Morgunblaðið - 23.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1970, Blaðsíða 4
4 MORGlíNBIaA£>1£), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1970 ■5V 25555 1^14444 WRim BÍLALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabiíreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 bilalcifjan AKBBAZJT car rental service r * 8-23-Í7 sendum EFTIRLÝST BUFFETT Þeir, sem geta gefið upplýsing- af um það hvar buffetið á með- fylgjandi mynd er niðurkomið eru vinsamlega beðnir að hrkvgja í Árna í síma 10100. Buffetið var seft á uppboði í Hafnarstræti 1, þann 26. júlí 1966. I I I I I I I Hagstæð greiðslukjör. '70 Skoda S 110 L kr. 200 þ. '66 Chevrolet Nova kr. 245 þ. '65 Chevrolet Nova kr. 190 þ. '67 Ford Custom kr. 275 þús. ’66 Rambler Classic kr. 185 þ. '64 Rambler Classic kr. 135 þ. '67 Taunus 17 M 4 d. kr. 225 þús. '67 Scout 800 kr. 215 þús. '67 Toyota Crown kr. 210 þ. '66 Fíat 1100 St. kr. 95 þús. '62 Taunus 12 M St. kr. 65 þ. '62 Opel Record 4 d. kr. 75 þ. '62 Opel Caravan kr. 95 þús. I I I I I I I Ilfife |P| | VAUXHAU 5II Q „Aðstöðumunur“ eða misrétti Svo nefnir starfsfólk í Múla- lundi eftirfarandi bréf: „Njóta ekki allir í voru lýð- frjálsa landi þeirra hlunminda að mega ferðast með svonefnd- um almenninigsfarartsekjum? Ekki er kynþáttamisrétti fyr- ir að fara, sem betur fer. Þeir, sem á annað borð kom- ast í og úr strætisvagni, hljóta að vera nokkurn veginn færir allra sinna ferða — eða er ekki svo? f>að skyldi maður ætla, en við nánari íhugun er reynd- in önnur. Við, sem vinnum í „Múla- lundi“, urðum harla fegin þeirri breytingu, sem gerð var á ferðum strætisvagnianna síð- astliðið vor. Brá þá svo við, að vagn stanzaði svo að segja við dyrnar á vinnustað okkar, þeim okkar, sem staulfær telj- umst á stöfum eða hækjum, til mikils hagræðis. Gátum við nú hagnýbt okkur þessi almenn- ingsfarartæki rétt eins og aðr- ir þegnar velferðarþjóðfélags- ins. En Adam var ekki lengi í Paradís. Snemma 1 september var gert jarðrask mikið við „Múlann“ og er vögnum ekki lengur fært að stanza það ná- lægt Múlalundi, að verulega fatlað fólk geti gengið þann veg, sem eftir er á áfangastað. Lagfæring á fyrrnefndu jarð- raski er að sögn ekki á dag- skrá í náinni framtíð. 9 Úrbóta er þörf >033 má og geta að einatt kost - ar það a.m.k. tuttugu mínútna bið að komast yfir Suðurlands- brautina á þessum slóðum, þar sem umferð er jafnan mjög mikil, en hvorki umferðarljós né zebrabrautir gangandi veg- farendum til hagræðis. >arna er brýnna úrbóta þörf hið bráð asta. En svo að aftur sé hugað að farartækjum og ferðamáta, þá vaknar sú spurning, hvort ekki væri unnt að flytja ör- yrkja að og frá vinnustað í sérstökum bíl, líkt og starfs- fólk frystihúsa o.fl. fjölmennra vinnustaða? í ræðu og riti er oft á það minnzt, að jafna þurfi svokall- aðan aðstöðumun ólíkra stétta eða fólks, sem býr við einangr- un og erfitt niáttúrufar. En meðan öryrkjar þurfa að kaupa sér bíl tri 1 að geta stuindað þá vinnu, sem þeir með erfiðis- munum inna af höndum, og verða þannig af allverulegum hluta lágra launa, þá er anzi breytt bil milli þeirra og hinna heilbrigðu, sem auðveldlega komast allra sinna ferða. >enn an aðstöðumun þarf að jafna, og beinum við undirrituð þeirri eindregnu áskorun til þeirra stjórnvalda, sem þessum mál- um ráða, að svo verði gert.“ Tuttugu nöfn eru undir bréfi þessu. § Skynjunarhæfileiki mannsins >orsteftnn Guðjónsson sendir Velvakandi eftirfarandi pistil: „Smáleiðrétting í Mbl. á við- tali við prófessor um skynjun- arhæfileiika mannsins eða mannislíkamans vakti athygli mína, því jafnvel þótt um gáleysisvillu hefði verið að ræða, þá var hún svo merkileg og fól svo mikið í sér, að ómögulegt er anniað en að hafa þar orð á. í viðtalinu hafði stað ið að „allar upplýsingar um ytri heim og um eigin líkama berast heilanum á beinan hátt“, en prófessorúnn vildi láta segja: „á þennan hátt“, þ.e. með áhrifum „hrif- spennu“, sem þýtur um tauga- þræðiina. Hefur þetta nú verið leiðrétt og prófessorinn beðinn velvirð- ingar á mistökunum, en ég er ekki viss um að hann hafi að öllu leyti átt tilkall til þeirrar leiðréttingar. Eða með öðrum orðum: ég er ekki í neinum vafa um að fullt tilkall hefur hann ekki átt til henmar. Á fundi í bandaríska vísinda framfarafélaginu (A.A.A.S.) var samþykkt 30. des. sl. að veáta fyrirburðafræðingum upptöku í félagið. En sú sam- þykkt jafngildir því, að tekn- ar séu gildar rannsóknir, sem sýna fram á að maninishuganum geti borizt vitneskja á annan hátt en þann, sem próf. Jóhann Axelsson talar um. í einföld- um orðum sagt er annara veg- ar um að ræða þá fullyrðingu að manni getá engin skynjun eða vitneskja borizt nema fyr- ir bein áhrif á skynfærin frá næsta umhverfi. Allt vísinda- „kerfi“ síðustu áratuga hefur að vísu verið byggt upp og mið að við þá staðhæfingu að önn- ur leið væri ekki til — en nú hefur blaðinu verið rækilega sraúið við með ofangreindri samþykkt hins mest metraa vía- indafélags á jörðinni, og þykir mér ólíklegt að jafnvel próf. Jóhann Axelsson treysti sér b'il að rísa gegn því, sem nú er að verða straumur tímans. Þorsteinn Guðjónsson." Chevrolet árg. 1966 til sölu, tegund Canso (sama og Chevy II). Bifreiðin er í mjög í góðu ástandi og selst að verulegu leyti gegn fast- eignatryggðu veðskuldabréfi. Bifreiðin er til sýnis í dag og fyrir hádegi á morgun við Ármúla 3. Upplýsingar þar á III. hæð í herbergi nr. 301. Afgreiðslustúlka óskast til áramóta. Upplýsingar ekki veittar í síma. TÓMSTUNDABÚÐIN Aðalstræti. 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. H átíðarsamkoma Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi gengst fyrir hátíðarsam- komu i hátíðarsal Háskóla íslands laugardaginn 24. október kl. 17.00 í tilefni af 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Dagskrá: 1. Störf og markmið Sameinuðu þjóðanna. Ávörp flytja Forseti islands, Kristján Eldjám, Emil Jónsson utanrikisráðherra og dr. Gunnar G. Schram, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna. 2. Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar islands flytur Brandenborgarkonsert nr 3 eftir Bach. Öllum er heimill aðgangur að hátíðarsamkomunni. STJÓRNIN. ^æloniílpur Vatteraðar með sléttu ytrabyrgði, belti og smelltum vösum. Léttar ,þægilegar í regni. Hlýjar, góðar í kulda. Á börn og fullorðna. Stærðir 4—52. HUNGUR? VÆRI EKKI NÆR AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÓFATINU? „Þróaðar þjóðir geta sjálfar sér um of- átið kennt. Þjóðir þriðja heimsins geta hins vegar ekki kennt sér um hungríð í löndum sínum, nema að litlu leyti." Hungur, bls. 4. HUNGUR? ÞAÐ STAFAR BARA AF LETI. „Lítil vinnugeta er oft bein afleiðing vannæringar og svonefnd „vinnuleti" fólks í fátæku löndunum hverfur fljótt, þegar fólkið fær nóg að borða, eins og ótal dæmi sanna.". Hungur, bls 32. NEMENDUR I FRAMHALDSSKÓLUM. HUNGUR? HVAÐ GETUM VIÐ SVO SEM GERT? Ja, við gátum a m.k. samþykkt á þingi SÞ ályktun um að allar þjóðir skyldu verja sem svarar einu prósenti af þjóðartekjum til aðstoðar við þróunar- lönd. Þótt aðstoð okkar sé mest í orði, enn sem komið er. Kynnið ykkur staðreynir í málinu — lesið bókina Hungur, hún fæst í næstu bókabúð. Bókaútgáfan Þing, pósthólf 5182. Það er hægt að fá bókina Hungur ódýrari með því að panta beint frá útgáfunní Þeir sem vilja taka bókina í umboðssölu eru beðnir um að senda pöntun til útgáfunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.