Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1971 5 Garöahreppur: Gönguferð og gróður- setning ÆSKULÝÐSFÉLAG Garða- kirkju efnir til göngu- og gróð ursetningarferðar um nk. helgi. Farið verður frá Vifilsstöðum á föstudagskvöld og tjaldað í Heiðmórk um kvöldið. Á laug ardag verður gróðursett í örfoka land undir stjórn starfsmanna frá Landvernd. Síðan verður gengið yfir að Hafravatni og tjaldað þar að nýju, en á sunnu dag farið niður i Mosfellssveit. Helgistund verður i Lágafells- kirkju kl. 1,30 e.h., en síðan mun æskufólkið fara í leiki og íþróttir við Varmárlaug og synda i laugiinni. Heim verður komið síðdegis á sunnudag. Fararstjórar verða séra Bragi Friðriksson og Hörður Rögn- valdsson kennari. Þátttakendur mæti á föstudag kl. 8,30 e.h. hjá Vifilsstöðum eða á laugar dag fyrir kl. 11 f.h. hjá Vífils- felli, skála skátanna í Garða- hreppi. LESIÐ •WRSSa*ss®^Tl e™ öxulbunea- ' oncLEcn Bezta auglýsingablaðið B. O. Laursen með gjöfina til Alþingis Gefur Alþingi skopmynd Kaupmannahafnarblaðið B.T. skýrir frá því að á næstunni muni B. O. I.aursen þingvörð ur afhenda sendiráði íslands í Kaupmannahöfn gjöf til AI þingis íslands. Er gjöfin skopteikning af þeim dönsku . þingmönnum, sem til íslands I komu vegna afhendingar Sæ ^ mundar Eddu og Flateyjar- j bókar. Gjöf Laursens er ætlað það hlutverk að vera stofn að skopmyndasafni Alþingis, seg ir gefandinn. Telur hann að útlendir gestir í veitingasal danska þingsins öfundist oft vegna skopmyndasafnsins, sem þar er i forsal, og með teikningunni af dönsku þing- mönnunum geti íslendingar stofnað til eigin safns. Skopteikning Laursens á að sýna dönsku þingmennina þegar þeir voru að leggja af stað til íslands með handritin, og er Karl Skytte forseti þingsins í fararbroddi. Undir teikningunni eru svo nafn- spjöld með eiginhandar árit unum allra þingmannanna. Formannsskipti hjá R.KJ.í Reykjavík Við stjórnarkjör báðust þeir AÐALFUNDUR Reykjavílkur- deildar Rauða kross Islamds var haildinn 27. maá sl. Fráfarandi formaður, Óli J. Ólason, flutti skýrsiu stjómarinnar um staríið á liðnu tveggja ára starfstíma- biíli. Starfseimin hefur einkum verið rekstur barnaheimila, sjúkrabifreiða, starf sjúkravima, lán á sjú'krarúmum til nota i heimahúsum og fjáröflun til þessar starfa. Þá hefur og verið unnið að ýmsum málum með Rauða krossi Islands. Það kom meðal aranairs fram að fjáröílun sl. öskudag varð árangursríkari í Reykjavik en nokkru sinni fyrr og söfnuðust samtals um 550 þús. kr. til starfseminmar hér á landi. undan endurkjöri Óii J. Ólason formaður fékugsims og Ófeufur B. Thors gjaildtoeri. Frú Ragnheiður Guðmunds- dóttir, sem verið hetfur rit- ari Reykjavíkurdeildarimmar, var kjörinn formaður. Séra Jón Auð- uns og Jónas B. Jónsison voru endurkjömir í stjórn og voru ásamt þeim Arinbimi Kolbeins- syni og Stefáni Hirst kjörnir til fjögurra ára. Fyrir i stjóm voru Jónas Hallgrimsson og frú Sig- riður Thoroddsen. í varastjóm voru kjörin Guðmundur Arason, frú Gyða Bergs og Þorsteinn Bernharðsson. Hestamannafélagið FÁKUR Geldinganes verður smalað i dag Hestarnir verða í rétt kl. 2—3. Annars er smö.unin með sama sniði og undanfarin ár. Félagið mun efna til hópferðar á hestum á fjórðungsmótíð í Borgarfirði í sumar sem haldið verður 17. og 18 júlí. Þátttakendur hafi samband við skrifstofu félagsins fyrir 10. júlí. STJÓRNIN. BtZT að auglýsa í IVIorgunb'abinii ÞETTA FÁIÐ ÞÉR í SUNNUFERÐ TIL MALLORCA EIGIN SKRIFSTOFA SUNNU í PALMA MEÐ ÍSLENZKU STARFSFÓLKI OG SÍMA AÐSTOÐAR FARÞEGA SUNNU. ÞJÓNUSTA SEM ENGIN ÖNNUR ÍSLENZK FERÐASKRIFSTOFA VEITIR Á ERLENDRI GRUND HBflflSKBirSTOFflH SIIBNft BANKASTBIFTI7 SlMAB 1640012070 ÞÆGILEGT ÞOTUFLUG MEÐ BOEING 727, sem SUNNA LEIGIR AF FLUGFÉLAGI ÍSLANDS. EFTIRSÓTTUSTU HÓTELIN. HÓTEL SEM MARGIR ÍSLENDINGAR ÞEKKJA AF EIGIN RAUN í SUNNUFERÐUM, OG ENGIR AÐRIR ÍSLENZKIR AÐILAR HAFA AÐGANG AÐ. ANTILLAS NÝTÍZKU ÍBÚÐIR I PALMA, ARENAL OG MAGALUF, ÞÆR BEZTU SEM HÆGT ER AÐ FÁ Á MALLORCA FJÖLBREYTT SKEMMTANALÍF. SKOÐUNARFERÐIR TIL ALSÍR, BARCELONA OG FLEIRI STAÐA FALLEGAR BAÐSTRANDIR FYRIR SÓLDÝRKENDUR OG ÞÁ, SEM VILJA FÁ SÉR SUNDSPRETT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.