Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 19. SBPT. 1970 11 Hreinn og klár sóðaskapur - gerlar í vatni, mat og áhöldum — viðtal við Edward Frederik- sen, heilbrigðisef tirlitsmann MBL. barst fyrir skommu frétt nm að stöðum úti á landi, sem vinna með mat- væli, hefði verið lokað af heil- brigðiseftirliti. Við leituðum upplýsinga hjá Edward Frede riksen, eftirlitsmanni hjá Heil brigðiseftirliti rikisins, sem ár um saman hefur ferðazt um landið og litið eftir slíku. — Hann var ekki reiðubúinn til að skýra okkur frá einstökum stöðum, en staðfesti að á þessu ári hefði verið lokað 13—14 stöðum, sem fást við matvæli víðsvegar um land. Og af hverju? Mest af hrein um og klárum sóðaskap, »var- aði Edward að bragði. Og þeg ar við fórum að ræða við hann nánar, kom í Ijós að á flestu því sem eftiriitsmenn skoða eru mikil brögð að bakt eríum, — Kolígerlar finnast t. d. alls staðar, í vatni, mat og á áhöldum, sagði hann. Eftirlitsmetmimir, sem nú eru tveir á vegum Heilbrig'ð- iseftirlits rikisins, ferðast um landið og toma á alla staði, þar sem einlhver meðíhönidl'Uin á onait fer fraim — í matvöru- verzlanir fisflBverkunarstöðv- ar, b r au ð ge r ðarfh ús, gistilhús, veitingastofur, kjötvinnslu- stöðvar, mjólikuristöðvar, slát- uríhús kúaibú o. s. frv. Þeir Skoða líka vatnsból og sumd- staði, sorpihaiuga útivistar- svæði og fleira af því tagi. Á þessu eina ári hefur 13—14 stöðum verið lokað og ath'U'ga semdir gerðar á óteljaindi atöðum. Venjulega fá menm frest til að laigfæra það sem að er fundið. Þó getu-r þurft að loika strax og opna síðar aftur með leyfi viðkomaindi heRbrigðisnefndar. En eftir- litsmenin starfa í samvinnu við heilbrigðisnefndir staðarins og með þeiim faira venjiulega í eft ihlitsferðir heil'brigðisfulltrúi staðarins eða heilbrigðisnefnd anmenn. Og þeir hafa saimráð við héraðslækni um það sam er ábótaivaint. Við spurðum Edward um hina ýmsu teg- undir staða, sem hainin hefur eftirlit með. Hvernig eru t. d. söluslkál- amir? Slaamir, utain örfáir einis og Botnssfeáli, Ferstikla, Skálinn við Hvítártorú og noklbrir aðrir. En flestir sölai- skálamir eru í raunimni elklki hæfir til að hafa sölu á mat- vöruim. Og þeir eru þó með viðkvæman vartniing eins og pylsur, ís og haimlborgara. Oft er uimgt fóík við afgreiðslu í þessum slcálum, og það gerir sér elkki ljóst hvað er þrifn- aður og hvað vanþrif. Stuind- um eru 'þetta staðir með mia jatfnri aðsókn, vairla nokkur gestur suma daga, en 300— 400 manns aðra daga. En þó verður að vera aðstaða til að talka á móti mestu aðsófcn- irmi. Edward sagði, að áberandi vanþrif væru á áhöldum, eins og ísvélum, pylsupottum, hamborgaraplötum og þess háttar. Þegar fólk er ráðið til að vinna við þessi tæki, er þess ekki gætt að það kunni til verksins og því er ekki kennt að þrífa, hvað þá að krafizt sé heilbrigðisvott- orðs við ráðningu. Það kemur í Ijós, þegartek in eru sýnishorn af matarílát- um á veitingastöðum, að mik il brögð eru að slæmum upp- þvotti. Við litum í nýlega skýrslu um niðurstöður af gerlarannsókn af hreinum matarílátum frá veitingastað einum. Og hún • var há gerla- talan á bollum, diskum, eld- húshnífum og öðru. Dósahníf urinn komst þó hæst með 340000 gerla. Ekki getur þó þetta stafað af vatnsleysi á Islandi. Víð- ast hvar er nóg vatn. — Fólk ið kann bara ekki að þvo upp, segir Edward til skýr- ingar. Eitt af þvi sem heilbrigðis- eftirlitið fylgist með eru ein- mitt vatnsbólin. Hvernig eru þau? — Víða mjög slæm, svarar Edward. Oftast eru í þeim skaðlegir gerlar eins og kolígerlar. Lögð er mikil áherzla á að fylgjast með að vatnsbólin séu í lagi. Og laug ar og baðstaðir eru einnig skoðaðir um leið. Og þar er ástandið heldur ekki sem skyldi. En hvemig er þetta þá? Verður fólk ekki veikt af þessu? — Við förum ekki í grafgötur með það, að mat- areitrun á sér stað, og hún verður viðar en vitað er um svarar Edward. Fólkið, sem fyrir þessu verður, gerir þá skyssu að leita eklki tiil liæfcn- is. Það hefur kannski sam- band.við lækni i síma. Stund- um hringir það í heilbrigðis- eftirlitið nokkrum dögum síð- ar og segist hafa fengið mat- areitrun af þessu eða hinu. Þá er lítið hægt að gera. Heil brigðiseftirlit verður að hafa eitthvað að hengja hatt sinn á. Skrifleg kvörtun verður að koma til, en hægt er að hringja og segja að hún sé á leiðinni, til að flýta fyrir. Þá getur heilbrigðiseftirlit brugðið við í snarheitum og farið á staðinn, til að taka sýni af matnum, ef eitthvað er þá eftir af honum. Og með ræktun fæst staðfesting á því, hvort um matareitrim hafi verið að ræða. En lækn- is þarf að vitja engu að síð- ur, og það um leið og fólk veikist, ekki 2 eða 3 dögum seinna. — Það sem við þurfum á að halda er að neytendur kvarti við heilbrigðisnefndir, ef þeir vita að eitthvað fer úrskeiðis, sagði Edward. En hér er land kunningsskapar- ins, sem gerir það að verkum að menn veigra sér við að kvarta. Er þá ekki sama máli að gegna með heilbrigðisnefndir heima? Er ekki erfitt fyrir þær að beita sér? Edward svarar því neitandi. Segir að sér virðist að í heild hafi ver- ið valið í heilbrigðisnefndir skelegt fólk, sem láti ekki á sig bita, og geri skyldu sína hiklaust. Nýlega var skýrt frá því að óstimplað kjöt hefði verið eyðilagt í Reykjavík. Kemur það ekki lika fyrir úti á landi, að slikt kjöt finnst á mark- aðinum? — Jú, svarar Ed- ward. Að þvi eru talsvert mik il brögð, og finnst slíkt kjöt í mötuneytum, á greiðasölu- stöðum, matvöruverzlunum og kjötvinnslum úti á landi. En sé kjöt óstimplað, þá hefur læknir ekki fengið tækifæri til að skoða innyfli eða kjöt og verið viðstaddur slátrun. Þá getur enginn vitað hvort skepnan hefur verið sjúk eða heilbrigð. — Það er kannski skiljan- legt að bóndi vilji fá eitthvað fyrir grip sinn og kjósi held- ur, ef hann getur, að selja beint og fyrir greiðslu út I bönd. En hann telkur æði mikla áhættu og það gerir lika sá sem kaupir óskoðað kjöt, ef eitthvað út af ber. Öllum aðilum er þetta vel ljóst. Þetta kjöt er gert upp- tækt og brennt, ef þess verð- ur vart. 1 hitteðfyrra tókum við t.d. hálft annað tonn af sliku kjöti og stóð lögregla yfir því meðan það var eyði- lagt. Annars eru viðurlög við slíku athæfi, og ættu fram- leiðendur og kaupendur að kynna sér það gaumgæfilega áður en þeir gera slíka verzl- un. — Hvemig tekur fólk af- skiptum heilbrigðiseftiriits- manna? — Yfirleitt er aðfinnslum vel tekið, svarar Edward. Þó er til fólk, sem finnst við vera að skipta okkur af hlut- utm, sem olckur fcoma ekker’t við. En við viljum reyna að fara rólega að, og fá fólkið með okkur, til að bæta úr. Fjölmargt fleira kemur inn á verksvið heilbrigðiseftirlits. Til dæmis sorphaugar. Þeir eru víða hrein viðurstyggð. — Við leggjum mikla áherziu á að sorp sé grafið og byrgt, segir Edward, og að smitber- ar t.d. rotturnar eigi ekki að- gang að því. Tölum nú ekki um mávinn, sem ber óþverr- amm í opin vaitnsbóL Þá eru það útivistarsvæð- :: \ Edward Frederiksen. in, sem Edward segir að séu yfirleitt ilal um gengin. Við séuim svo langt á eftÍT nó- grannaþjóðum hvað þau varð- ar. Á útivistarsvæðum, þar seim margir gamga uim, þarf að leggja til vissa að- stöðu. En þvi eru samfara fjár útlát, sem þeir sem fyrir sam komum á slíkum stöðum standa, veigra sér við. Og Ed ward á margar myndir, sem sýna slæma umgengni á slík- um stöðum. Fjölmargt mætti nefna, sem aflaga fer um hreinlæti hér á landi, og eftirlitsmenn rek- ast þar á ótrúlegustu hluti. En þeir einbeita sér ekki ein- göngu að því að grípa menn í sóðaskaip, heldur reyna þeir að leiðbeina. Gerður hefur ver ið bæklingur með einföldustu hreinlætisreglum fyrir alla þá sem vinna í veitingahús- um, kaffihúsum, mötuneyt- um og hótelum og slíkum stöðum og dreifa eftirlits- menn honum. Einnig hefur Heitorigðiseiftirlit rikiisins lát- ið gera leiðbeiningar fyrir heilbrigðiseftirlitsmenn, svo öllum, er slík störf vinna, sé ljóst, hvert þeirra verksvið er. En um almennt hreinlæti sagði Edward í þessu samtali. -—- Það er handþvotturinn sem gildir, að þvo sér nógu oft, en bera ekki bakteríurnar á milli. Hagfræðingastarf vex — norskir sérfræðingar dveljast hér á vegum íslenzkra stórkaupmanna Norsku sérfræðingarnir: Arne Giæver til vinstri og Olav Gjerd ene til hægri. FÉLAG íslenzkra stórkaupmanna er um þessar mundir að gera átak til þess að kynna hagræð- ingarmál hér á landi. Á vegum Félags íslenzkra stórkaupmanna eru nú staddir hér tveir norskir MICHAEL Deasey, organisti frá Dómkirkjunni í Sidney á Ástraliu heldur organtónleika í Dómkirkj unni í Reykjavík laugardaginn 19. sept. kl. 18 og í Neskirkju sunnudaginn 20. september kl. 17. í Dómkirkjunni verða á efnis- skránni m.a. verk eftir J. Pachel- bel, G. A. Homilius og Passac- aglia og fúga í c-moll eftir J. S. Bach. Þá má geta nútímaverks- ins „Fæðingin" eftir Jean Langla is og Fantasíu og fúgu um nafn- ið BACH eftir F. Liszt. Á eínisskránni í Neskirkju eru hagræðingarsérfræðingar. Það eru þeir Olav Gjerdene, fram- kvæmdastjóri hagræðingarskrif- stofu Sambands norskra heild- verzlana, og Ame Giæver, ráðu- nautur. Þeir eru nú tveimur ís- m.a. verk eftir F. Couperin, Buxtehude og Preludia og fúga í D-dúr eftir J. S. Bach. Þá verk eftir Samuel Wesley, Fantasía í f-moll K 608 eftir Mozart o.fl. Michael Deasey er aðeins 23 ára gamall, en hefur þegar ver- ið aðstoðarorganisti við Dóm- kirkjuna i Sidney, þar sem hann hefur haldið tónleika, svo sem einnig í Þýzkalandi og Englandi. Hann er meðlimur „Trinity Coll- ege of Music“ í London (F.T.C. L.) og Konunglega Tónlistarskól ans (A.R.C.M.). lenzkum fyrirtækjum til ráðu- neytis og vinna ennfremur að kynningu á hagræðingarmálum hérlendis á vegum Félags ís- lenzkra stórkaupmanna. Á blaðamanniaifund.i, sem Félag íslenzkra stórka'upmaama efrndi til í gær, sagði Ámi Gestsson, varatforimaður félatgsins. að Félag íslenzfcra stórkaiu pmanna hefði lanigan tíima haÆt átouga á aukinni hagræðingu í atvininurekstrmium.. Ko,ma hinna norslku sérfræðinga væri í beinu fraimihaldi af þess- ari viðleitni félagsins. Á ráð- stefnu, sem félagið hélt á fyrra ári vaknaði mikill áhugi á þessu málefni og fcomið hefur verið á fót sérstaikri hagræðinig- amefnd ininan félagsins. Þá fóru fulltrúar íslenzkra heildverzlana í kynniisferð til Noregs á si. vori. Félag íslenzkra stóhkaupmanna hefur ennfremiur leitað til nilkis- valdsinis um aðstoð tii þess að sérmennta rnemn til hagræðirag- arstarfa. En rikisvaldið hefur þegar farið inin á þá braut varð- audi h agræði ngarráðun.auta fyrir vinnumarkaðinn. All náið sam- starf er nú þegar milM Félags íslenzkra stórkaupmanna og hag- ræðingarSkrifstofu Samban-ds norskra heildiverzlaina. Olav Gjerdene gerði nokkra grein fyrir störfum haigræðinga, en sl. miðvilkudag flutti hann er- indi á (bádegisveirðanfundi Pé- lags íslenzlkra stórkaiupmanina, þar sam hann sagði frá starfsemi Hagræðingarkkrifstofu heild- verzlana í Noregi. MifcM áuherzla mun nú vera lögð á hagkvæman rekstur vörugeymslna í Noregi. En þar eru vönu'geymsl'ur yfir- leitt byggðar á einmi hæð og fleiri fyrirtæiki hafa jatfnvel sam- vin.nu um refcstur þeirra. Þetta er þróun, þar sem við höfum akki enm fylgzt með, sögðu tals- menn stórka'upmanna. Hagræð- ingarráðunautar táka gjarnan fyrir álkveðin takmörkuð við- fanigsefm í rekstri fyrirtæikjanna hverju sinni og boma síðan aft- ur og talka fyrir önnur atriði síð- ar. Til viðlbótar þeim tveimur fyr- irtaékjum, sem þegar hatfa hag- ræðingarsérfræðinga til ráðu- neytis mun eitt fyrirtæki til við- bótar hafa ákveðið að leita etftir slíkiri þjónuistu. Ástralíumaður heldur orgeltónleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.