Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.1971, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞREÐJTJDAGUR 28. SEPTEMBER 1971 27 4? m FRETTIR í stiitliinnili 12 ÖLVAÐIR ÖKUMENN Um helgina tók lögreglan á Keflavíkurflugvelli 12 öku- menn sem voru ölvaSir við akstur á Keflavíkurflugvelli og nágrenni. BÍLLINN EVBILAGÐIST Árekistur varð á milli veg- hefils og lítillar fólksbifreiðar á Þrengslaveginum I gær- kvöldi. Þrír menm voru í fólks bílruum og meiddust tveir þeirra eitthvað, en ekki al- varlega. Fólksbíllinn er talinn ónýtur. FÉLL UR STIGA f gærdag, er maður var að hreinsa glugga að utan á þriðju hæð í prentsmiðjunni Leiftri, féll hann niður úr stiga. Svo heppilega vildi til að hann féll niður á opna feliihurð, sem dró úr fallinu, og bar hann hægt niður að jörðu er hún lokaðist. Maður- inn, Manfreð Jóhannsson, var fluttur í Slysadeild Borgar- spítalans en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarleg. - EBE Framhald af bls. 2. um Rómarsáttmálans má ekki gera upp á miUi borgara frá EBE-löndum. Með því að sam- þykkja tvískipta fiskveiðilögsögu myndi raunin verða sú í fram- kvæmd, að sjómenn, sem bú- settir væru fyrir sunnan skipti- Mnuna, yrðu að haida sig fyrir utan 12 mílna mörkin á veiði- svæðunum fyrir norðan skipti- linuna. Eindregnar kröf ur um lækkun á dollaranum Washington, 27. sept. NTB-AP. FORSTJÓRI Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF), Pierre-Paul Schweitzer, sagði við setningu sameiginlegs ársfundar sjóðsins, og Alþjóðabankans í Washing- ton, að ef takast ætti að leysa alþjóðagjaldeyriskreppuna yrði að leiðrétta gengi helztu gjald- miðlanna eins fljótt og auðið væri og aflétta 10% innflutnings gjaldi Bandarikjamanna. Schweitzer lagði á það áherzlu að það gæti haft alvarlegar af- leiðingar ef alþjóðagjaldeyris- kreppan héldi áfram án þess að nokkuð væri að gert og að einn- ig væri alvarieg hætta I því fólg in að hverfa frá því skipulagi, sem hefði tryggt öryggi í alþjóða viðskiptum á undanförnum 25 árum. Horfur á lausn gjaldeyris- kreppunnar virtust hafa batnað þegar fundurinn hófst í dag. Þó að hvorki hafi orðið breyting á afstöðu Bandaríkjanna né ann- arra ríkustu iðnaðarlanda 'ieims ins á fundum sem voru haldnir um helgina er haft eftir heimild um á ráðstefnunni að möguleik- ar á lausn hafi batnað. Bandaríski fjármálaráðberr- ann, John Connally, virtist taka sáttfúsari afstöðu en hann hefur áður gert á blaðamannafundi sem hann hélt í gær, þó að af- staða hans virtist ekki frábrugð- in þeirri afstöðu, ®em hann hef- ur tekið híngað til siðan krepp- an byrjaði. Hann sagði, að Banda ríkin væru reiðubúin til „sveigj- anlegra viðræðna“ um efnahags- áistaridið í heiminum. Á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs ins í dag, sagði vestur-þýzki efnahagsmálaráðherrann, Karl Schiller, að gengisbreytingar Engin stefnubreyting í varnarmálunum — segir utanríkisráðherra og ber til baka bandarískar fréttir HAFT er eftir bandariskum emb- ættismöiinum í AP-fréttum frá Washington, að draga megi þá ályktun að líklegt sé að stefnu- breyting af hálfu íslenzku stjórn arinnar verði í herstóðvarmálinu. Þetta er byggt á því, samkvæmt þessum fréttum, að Einar Ág- ústsson utanríkisráðherra hafi tjáð William Rogers, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna á fundi þeirra í New York að íslenzka stjórnin væri enn að kanna mál- ið og mundi ekki hafa samband við bandarísku stjórnina fyrr en eftir áramót. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra tjáði Morgunblaðinu í gær að þessar fréttir væru algerlega rangar og að alls ekki væri hægt að tala um nokkxa stefnubreyt- ingu í sambandi við dvöl vamar- liðsins. Einar Ágústsson kvaðst Konur í meiri- hluta í Osló Osló, NTB. ENDANLEG lírslit liggja nú fyr- ir í kosningunum til borgar- Gandhi í Moskvu Moskvu, 27. sept. — NTB — FRÚ Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, kom í dag til Moskvu og mun að því er áreið- anlegar heimildir herma reyna að fá sovézka ráðamenn til þess að styðja tiirann til að telja Pak istana á að leyfa austur-pakist- önskum flóttamönnum að snúa aftur. Afstaða Sovétstjórnarinn- ar virðist Iiins vegar mótast af varkárni vegna spennunnar i sambúð Indverja og Pakistana. Pakistanski utanrikisráðherr- ann, Mohammed Khan, var í Moskvu I mánuðinum, og talið er sennilegt að hann hafi verið fullvissaður um að 20 ára vin- áttusáttmáli Rússa og Indverja þyrfti ekki að spilla sambúð Rússa og Pakistana. Rússar virð ast ekki hafa lagzt svo eindreg- ið á sveig með Indverjum að sam búðin við Pakistana hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni, segja fréttaritarar. Kosygin forsætis- ráðherra hefur áður hvatt til þess að austúr-pakistönskum flóttamönnum verði leyft að snúa aftur. stjórnar í Osló. Hafa konur náð þar meirihluta eins og viðar í þessum kosningum — en þeim árangri náðu þær með víðtækum útstrikiinum. Af 85 fulltriium í borgarstjórn Oslóar verða 46 kon ur, 17 frá Verkamannaflokkimm, 19 frá Hægri flokionim, 4 frá Sósíalíska þjóðarflokknum, 2 frá Vinstri flokknum, 2 frá Kristi- lega þjóðarflokknum, 1 frá Mið- flokknum og 1 frá Sósialiska ein- ingarlistanum. Af efstu mönnum á listum fLokkanna var það einungis Eva Kolstad frá Vihstri flokknnm. sem fékk flest atkvæði á sinum lis'ta. Efsti maður á lista Verka- mannaflokksins, Brynjulf Bull, lenti í 14. sæti og efsti mað-ur á lista Hægri flokksins, Albert Nordengen, varð númer 11 á sin- um lista. Á listum yfir þá flokks menn, sem koeningu náðu, eru sex komur efstar, bæði á lista Verkamannaflokksins og Hægvi flokksins. Að öðru leyti var skiptingin milli flokkanna þessi: Verka- mannaflokkurinn fékk 35 full- trúa, Hægri 31, Vinstri 3, Miðflokkurinn 2 fulltrúa, Kristi- legi þjóðarflokkurinn 5 fulltrúa, Sósialíski þjóðarflokkurinn 7, Vinstri sósíalistar 1 og Náttúru- og umhverfisvemdarflokkurinn L engu hafa að bæta við það sem hann hefur áður sagt í blaðinu um viðræðumar við Rogens og sagði, að hann mundi gefa ríkia- stjórninni skýrslu um viðræðum- ar þegar hann kæmi heim af Alls herjarþinginu. Aðspurður um hugsanlega heimsókn Rogers til fslands sagði Einar að hún væri enm óákveð- in, en hugsanlegt væri að Rogers kæmi hér við í för sinni til Briiss el í desember þegar hann mun sitja ráðaherrafund Atlantshafs- bandalagsins. Utanríkisráðherra sagði, að al- mennar umræður stæðu nú yfir á Allsherjarþinginu og mundi hann flytja ræðu sína á miðviku- dag. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar, Hannes Jónsson, hefur skýrt frá því í tilefni fréttanna, sem eru hafðar eftir bandarískum embættismönnum, að hugmyndir bandarisku heimildarmannanna séu algeriega úr lausu lofti gripn ar. Engin stefnubreyting hafi orðið hjá ríkisstjóminni varð- andi varnarmálin. Ríkisstjómin sé eftir sem áður einhuga um það, að varnarsamningurinn við Bandaríkin skuli tekinn til end- urskoðunar eða uppsagnar í þvl skyni að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum. Að því skuli stefnt að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu — um þetta sé enginn ágreiningur innan rík- isstjórnarinnar og engar fyrir- ætlanir um að breyta þessari stefnu. Enginn fótur fyrir fréttinni SENDIHERRA Noregs, Aug- ust Mohr, gekk í gær á fund forsætisráðherra, Ólafs Jó- hanmessonar, sem jafnframt gegnir embætti utarurfkisráð herra í forföllum Einars Ág- ústssonar. Skýrði hann ráð herxa frá því, að hanm hefði fengið fyrirmæli frá norsku ríkisstjóminni um að fullviasa íslenzku ríkisstjómiina um það, að enginn fótur væri fyr- ir þeirri frétt í Newsweek ný lega, að Bandaríkjastjórn hefði fengið norsku ríkis- stjórnina til þess að reyna að hafa áhrif á íslemdinga varð- andi áformin um brottflutning vamarliífs-i'ns. Fékk Morgun- blaðið þessar upplýsimgar hjá Hannesi Jónasynj, blaðafull- trúa ríkisstjómarinnar. væru nauðsynlegar til þess að koma aftur á jafnvægi í alþjóða- gjaldeyriskerfinu. Ræða Schiil- ers bendir til þess að hann haldi fast við þá afstöðu að Bandarík- in verði að lækka gengi dollar- ans gagnvart gulli, en Bandaríkja stjórn hefur neitáð að gripa til svo róttækra ráða. Skoðanir aðildarianda sjóðsins á því hvaða ráðstafanir' eigi að gera til að leysa kreppuna stang ast á, og heimildir á ráðstefn- unni telja, að fundurinn verði einn sá alvarlegasti sem hefur verið haldinn í 25 ára sögu hans. Robert McNamara, forstjóri Alþjóðabankana, lagði áherzlu á að tryggja yrði hagsmuni þróun arlandanna í samningum um lausn kreppunnar og sagði, að ekki mætti draga úr aðstoð við fá tækar þjóðir. — Berklapróf Framhald af bls. 28. hefðu aðallega verið svokallaðir rósahnútar, sem eru útbrot, sem koma fram á fótum, svo og bólgn ir kirtlar á bak við lungun. Hafa nokkrir með bólgna kirtla verið lagðir inn á sjúkrahús. Eng- in hætta er þó á að þetta fólk smiti frá sér, að sögn dr. Óla. ■ Sagði dr. ÓÚ Hjaltested, að þar sem það væri ekkert nýtt að út- 1-endingar sem hingað kæmu til starfa reyndust hafa smitandi berkla, þá væri full ástæða til þess að komið yrði á einhverri reglu um að atvinnuleyfi yrði ekki veitt, nema þetta fólk befði farið i læknisskoðun og gæti framvísað vottorði um að það væri heilbrigt. í framhaldi af þessu má geta þess að nú um helgina var 15 ára stúlka sem Mbl. hafði spurn- ir af, lögð inn á sjúkrahús í Reykjavík, vegna berkiasmits. Hafði hún unnið í fiskvinnslu- stöðinni með Líbanonmannin um, en við fyrra berklaprófið reyndist hún neikvæð. Átti hún að koma aftur i októberbyrjun. En fyrir tveimur vikum veiktist hún og lá heima nær tvær vikur, án þess að sjúkdómur hennar yrði greindur, og var það ekki fyrr en á ‘laugardag að í ljós kom að hún hafði smitazt af berklum. — Barðir og rifnir Framhald af bls. 28. í Sjúkrahúsiinu í Stykkishólmí. Jón sagði, að mikið hefði verið um það rætt á Snæfellsnesi að banna alveg dansleiki næsta sum- ar — því að ölvun væri jafnan mikil og samkomugestir ftestir unglingar, oft vart fermdir. Þá væru saankomuhúsLn þrjú, Grundarfirði, Amarstapa og Skjöldur mjög léleg og hrein- lætisaðstaða slæm og væri til dæmis ekkert salerni i Skildi. Samkomuhúsið Röst á Hellis sandi væri eina sómasamlega sam komuhúsið á Snæfellsnesi, enida hefði réttardansleikurinn þar si. laugardagskvöld farið fram án þess að til vandræða kæirri. — Árvakur Framhald af bls. 28. fyrir 78. breiddarbaug. Hafdýpi er þar mikið, nema á svokölluð- um Nansen-hrygg, sem kemur upp í 2 þúsund metra dýpi. Þar var straummælunum komið fyr- ir. Við að koma straummælinga- tækjunum fyrir var notuð ný að- ferð, sem verið var að reyna. Voru mælitækin sett á strengi niður undir botn, en strengirnir síðan festir í baujur. Vegna haf iss varð að láta baujurnar vera niður á 100 metra dýpi. Straum- mælarnir, sem eru þrír, verða látnir vera þarna til næsta hausts, en þá er ætlunin að fara aftur norður og ná þeim upp. Tii þess að haagt sé að finna bauj urnar á ný var komið fyrir I akkerunum sérstökum senditækj um, sem gefa frá sér hljóðmerki* þegar komið er inn fyrir þriggjaii mílna fjarlægð. Frá skiptinu ertl síðan hægt að senda út sérstök' merki, sem valda því, að sprengri ing verður i strengjunum svo:| þeir slitna og fljóta þá baujurn-H ar upp. * Kristinn sagði, að leiðangur- inn, sem tók á fjórðu viku, hefði. tekizt vel að dómi vísindamann- anna og leiðangursstjórans, Knut Aagaard. Yrði væntanlega farið á ný á sömu slóðir næsta haust, til þess að sækja tækin, en haust- ið er bezti tíminn til siglinga þama í Norðurhöfum. Þá er haf- ísinn frá í fyrra að mestu bráðn- aður og ekki farið að leggja á ný. 1 ferðinni fór Árvakur norður fyrir 81. breiddarbaug og sagðist Kristinn halda að þáð væri það nyrzta sem íslenzkt skip hefði farið. - Tjónið Framhald af bls. 28. þúsund krónur og tjón vegna 300 kinda, sem fundizt hafa dauðar, nemur því um 600 þúsund krónum og reikna má með að enn sé aiimargt fé ófundið, þar sem aðeins eru búnar fyrstu göngur. — Vopnfirðimgar voru í sum ar með 26—28 þúsund fjár á fjalli og því nálgast fjárskað- amir að verða 1%, sem mun einsdæmi, enda muna eldri menm ekki eftir svo miklum fjárskaða að sumarlagi. Sigurjón sagði að Vopnfirð- ingar væru yfirleitt vel birg- að heyjum og fjárskaðinn mjmdi því ekki draga úr bænd um við að setja á— en bænd- ur yrðu aftur á móti fyrir tala verðu tekjutapi. - Ályktun SUS Framhald af bls. 28. menn stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um varnarmál og þann tvískinnung, sem þar gætir og fram hefur komið í ummæl- um ráðherra um þessi mál. Islemdingar öska eftir friði í heiminum. Þjóðin vill tryggja og viðhalda sjálfstæði sínu og full- veldi. Þetta takmark breytist ekki. Ein helzta skylda sjálf- stæðs ríkis er að veita þegnum sínum öryggi. Utanríkisstefna íslands hefur haft slíkt takmark. Að þessu vilja ungir Sjálfstæðis- menn vinna og telja að aðildin að Atlantshafsbandalaginu og þátttakan í vömum þess stuðli frekar en nokkuð annað að þvi, að markmiði þessu verði náð.“ 1 ályktun sinni um landhelgis- mál leggur þingið áherzlu á, að þjóðareining verði um þær að- gerðir, sem framundan eru í þvl máli. Forsendu þess, að það tak- ist telur þingið vera, að rikis- stjórnin hafi ávallt samráð og samvinnu við stjórnarandstöðu- flokkana um stefnumótun og kynningu á málstað okkar er- lendis, en rasi ekki um ráð fram. „Sterkustu rök Islendinga I landhelgismálunum eru þau, að landið og landgrunnið eru ein órofa heild, eins og viðurkennt er með því að aðrar þjóðir helga sér yfirráðarétt á auðlindum, sem finnast kunna á hafsbotni landgrunns viðkomandi rikja. Við fyrirhugaða útfærslu fisk- veiðilögsögunnar ber því að miða við landgrunnið allt, en þó hvergi minna en 50 mílur, þar sem stór og mikilvæg svæði inn- an landgrunnsins fyrir Vestur- landi og Vestfjörðum eru utan 50 mílnanna. 1 lok þingsályktunarinnar urn landhelgismál segir: „Það verður að vera Ijóst öllum þjóðum, að Islendingar falla ekki frá út- færslu fiskveiðilögsögunnar, enda er það lifshagsmunamál þeirra, og jafnframt hagsmuna- mál annarra þjóða, að fiskistofn- arnir séu ekki eyðilagðir.“ I Morgunblaðinu á morgun munu þessar ályktanir verða biit ar í heild ásamt úrdrætti úr ályktunum um skólamái og ferða mannaþjónustu. Ennfremur verð ur þá birt almenn stjómmála- ályktun þingsins. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.