Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 14
t 14 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1971 Fjármál Rannsóknaráðs Yfirlýsing Steingríms Hermannss VEGNA blaðaskrifa, aem orðið hafa um ársreikning Rannsókna ráðs ríkisina fyrir árið 1969, og í framhaldi af yfirlýsingu fram kvæmdanefndar ráðsina, þykir mér rétt að koma á framfæri fá einum viðbótarskýringum. 1. Eins og fram kemur í grein argerð ríkisendurskoðunar, sem birt var með yfirlýsingu fram- kvæmdanefndar 20. þ.m., er bók hald Rannsóknaráðs og allra rannsóknastofnana í þágu at- vinnuveganna í höndum sérstakr ar skrifstofu, Skrifstofu rann- sóknastofnana atvinnuveganna, sem heyrir beint undir ráðu- neyti. — Því miður hefur það komið fyrir, að reikningar, sem eru rétt merktir, t.d. Surtseyj ar félaginu, hafa verið ranglega færðir. Slík mistök í bókfærslu eru vitanlega til ama, og er lögð rík áherzla á að lagfæra slíkt. Hins vegar vil ég, að það komi greinilega fram, að ég ber full- komið traust til skrifstofustjór- ans og starfsliðs hans. Tel ég, að þau mistök, sem verða í vélabók haldinu, stafi fyrst og fremst af of miklu álagi. 2. Viðvíkjandi þeim endur- greiðslum, sem að mér snúa, m'á það gjarnan koma fram, að um sumar þær leíðréttingar, sem þar er um að ræða, eru skiptar skoðanir, sem ég sé þó ekki á- stæðu til að fara fleiri orðum um. 3. Ummæli ríkÍ3endurskoðun- ar um samþykki ráðuneytis fyr ir utanferðum eru dálitið óljós. Menntamálaráðherra hefur stað fest á fundi Rannsóknaráðs, að samþykki hafi legið fyrir í öll um tilvikum nema einu eða tveimur, en í nokkrum verið munnleg. Ferðir mínar, sem voru greidd ar af Rannsóknaráði, voru tvær, önnur til Sviss vegna markaðs- athuguna í sambandi við sjóefna iðju, og hin á aðalfund Rann- sóknaráðs Norðurlandanma í Osló. Auk þess greiddi Rann- sóknaráð vikuuppihald fyrir mig í New York, þegar ég var á ferð í öðrum erindum, en notaði tækifærið að ósk framkvæmda- nefndar Rannsóknaráðs til þess að semja um styrk frá Samein- uðu þjóðunum til jarðefnaleitar hér á landi o. fl. Eftir að mér var tilkynnt, að sett hefði verið á fót nefnd á vegum ráðuneytanna til þess að ákveða greiðslur fyrir nefnd arstörf og aukastörf hjá stofnun um hins opinbera almennt, hafa að sjálfsögðu allar slíkar greiðsl ur verið lagðar fyrir þá nefnd. Rétt er að benda á, að ríkis- endurskoðun hefur að sjálf- sögðu haft ársreikninga Rann- sóknaráðs til meðferðar á hverju ári eins og reikninga ann arra ríkisstofnana. Steingrímur Hermannsson. Gylfi Gíslason í SÚM GYLFI Gislason heitir ungur maður, sem opnar í dag sýningu á mymdum sánum í Galerie SÚM við Vatnsstíg Eru þetta 24 myndir, teikning- ar, allar stórar. Eru þær allar til sölu og er verð þeirra frá 4000—20.000. Nám hefur Gýifi stundað við Myndlistarskólann við Freyjug. á undanfömum ár- um. Hann hefur ekki haldið sýn ingu á verkum sinum fyrr. Flest ar myndimar eru gerðar á þessu ári og eru þær gerðar eftir ýms um verkum meistara okkar, svo sem Kjarvals. Sýninigin er opin næsta hálf- an mánuð. "Svetlana hamingju- söm yfir dótturinni Móður og barni heilsast vel San Fransisco, 21. maí NTB—AP. SVETLANA Allelujeva Pet- ers eignaðist dóttur i morg- un. Barnið, sem gefið hefur verið nafnið Olga Margedant Peters, fæddist kl. 9.30 (ísh tími) á sjúkra- húsi 1 San Rafael í nágrenni San Fransisoo. Var það 3.4 kíló að þyngd og segja lækn- ar, að móður og barni heLlsist veL — Ég er mjög glöð yfir því. að hafa eignazt heilbrigt og fallegt barn. Þessi litla stúiika mun verða til þess að tengja mig enn fastari böndum við þetta land, sagði Svetlana í morgun. , Svetlana Allelujeva er 43 ára gömiul, dóttir sovézka ein- ræðisherrans, Josefs Stalins. Hún flýði til Bandarílkjanna árið 1967 og giftist bandariska arkitektinum, William Peters í apríl í fyrra. I DAG útskrifast fyrsti nem- andinn frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar, Sig- ursveinn Kristinn Magnússon, sem lýtkur fullnaðarprófi í hornleik. Á tónleikum í Norr- æna húsinu í dag kl. 13.15 verða flutt þessi verk: Fanta- sía fyrir einleikshorn eftir M. Arnold, Sónata í F-dúr op. 17 fyrir horn og píanó eftir Beet hoven og Tríó í Es-dúr fyrir fiðlu, hom og píanó op. 40 eftir Brahims. Með Sigur- sveini leilka Agnes Löve, pianó leikari og Asdis Þorsteins- dóttir, fiðluleikarL Homleik hefur Sigursveinn Kristinn Magnússon lært hjá Stefáni Stephensen. Á myndinni eru þau þrjú, sem leika á hljóm- leikunum í dag. Ráðstefna um norr- æn samskipti ÆSÍ ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands, Norræna húsið og æslkulýðs- niefnid Norræna félagsins efna til ráðstefnu i dag, laugardag- inin 22. mai, um norræn sam- skipti Æskulýðssamibands Is- lands, og hefst hún kl. 15.30 i Norræna húsinu. Pormaður Dansk ungdoms fælliesrád, OQe Lþvig Simonsien, hetfur þegið boð Norræna hússinis um að koma og taka þátt í þessari ráðstefnu, og mun nann ræða þar um norr- ænu systrasambömdin oig ÆSl. Dagskrá ráðstefniunnar verður svohljóðandi: Setning: Hrafn Bragason, form. æslkulýðsnefnd- ar Norræna félaigisins; ræða: Jónas Eysteinsson, framkvæmda Stjóri Norræna félagsins; kynn- ing á æskulýðsnefnd Norræna félagsins; fyrirspumir; Æsku- lýssamband Islands og systra- samböndin á Norðurlöndum; Skúli Möller, varaform. ÆSl; systrasamböndin og ÆSl: Ole L0vig Simonsen, form. Dansk ungdoms fællesrád (danska æsku lýðssambandsins). Kópavogun Aðalfundur Kvenfé- lagasambandsins AÐALFl'NDUR Kvenfélagasam- bands Kópavogs ve-rður haldinn í kvöld, laugardaginn 22. mai, ki. 2 e.h. i félagsheimili Kópavogs. Fundurinn hefst með venjuleg um aðalfundarstörfum, en að þeim loknum munu fundarkon- ur snæða kvöldverð í félagslieim- ilinu. Dagskrá kvöldsins hefst svo kl. 8 30 með því að frú Sigríður Thorlacius flytur ræðu. Að því loknu munu dömur frá snyrti- stofunni Afroditu sýna andlits- snyrtingu. Síðast á dagskránni er svo myndasýning. Frú Ásthildur Pét- ursdóttir segir frá samnorræna húsmæðraorlofinu, sem haldið var að Laiugarvatni í fyrra og sýnir litskuggamyndir þaðan. Allar konur i Kópavogi eru velkomnar um kvöldið meðan hús rúm leyfir. AUÐUR Ingvadóttir heldur selló- tónleika í Austurbæjarbíói í dag, laugardaginn 22. maí kl. 230. Lýk ur Auður þar með burtfararprófi í sellóleik frá Tónlistarskólanum. í Reylkjavik, en hún hefur stund að nám við skólann síðastliðin 8 ár. Sigríður Sveinsdóttir leikur með á pianó. Á efnisskrá eru verk eftir Vivaldi, Reethoven, Fauré og Sjostakovitsj. Aðgang ur að tónieilkunium er okeypis. Hinir fram- bærilegu M. JÓH. vill ekki láta sér aegj- ast í Morgunblaðinu. í stað þeaa að biðja þegar í stað afsökim- ar á hinni meiðandi fyriiraöga blaðsins um sýningu okkar í Höfn og stuðla þannig að sátt- um, heldur hann áfram í blað- inu í dag, og nú í 3ja sinn, að segja hina ófrægjandi fyrirsögn vera orð Nikolajsen í Berlinga- tíðindum. Reynir M. Jóh. nú að kenna endurskoðaðri dansk-ís- lenzkri orðabók um illmælið!! Ja, það eru gáfur að tarna. Við það að athuga tilvitnanir Nika lajsen í Berlingatíðindum, mundi enginn velviljaður dönsku þýðandi telja sér fært að þýða ummæli hans á þá leið, að sýn- ing okkar hafi ekki verið fram bærileg (þ.e. ekki sýningarhæ!) og meira að segja „langt frá þvá að vera“ það, eins og Morgun- blaðið hefur gert. Sami þýðandi hafði fyrir augum sér ummæíi danska blaðsins Land og íolkf sem notar sama orðið: repræsant ativ“ um sýninguna og segir: „Den er ikke repræsentativ, vigt ige navne fra den yngre generat ion mangler“, er sanngjarat væri að þýða svo, að sýningin væri ekki dæmigerð (fyrir í»- lenzka nútímalist) því þýðingar mikil nöfn yngri kynslóðarinnar vantaði. Þar að auki hefði þýð- andi átt að geta séð það á hin- um mörgu hástemdu lofsyrðum dönsku blaðanna um verk Kj arv als á sýningunni og ýmissa fleiri að óhugsandi væri að geta stimplað slíka sýningu sem langt frá því að vera frambærilega. Sú hugsun læðist óneitanlega að manni, hvort einhverjir gagnrýn andi andar með yfirnáttúrteg lýklavöld hafi læðzt inn í rit- stjórn og prentverk Morgunblaða ins í viðeigandi myrkri og haft hönd í bagga. Hvort þeir menn, er þannig haga sér, séu frambærilegir, læt ég öðrum eftir að dæma um. En ekki kæmi það mér á óvart, þó nafngiftin „frambærilegur" ætti eftir að bergmála með nokkuð ankanalegum lofsöng í nánusfu framtíð, — hvort þeir frambæri legu, sem viljandi reyna að stimpla aðra óframbærilega, séu sjálfir í raun og veru frambæri legir. (repræsentativ“!!) M. Jóh. spyr, hvaða máli það skipti, hvaða afstöðu danskir gagnrýnendur hafi, og segir að íslenzk myndlist standi varla né falli með orðalagi þeirra. Rétt er, að þetta skiptir ekki miklu máli hér heima. Hitt skiptir meira máli, hvernig áhrifamesta blað landsins meðhöndlar þesai ummæli. Og mér finnst, að i þetta sinn hafi blaðið launað bar áttu okkar listamannanna bitur- lega. Ég vil sjálfur ekki kalla þessa aðferð morgunblaðsaðferð ina, en ljót er hún. Eg vil að lokum fara fram á það, í vinsemd, að MorgunblaS ið biðji afsökunar á fyrirsögn sinni og játi afdráttarlaust, að hún hafi verið röng. Þá tei ég bætt fyrir brotið; að öðrum kosti áskil ég mér og félögum mínum fullan rétt til frekari aðgerða í málinu. 18. mai 1971. Freymóður Jóhannsson. Drengur fyrir bíl UMFERÐARSLYS varð í Eiiuura nesi í Skerjafirði á uppstigniimg- ardag, er sex ára drengur varð fyrir bíl, sem ekið var á noklor- um hraða eftir götunnt þar — eff dænia má af 35 metra hemla- förum á þurru malbiki. Slysnð varð á móts við húsið nr, 4® við Einarsnes. Drengurinn, Ásgeir Guðimunds son, Einarsnesi 44, skrámaðist á and'liti, fékk slæman heilahriist- ing og var lagður á Borgarispfi'taul anm. Liðan hans er eftir vorvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.