Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 11
MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 11 Óhróðri andmælt Herra ritstjóri. Mér var bent á ummæli yðar í Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 12. þessa mánaðar um hamfarirn ar í Laxá í Dölum um daginn. Sé ég mér til furðu, að þér telj- ið almenningsálitið lítið hafa við þessar aðfarir að athuga. Látið þér einnig í ljós það álit, að ís- lenzkir stangaveiðimenn séu yfir leitt það aðgangsharðir og veiði gráðugir, að laxastofninum stafi hætta af og sennilega beri nauð syn til að setja fastar reglur um hámarksveiði á dag í íslenzkum ám. Þarna er hátt til höggs reitt og vona ég, að mér verði virt til vork unnar þó að ég reyni að skjóta skildi við. Ég tel islenzka stanga veiðimenn síður en svo eiga skil ið þennan dóm, sem þér kveðið upp yfir þeim öllum. Laxarækt hér á landi er komin það á rek- spöl, sem raun ber vitni, fyrst og fremst fyrir starf þeirra og baráttu. Þeir hafa ávallt barizt gegn rányrkju, stuðlað eftir mætti að bættri löggjöf og já- kvæður árangur af viðleitni þeirra til ræktunar vakti vald- hafana til vitundar um mögu- leikana og opnaði augu almenn- ings. Þetta mun yður ljóst engu síður en öðrum. Hitt er svo annað mál, að is- lenzkir stangaveiðimenn munu yfirleitt hafa ætlazt til, að þeir nytu sjálfir ávaxtanna af þessu starfi sinu. Þeir hugsa ekki til þess með fögnuði, að útlending- ar þoki þeim smátt og smátt af árbökkunum unz þeir komast hvergi að, eins og allar horfur eru á. Fé erlendra auðmanna er að vísu girnilegt og það máttugt, að gegn þvi mega íslenzkir stángaveiðimenn sín lítils. Því mun veitast sóknin á hendur okkur heimamönnum nægilega létt án þess að þér hlaupið þar undir bagga með þeim hætti, sem þér gerið, að dæma okkur upp til hópa óalandi og óferj- andi og réttræka frá íslenzkum veiðiám. Ég vil eindregið andmæla því, að við eigum allir skilið þennan dóm. Þér bendið raunar á það í pistli yðar, að venjulegir stanga veiðimenn stóðu ekki að hamför urium í Laxá í Dölum. Vera má, að þetta hafi hrotið óvart úr penna yðar, enda veikir það for sendur dómsins og dregur úr liðsemdinni við hið erlenda fjár- magn í sókn þess gegn okkur heimamönnum. Opin samtök stangaveiði- manna hafa Laxá ekki á leigu, heldur fáir einstaklingar. Þarna er nokkur munur á. Hin opnu samtök taka ár á leigu til að veita félagsmönnum aðgang að þeim á réttu verði. Tæp tylít manna tekur varla á leigu sex stanga á í heilu lagi til annars en hagnast á því með einhverj- um hætti. Einstaklingarnir fáu endur- leigðu Laxá miðlara einum rúm- ari helming veiðitímans í sumar, að sögn fyrir hærra verð en þeir sjálfir greiddu allt sumarið. Miði arinn framleigði svo útlending- um og verður að ætla, að hann hafi einnig viljað hafa nokkuð fyrir sinn snúð. En það var meira blóð í kúnni. Þegar útlend ingamir fóru voru enn eftir nokkrir dagar af leigutíma miði arans. Þá fengu starfsmenn hans og áhangendur. Það voru þvi Þe}r, en ekki óbreyttir íslenzkir stángaveiðimenn, hvað þá opin samtök þeirra sem ráku smiðs- höggið á verkið. Þér segið ekki þessa sögu alla og hallið því frásögninni. Sá grunur hlýtur að vakna, að það sé visvitandi gert til þess að standa betur að högginu, sem lát ið: er ríða að hálsi okkar íslenzkra stangaveiðimanna. Og á þann hátt er hinu erlenda fé fastar veitt að málum. En þetta kunna að vera getsakir. Stund- um .er máli hallað óvart og þarf ekki langt að leita til að finna þess dæmi. Ég sá í Morgunblað- inu í dag, að þið Matthias yngri hafið sent vikapilt í Skaftholts- rétt. Hann lýsti því, sem fyrir augun ber. Þegar þar er komið frásögninni að glaumurinn er tekinn að færast í aukana minn- ist hann skyldunnar við hús- bændur sina og ákveður að koma sér af stað heim. Fer hann þá með gott orð sér til styrking- ar og segir: „Við freistingum gæt þín, þótt falli þér vel.“ Þarna er máli hallað, en efalaust óvart. Matthías eldri orðaði þetta á ann an veg á sinni tíð, þegar hann var að snúa orðum Palmers á íslenzku. Reykjavík, 17. sept. 1971. Gunnlaugur Pétursson. Trésmíðoverkstæði vantar smiði og laghenta menn til inni- vinnu nú þegar. Upplýsingar í síma 32850. Sendisveinn óskast Flugfélag íslands óskar eftir að ráða pilt til sendistarfa frá 1. október nk. Upplýsingar í starfsmannahaldi félagsins. Flugfélag íslands hf. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Slippfélagið í Reykjavík, Mýrargötu 2, sími 10123. Verkstjóro vontor Matvælaiðjan á Bíldudal vill ráða verkstjóra með fiskmatsréttindum. Upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S. Skriistohistúlka Stúlka með góða vélritunar- og enskukunnáttu óskast til skrifstofustarfa. Umsóknir, er greini aldur, menntun og starfsferil, sendist skrif- stofunni að Laufásvegi 36, fyrir þriðjudaginn 28. þ. m. Verzlunarráð fslands. AHÚSID opnar í dag kluklcan 11.00 Kúluspil Körfubolti Kappaksturstœki Fótbolti Hockey Þyrlur Skottœki Eldflaugatœki Kafbátur Aldurstakmark 14 dra Aðalstrœti 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.