Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 19TI í — 14 Útgafandi hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvaamdaatjóri Hsraldur Svainaaon. Rilstjórar Matthías Johannassan. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritaíjórn og afgreiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4-80. Askriftargjsld 195,00 kr. & mánuði innanlands. f leusasölu 12,00 kr. eintakið. SLYSADEILD BORGARSPÍTALANS ¥¥austinu fylgja slys í um- ferðinni. Aldrei er nauð- synlegra að vera vel á verði, hvort sem maður er akandi eðá fótgangandi, en þegar Kauistmyrkrið dettur á og birtan minnkar með hverj- um degi sem líður. Því mið- ulr eru slysin í umferðinni allt of mörg hér á landi. Margt hefur verið reynt að gera í því skyni að fækka þeim, en þvi miður hefur það ekki borið þann ánangur, sem óskandi væri. Slys á íslandi eru tíð, en margir leggja hönd á plóginn til að koma í veg fyrir þau, og er það vel. Aldrei verður of miklu fjármagni varið til þess að draga úr slysahætt- unni og fækka slysum. Að því vinna margir aðilar ötult starf, en betur má ef duga skaL Rétt er, að aldrei verður of fniklu fjármagni varið í slysavamir, en hitt er jafn- víst að ekki er síður nauð- synlegt að byggja rækilega upp þlá starfsemi, sem gegnir því hlutverki að bæta eins og Kægt er úr slysum og óKÖppum. Kemur þá fyrst í Kugann slysadeild Borgar- spítalans. Hún er oft og ein- att til umræðu manna á meðal og er þá ekki alltaf treystandi á dóma og mat um starfsemi hennar og þeirra, sem þar vinna. Auð- vftað dettur engum í hug að slysadeilldin sé alfullkomin sto&iun. Enda þótt hún hafi etoki alis fyrir löngu flutt í frambærileg húsakynni og starfsaðstaða sé nú allt önn- ur og betri en áður var í gömlu Heilsuverndarstöðinni, þá er langt frá því að hið nýja húsnæði sé viðunandi. f slysadeildinni eru mikil þrenigsli og nauðsynlegt að á því verði ráðin bót hið fyrsta. Enginn ætti að sjá í það fjár- magn, sem færi til endurbóta og stækkunar á húsakynnum slysadeildarinnar, svo merku og mikilvægu hlutverki sem hún gegnir í þjóðlífinu. Sem dæmi um starfsemi hennar mlá geta þess, að þangað koma nú 'á hverju ári um 23% af íbúatölu Stór-Reykjavíkur- svæðisins, en sambærileg tala í Finnlandi er 10%. Sam- kvæmt þessu koma um 27 þúsund sjúklingar í slysa- deilldina árlega. Það þarf því oft snör handtök við erfið skilyrði til að fullnægja ósk- um og þörfum allra þeirra, sem í deildina koma. Þjón- ustu getur því stöku sinnum verið áfátt, ekki sízt vegna þess að of oft vill brenna við að þangað komi fólk, sem á ekkert erindi á slysadeild. Aðalatriðið er, að slysadeild Borgarspítalans er ómissandi stofnun og hún hefur notið styrkrar forustu hinna fær- ustu manna. Ástæða væri til að kanna, hvort ekki væri hægt að bæta ýmsa aðra læknaþjón- ustu í þéttbýlinu, s. s. heim- ilislæknaþjónustuna sem virðist orðin mjög úrelt og þyrfti endurbóta við. Heim- ilislæknar eru yfirleitt hin- ir færustu menn, samvizku- samir og skylduræknir, en kerfið sem þeir vinna sam- kvæmt er þungt í vöfum og veldur sjúklingum oft óþæg- indum, t. a. m. með langri bið. M. a. af þeim sökum er oft og einatt ætlazt til þess að slysadeildin annist ýmis störf, sem heimilislæknum eru ætluð. Getur þetta komið sér illa, ekki sízt í svo ófull- nægjandi húsnæði, sem raun ber vitni. Nú er svo komið, að líkur benda til að stærsti einstaki sjúkdómsliðurinn á spjald- skró slysadeildarinnar sé af völdum árása, pústra og hrindinga ýmiss konar og hlýtur það að vekja stór- kostlegan ugg. Þessi mál er nauðsynlegt að taka föstum tökum nú þegar. Við getum ekki látið við það sitja að íslenzkt þjóðfélag verði glæframönnum að bráð. Við verðum að vakna til vitund- ar um að þessi þróun er ugg- vekjandi. Hér væri verðugt verkefni fyrir félags- eða þjóðfélagsfræðinga að kom- ast að rótum þessarar þró- unar. Hvers vegna færast árásir í vöxt hér á landi, það er brennandi spurning. Það er ekki nóg að lækna sár þeirra, sem verða fyrir árás- um. Hitt er ekki síður mikil- vægt að komast fyrir rætum- ar á meininu. ■ÍÍ^,h•: -: MijwmM tg&UL* æ feréarii $pa Ég hef hér fyrir framan mig dagatal svo ég ætti auðvelt með að sjá hvenær við heimsóttum þær kirkjur sem hér koma við sögu. Flestir dagarnir eru prentaðir svartir, aðrir rauðir. Það eru sunnudagarnir. Þó að ekki hafi alltaf verið sunnudagar, þegar við heimsótt- um kirkjurnar, voru það rauðir dagar, Sem sagt hátiðisdagar eftir almanak- inu. Á Islandi eru ótrúlega margar merkilegar kirkjur. Sumir hafa hom í síðu kirkjunnar á Akureyri, hún sé stíllaus. En það er óþarfi, því að hún ætlar að eldast ágætlega. Ég spurði Sverri Pálsson, skólastjóra, eitthvað um Matthíasar-kirkjuna skömmu áður en ég skrapp í hana. „Matthíasar- kirkjuna", svaraði hann foj eins og krakkarnir mundu segja, „hún heitir það ekki. Við höfum enga dýrlinga hér á Akureyri." Það gerir ekkert. Kirkj- an á hátíðlegt andrúm og hlýtt viðmót, þó að hún sé ekki nema um þrjátíu ára. Það kallast nokkuð gott af ungl- ingi. En merkust er hún fyrir það að einn kórglugginn í henni er tekinn úr kirkjunni í Coventry sem Þjóðverjar lögðu í rúst i einhverri eftirminnileg- ustu loftárás síðasta stríðs. Það var mikið afrek að ná gluggunum hingað, svo dýrmætir sem þeir eru. Frúin sem sýndi mér kirkjuna sagði að fyrir kæmi að enskir ferðamenn lýstu yfir því að þeim þætti leiðinlegt að gluggarn- ir skyldu vera hér, en ekki heima í Bret- landi. Er það vel skiljanlegt. En hvern- ig væri þá að gefa Bretum kost á glugg- unum með þvi skilyrði (sem auðvelt ætti að vera að ganga að fyrir Breta) að þeir viðurkenni rétt okkar til að friða landgrunnið. Þá mætti segja að landhelgisdeilan væri leyst í kristileg- um anda. En kannski segja Akureyringar nei. Vel á minnzt, Matthias Jochumsson. Einhverju sinni sagði Kristján Alberts- son mér að þeir hefðu setið og skrafað saman i Reykjavík, þegar koladallur flautaði í höfninni. Þá sagði Matthias: „Þetta er rödd menningarinnar. Það er eitthvað annað en vellið í mér eða aum- ingja spóanum." Dvölin á Grimsstöðum hvarflar hug- anum að kirkjunum. Við fórum að vísu ekki í neinar víðimýrarkirkjur þessu sinni, en kirkjur samt. Altaristaflan í Viðirhólskirkju er frá 1647, einföld og falleg Kristsmynd. Þó að fólkinu hafi fækkað, hefur hann aldrei yfirgefið þessa sveit. Við Bakkaflóa stendur önnur kirkja, merkileg. Kirkjan að Skeggja- stöðum. Á Austurlandi standa Dyrfjöll- in opin í hvers manns hjarta. Þannig var okkur tekið að Skeggjastöðum, þangað sem við fórum að ráði Sverris Hermannssonar. Sr. Sigmar sýndi okkur kirkjuna. Undir lokin bauðst hann til að syngja fyrir okkur stef úr Þorlákstíðum. Við sett- umst aftan við fyrirkvennasætið og hlustuðum. Það var helg stund. Enn hljómar rödd prestsins í eyrum mér. Þetta er víst eitthvert minnsta presta- kall landsins, en enginn tekur eftir því: presturinn stækkar það með nær- veru sinni. „Presturinn sem bjargaði kirkjunni sinni," sögðu arkitektar við mig síðar, þegar ég lýsti fyrir þeim austur á Egilsstöðum menningar- legu viðhorfi sr. Sigmars. Þeir höfðu heyrt hans getið. Þegar menn voru komnir á fremsta hlunn með að rífa kirkjuna, gerði hann áætlanir um að endurreisa hana með góðri hjálp núverandi biskups. Aldrei verður klerki nógsamlega þökkuð sú forysta. Skammt frá Bakkafirði* er Djúpidal- ur, þaðan er Kristján skáld. Hann hélt eitt sinn að kommúnismi væri það sama og húmanismi, nú veit hann betur. Og það sem er mest um vert: mér skilst að hann sé einn þeirra fáu sem hefur hug- rekki til að vita betur. En — hvað um það. Eftirminnilegt er að aka frá Þórshöfn að Skeggjastöðum. Kannski einnig dálítið kaldranalegt. En landið er mikilúðlegt og fagurt við vikumar, sem eru (að þvi er okkur var sagt) fullar af fiski. Þar sem er fiskur, þar er einnig fólk. Gunnólfsvíkurfjall er eins og djúpur og svartur hylur í him- ininn og minnir á Kirkjufell við Grund- arfjörð, en fjörðurinn lognhvítur og indæll þarna í kyrrðinnd. 1 Gunnólfs- vik er allt farið í eyði, en uppbygg- ing á öðrum bæjum austar og jafnvel laxarækt í á sem þarna er, en ég man ekki lengur hvað heitir. Þar sem laxa er von, þar eru peningar i boði. Kannski á laxáin eftir að halda sveit- inni í byggð. Það hafa a.m.k. ekki þeir þingmenn gert sem áttu að hugsa um hana. En þó eru samgöngur sæmilegar. Og svo opnast Bakkafjörðurinn allt i einu eins og faðmur. Byggðin blasir við og svo kirkjan að Skeggjastöðum. Biksvört. „Mér fellur einstaklega vel þessi gregoríanska tónlist," sagði sr. Sigmar, þegar hann hafði sungið tíð- irnar. „Hún stendur mér nær en önn- ur kirkjutónlist." Þorlákur hefur ver ið verndardýrlingur kirkjunnar frá alda öðli. Auðvitað er hann það ennþá. Fyrir ofan altaristöfluna er önnur tafla sem á er letraður latneskur texti, þar sem minnt er á ágæti heilags Þorláks. Það er viðeigandi. Yfir kirkjudyrum stendur: Mitt hús er bænahús. Við fórum með sr. Sigmari réttsælis um kirkjuna og skoðuðum endurreisn hennar sem farið hefur einkar vel úr hendi. Kirkjan er biksvört eins og hún hefur ávallt verið, þó er hluti turns- ins hvítur. Tjaran á sinn þátt í að kirkj an hefur varðveitzt svo vel, en þegar hún var lagfærð vildi gamla fólkið í söfnuðinum ekki hafa hana bikaða: það minnti um of á hús einokunarverzlun- arinnar. Hún var sár broddur i hjarta þess fólks sem mundi tímana tvenna. Þegar inn er komið blasa við predik- unarstóllinn og altaristaflan. Stóllinn er danskur. Á honum eru nú myndir af guðspjallamönnunum og einkennum þeirra. Líklega er hann keyptur fyrir áheit fransks skipstjóra. Hann hafði heitið á hana þegar skip hans brotn- aði á Bakkaflóa. En skipshöfn hans hélt lífi fyrir kraft Þorláks helga og siðan er oft heitið á kirkjuna og gefst vel. Einkum eiga sjómenn spöl í hennar heilaga landi. Altaristaflan er einnig dönsk, frá 1857. Kristur kemur út úr djúpbláum himni Israels og blessar söfnuð sinn. „Gömlu fólki er minnisstætt," segir sr. Sigmar okkur, „hvað því þótti taflan fal- leg þegar hún blasti við barnsaugum þess. Það hefur aldrei getað gleymt henni." Á töfiunni stendur: Ég er vegur- inn sannleikurinn og lífið (á latínu minnir mig). Söfnuðurinn, um 350 manns, skuldar nú um 300 þús. krónur i kirkjunni, eða tæpiega þús- und krónur á mann, og þótti engum mikið. Fyrir bragðið á hann dýrgrip við sinn dimmbláa, fengsæla fjörð. M >%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.