrir ungar stúlkur, afleit fyrir sellóleikara? — Jú, en ég leik ekki í minipilsi. Ég er alltaf í víðuim og efnismálklum piisum, einmitit af þeirri áistæðu. Annárs fara pilsin lamglt upp um mamn og það er ekki bedmt fallegt að sjá framan úr sal þessar longu lappir og uppflett pils, segir Jacqueline du Pré og hlær hjart anlegia. — Hve miklum tíma verjið þér daglegia í æfingar? — Það fer eftir því a’ð hverju ég er að viimnia á hverj um tíma. Hljómleiikaisikráiin fyrir mitt hljóðfæri er fremiur takmörkuð. Ef ég held áfram að endurtaka verkið of mikið með sefingu, þá verður það dálítið vélrænt. Milli hljómleika Vinn ég því ekki mieira en ég þarf til að íhalda fingruinum við og vinn svo almennilega að undirbún- ingi hljómleika, til atð hafa þá ferska. Það er ekfci ein® og við píamóleik, þar sem úrval verk- anna er svo geysimikið. — En á milli. Eigið þér önn- ur huigðarefni? — Músikim tekur mikmn tíma. En ég dunda við ýmis- legt. Mér þýkir garnan að diumda við heimilið og ég smíða, svo umidarlega sem það hljómar. En ég á elkki nein stór áhuigamiál, siem ég rýk í þegar ég á lauisa stumd. — Það hlýtur að gefa hjóna- bandi fyllingu þegar hjón geta unmið svona samam eins og þér og maðurinn yðar. Hittuzt þið gegnum tónlistiariðbanir? — Við hittumst í London hjá kínverskum píanista, sem bauð okkur til veizlu. Og ég verð að segja það, að gott er að geta talað samiam og notið sömu hluta. Ef við gætuim ekki ferð- azt saman, held ég að ekki væri gott í efíni. Allt sem við leik- Jacquellne du Pré. um hér á íslandi á tónleikun- um, höfum viS leilkið saman áð ur ammars staðar. Hingað kom ég frá Lomdorn og Daniel frá Amieríkiu, þar sem hann hafði verið að leika í siex daga. Héð- an förum við á miðvikudags- morgun og fljótlega eftir það til ísraels, þar sem við verðum í 3 vikur. Það verður nokkuns kon ar sumarleyfi. Ekfci of mangir hljómlieikar, því það er svo hræðilega heiitt þar núnia. Viö syndum og gerum úr þessu sumarleyfL — Við erum búin að hafa það svo iindælt hér, bætti Jacqueline du Pré við. Höfum hitt vini okkar. í gærkvöldi átt um við indælt kvöld hjá Ash- keniazyhjóniuinium. Við vorum þar hræðilega lengi fram eftir, svo allir eru heldur framlágir í dag. Við höfum aðeins séð umhverfi Reykjavíkur. En hér virðist allt svo hreimt og ótrú- lega róleigt og kyrrlátt í sam- anburðd við margar stórborg- irnar. Mér finnst svo indælt að sjá srvo miiki'ð af grænum blettum í krimgum hvert hús og loftið er svo tært. Ég vissi lít- ið um íslanid áður, em miig hafði alltaf lamgað til að korna hing- að. Ég elska srvalt loftslag, mikla víðáttu og fjallalands- lag — eða yfirieitt óspillt Gott að geta notið þess sama — Segir sellóleikarinn Jacqueline du Pré um hjónaband sitt og Daniels Barenboims

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.