Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 11 Páll Pálsson Þúfum - Áttræður 1 dag er Páll Pálsson, fyrr hreppstjóri og oddviti í Þúfum í Reykjiarfjarðarhreppi áittræð- ur að aldri. Hann er fæddur að Prestsbak'ka í Hrútafirði 10. sept. 1891. Foreldrar hans voru prests- hjónin, séra Páll, siðar prófast- ur í Vatnsfirði, Ólafsson, dóm- 'kinkjuprests og síðar prófasts á Melstað Pálssonar og Arn- dís Pétursdóttir Eggerz frá Ak- ureyjum. Eru ættir þeirra beggja merkar, fjölmennar og ikunnar víða um land. Vorið 1901 fluttist Páll með fóreldrum sínum að Vatnsfirði í N. Isafjarðarsýslu og ólst hann þvi upp á þessu forna höf- uðbóli til fullorðinsaldurs. Óhætt er að fullyrða, að í prestskapartíð séra Páls blakti Æáni hins fomifræga Vátnsfjarð- a-rstaðar með reisn og virðu- léik, eins og verið hatfði í tíð flestra þeirra höfuðklerka er þar höfðu setið á liðnum öld- um. Búskapur allur var rekinn með mikilii rausn og mynd- arbrag, heimilið var mannmargt og athafnamikið, enda urðu gæði jarðarinnar ekki nýtt til fulls, nema með árvekni, forsjá og styrku starfsliði. — Þama ólst upp hinn glæsilegi og þrekmikli barnahópur prófastshjónanna, U systkini, lifsglöð, gáfuð og gjörfuleg. Þarf ekki að efa að oft hefir verið léttur blær yfir heimilislífinu og gamanmiál leik- ið á imargra vörum. En hér var einnig hollur og þroskarikur skóli undir handleiðslu prófasts hjónanna, bæði í bóklegri mennt og verklegum efnum. Innan við tvítugsaldur stund- aði Páll í Þúfum nám við bún- aðarskólann á Hvanneyri um 2 ára skeið. Minnist hann oft með gleði og þakklæti námsdvalar sinnar þar og þeirra hollu áhrifa er þaðan bárust frá Hall- dóri Vilhjálmssyni, skólastjóra og samkennurum hans. —Eftir dvöl sína á Hvanneyri sneri hann heim í Vatnsfjörð og mun mega telja, að hann tæki þá við bústjórn hjá föður sinum, við hinn umsviifamikla búrekstur staðarins. Árið 1919 kvæntist Páll Björgu Jóhönnu Andrésdóttur frá Blámýrum í Ögurhreppi, hinni mætustu og mikilhæfustu fconu. Hófu þau búskap í Vatns- firði jafnframt því sem Páll ann aðist búsýslu föður sins. Vorið 1929 fluttust þau hjónin svo að eignarjörð sinni Þúfum í Reykj- arfjarðarhreppi. Telja má, að þau hæfu þar nýtt landnám, þar eð á fyrsta ári þurfti að byggja nýtt íbúðarhús, jafnframt því sem hafizt var handa um mynd- arlegar jarðræktarframkvæmd- ir, eftir þvi sem þá voru tök á. Jukust gæði jarðarinnar og af urðir í höndum þeirra ár frá ári einida blómgaðist hagur búsins fyrir atorku elju og fýrir- hyggju þeirra beggja. Bar heim- dli þeirra fagurt vitni um hag- sýni, smekkvísi og reglusemi bæði uitan húss og innan. Eins og að likum lætur átti hin nærgætna og háttvisa hús- freyja í Þúfum sinn mikla þátt í því að sikapa hinn hlýja heim- ilisarin, þar sem allir, er þar knúðu dyra, mættu alúð, risnu og hvers konar fyrirgréiðslu, bæði í orði og athöfn. — Páll í Þúíum hefir á þessum timamótum yfir langan, merkan og athafnamikinn æviferil að líta. Fullyrða má að nokkuð á fjórða áratug hafi hann verið forvigismaður og fulltrúi hrepps sins og héraðs í flest- um opinberum málum, enda virt ist hann sjálflkjörinn til þess að takast á hendur hin margvls- legu trúnaðarstörf, sem snertu ekki aðeins Reykjarfjarðar- hrepp heldur eimnig sýsluifélag- ið í heild, t.d. í samgöngu- og jarðræktarmiálum. Heima fyrir var hann allt í senn, oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Eimnig sat hann og um langt skeið á Bún- aðarþingi, sem fulltrúi sýslunn- ar. Þá vann hann hin síðari ár að sammingu fasteignamats fyr- ir N. ísafjarðarsýslu. Man ég það hve hann fagnaði því, þeg- ar þetta mikla og vandasama verk var komið í höfn. Það sem sérstaklega ein- kenndi Pál í Þúfum var reglu- semi harns og vandvirkni í hverju starfi. Hann var einnig manna starfs glaðastur. Starfið veitti honum nautn og yndi hvort sem hann sat við skriflborðið eða hann vann að jarðræktarframkvæmd- um eða annarri búsýslu fyrir heimili sitt. Þá einkenndi það hann hve vel hann kynnti sér hvert það málefni er hann hafði með höndum og reyndi að skyggna það að grunni. — Ég þekkti það flestum betur, hve gott var að vinna með honurn að þeim verkefnum sem leysa þurfti hverju sinni. 1 hvívetna var hann raunsær, gætinn, úrræðagóður og sam- vinnuþýður í öllu samstarfi. — Þá gleymist það eikki að Páll var einlægur kirkjumnar maður. Sem sóknamefndarformaður, safnaðarfulltrúi og meðhjálpari Vatnsfjarðarsóknar sýndi hann rnálum kirkjunnar í hvívetna ræktarsemi, virðingu og góð- vilja. Það fymist heldur ekki að heimili þeirra Páls og Bjargar var. grundvallað á traustum grunni fornrar þjóðmenningar og trúrækni. Björgu konu sína missti Páll haustið 1966. Höfðu þau þá fyr- ir makkrum árum afhent eignar- jörð sína Þúfur, í hendur dóttur sinni og tengdasyni. Af bömum þeirra hjóna kom- ust aðeins 2 til fullorðins- aldurs. Eru það þau: Páll hreppstjóri á Borg í Miklaliolts hreppii, kvæntur Ingu Ásgríms- dóttur og Ásthildur gift Ásgeird Svanbergssyni, hreppstjóra i Þúfum. Auk bama sinna ólu þau upp 4 fósturböm, sem öll eiga fagrar minningar um föstur foreldrana og heimilið i Þúfum. Eftir langt og heilladrjúgt ævistarf, sem seint mun gleym- ast íbúum Reykjarfjarðarhrepps og Djúpsins, hefir Páll nú fyr- ir mokkru dregið sig í hlé frá opinberum störfum, og „setzt í helgan stein“. Dvelur hann um þessar mundir hjá Páli syni sín um að Borg í Miklaholtshreppi. Og þótt starfsorka hans hafi þorrið hin síðari ár þá er hug- ur hans glöggur og raunsær sem fyrr og greinir og metur stefn- ur og strauma í atvinnuháttum og þjóðlifi voru af áhuga, skiln ingi og dómgreind. Á þessum merku timaimótum i ævi vinar míns Páls í Þúfum, sendum við hjónin og fjölskylda okkar honum hugheilar ámað- aróskir, með kæru þakklæti fyr ir einlæga vináttu hans, tryggð og góðvilja í ofckar garð frá fyrsitu tíð, jafnframt því sem við biðjum honum og ástvinum hans allrar farsældar og bless- unar um ókomin ár. Þorsteinn Jóhannesson. 65-105 tonna togbntur í góðu standi — óska*t í eins árs leigu frá áramótum — með eða án togveiðarfæra. Þeir sem hafa áhuga á þessu tilkynni það, þar sem fram er tekið leiguverð, fyrir 27. sept. til auglýsingadeildar Morgun- blaðsins, merkt: „Bátur '72 — 5852", Leiklistarskóli Þórunnar Magnúsdóttur tekur til starfa 17. september. Upplýsingar i síma 14839. Fiskiskip til sölu Vélskipið Drangey SK. 1, Sauðárkróki, er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur Hákon Torfason, sími 95-5133 og í Reykjavík sími 85734. Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. Aðolíundur Hnndknnftleiks- dómarnfélogs Reykjnvíkur verður haldinn í Valsheimilinu þriðjudaginn 21. september næstkomandi og hefst klukkan 20. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um handknattleikslögin. STJÓRNIN. VINYL - BAST - PLAST - PAPPIRS VEGGFÓÐUR Aðeins 3 sýningardagar eftir. tiæfudagurinn stóri Flugferð til London með BEA fellur í hlut þess sem vinnur í getraun Alþjóða vörusýningarinnar. Getraunaseðill var í dagblöðum í gær. Skilið svörum í kvöld, föstudag, fyrir kl. 9. 50.000. gesturinn kemur í dag og fær hann flugferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar með Flugfélagi íslands. Flugferð umhverfis ísland á einum degi með Flugfélagi íslands er vinningur í gestahappdrættinu, í dag eins og alla daga. ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING '71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.