Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971 Bæ j ar útger ð Hafnarfjarðar fjörutíu ára Afmælisins minnzt í dag — Elzta bæjarútgerö á landinu, þar er 200 manns veitt atvinna Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og í dag, sunnudag- inn 21. marz verður hátíðasam- koma í Skiphóli i tilefni þeirra tímamóta. >ar verða flutt á- vörp og ræður og þrir starfs- memn úgterðarinnar heiðraðij. Eru það þeir Benedikt Ög- mundsson, fyrrum skipstjóri og Jón Björnsson og Kristmundur Guðmundsson, báðir verka- menn og hafa þremenningarn- ir unnið hjá útgerðinni síðan hún hóf störf. >á hefur útgerð arráð B.H. látið safna saman myndum úr sögu fyrirtæki.sins og gefst mönnum kostur á að skoða þær í anddyri Bæjarút- gerðarinnar í dag. Vegna afmælisins voru frétta menn kvaddir á fund með fram kvæmdastjóra og útgerðarráði fyrir heLgina og þar rifjaður upp aðdragandi að stofnun út- gerðarinnar og farið í stórum dráttum yfir abvinnusögu henn Einar Sveinsson, núverandi forstjóri ar. Að því loknu voru húsa- kynni skoðuð og fylgzt með framleiðsluStörfum, en útgerð- in sér um 200 manns fyrir vinnu, þegar allt er í fullum gangi. Voru forráðamenn fyrir tækisins ánægðir með það hversu vinna hefur verið stöð ug í vetur og naumast nokkur vinnudagur fallið úr. ERFITT ATVIN N UÁSTAND í HAFN ARFIRDI Á ÁRUNUM UM OG FYKIR 193tl í3vo sem aiikunna er var at- vinnuástand erfitt víða um land á árunum kringum 1930 og átti það ekki síður við um Hafnarfjörð. Verðfall varð á erlendum mörkuðum og sam- dráttur i útgerðinni olli mjög minnkandi atvinnu í landi. >á var einn helzti atvinnurekandi í Hafnarfirði enskur, en dró sig i hlé vegna afleits árferðis og iagði útgerð sína niður. Ár- ið 1930 hafði bæjarstjórn Hafn arfjarðar staðið að hálfu að út gerð togarans Clementinu á móti útgerðarfélaginu Akur- gerði og bætti þetta úrræði nokkuð úr atvinnu'leysinu. Maí gamli, fyrsta skip útgerð arinnar. Göaiiil mynd frá fiskvinnu við Fiskiðjuna. Frá komu togarans Maí til Ha fnarfjarðar árið 1960. Hann hefur fært drjúga björg i bú FEST KAUP A MAÍ í ársbyrjun 1931 réðst bæj- arstjórnin í að kaupa togara. Var og ákveðið að kaupa „Edinborgareignina“ svoköll uðu og hefja þar fiskvinnslu, þ.e. saltfiskverkun og þurrkun. Voru þessi kaup staðfest á bæj arstjómarfundi 12. febrúar 1931 og varð Bæjarútgerð Hafn arfjarðar þar með til. Á þeim sama fundi var skipað í útgerð arráð. Fyrsti formaður þess var Emil Jónsson, en hinir voru Björn Jóhannesson, Björn >or steinsson, Kjartan Ólafsson og >or!eifur Jónsson. Fyrsti togari útgerðarinnar bar nafnið Maí og hélt hann til veiða þann 13. febrúar. Skip stjóri var Benedikt Ögmunds- son. Afli var saltaður um borð. Togarinn aflaði vel, en markað ur var óhagstæður og var því afkoma ekki að sama skapi góð. >að hafði enda verið fyrst og fremst til að bæta atvinnu- ástandið að 1 var ráðizt að stofna til þessarar fyrstu bæj- arútgerðar. >ess má í leiðinni geta, að Benedikt Ögmundsson var skipstjóri á Maí í 16 ár, en tók þá við stjóm á nýsköp- unartogaranum Júlí, sem kom nýr til landsins árið 1947. FEEIRI TOGARAR — STARFIÐ Fyrsti fundur útgerðarráðs var haldinn 18. febrúar 1931, sem áður hefur komið fram. Var Ásgeir G. Stefánsson fonn leiga ráðinn forstjóri. Gegndi hann því í 24 ár og vann að allra dómi merkilegt brautryðj endastarf. Árið 1934 var keypt ur annar togari, Júní. Voru þau kaup aukin lyftistöng fyr- ir atvinnuMfið og Júli kom 1947. Júní strandaði 1948, en mannbjörg varð. Voru þá skip in tvö um sinn, en fljótiega keyptir þrír til viðbótar, Júní, Ágúst og Apríl. Gamli Maí var seldur um svipað leyti. í febrú ar 1959 fórst Júlí á veiðum við Nýfundnaland með allri áhöfn. Ánð 1960 kom togarinn Maí nýr til landsins. Núverandi skipstjóri er Halldór Ilaiidórs son. Fiskiðjuver útgerðarinnar var byggt á árunum 1955— 1957 og hófst fiskframleiðsia þar árið 1957. Hefur fiskiðju- ver Bæjarútgerðarinnar lengst af verið í röð fremstu fiskiðju- vera á landinu. EINN HEI.ZTI VINNUVEITANDI HAFN- FIRÐINGA UM ARABIL Hefur hér nú verið farið fljótt yfir sögu. Afkoma útgerð arininar hefur verið misjöfn og skipzt hafa á skin og skúrir. eins og forráðamenn núverandi komust að orði við fréttamenn. Fyrsta útgerðarráðið Emil Jónsson Björn Jóhannesson. Bjiirn Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.