Morgunblaðið - 05.07.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.1970, Blaðsíða 14
14 MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1070 Edward Heath Maðurinn og forsætisráðherrann HVERS konar forsætisráð- herra verður Edward Heath? Þetta er mikilvæg spurning, sem margir velta fyrir sér nú eftir stjórnar- skiptin í Bretlandi. Kenn- eth Harris hjá brezka blað- inu Observer átti eftirfar- andi viðtal við nýja forsæt- isráðherrann fyrir nokkr- um dögum. Þar svarar Heath ýmsum persónuleg- um spurningum, og svör hans varpa góðu ljósi ekki hvað sízt á manninn að haki stjórnmálamanninum Ed- ward Heath. Harris: — Nú þegar þér eruð orðnir forsætisráðherra, Mr. Heath, myndi mig langa til að spyrja yður, ef ég má, nokk- urra spurninga. Ekki um ein- stök stefnuskráratriði yðar. — Þau höfum við heyrt í kosn- ingabaráttunni. — Ekki heldur setla ég að spyrja um einstök átform. — Ég er viss uim, að það er of snemmt. Það sem mig lang ar raunverulega til þess að komast að, er hvers konar for- sætisráðherra þér munið verða, með því að fá fram viðhorf yð- ar til embættisins. Heath: — Það er augljóst, að mikið er undir sjálfum mér kom ið, ef ég á að verða góður for- sætisráðherra. Mikið mun einn- ig velta á samstarfsmönnum mínum í ríkisgtjórninni og í Neðri deild þingsins. Og það sem skiptir ef til vill mestu máli af öllu, er hvaða stuðning velviljaðir karlar og konur í landinu viija láta mér 1 té. Velviilji kemur ekki af sjálfu sér — maður verður að verð- skulda hann. Reynsla mín sem stjórnmálamaður er sú, að eng- inn árangur næst, nema fólki sé sagður sannleikurinn. Það kunna að koma upp við og við málefni, sem ekki er unnt að segja atlt aif létta um t.d. vegna öryggisástæðna. En í langflest um málum er það þannig, að það er ekki aðeins siðferðilega réttast og áhyrgasta afstaðan að segja sannleikann — og að segja hann eins skýrt og auðið er — heldur er það jafnframt hagkvæmast. Því stefnii ég eins og frekast er kleift að opnum stjórnarháttum. Harris: — Hvað um slík hag- kvæmnisatriði sem stærð ráðu neytisins og fjölda og eðli ráð- herraembætta o. s. frv? Heath: — Forsætisráðherr- ann ber framar öðru ábyrgð á starfsíháttum ríkisistjórnarinnar. Hann einn getur ákveðið, hve hraða afgreiðslu mál fá með því að skera úr um, hve mikl- uim tíma stjórnin eigi að verja í einstök mál og með því að leggja áherzlu á stuðning sinn við eina tillögu eða aðra. Það hvílir því á honum sú óhjá- kvæmilega ábyrgð, hvaða mót og yfirbragð verður almennt á ríkisstjórninni, hvaða mál ríkis stjórnin tekur fyrir fram yfir önnur og hvaða áliit ríkisstjórn- in í heild ávinnur sér á meðal almennings í Bretlandi og út um heim. Forsætisráðherrar geta ekki hegðað sér sem yfirmenn sam- ráðherra sinna hvað þá heldur þinigsins. En þeir geta veitt for- ystu og forysta felst ekki íþví að segja: Gerðu þetta, gerðu hitt, heldur í því að samræma orð og aðgerðir fyrir ákveðið tímabil. Harris: — Hvað um stærð ráðuneytisins? Heath: — Hún skiptir miklu máli. Það verður að takmarka hana og hafa ráðherrana um 16, að ég tel. Ellegar er víst, að það verður of mikið talað. Rétt hlutfall á milli umræðna og að- gerða er meginvandi lýðræðis- legs stjórnarfars og forsætisráð herrann getur í ríkisstjórninni lagt mikið af mörkum til þess að leysa hann. Harris: Ég veit ekki, hvort þér eruð mér sammála, Mr. Heath, en ég held, að gengi eða ófarnaður eins forsætisráðherra sé að nokkru leyti afleiðing við horfa hans til stjómmála. Sum- ir forsætisráðherrar hafa verið eða hafa virzt vera heillaðir af stjórnmálum stjórnmálanna sjálfra vegna — þar á meðal vegna baktjaldamakksins, spenningsins og hrossakaup- anna, sem stjómmálamenn eru stundum flæktir í. Aðrir segj- ast hafa byrjað þátttöku í stjórnmálum vegna köllunar. Svo eru enn aðrir, sem virðast hafa byrjað, sökum þess að þeim var ýtt út í þau o.s.frv. Hvert er álit yðar á hlutverki stjórnmálanna í þjóðfélaginu? Hvers vegna eruð þér stjórn- málamaður? Heath: Fyrir mig eru stjórn- mál og munu alltaf verða einn þáttur lífs míns í heild, sem ég héf valið mér samkv. köllun. Fyrir mig eru stjórnmál og stjórnmálalífið ekki endir og upphaf tilveru minnar á þess- ari jörð. Stjórnmálin éru sá göf ugi og innihaldsríki vettvangur, þar sem mér virðist sem ég geti laigt það af m/örkuim, er ég þarf tii þess að fullnægja til- finningu minni í þá átt að sinna skyldu minni á opinberum vett vangi. Hver svo sem afrek mín myndu verða í stjómmálum, þá hlytu stjórnmálin að verða áfram hluti af lífi mínu. Og sama máli myndi gegna um mis- tök mín. Stjórnmálin eru nauð synlegur og verðugur þáttur en aðeins sem þáttur í lífinu í heild, lífi einstaklingsins og lífi landsins. Og vissulega eru þau þáttur í lífinu, sem skiptir ekki frummáli, en er veítandi í þeim skilningi, að stjórnmál eru ekki takmark í sjálfu sér held- ur tæki að því markmiði þjóð- félagsins að verða ríkara að mannlegum samskiptum og mannlegum verkefnum. Ég er glaður yfir að vera á þessari skoðun, ekki bara vegna þess að ég tel þetta vera mannúðlegu hliðina, sem snýr að stjómmálum, heldur sökum þess að samkv. minni eig in reynslu, þá hafa þeir menn, er litið hafa á stjórnmál sem þátt, en ekki allt í lífi sínu og þjóðarinnar, sýnt mestan sið- ferðilegan og sálarlegan styrk í stjórnmálum. Hinir hafa oft brugðizt vegna ástríðu sinnar á stjórnmálum sem eina tilgang inum í Mfi sínu. Harria: Hvert var upphafið að því, að þér gerðuzt stjórnm/ála- maður? Heath: Nú! Vissulega vakn- aði ég ekki upp við það einn góðan veðurdag, að með mér hafði skyndiilega mótazt áikvörð un um að gerast stjórnmálamað ur. Hún óx með mér og ég óx inn í hana. Móðir mín hafði til að bera ríka tilfinningu fyrir þjóðfélagslegri ábyrgð — í því að hjálpa fólki, venjulega í bæjarfélaginu, þar sem við bjuggum og þetta hafði áhrif á mig jafnvel strax, þegar ég var lítill drengur. Ég óx upp á tíma fjöldaat- vinnuleysis — sem bitnaði á föð ur mínum að nokkru leyti; ekki mjög, en ég man eftir því. Á síðari æskuárum mínum varð spánska borgarastyrjöldin og þýzkur og ítalskur fasismi var í algleymingi og ofsóknir gegn Gyðingum. Nú, þessir hlutir gera engan mann að stjórnmálamanni, en ég óx upp á tímum, er sérhver maður með nokkra tilfinningu fyrir þjóðfélagsábyrgð hlaut að sjá og verða var við þörfina á skilningi á stjórnmálum og margvíslegar skyldur sínar. Þegar ég fór til Oxford, fór ég til Balliol. Þar var margt af ungum mönnum úr öllum stétt- um þjóðfélagsins, fullir af áhuga á þjóðfélagsmálum og margir þeirra voru frá fjöl- skyldum, sem tóku virkan þátt í stjórnmálum. Rektor skólans, A.D. Lindsey, síðar Lindsay lávarður, skaraði mjög fram úr í því að beita sínum miklu hyggindum gagnvart vandamál um frelsis og lýðræðis nútím- ans. Eins og áður í skóla var mér falið að gegna störfum, sem fólu í sér ábyrgð. Ég brást vel við því og sóttist eftir frekari slíkum störfum, sökum þess að ég fann með mér hvöt til þess að vinna þau og ánægju í því að gegna þeim, og varð þannig formaður félags stuðnings- manna íhaildisflokksins og fleiri félaga. Það var ekkert sérstætt við það, að ég gerðist stjórnmála- maður. Stjórnmálin drógu mig til sín. Ég held í raun og veru, að því sé bezt farið þannig. Ef stríðið hefði ekki skollið á, hefði ég gerzt málflutningsmað ur og séð mér farborða sem slíkur. En þegar ég lít til baka, er ég sannfærður um, að ég myndi hafa reynt að gerast þingmaður, eins fljótt og það var unnt, vegna þess að mér funduist stjó.rmmálin vera miinn eðlilegi vettvangur. Það var ekki þannig, að mér fyndist ég hafa neina meðtfædda hætfileika fyrir þau, heldur að þau væru vettvangur, sem ég hæfði og hæfði mér. Raunverulega eru stjórnmálin samsett af tveimur þáttum: Vandamálum og fólki. Stund- um eru vandamálin fólgin í áætl unum, markmiðum eða ráðagerð um. Ég hef alltaf hneigzt að því að leysa, að því að reyna að leysa vandamál. Og ég hef allt af haft ánægju af samskiptum við fólk. Ég vil ekki stöðugt vera samvistum við fólk, en ég tel, að mannleg samskipti séu umgerð reynslunnar, sá þáttur, sem gefur öllu öðru gildi. Ég hef stundum séð það á prenti, að ég sé ekki laginn við að umgangast annað fólk. Nú, það er annarra að dæma um það, en það sem ég þekki, er hvaða tilfinningar ég ber til þess. Harris: Sem forsætisráðherra, munið þér þá láta fólk afskipta laust — ráðherra og ráðuneyt isstjóra — við að vinna að mál- um. Heath: Já. Ég mun ekki láta fólk afskiptalaust, ef það slær slöku við hlutina. En ef mönn- um tekst að þoka málum áleið- is, þá mun ég sannarlega ekki vera að skipta mér af þeim. Harris: Á trú yðar nokkurn þátt í því, að þér fóruð út í stjórnmál eða í aðtferðum yðar þar? Heath: Ekki í sambandi við afskipti mín af stjórnmálum. Það, sem ég á við, er að ég held ekki, að sökum þess að maður sé kristinn þá beri manni skylda til þess að fara út í stjórnmál eða að stjórnmálin eigi einungis að byggjast á beit ingu kristilegra sjónarmiða. Ég hefði getað hallazt að efa- hyggju eða mannúðarstefnu og samt gerzt stjórnmálamaður. En að því er snertir hinn hlutann af spurningu yðar, þá vona ég vissulega, að trú mín hafi áhrif á gerðir mínar í stjórnmálum, en aðeins með þeim hætti, er ég vona, að kristnar skoðanir mínar hafi áhrif á gerðir mínar á öllum sviðum lífsins; ekki með því að fá mig til þess að taka upp sérstaka stefnu eða sérstök áform, heldur með því að móta samskipti mín við annað fólk, jatfnt einstaikliinga sem hópa. Harris: — Hvers konar for- ystu hyggizt þér veita landinu? Ætlið þér að skapa yður mynd landsföðurins eins og Macmill- an eða nefndarformannsins eins og Attlee? Heath: Fyrsta skylda min er að viðhalda umræðufrelsinu í landinu, sem er og hefur verið lífsblóð þess, að viðhalda traust inu og hreinskilninni í skoðana skiptum. Ég mun áreiðanlega ekki verða einráður leiðtogi, því að það er ekki eðli mitt og ég mun áreiðanlega ekki verða að ins formaður í nefnd, sökum þess að það myndi þýða, að ég varpaði af herðum mínum einni af leiðtogaskyldum mínum í Neðri deildinni og í ríkisstjórii inni, sem felst ekki bara í því að halda reglu og sjá um dag^ skrána o.s.frv. heldur að segjá stöðugt: „Þetta er það, sem við höfum heitið landinu, að við munum stefna að í heild sem ríkisstjórn. Ég held, að þessar spurning Framhald á bis. 21 í kosnimgabíVráttunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.