Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR ®. MARZ 1971 Hvað segja þau um kennar aháskólaf rumvarpið ? HJÁ Alþingi liggur nú í nefnd frumvarp til laga um Kennaraháskóla íslands. — Frumvarp þetta felur í sér miklar breytingar á kenn- aramenntuninni og þótti Morgunblaðinu forvitnilegt að ganga á fund nokkurra Kennaraskólanema og kenn- ara og fá fram skoðanir þeirra á frumvarpinu. Spum- ing Morgunblaðsins er: Hver er afstaða þín til framkomins frumvarps um Kennarahá- skóla íslands? VIÐURKENNDAR JAFN MIKLAR KRÖFUR TIL ALLRA KENNARA Guðmundur Guðmundsson, nemandi í 2.-A Kennaraskólans og formaður Samtaka íslenzkra kennaranema, sagði afstöðu sína til frumvarpsins þessa: „Ég er í meginatriðum ánægð ur með frumvarpið. Guðmundur Guðmundsson Höfuðkostur þess er, að minu áliti, sá, að verði það að lögum, er kennaramenntunin sett á há- skólastig og það viðurkennt að gera þurfi jafn miklar kröfur til menntunar kennara sem kenna á lægstu skólastigunum og menntunar þeirra, sem á hærri skólastigum kenna. 1 frumvarpinu er gert ráð fyr ir stóraukinni æfingakennslu frá því sem nú er, en í því efni mun þörfin á auknu námi kenn aranema hvað mest. Einnig er gert ráð fyrir því að kennaraefni njóti, að loknu kennaranámi, tveggja ára leið- sagnar og þjálfunar í starfi. Til náms þessa skal varið, sem svar ar 2—4 vikum á ári, og falli sá tími inn í kennarastarf hans. Þetta finnst mér vera til bóta, en spurning er hvort eitt ár nægir ekki. Ég vil lýsa ánægju minni yfir því, hvað réttur nemenda er við urkenndur í frumvarpinu og við samningu þess. En frá júlí sl. sat fulltrúi frá Samtökum ís- lenzkra kennaranema í nefnd þeirri sem samdi frumvarpið. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að inntökuskilyrði í Kenn araháskóla íslands verði: 1. stúdentspróf, 2. annað nám, ef skólastjórn telur það jafngilt og mælir með því, en Menntamála- ráðuneytið fellst á það. Varðandi inntökuskilyrði tel ég að skólinn eigi að gera á- kveðnar kröfur um almenna þekkingu þeirra sem hefja nám við skólann. Uppfylli umsækj- andi þær kröfur eigi hann rétt á því að fá að hefja nám við Skólann án tillits til þess hvar eða hvernig hann aflaði sér þessarar þekkingar. Stúdentspróf á ekki að vera neitt heilagt vé í þessu efni. Galla á frumvarpinu tel ég vera, hvað ákvæði um verka- skiptingu og samstarf Kennara skóla íslands og Háskóla íslands eru óljós. I>ar þarf að bæta um eða setja um það skýr ákvæði í reglugerð. Eðlilegt er að við, sem verð um síðustu kennarar sem út- skrifumst samkvæmt núgildandi lögum, veltum fyrir okkur á- kvæði sem fjallar um viðbótar menntun kennara (1. gr. 5 tl.). Ég tel einnig að það ákvæði þurfi að vera skýrara. Þó að frumvarp þetta verði að lögum, verður það mikið trndir samningu reglugerðar komið hvernig þau lög reynast í fram kvæmd. Einnig veldur miklu hver á heldur hverju sinni. Á ég þar m.a. við stjórnir beggja skólanna og yfirstjóm fræðslu- mála. Ég vil að lokum leggja áherzlu á að afgreiðslu frumvarpsins þarf að hraða. Þeim nemendum sem sl. haust hófu nám í 1. bekk kennaraskólans er ætlað að stunda nám samkvæmt lög- um um Kennaraskóla íslands. Afgreiðsla frumvarpsins er þeg ar orðin ári á eftir áætlun og því er nauðsynlegt að frumvarp ið fái afgreiðslu á þessu þingi“. VANDAMÁL OKKAR, SEM ERUM AÐ LJÚKA NÁMI Unnur Hjaltadóttir, nemandi í 3.-H Kennaraskólans, svaraði á þessa leið: „Kennaramenntunin eins og hún er í dag, er alls ekki full- nægjandi. Nemendur hafa lítil sem engin tækifæri til að sér mennta sig á því sviði, sem þeir hafa hvað mestan áhuga á, og myndu verða hæfastir til að kenna. Einnig er æfingakennslu mjög ábótavant. Þess vegna fagna ég frumvarp inu um Kennaraháskóla íslands, sem mun ráða bót á þessu hvoru tveggja og bæta þannig kennaramenntunina. Þaðan munu koma betur menntaðir kennarar og ekki er vanþörf á Unnur Hjaltadóttir að breyta því almenna viðhorfi, að hver sem er geti stundað barnakennslu — einmitt á þeim árum, sem börnin eru móttæki legust og taka afstöðu sína þá til frekara náms. Hins vegar verður þetta frum varp vandamál okkar, sem er- um nú að ljúka námi. Bæði hvað snertir atvinnumöguleika og launamál. Ekki liggur Ijóst fyrir, hver aðstaða okkar til frekara náms er. Fyndist mér það ekki nema sanngjarnt, að við fengjum að- gang að Kennaraháskólanum, til að veita okkur möguleika á að standa jafnfætis hinum“. Helga Gunnarsdóttir, barna- kennari, sagði: „Eftir að hafa lesið yfir frum varpið um Kennaraháskóla ís- lands, í nokkrum fljótheitum þó, treysti ég mér ekki til að leggja neinn fullnaðardóm á það að svo stöddu, en ég hlýt að fagna því. Það er mín skoðun, að mjög verði að vanda alla menntun kennara, ekki síður barnakenn Helga Gunnarsdóttir ara, en kennara æðri mennta- stofnana. Það að færa kennara námið á háskólastig, þykir mér benda til þess, að skilningur á starfi og ábyrgð barnakennarans sé loksins að aukast. í rauninni er það furðulegt, hve lengi hef ur dregizt að endurskoða mennt un barnakennara og færa hana til samræmis við þær kröfur, sem nútíma þjóðfélag hlýtur að gera til slíkra kennara. Hér veldur án vafa miklu það tómlæti, sem einkennt hefur af stöðu svo margra til þess stayfs er fram fer innan veggja barna skólanna. Að segja krökkum til, kenna þeim að stauta og draga til stafs hefur ekki talizt merki legt starf, og því á færi hvers og eins að annast það. Málið er bara ekki svo einfalt. Barna- kennsla er miklu flóknara og viðkvæmara starf en svo að hægt sé að fela það hvaða mann eskju sem er. En nú fer von- andi að rofa til, og augu manna að opnast fyrir þeirri staðreynd að í barnaskólum er lagður sá grundvöllur, sem framtíð barn- anna byggist á að miklu leyti. Ennfremur, að öll afstaða þeirra til frekari menntunar hlýtur að einkennast af þeim áhrifum, sem þau verða fyrir á skyldu námsstigi. Það er þvií beinlínis þjóðfélagsleg nauðsyn, að vand að sé sem bezt til menntunar barnakennara. Við búum í litlu þjóðfélagi, þar sem allt fjármagn þarf að nýtast sem bezt, og þá mætti spyrja hvort ekki sé of mikið bruðl að hafa tvo háskóla í svo lítilli borg, sem Reykjavík er. Hefði ekki verið hentugra að hafa menntun kennara sem eina deild innan Háskóla íslands, og losna þar með við eitthvað af þeirri yfirbyggingu, sem óhjá- kvæmilega hlýtur að fylgja stofnun nýs háskóla. Það er líka ljóst af frumvarpinu, að skólun um er ætlað að eiga mikið sam- starf sín í milli í ýmsum nefnd um og við starfrækslu sameig- inlegra stofnana. Maður hefur því ósjálfrátt á tilfinningunni, að hér sé verið að gera hlutina flóknari en nauðsynlegt er. Atriði, sem mér þykir nokkuð óljóst, er hver munurinn verði í framtíðinni á BA prófi frá Háskóla íslands og prófi nem anda úr Kennaraháskóla fslands með sérgrein í kennslu eldri deilda grunnskóla, þ.e. sem svar ar til gagnfræðadeilda nú. Á því stigi eiga einmitt BA menn að kenna í framtíðinni. Svo langar mig að lokum að benda á þá staðreynd, að nám fóstru er ekki síður mikilvægt en nám kennara, og þætti mér mjög eðlilegt, að það félli inn í kennaranám með tilheyrandi sérhæfingu. Þá þykir mér og tími til kominn, að komið verði á fót kennslu fyrir tómstunda- kennara, eða tómstundaleiðbein anda (fritidspædagog). Það nám ætti líka að eiga heima innan ramma hins væntanlega kenn araháskóla". HVER VERÐUR STAÐA OKKAR? Sveinn Guðjónsson, nemandi í 3. bekk B Kennaraskólans, hafði þetta um frumvarpið að segja: „Það er augljóst, að með þessu hefur verið stigið stórt skref í rétta átt í menntamálum þjóðarinnar og má raunar segja að með því hafi verið brotið blað í skólasögu fslendinga. Þó tel ég mest um vert, að með frumvarpinu kemur fram auk- inn skilningur á starfi kennara og stöðu hans í þjóðfélaginu og kennarastéttinni hlotnast sú við urkenning, sem henni ber, enda vissulega tími til kominn. Hins vegar hlýtur sú spurning að vakna meðal okkar, sem nú stundum nám við skólann, hver staða okkar verði í framtíðinni. Það hlýtur að vera hverjum Sveinn Guðjónsson manni ljóst, að frumvarpið er til komið vegna þess, að Kenn- araskólinn í núverandi mynd stenzt ekki kröfur tímans, hvað kennaramenntun snertir. Hina vegar veitir hann ágætis undir stöðumenntun fyrir háskólanám svo sem fram hefur komið í yf irlýsingum frá Stúdentaráði. En möguleikar okkar til viðbótar- náms á grundvelli þeirrar sér- menntunar, sem við hljótum eft ir 4ra ára nám við skólann, eru engir. Eina leiðin virðist því vera að taka stúdentspróf og síð an BA í Háskólanum, sem ég hygg að verði leið okkar margra úr því sem komið er. En mér er spurn: Getum við ekki gert kröfu á viðbótarnámi í beinu framhaldi af þeirri sér- menntun, sem við höfum aflað okkur eftir 4ra ára nám, þegar í ljós er komið, að Kennaraskól inn sem slíkur hefur brugðizt skyldum sínum? Vegna ákafans við að koma kennaramenntun- inni í viðunandi horf gleymist nefnilega að hugsa fyrir þeim, sem urðu fyrri mistaJcum fræðsluyfirvalda að bráð. Við getum tæplega sætt okk ur við slíka afgreiðslu mála. Eitthvað verður að gera til að brúa bilið milli okkar og vænt anlegra kennarastúdenta. Ekki einungis vegna aðstöðu- og launa mismunar, heldur einnig vegna þeirra, sem við komum til með að kenna í framtíðinni. Að vísu er lítillega minnzt á endur- menntun og viðbótarmenntun kennara í 1. gr. 5. lið, en þau ákvæði eru of óljós til að geta talizt fullnægjandi". SVO FRAMARLEGA SEM . . . Anna Ólafsdóttir, nemandi í 2. bekk F Kennaraskólans, svax aði á þessa leið: „f meginatriðum er ég ánægð með frumvarpið, svo framarlega sem kennurum útskrifuðum úr K.í. eftir 1963 verði opnuð leið til aukinnar menntunar til að standast þær kröfur, sem gerð ar verða til kennara í framtíð- inni“. Eygló Eyjólfsdóttir, BA hafði þetta að segja: „Frumvarpið gerir ráð fyrir mikilli breytingu á menntun barnakennara og er það ólítið stökk, sem þarna á að t^fa í einu. Ég fagna hverri þeirri endur bót, sem stuðlar að því að gera menn hæfari til starfs síns og ekki sízt þar sem um er að ræða jafn vandasamt starf og barnakennsla er. En það eru fleiri kennarar en bamakennarar. Af einhverjum ástæðum gleymdist heimspeki- Eygló Eyjólfsdóttir deild H.f. hinum umbótasinnuðu kennaraháskólamönnum og breytingarnar ná ekki til ungl ingaskólakennaramenntunar. Ég er þeirrar skoðunar, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.