Morgunblaðið - 26.09.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1971, Blaðsíða 6
V 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1971 > DAGBOK Hjálpa þú oss, Guð hjálpræðis vors, sakir dýrðar nafns þíns, frelsa oss og fyrirgef syndir vorar sakir nafns þíns. (Sálm. 79,9). I dagr er sunnudagnrinn 26. september er það 269. dagur árs- ins 1971. 16. s.e. trinitatis. Tungl lægst. Ardegisháflæði i Reykja- vík er klukkan 09.41. Eftir lifa 76 dagar. FYRSTA SKATABALLIÐ íól'K. Kr aDgan-g'ur íyrir það kr. í t TÖKUM AÐ OKKUR aHs konar viðgarðir á þunga- vinnuvélum og bifreiðavið- gerðir. Vanir menn. Vélsmiðjan Vörður hf EHiðavogi 119, sími 35422. NÁMSFLOKKARNIR, kópav. Letus pláss í framtialdsfl. í ensku f. börn og bifreiðastj. Einnig í sænsku, þýzku og keramik. Innr. til sunnudags- kvölds í síma 42404. FYRSTA VÉSTJÓRA vantar á nýjan 105 lesta tog bát frá Grindavfk. Uppl. í sima 37669. TIL SÖLU Dodge Tower Wagon fram- hjóladrifsbfll í mjög góðu standi með cKsilvél og 6 m. húsi. Uppf. í síma 10648. IBÚÐ Kennari óskar eftir iitilli íbúð eða herbergi með e'ld'húsi. Reg I us em i, f y ri rf ramgre i ð s I a ef óskað er. Uppl. í síma 50171. KEFLAVÍK Vorum að taka upp fallegar skólaibuxur og peysur á drengi og stúlkur. Ennfrem- ur buxinadress á 2ja—12 ára. Verzlunin Elsa. TAKIÐ EFTIR Hárgreiðsludama óskar eftir notaðri hárþurrku sem fyrst. Uppl. i síma 92-2432, Kefla- vík. ÚTSTÖNSUNAR PRESSA til sölu. Sími 37690. UNG REGLUSÖM stúlka óskar eftir herbergi í Kefiavfk eða Njarðvík. Uppl. 1 síma 1625. 3JA—4RA HERB. ÍBÚÐ óskast til leigu í 6—7 mán. fynir hjón utan af landi. Hús- •hjálp kæmi tif greina. Uppl. í síma 12068. REGLUSAMUR MAÐUR óskar eftir herbengi. Uppl. í síma 38653. PÍANÓKENNSLA Bynja kennslu 1. október. — Neimendur vinsamlegast tali við mig sem fyrst. Jórunn Norðmann, Skeggjagötu 10, sími 19579. ELDAVÉL mjög góð tiS sölu. Uppl. í síma 83665 efti-r kl. 19. BARNGÓÐ KONA eða unglingsstúlka óskast tii að gæta tveggja barna í Kópa vogi. Vinnutími og laun eftir samkomulagi. Uppl. í síma 431 75. BEITINGAMENN Góður Knomaður óskast tii að beita í Þorlákshöfn. Fæði og húsrvæði á staðnum. Simi 34349 og 30606. Fyrsta skátaball vetrarms miunu Birkibeinar halda í Braut arhoilti 6, sunnudaginn 26. sept- ember, setn er í dag. Ballið er tviskipt. Hið fyrra verður frá kl. 15—18 og er fyrir 11—15 ára Hjónin Cynthia Margaret og Sigmundur Finnsson frá Vestmannaeyjum sem lengi hafa verið búsett í Melbourne i Ástralíu voru á hraðferð hérna i bænum nýlega og sögðu af þvi tilefni nokkur orð við Mbl.: Ég fór héðan 1952 á skátamót i Ástralíu, ílentist þar, og gerðist útgerðarmaður í mörg ár í Melbourne. Nú á ég þar verksmiðju, sem framleiðir matvörur, heilsubrauð, sem við seljum mikið af. Kvart milljón brauð á mánuði. Norræn kirkja er í Melbourne, þar sem allir Norðurlandabúar hittast og hef ég verið i stjórn hennar undanfarin 3 ár. Hérna verðum við aðeins í viku. Erum við hjónin á leiðinni til Kaup- mannahafnar og síðan til Lond- on. Þangað förum við fyrir verksmiðjuna til að kaupa stykki í hana. — Við hjónin höfum haldið marga fyrirlestra um fsland í Ástralíu. Þá klæðist kona mín þjóðbúningi og við sýnum íslandskvikmynd. Til þessa höfum við ferðazt um alla Ástralíu. Við höfum útibú með heilsubrauðið okkar í mörg- um borgum, og notum tækifær- ið alltaf á ferðum okkar til að kynna landið. Við komum oft fram í útvarpi og sjónvarpi. — Ég hef verið lengi i Ástralíu. Margir landar koma þangað algerlega óvitandi þess, hvað bíður þeirra. Við er- um lítil þjóð, sem ekki ger- ir sér grein fyrir örðugleikum í stóru þjóðfélagi. Og það er ekki nóg að maður þekki mann til að komast í starf. Það er sál rænt atriði. Þama er stéttaskipt ing mikil, en . . . þetta er samt gott land, sem komast má vel áfram í með þekkingu og þolinmæði. — íslenzkt þjóðfélag er með armana opna þegnum sínum, en er út í veröldina kemur og sér- lega til stórveldis eins og Ástra- líu, eru mörg vitin að varast. — Þama flóir vínið út um allt, og við vægu verði líka, og þá freistast margur í hugarangii og minnimáttarkennd til að hugga sig við barm Bakkusar. Annað er það, sem allir fs- lendingar virðast brenna sig á. Það er hægt að fara inn á hvaða bílasölu sem er og kaupa sér bil án þess að borga nokkuð fyr ir, en fyrr eða síðar kemur að skuldadögum, og þá er dýrt drottins orðið. Sem sagt áfalln- ir vextir eru orðnir himinháir. Flestar islenzku konurnar tala enga ensku, sakna vinanna heima, og þetta verður þess valdandi, að mennirnir snúa aft ur heim. Ástralía er land vonarinnar og tækifærin eru þar á hverju strái, en það er ekki allra að vinna úr þeim. Og fólk ætti að hugsa sig alvarlega um, áður en það fer að taka saman og selja 100. Klaikkan 21—01 verður síð- an bali fyrir 15 ára og eldri, að gangseyrir fyrir þá verður kr. 150 fyrir manninn. Hljómsveitin Roof Tops leikur á báðum böllunum. búslóðina með flutninga i huga. Ef stórar fjölskyldur eru með í spilinu álít ég, að eiginmenn- irnir ættu að fara á undan fjöl- skyldunni og kanna málið áður en þeir halda með allan hópinn út í óvissuna. Ég er ekki að reyna að eyðileggja neitt fyr ir neinum, síður en svo, en fyrir hyggja hefur aldrei skaðað neinn. — Mig myndi langa mikið til að sjá íslendingana í Ástralíu verða landinu til sóma á sama hátt og Vestur-íslendingarnir i Kanada og Bandaríkjunum hafa verið. — Þess ber að gæta, að Ástral ía er löngu numið land, og þar liggja engir peningar á lausu. Menn fá aðeins það, sem þeir borga fyrir. Það er næg vinna þarna. Og hefur verið. íslenzkir iðnaðar- menn eru mjög gjaldgengur vamingur þar, og sannarlega í fyrsta flokki. En vandinn er bara sá, að við erum uppburðarlitlir, ef við höf um engan landa til að ræða við, og þvi hættir okkur við að gera vitleysur er við erum erlendis. — Unga fólkið fær mörg tæki færi þama. 1 3. og 4. bekk í gagnfræðaskóla leita vinnumiðl- aramir til þess og bjóða því þjálfun sér að kostnaðarlausu. Fólk með stúdentspróf fær nóg tækifæri. Dýrtíð er, en það er vel hægt að brúa það bil með góðu staríi. En þess ber að minn ast, að flutningar eru dýrir, og þvi legg ég til við fjölskyldu- Næturlæknir í Keflavik 25. og 26.9. Kjartan Ólafss. 27.9. Arnbjörn ÓlaLflsson. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið surmiudaga, þriðjudaiga og fimmtudaga frá kl. 1.30. Að- gamgur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar (gengið inn frá Eiríksgötu) er opið frá kíl. 13.30—16. Á sunnu- menn, að þeir fari fyrst einir til að koma fótunum undir sig áður en rokið er upp til handa og fóta við að selja búslóðina. Fari fyrst einir og skapi aðstöðu fyr- ir konuna og börnin, sem þeir geta síðan látið koma á eftir sér út, þá horfir allt öðruvisi við. Þá má gera svo margt, sem ó- mögulegt er að koma í verk, ef allir mæta í einu og verða von- sviknir yfir þvi að draumaland- ið býður ekki upp á steiktar gæsir og gullnar veigar. — Útflutningur er ekki nema fyrir sérstakt fólk, sem kann að mæta því, sem að höndum ber. — Hvernig var það þegar þú fórst, og hvers vegna fórstu ? — Ég vil taka það fram að Ástralía hefur verið mjög góð við mig. Hér heima var ég satt að segja kominn í strand að mér fannst. Ég hafði verið loftskeyta maður hjá strandgæzlunni og unnið í tryggingafyrirtæki hjá Tulinius. Ég hafði ógurlega út- þrá og því fór ég og konan með mér. Hún hafði verið kennari við Verzlunarskólann. Fyrst gerði ég út, og tapaði ógurlega fyrsta árið. Svo fór ég að veiða hákarl á línu og þá fór að ganga vel. Þetta er gert á sama hátt og þorskveiðar eru framkvæmdar, með beitu. Ég á ennþá einn bát, sem ég hef grískan skipstjóra á. Sjálfur var ég skipstjóri á öðr- um þar framan af. Alla þá peninga, sem ég græddi lagði ég I brauðbakstur- inn hjá konunni minni, og núna gengur þetta ljómandi vel allt dögum frá 15.9.—15.12. Á virk- uim dögum ef íir samlcomulagi. Náttúrugripasafnið Hverfisgötu 116, OpiÖ þriöjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. B-áðgjafarþjónusta Geðverndarfélagrs- ins er opin þriöjudaga kl. 4.30—6.30 slðdegis aö Veltusundi 3, slmi 12139. Þjónusta er ókeypis og öllum heimil. Sýning Handritastofunar Islands 1971, Konungsbók eddukvæöa og Flateyjarbók, er opin á sunnudögum Kl. 1.30—4 e.h. i ÁrnagarÖi viö Suöur götu. AÖgangur og gýningarskrá ókeypis. saman. Við ferðumst mikið til að kynna heilsubrauðið. Aðeins þó þetta, áður en ég kveð: Ástralía er og verður gott land að flytja til og búa í, en það er tilgangs- laust að halda yfir hafið með ævintýraljómann einn að vegar- nesti handa heilum fjölskyldum. Sjómenn eru þar ekkert betur launaðir en iðnaðarmenn, það er misskilningur, og menn verða að kynna sér málið algerlega áður en þeir fara þangað. — En hvernig var þetta með heilsubrauðið. Hvernig kom það til? frú Cynthia. — Ég átti mjög veikt barn, og mér var sagt, að ég gæti ekki haldið í honum lífinu. Það vita allir, að frísk börn þurfa mat sinn og engar refjar. Hvað þá þau, sem heilsulaus eru? Honum þótti gott brauð, og gat borðað það, svo að ég bjó til brauð, sem innihélt heilar máltíðir handa honum og hann er nú orðinn stór og sterkur. Mér fannst endi lega, að úr því að ég hefði getað hjálpað mínu eigin barni með þessu brauði, hlytu að vera fleiri, sem þyrftu á hjálp að halda, og fór því að baka það og selja. Nú er svo komið, að við erum á sjö ára samningi við fyrirtæki í Suð ur-Ameriku, sem Bunge heitir með sölu á framleiðslunni. Höld- um við brauðkynningar um £illa Ástralíu. Vikulega eru teknar vöruprufur hjá öllum bökurun- um í Ástralíu, sem framleiða brauðin okkar, og ég sleppi aldrei hendinni af framleiðsl unni, því að þeir eru ekkert öðruvísi þar en annars staðar, að svikjast um, ef undan er lit- ið. Brauðið mitt heitir Cynthia Margarets protein bread og er steinefna, eggja, eggjahvítu og bætiefnabrauð, sem hvert um sig jafnast á við góða nautasteik, 2 egg og 1 lítra af mjólk, og er þessi hlaði duibúinn sem brauð, en er i raun réttri miklu meira en það. En brauðið er auðmelt og gott fyrir börn og gamal menni, og stjórn Ástraliu hefur hjálpað mér mikið við efnaöflun til þess. Læknar og sjúkrahús mæla með brauðinu mínu og nota það sem nokkurskonar meðal við sykursýki, hjartakvillum, maga- sári og fleiri veikindum. M. Tliors. Fyrirhyggja gott veganesti — segir maðurinn, sem bakar 250 þús. brauð á mán. handa Áströlum Cynthia Margrét og Wigmundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.