Morgunblaðið - 06.10.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1970, Blaðsíða 16
r 16 MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÖBER 1970 fllttgMltMfttöfr Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjórí Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. St'mi 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I tausasölu 10,00 kr. eintaklð. ISLENZKI KAUPSKIPAFLOTINN Cíðastliðinn laugardag var ^ Esju, nýju strandferða- skipi í eigu Skipaútgerðar ríkisins, hleypt af stokkunum í Slippstöðinni hf. á Akur- eyri. Það er jafnan nokkurt fagnaðarefni, þegar nýtt skip bætist í skipastól land,s- manna. Á þessu ári hafa þeg- ar tvö sikip bætzt við kaup- skipaflota landsmanna; ann- að í eigu Eimskipafélagsins, en hitt í eigu Skipaútgerðar ríkisins. En tilkoma hinna tveggja nýju strandferða- skipa Skipaútgerðar ríkisins marka þó nokkur tímamót á öðru sviði, þar sem þau eru fyrstu skipin sinnar tegundar, sem smíðuð eru hér á landi. Á þann hátt eru þau tákn nýrrar atvinnugreinar, skipa- smíða, sem nú er að verða allverul'egur þáttur í íslenzku efnahagslífi. Þannig mætti í fljótu bragði gera ráð fyrir, að kaupskipaflotinn færi vax- andi, en sú mun þó ekki vera raunin. Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu grein eftir Magnús Gunnarsson, við- skiptafræðinema, þar sem rakin er þróun kaupskipaflot- ans liðinn hálfan áratug. Á þessum tíma hefur kaupskipa flotinn minnkað um 28 af hundraði. í ársbyrjun 1966 var 41 kaupskip í eigu lands- manna, en í ársbyrjun 1970 voru þau 34; á sama tíma hef- ur heildarstærð skipanna minnkað úr rúmlega 71 þús- und brúttórúmlestum niður í 51 þúsund brúttórúmlestir. Þannig hefur meðalstærð skipanna minnkað á þessum árum úr um það bil 1750 brúttórúmlestum niður í 1500 brúttórúmlestir. Við þetta bætist svo, að meðalaldur skipanna hefur hækkað um rúm'lega þrjú ár; nýju skip- in tvö bæta þó nokkuð úr í þessu efhi, en meðalaldur skipanna er engu að síður hærri en árið 1966. Ef litið er á ednstaka teg- undir kaupskipa kemur í ljós, að olíuskipaflotinn hefur dregizt saman um 80 af hundr aði. Hér er um gífurlegan samdrátt að ræða, sem hlýtur að vekja menn til umhugsun- ar um þetta efni. Erlend skip annast alla olíuflutninga til landsins, og fyrstu átta mán- uði þessa árs hafa verið greiddar tæpar 89 milljónir fyrir þá þjónusfu í vöruskipta gjaldeyri. í ársbyrjun 1966 var unnt að filytja samtals 536 farþega með íslenzkum far- þegaskipum, en í ársbyrjun 1970 aðeins 236. Þetta er sam- dráttur um tæplega 56 af hundraði og þessi þróun á sér sfað á sama tíma og unn- ð er að því að aufca ferða- mannastrauminn til landsins. Sömu sögu er að segja um vöruflutningaískipin, sem voru 31 í ársbyrjun 1966, en eru nú 28. Samanlögð stærð þessara skipa var 21. septem- ber sl. rúmlega 42 þúsimd brúttórúmlestir, en var í árs- byrjun 1966 rúmlega 47 þús- und brúttórúmlestir. Auk skipsins, sem hleypt var af stokkunum sl. laugar- dag munu vera í smíðum fjögur önnur skip fyrir inn- lenda aðila, en áætlað er, að þau verði samanlagt um 10 þsund brúttórúmlestir. Til- koma þessara skipa mun viisisulega stuðla að endurnýj- un vöruskipaflotans, en óvíst er, hvort þau munu hafa veruleg áhrif til stækkimar, þar sem gera má ráð fyrir að selj a verði einhver eldri skipanna. Þessi skip eru þó af basitameiri en eldri skipin. Hitt er fuffljóst, að tilkoma þessara fimm nýju skipa breytir engu um þá stað- reynd, að í heild hefur kaup- skipaflotinn dregizt verulega saman á þessu umrædda ára- bili. Þessar upplýsingar, sem fram komu í áðurnefndri greinargerð, eru allar hinar athyglisverðustu og niður- stöðurnar á þann veg, að ekki verður unnt að komast hjá því að taka þær til gaumgæfi- legrar athugunar. Nú er hins vegar á það að líta, að á þessu tímabili varð íslenzka þjóðin fyrir þyngri efnahagsáföllum en dæmi eru til um í annan tíma. Ekki er ólíklegt, að þess ir erfiðleikar hafi að ein- hverju leyti átt sök á þesisari alvarlegu þróun, enda gætti þeirria í öllum þáttum efna- hagslífsinis. En hitt er jafn- ljóst, að nú verður að snúa þessari þróun við, enda getur það tæpaist talizt eðliiegt, að kaupskipaflotinn haldi áfram að minnka á sama tíma og viðskipti landsins við aðrar þjóðir fara ört vaxandi og fleiri erlendir ferðamenn leggja leið sína hingað. Á síð- astliðnu ári mun 67 af hundr- aði innflutnings hafa verið fluttur með erlendum skipum og 39 af hundraði útflutnings- ins mun hafa verið fluttur á sama hátt. Al'lt gefur þetta vísbendingu um að taka verði þessi mál föstum tökum. Auð- vitað er þetta erfitt viðfangs- efni fyrir fámenna þjóð, en það dregur ekki úr mikil- vægi þess, að við ráðum sjálf- ir, íslendingar, yfir kaup- skipaflota, sem annast getur vöruflutninga til og frá land- inu, þó að hafa verði í huga, að sveiflur í þessari atvinnu- grein geta torveldað það, að unnt verði að ná þessu marki. Jórdanskir hermenn afferma Gargolux-flugvélina á flugveliinum 1 iimman. Islenzk áhöf n flaug fyrstu borgaralegu vélinni til Amman Luxembourg, 2. okt. Víða hafa Loftleiðaflug vélar tekið þátt í hjálparstarf semi, fyrst í Biafra, síð- an Rúmeníu og Perú og núna Jórdaníu. Nýlega vorum við hjá Cargolux sendir frá Bret landi til Amman ineð 25 lest ir af lyfjum og blóðvatni. Var þetta gjöf frá brezku ríkisstjórninni til Alþjóða Rauða krossins. Við flugum í einum áfanga frá Manston i Suður-Eng- landi. Þegar við komum að botni Miðjarðarhafs gekk okkur illa að ná sambandi við Sýrlendinga til að fá yfir flugsheimild, en ekki er talið ráðlegt að fljúga yfir nein lönd á þessum slóðum án slíkrar heimildar. Náðum við þá sambandi við Israela í Tel Aviv og fengum strax heimild hjá þeim til að fljúga yfir þeirra land. Vegna rafmagnsleysis í Amman voru engir radíó- eða aðflugsvitar í gangi, en okk ur gekk samt greiðlega að finna flugvöllinn. Við gátum náð sambandi við flugturn inn, sem hlýtur að hafa haft sína eigin rafstöð, en vegna þess að við komum úr áttinni frá Israel voru þeir í fyrstu mjög tortryggnir og spurðu okkur spjörunum úr um þjóð erni, flugvélartegund, farm o. fl. o. fl. áður en við fengum lendingarheimild. Á flugvellinum var urmull af hermönnum stjórnarinnar og víða skriðdrekar og fall byssur. Þar sem þetta var fyrsta borgaralega (civil) flugvélin sem lenti eftir að vopnahléið var samið, var for vitnilegt að sjá hvers konar móttökur við fengjum. Var ekki laust við að við hefðum smávegis áhyggjur. Þær reyndust samt alveg óþarfar, og var tekið mjög hlýlega á móti okkur. Stór hópur hermanna lagð ist til atlögu við að afferma vélina undir eftirliti rauða- kross manna, og gekk þetta allt mjög fljótt og vel fyrir sig. Á meðan við stóðum við, lenti svissnesk rauða-kross- flugvél frá Saudi Arábíu. Allt virtist með kyrrum kjörum. Að vísu heyrðist brakið í vélbyssu í nokkr- ar sekúndur ekki allfjarri flugvellinum, en enginn virt ist kippa sér upp við þetta og allir héldu áfram störfum sínum ótruflaðir. Okkur var sagt að ástand ið í borginni væri vægast sagt ömurlegt og ógerlegt að áæ-t'la tölur falli<mnia og særðra þar sem margir lægju ennþá undir rústunum. Vatnslaust væri og mikill fæðuskortur, og varla væri nokkurt hús eftir i borginni óskaddað. Næstu tvo daga fórum við tvær ferðir i viðbót á vegum brezku krúnunnar, frá Kýp ur i annað skiptið með 25 lest ir af matvælum og hitt skipt ið með tjaldsjúkrahús og öll viðkomandi tæki. Áhöfn mín í þessum ferð um var Jón Valdimarsson, Baldur Þorvaldsson og Andri Karlsson. Þorsteinn E. Jónsson. Fagnaðarlæti ÞAÐ er e<klki oft, sem ísle,n<zkir ileiklhúsgestir rísa úir sæ*tutm sín- um að lokinni sýnimgu og hrópa: Húrra, húnra, bdaivo, braivo. E<n þetta gerðiist eftir sýn'imgiu Skot- anina á Albert Herrinig sl. fimimtu dagskvöld. Þjóðleilklhúslð vair þétit seti'ð. Aið sýniinigu loifcLnmii þafckia'ði Þjóðleilklhússrtjóri ©esitun uim fyriir boimunia, en ópeirustjór- inn Peter Heimimiin<gs þakk<aiði fyr ir ihömd Sko<tainin<a og mælti á ís- lenizifcu. 'Eins og fyrr se-gir verða sýn- ingair aiðedms fjórar oig verð«r síðaista sýmingin á siuniniudag M. 15. Myndin v<ar telkin að liokiininit sýniiingu á fiimimtudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.