Morgunblaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971 17 < Ný forusta í Sjálf- stæðisflokknum Landsmenn fylgjast ætlð af áhuga með störfum landsfundar Sjálfstæðisflokksins, og er það að vonum, því að þar er mörkuð stefna áhrifamesta stjórnmála flokksins, og gjörðir landsfund- arins geta því varðað hvern ein asta þegn. Að þessu sinni var áhugi manna þó enn meiri en venjulega, vegna þess að fyrir landsfundi lá að velja Sjálfstæð isflokknum nýja forustu, og að sjálfsögðu vekur það ekki minni athygli, hvernig fram úr því ræðst en stefnumörkunin. Þegar Sjálfstæðismenn misstu foringja sinn á liðnu sumri, fól þingflokkurinn þáverandi ráð- herrum sínum, Jóhanni Hafstein Ingólfi Jónssyni og Magnúsi Jónssyni, ásamt borgarstjóran- um í Reykjavík, Geir Hall- grímssyni, að fjalla sameiginlega um vandamálin og ráða málum til lykta í samráði við þingflokk inn. Jóhann Hafstein tók eðli málsins samkvæmt við forustu flokksins, en hann hafði verið varaformaður, og jafnframt varð hann forsætisráðherra. Um það eru allir sammála, andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins engu síður en Sjálfstæðis- menn, að Jóhann Hafstein hafi vaxið við hverja raun og hon- um hafi farizt mjög vel úr hendi að leysa hin viðamiklu ábyrgð- arstörf, sem á herðar hans lögð- ust. Fyrir landsfund vissu menn þess vegna, að Jóhann Hafstein mundi verða kjörinn formaður flokksins. Hann naut þess trausts, sem til þess þurfti, og Sjálfstæðismenn vildu votta honum þakkir fyrir unnin störf. Fylgi Jóhanns reyndist þó e.t.v. enn meira, er til fundar kom, en menn höfðu gert ráð fyrir. Um varaformennskuna ríkti hins vegar meiri óvisSa. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sem bet- ur fer á að skipa mörgum úr- valsmönnum, og þess vegna var enginn sjálfkjörinn til þess að takast á hendur varafor- mennsku flokksins. Framan af heyrðust mest nefnd nöfn þeirra Geirs Hallgrímssonar, Ingólfs Jónssonar og Magnúsar Jónsson ar, en þegar Gunnar Thorodd- sen ákvað að hefja stjórnmála- afskipti á ný, varð Ijóst, að marg ir mundu æskja þess, að hann tæki við varaformannsstörfum. Þegar landsfundur hófst, iá hins vegar fyrir, að kosning yrði fyrst og fremst á milli þeirra Geirs Haligrímssonar og Gunnars Thoroddsens, þótt venja sé að vísu í Sjálfstæðis- flokknum að kosning formanns og varaformanns sé óbundin og án tilnefningar, enda sóttust þeir Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson ekki eftir kjöri. Heilsteyptur flokkur Kosning varaformanns fór sem kunnugt er svo, að atkvæða magn þeirra Geirs Hallgrimsson ar og Gunnars Thoroddsens var svipað, þótt Geir væri kjörinn. Rétt er að vekja á því athygli, að málefnaágreininigur réð því ekki, hvorn menn óskuðu að fá sem varaformann, heldur var þar fyrst og fremst um að ræða mat á þvi, hvort menn teldu mik ilvægara að kjósa ungan mann, svo að eðlileg tengsl yrðu milli kynslóða eða vildu hagnýta mikla reynslu hins eldri. Um hæfileika Geirs HallgrímssonEU• og Gunnars Thoroddsens efast enginn, og þess vegna vissu all- ir, að málum flokksins mundi verða vel borgið, hvor þeirra sem kosningu hlyti. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurbréf -------Föstudagur 30. apríl ---- Gunnar Thoroddsen varð fyrstur til að óska hinum ný- kjörna varaformanni til ham- ingju og innsiglaði þannig þá ein- ingu, sem ríkir í röðum Sjálf- stæðismanna eftir þennan lands- fund. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins gerðu sér vonir um það, að átök á lands- fundi mundu leiða til þess, að flokkurinn yrði ekki eins sam- hentur á eftir eins og áður. Sú von brást þeim. Aldrei hefur ríkt meiri málefnaleg samstaða í Sjálfstæðisfloikknum en einmitt nú, og lýðræðisleg lausn þess vanda að velja flokknum for- ustu, hefur ekki veikt hann heldur styrkt. En ánægjulegast er, að aliir standa jafnréttir eft- ir þær sviptingar, sem hlutu að verða samfara vali forustu- manna. Dreif ing valdsins Á undanförnum árum hafa verið uppi miklar hræringar í röðum yngri manna, sem barizt hafa fyrir breytingum og umbót um, eins og háttur er æskulýðs. Fjölmargir ungir menn hafa sett fram sjónarmið sin, ekki sízt hér á síðum Morgunblaðsins. Þessar hræringar hafa fyrst og fremst hnigið i þá átt, að nauðsynlegt væri að dreifa valdinu í þjóð- félaginu meir en gert hefur ver- ið og forðast yrði ofurvald ríkis ins og útþenslu ríkisbákns, en þeirrar tilhneigingar hefur óneitanlega gætt í lýðræðisríkj- um, að umsvif opinberra aðila færu sífellt vaxandi. Eru raun- ar alkunn skrif um þetta efni, Parkinsonslögmálið. Við undirbúning stjórnmála- yfirlýsingar landsfundarins unnu ungir Sjálfstæðismenn mjög mikið starf. Þeir leituðu til fjölda manna, sem sömdu álitsgerðir um hina ýmsu þætti þjoðlífsins, og síðan var x marg- ar vikur unnið að samræmingu sjónarmiða og margvísleg gögn lögð fyrir landsfuridarfulltrúa, svo að þeir gætu áttað sig sem bezt á málum. Niðurstaðan vai’ð sú, að al- gjör eining náðist um að marka skýra og ótvíræða stefnu, þar sem megináherzla er lögð á það að tryggja borgurunum, sem mest frelsi til orðs og æðis, með öðrum orðum að gera lýðræðið sem virkast. Þessi ferska stefnu mörkun kemur i kjölfar þeirra breytinga, sem á síðasta lands- fundi voru gerðar á kjöri mið- stjórnar, en þá var ákveðið að átta menn skyldu kjörnir utan þingflokksins, þ.e.a.s. að engir þeirra, sem á þingi sætu væru kjörgengir, en hins vegar kysi þingflokkurinn fimm menn úr sínum hópi til setu í miðstjórn- inni. Allt er þetta af sama toga spunnið, viðieitninni til þess að dreifa valdinu og gera sem flesta virka þátttakendur í stefnumörkun og framkvæmd mála. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur þannig, nú sem fyrr, hlýtt á rödd æskunnar, og hinir eldri hafa tekið fegins hendi réttmæt- um ábendingum um nauðsynleg- ar breytingar og nútímalega framkvæmd mála. Það leynir sér heldur ekki, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru mjög vonsviknir yfir þvi, hve vel tókst til á landsfundi flokksins og skortir með öllu árásarefni. Hjá þvi getur heldur ekki far- ið, að landslýður beri sam- an skýra stefnuyfirlýsingu Sjálf stæðisflokksins og þá moðsuðu, sem stjórnmálayfirlýsing þings Framsóknarmanna var. Hreinar línur Oft er það haft á orði, að í stjórnmálunum skorti hreinar línur, flokkarnir nálgist hver annan, og almenningi sé þess vegna ekki gefinn kostur á vali milli mismunandi stefnumiða. Að einu leyti markaði þing Fram- sóknarflokksins ákveðna stefnu, þar sem segir, að Framsóknar- flokkurinn aðhyllist skipulags- hyggju og vilji aukin ríkisaf- skipti, eins og áður hefur verið að vikið hér í Reykjavíkur- bréfi. Vissulega er þakkarvert, að sá flokkur skyldi þó kveða upp úr um þetta atriði, svo að engir þyrftu að vera í villu varð andi áform flokksins að þessu leyti. Þessi yfirlýsing Framsóknar- flokksins gerir það lika að verk um, að um mjög ákveðinn skils- mun er að ræða á milli Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins. Stjórnmálayfirlýsing landsfundarins leggur meg- ináherzlu á fi’jálshyggjuna, and stæðu skipulagshyggjunnar. Þar er sagt, að markmið Sjálf- stæðisstefnunnar sé ,,að efla og varðveita frjálsræði sérhvers borgara til orðs og æðis.“ Að þessu leyti er ekki hægt að halda því fram nú, að lín- urnar séu ekki hreinar. Er sér- stök ástæða til þess, að unga fólkið veiti þessu atriði gaum, því að ekki fer á milli mála, að gagnrýni æskunnar hefur byggzt á þvi, að henni hefur fundizt, að ríkisvaldið eftirléti borgurunum ekki nægilegt at- hafnafrelsi, en engu að síður ályktar Framsóknarflokkurinn, að frjálsræðið beri að skerða og efla ríkisafskipti með margvis- legum hætti. Því er að vísu stundum hald- ið fram, að æsikulýðurinn hafi ekki mikinn áhuga á stjórnmál- um. Þetta er áreiðanlega byggt á miklum misskilningi. Unga fólkið ræðir um vandamál lands síns og heimsbyggðarinnar, ef til vill með nokkuð öðrum hætti en eldri menn, en áreiðanlega ekki af minni ábyrgðartilfinn- ingu. Þess vegna er full ástæða til að treysta því, að æskulýð- urinn kynni sér stjórnmálayfir- lýsingar þessara tveggja stærstu flokka þjóðarinnar og þann skilsmun, sem á þeim er. Þótt yfirlýsing Framsóknar- flokksins sé „opin í báða enda“, eins og einn af ræðumönnum komst að orði á flokksþinginu, þá er þar að finna þá yfirlýs- ingu, sem hér er um rætt, og hún sker úr um þann reginmun, sem er á stefnu Sjálfstæð- isflokksins annars vegar og vilja forustunnar í Framsóknar flokknum hins vegar. Sjálfstæð- ismenn kjósa frelsið, Framsókn- armenn höftin. Umsvif ríkisins Annars er það athyglisvert, að unga fólkið skuli gagnrýna ríkisvaldið og krefjast þess, að valdi stjórnmálamanna og emb- ættismanna sé haldið í skefjum, enda þótt allur síðasti áratug- ur hafi einkennzt af þróun í frjálsræðisátt og afturhvarfi frá þeirri ofstjórnarstefnu, sem hér ríkti áður. 1 landsfundarræðu sinni vék Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, að þróun fjármálanna og stjórnsýslukostnaðar. Hann sagði m.a.: „Þá er fróðlegt að sjá, að stjórnsýslukostnaðurinn hefur aukizt á föstu verðlagi á íbúa um 37,4% frá 1958 eða á 13 ár- um. Útgjöld til félagsmála á sama tímabili vaxa hins vegar um tæplega 360% og fræðslu- menningar- og kirkjumál aukast um tæplega 160%. En þessir tveir flokkar síðast töldu, eru táknrænir fyrir útgjöld, sem ákvarðast með sérlögum og ekki verður breytt með öðru en breyt ingu á þeirri löggjöf, en ekki með breytingu á sjálfum fjárlög unum. Útgjöld til samgöngurnála koma næst með yfir 90% aukn- ingu á tímabilinu og þar næst útgjöld til niðurgreiðslna og uppbóta og útfluttar landbúnað arafurðir um 70% aukning. Þeg- ar litið er á hlutfall þessara gjaldaliða af þjóðartekjum, kem ur í ljós, að vöxtur þessa hlut- falls nemur 9,2% stigum, þ.e. hefur vaxið úr 19% árið 1958 í 28% árið 1971. Félagsmál og fræðslu- menningar- og kirkju- mál hafa orsakað samtals 7,8% stig eða 84,4% heildaraukning- arinnar. Samgöngumál 1,1% stig eða 12%, niðurgreiðslur og út- flutningsuppbætur á landbúnað arafurðir 0,8% stig eða 8,7%, al- menn stjómsýsla og löggæzla 0,4% stig eða 4,3%, en aðrir flokkar hafa dregið úr þessum vexti hlutdeildar, sem veldur 0,9% stigum eða 9,8% heildar- aukningar. Hin eiginlega stjóm- sýsla veldur aðeins 0,2% stigum eða 2,2% aukningarinnar. Svip- að mætti segja um hlutfallslegar breytingar á fjárveitingum til helztu opinberra framkvæmda, sem fjármagnaðar eru á fram- kvæmdaáætlun. Ég tel mjög nauðsynlegt, að almenningur eigi þess kost í að- gengilegu formi að kynnast þró- un ríkisfjármálanna, því að svo mikið er lagt upp úr því á hin- um pólitíska vettvangi að viila mönnum sýn með tölulegum sam anburði, sem er í eðli sínu ekk- ert nema blekkingin ein og hef- ur kannski þegar- verið gengið svo langt í þessum efnum, að al- menningur nú orðið láti sér fátt um finnast. En það er mjög mið- ur, ef hinn almenni kjósandi veit ir ekki verðskuldaða athygli þró un ríkisfjáxmálanna og veitir í þeim efnum það aðhald, sem hon um ber að veita, þegar hann beitir valdi sínu við kjörborð- ið“ Eins og sjá má af þessu yfir- liti hefur verið leitazt við að halda stjómsýslukostnaði í skefjum. Hverjir eru kommúnistar? Forustumenn hins svokallaða Alþýðubandalags neita því sýknt og heilagt, að þeir séu kommúnistar. Þeir halda því fram, að hér á landi séu engir kommúnistar til, heldur séu þeir bara erlendis. Ekki er þetta nýtt af nálinni. Islenzkir komm- únistar hafa allt frá árinu 1938 reynt að breiða yfir það, að skoðanir þeirra væru hinar sömu og kommúnista i öðrum löndum, en nú leggja þeir þó meira kapp á þetta en nokkru sinni áður — og er það að vonum, jafn ófrýnileg og mynd komm- únismans er. Að þvi atriði vék Jóhann Hafstein í landsfundar- ræðu sinni og sagði þá m.a.: „Auðvitað breytast timamir og mennirnir með. Þetta er ekki svo að skilja, að ný mannteg- und muni taka við af hinni eldri. Sérhvert nýtt sem fram- undan er, grundvallast á reynslu þess liðna. Það skiptir ekki máli, hvort menn vilja við- urkenna þessa staðreynd eða ekki, hún er jafn bjargföst. Margt nýtt er að vísu harla rót- laust að því er virðist. Þannig hefur það áður verið, en fyrr en varir er slíkt horfið. Var ekki nasisminn eitthvað nýtt? Var ekki fasisminn eitthvað nýtt? Var ekki kommúnisminn eitthvað nýtt? Flest er þetta horfið eða á fyrir sér að hverfa. Hér á landi þorir nú enginn að kalla sig kommúnista lengur. Þegar ég var á skólaárum köli- uðu menn sig kommúnista með stærilæti." Það er rétt, þeir þora ekki lengur að kalla sig kommúnista, en trúir því í rauninni einhver, að hugarfarið sé gjörbreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.