Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 11
Ekkert nýtt gjald Blaðinu hefur horizt eftirfar- andi frá Aðalsteini Norberg, ritsimastjóra: „FRÉTT í Mbl. í dag (föstudag 9. sept.) um atriði í gjaldskrá Landssímans, hefur valdið mis- skilningi og er beinlínis villandi. Það sem talið er vera frétt- næmt, er að nýlega hafi verið tekið upp aufcagjald á langlínu- sámtöl. Þetta er alls etoki rétt. Um rætt gjalld, kvaðninigargjaldið, er tivíþætt. Það hieifur að öðrum þræði verið í gildi frá upphafi símans hér á landi og hefur ekki verið gagnrýnt, enda talið hag- kvæmt fyrir símnoteindur. Að hinu leytimu er gjaldið frá þeim tíma, er farið var að taka sjálf- virfcu símistöðvamar í notfcun, fyrir mörgum árum. Þá var bætt imn í gjaldskrána gjaldi, fyrir að afgreiða handvirfc símtöl á leið- um, þar sem sjálflvirtot langtlínu- sambamd er fyrir hendi. Gjaldið héfur frá fyrsfu tíð numið sömu upphæð og gamla kvaðnings- gjaldið og er í dag 8,00 krónur innan 100 km vegalengdar, 15,00 torónur þar yfir. Þessum sjálf- virku sambamdsleiðum hefur sí- fellt fjölgað með árumum og eru þær nú að opnast t. d. til Aust- fjarða. Þetta gj aldstoráratriði er að sjállllsögðu nú flyrst að koma til framkvæmda þar. Að því leyti er fréttin rétt. Með öðrum orðum: Símnotandi, sem getur hringt beint án nokk- urrar milligöngu símstöðvar (sjálfvirkt val), en fær símstöð til að anmast það, greiðir umirætt gjald. Símnotandi, sem ekki get- Ur hringt án miliigömgu sím- stöðvar (handvirk afgreiðsla), greiðir áð sjálfsögðu ekki þetta gjald.“ - Rætt við Braga Framhald af bls. 10 geta tekið allar minni sýning- a*r.“ Aðspurður um tilgang haust- sýningar FÍM sagði Bragi: „í stuttu máli er megintilgangurinn sá, að veita framsæknum ungum listamönnum á öllum aldri brautargengi og uppgötva hæfi- leikmenn utan félagsins, hlúa að öllu því sem hefur í sér safa og vaxtarmagn. Það er hins veg ar tómur misskilningur að frjó list komi eingöngu frá hinum ungu, því að listin hefur, likt og lífið, engan aldur.“ Við spurðum hvort hann teldi sýninguna spegla að einhverju leyti stöðu íslenzkrar nútímalist ar í dag. „Ekki er það nú nema að nokkru leyti, en hún sýnir nokkuð af því sem verið er að gera. Það eru til dæmis margar betri myndir sem fóru á vegum félagsins á sýningu á íslenzkri nútimalist í Hásselbyhöll i Sví- þjóð fyrir skömmu, — og þeg- ar ég segi nútímalist, þá á ég við list núlifandi listamanna, en á þá sýningu voru send 78 verk. Það bendir hins vegar margt til þess að mikil gróska sé í myndlist á fslandi um þessar mundir, og þetta ætlar að verða mikið sýningahaust. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þróuninni í myndlist, hún stefn ir í ýmsar áttir. Efc ég segi ský laust, að aldrei hafi myndlistin íslenzka verið jafn fjölbreytt og sjálfstæð og nú. Áður hópuðust menn um ákveðna meistara, en nú reyna þeir méiira að vera þeir sjálfir; viða að sér áhrif- um jafnt erlendis sem innlend- is frá og reyna svo að skapa sér ákveðna afstöðu. Af þessu hlýzt fjölbreytni, sem svo hefur þá víxlverkun að verða þeim til góðs sem eru að hefja sinn list- feril og aftur islenzkri mynd- list í heild,“ sagði Bragi Ás- geirsson að lokum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1971 I ■-■II,'" --I l'-; j , • - . . ' ~ ;!í....... 11 NÚ EÐfl ALDREI I dag er allra síðasti sýningardagur Alþjóðlegu sýningarinnar. í dag og í kvöld er allra síðasta tœkifœri til þess að sjá Alþjóðlegu sýninguna í Laugardalshöllinni. Sýningin verður ekki framlengd Opið kl. 2-10. Sýningarsvœðinu lokað kl. 11. ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING '71 26.232 KLST. I þremur árum eru 156% vikur, 1093 dagar eða 26.232 klst. Er þá við það miðað, að eitt þessara þriggja ára sé hlaupár. Þetta er nokkuð langur tími, og margt getur því skeð. Ef þér veljið KUBA, þegar þér festið kaup á sjónvarpstæki, skiptir þetta yður þó engu máli, vegna þess, að þeim fylgir skrifleg ábyrgð í einmitt þrjú ár, 156% vikur, 1093 daga eða 26.232 klst., og nær sú ábyrgð til allra hluta tækjanna. — I þessu tilliti, sem flestum öðrum, getum við því boðið það, sem aðrir geta ekki boðið. Af þessari ástæðu ættuð þér að minnast KUBA, þegar að sjónvarpskaupunum kemur. Það borgar sig. 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Á. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.