Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971 15 Liklega er Edward Heath einn umdeildasti forsætis- ráðherra Breta á síðari tímum. Andstæðingar hans segja, að hann sverji sig í ætt vdð aftur- haldssama leiðtoga Ihalds- flokksins á kreppuárunum miklu í kringum 1930. Milli hans og Wilsons rikir gagn- kvæmt hatur og þingmenn Verka.mannaflokksins segja, að hann hafi unnið þingkosn- ingarnar fyrir rúmu ári með lygum. Hann hafi skrökvað þvi að brezkum húsmæðrum, að hann mundi í einu vetfangi lækka verð á nauðsynjavörum, en í stað þess að lækka hafi I»essi mynd var tekin af Heath, forsætisráðherra Breta u.þ.b. sem hann myndaði stjórn sína eftir kosningasigurinn í fyrra. hefði komizt hæst i 700 þús- und í stjórnartið Wilsons. Hann futHyrti, að ein af ástæð- unum fyrir þessu atvinnuleysi væri sú, að verkalýðssamtök- in hefðu knúið fram óraunhæf- ar kauphækkanir, sem væru í engu samræmi við framleiðni- aukningu atvinnuveganna og þess vegna hefðu mörg atvinnufyrirtæki neyðzt til þess að segja upp fólki. Heath sagði, að ríkisstjórn sín vildi ekki með styrkjum og öðru sliku skapa atvinnu, sem væri byggð á sandi, heldur beindust efnahagsaðgerðir rik- isstjórnarinnar að þvi að Byltingarmaðurinn Heath verðlagið haldið áfram að hækka. Andstæðingar forsæt- isráðherrans segja einnig, að honum og félögum hans standi nákvæmlega á sama um það mikla atvinnuleysi, sem nú rík ir í Bretiandi. „They don’t care“ er kjörorð Verkamanna- flokksins um þessar mundir. Stuðningsmenn Heaths eru annarrar skoðunar. Þeir segja, að forsætisráðherrann sé mesti umbótamaður í brezkum stjórnmálum um langan aldur. Hann sé staðráðinn í því að rífa þjóð sína upp úr þeirri deyfð, sem hafi leitt til minnk- andi áhrifa Breta í aiþjóðamál- um og verri lífskjara en tiðk- ast á meginlandinu, að Italíu undanskilinni. Skömmu eftir að Heath flutt- ist búferlum í Downing Street 10 fyrir rúmu ári, birtist at- hyglisverð forystugrein í London Times, þar sem því var haldið fram, að allt frá stríðslokum hefði sömu megin- stefnu verið fylgt í brezkum stjórnmálum, hvort sem Verka- mannaflöikkurinn eða Ihalds- flokkurinn hafi verið við völd. Eftir nokkrar meirihátt- ar umbætur Attiee-stjórnarinn ar í félagsmálum, fyrstu árin eftir stríð, hafi í rauninni all- ar ríkisstjórnir forðast róttæk ar breytingar í brezku þjóðlífi. Blaðið taldi, að með valdatöiku Heaths, kynmu merk timamót að verða í Bretlandi. 1 fyrsta skipti frá striðslokum væri kominn til valda maður, sem hygði á gagngerar breytingar. Bretar hafa átt við márgvís- leg vandamál að etja síðustu áratugi. Heimsstyrjöldin síðari markaði endalok hins brezka heimsveldis. Að styrjöldinni Iokinni hófst sundurlimun heimsveldisins, nýlendurnar fengu sjálfstæði og tvö risa- veldi komu fram á sjónarsvið- ið, sem í megindráttum réðu þróun heimsmálanna. Bretar hafa misst heimsveldi, en þeir hafa enn ekki fundið nýtt hlut- verk, sagði merkur maður, og það hafa reynzt orð að sönnu. Sigurvegararnir i heimsstyrj öldinni síðari hafa einnig orð- ið að horfa upp á það, að þeir, sem töpuðu, Þjóðverjar og Jap anir, hafa byggt upp frá grunni nýtízkulegan iðnað, sem brezkur iðnaður hefur átt i miklum erfiðleikum með að keppa við. Á meðan Þjóðverj- ar og Japanir byggðu nýjar verksmiðjur með nýrri tækni, á rústum heimsstyrjaldarinnar, létu Bretar sér nægja að halda áfram starfrækslu á gömlum grunni. Afleiðingin varð sú, að smátt og smátt drógust lífskjör í Bretlandi aftur úr lifskjör- um í Þýzkalandi og öðr- um löndum Vestur-Evrópu, sem með samstarfi innan Efna- hagsbandalags Evrópu, náðu mun meiri hagvexti og grósku í atvinnulifi en Bretar. Tíð verkföll, lögleg og ólögleg, hafa einnig dregið mjög mátt- inn úr brezkum iðiiaði. Gegn þeim vandamálum, sem leitt hafa af breyttri stöðu Bret- lands á alþjóða vettvangi og lélegri samkeppnisaðstöðu brezks iðnaðar, hefur Edward Heath ráðizt af meiri krafti en nokkur brezkur stjórnmálamað ur annar. Grundvöllurinn að stefnu Heaths er aðild Breta að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Með þeirri aðild gerir hann sér ann ars vegar vonir um, að hag- vöxtur Breta aukist verulega og þar með lífskjörin í land- inu. Þær vonir eru byggðar á þeirri reynslu, sem EBE-lönd in hafa þegar fengið af sam- starfinu innan Efnahagsbanda lagsins. En einmitt um þær mundir, sem Bretar standa í dyrum Efnahagsbandalagsins, hafa komið fram áhyggjur manna um, að ástandið í gjald- eyrismálum heimsins og inn flutningsgjaldið i Bandarikjun um kunni að leiða til verulegs samdráttar i efnahagslífi EBE landanna. Tíminn Ieiðir í ljós, hvort þær áhyggjur eru á rök- um reistar. Hins vegar er Heath þeirrar skoðunar, að með aðild að EBE muni Bret- um takast að endurheimta eitt- hvað af fyrri áhrifum sínum á alþjóðavettvangi. Margir telja að tími risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, sé liðinn. Tvö Asíu-ríki muni í vaxandi mæli láta að sér kveða í alþjóðamálum, þ.e. Kina og Japan og takist EBE-löndunum að samstilla krafta sina í alþjöðamálum geti þau sameiginlega orðið að- ili, sem taka verði tiHit til. Að þeirri þróun vill Heath vinna og skipa Bretum á ný í forystusveit meðal þjóðanna, sem leiðandi afl innan Efna- hagsbandalagsins. Aðild Breta að EBE þýðir algera byltingu i viðhorfi Breta til al- þjóðamála. Um aldir hafa þeir jafnan kosið hið opna haf en ekki Evrópu, eins og vikið var að i grein hér í blaðinu sl. laugardag. Nú velja þeir Evrópu. Afstaða Harolds Wilsons til EBE-aðildar hefur mjög verið gagnrýnd í Bretlandi, sérstak- lega í brezíkum blöðum. Wilson hefur lýst þvi yfir, að hann telji þau samningskjör, sem Rippon náði fram i viðræðum við EBE ekki fullnægjandi. Fjölmargir framámenn i hans eigin flokki eru þar annarrar skoðunar. Ljóst er, að það er þó fyrst og fremst andstaðan í Verkamannaflokknum gegn að ild, sem veldur þessari afstöðu Wilsons. Á landsfundi Verka- mannaflokksins fyrir skömmu var samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að leggjast gegn aðild og meiri- hluti þingflokksins er henni einnig andvígur. Vera má, að afstaða Wilsons sé ekki stór- mannleg en hún er a.m.k. skilj anleg. I stjórnarandstöðu legig- ur hann mestu áherzlu á að varðveita einingu innan Verka mannaflokksins og hefur tek- izt það að nokkru leyti, þótt fleiri þingmenm hafi fylgt Roy Jenkins að málum í atkvaiða- greiðslunni í fyrradag, en bú- izt var við. Önnur meiriháttar bylting Heaths er á sviði verkalýðs- mála og atvinmumála. Hann hef ur ráðizt af hörku og festu gegn þvi ófremdarástandi, sem rikt hefur í brezlku atvinnulífi, þar sem verkföll hafa verið nánast daglegt brauð og dreg- ið mjög mikið úr framleiðslu brezkra atvinnufyrirtækja. Á siðasta þingi var samþykkt ný vinnumálalöggjöf, sem felur í sér róttækar breytingar og mun innan tiðar taka gildi. Þessari löggjöf er ætlað að koma i veg fyrir hin tiðu verk föll, sem hafa lamað brezkt at- vinnulíf. Þegar Harold Wilson var við völd hugðist hann beita sér fyrir breytingum á vinnulöggjöfinni með sama markmið fyrir augum en and- staða brezku verkalýðssamtak anna varð til þess að hann hætti við þær ráðstafanir á síð ustu stundu. Ef hin nýja vinnumálalöggjöf leiðir til meiri vinnufriðar mun hún vafalaust þegar fram líða stundir talin marka tímamót á vinnumarkaðnum i Bretlandi. Heath krefst þess, að atvinnufyrirtækin í landinu standi á eigin fótum. Hann neit ar að veita aðstoð af hálfu rik- isins til þess að halda fyrirtækjum gangandi, sem tal ið er að enginn rekstrargrund völlur sé fyrir. Hann vill hreinsa út úr atvinnuMfinu þau fyrirtæki, sem ekki duga í frjálsri samkeppni. Þessi stefna hefur verið mjög um- deild, bæði vegna þess, að brezka stjómin hefur ekki treyst sér til að fylgja henni út í æsar og hlaupið undir bagga t.d. þegar RoMs-Royce varð gjaldþrota og einnig nú nýlega í sambandi við skipa- smíðastöðvarnar við Upper Clyde í Skotlandi. Á hinn bóg- inn er þessi afstaða líka um deild vegna þess, að þegar stór fyrirtæki detta upp fyrir missa fjöimargir atvinnu sína. Heath svarar því til, að það sé eng- in framtíð í því fyrir verka- menn að hafa atvinnu hjá fyr irtækjum, sem stöðugt koma með betlistaf í hendi til stjórn- arvaldanna til þess að biðja um aðstoð. Stefna stjórnar hans sé sú að styrkja atvinnu- lífið svo, að verkamenn, og aðr ir eigi kost á raunverulegum störfum hjá heilbrigðum at- vinnufyrirtækjum, störfum, sem veiti þeim og fjölskyldum þeirra meira öryggi en vinna af því tagi, sem eingöngu bygg ist á fjárútlátum úr rikiskass- anum, þegar allt er komið í þrot. Það þarf mikla hörku til að framfylgja þessari stefnu í verkalýðs- og atvinnumál- um, sérstaklega fyrst í stað, en ekki ber á öðru en Edward Heath hafi þá hörku í ríkum mæM. Alvarlegasta ásökunin, sem borin er fram gegn Heath og rikisstjórn hans er sú, að hann láti sig litlu varða hina ver settu í þjóðfélaginu. 1 því sambandi er þrennt talið fram. 1 fyrsta lagi fjöldi atvinnuleys- ingja í Bretlandi, sem nálgast nú milljón. í öðru lagi sú ákvörðun stjórnarinnar að hætta að gefa skólabörn- um ókeypis mjólk en krefjast greiðslu fyrir hana, nema hægt sé að sýna fram á, að foreldr- ar viðkomandi barna hafi ekki efni á því. 1 þriðja lagi er því haldið fram, að með þvl að taka upp aðgangseyri í brezk- um söfnum hafi stjórn Heaths sýnt óþarfa smásálarskap. Daginn áður en landsfundur Ihaldsflokksins kom saman í Brighton fyrir u.þ.b. hálfum mánuði var sjónvarpað í BBC viðtali, sem brezki sjónvarps- maðurinn Robin Day, átti við forsætisráðherrann. í samtali þessu vék spyrjandinn að öll- um helztu gagnrýnisefnum stjórnarandstöðunnar í Bret- landi á ríkisstjórn Heaths. Þetta samtal' kom mér þannig fyrir sjónir, að forsætisráðherr ann hefði fullnægjandi skýr- ingar á öMum þeim atriðum, sem um var spurt. I sambandi við hið milda atvinnuleysi í landinu, minnti hann á, að það væri nú um 900 þúsund en skapa atvinnu, sem fólk gæti treyst á til frambúðar. Forsætisráðherrann vísaði á bug öllum ásökunum varðandi mjólkina i skólunum og kvað þetta fyrst og fremst vera spurningu um að sjá hlutina I réttu ljósi. Langflestir foreldr- ar hefðu efni á því að greiða mjólkina fyrir börn sín. Hins vegar hefði ástandið i hygg ingu barnaskóla verið mjög slæmt, þegar stjórn sín tók við. Nú væri verið að stór- auka skólabyggingar og stjórn sín teldi peningunum betur var ið með því en að eyða þeim í ástæðulausar mjólkurgreiðslur. Hann hafnaði algerlega ásök- unum um, að ríkisstjórnin hirti ekki um hag hinna verst settu og sagði, að 1 til 2 milljónir manna nytu nú marg- víslegra Mfeyrisgreiðslna, sem þeir ekki hefðu haft áður en Ihaldsstjórnin tók við völdum. Loks kvaðst hann ekki gela séð, hvers vegna Bretar gætu ekki greitt smávægilegan að- gangseyri að söfnum eins og aðrir Evrópubúar. Ekki þarf að tala við marga óbreytta borgara í Bret- landi til þess að sannfærast um, að stjórn Heaths nýtur lít- illa vinsælda um þessar mund- ir. Því veldur fyrst og fremst hækkandi verðlag nauðsynja- vara. Ful'lyrðingum íhalds- manna um, að skattalækkanir hafi komið á móti er svarað með því, að þær komi einung- is að gagni hinum hærra laun- uðu, þeim, sem hafi yfir 3000 sterlingspund á ári i laun. Hin ir, sem minni tekjur hafi, séu ver settir en áður. Þingmenn Verkamannaflokksins telja, að óvinsældir stjórnarinnar eigi enn eftir að aukast, þeg- ar Bretar ganga i Efnahags- bandalagið, þvi að þá muni verðlag á matvælum stór- hækka. Einn þeirra full- yrti við mig, að einmitt þess ar afleiðingar af EBE-aðild yrðu til þess að fella stjórn Heaths í næstu kosningum. Þá mundu neikvæðu hliðarnar á EBE-aðild vera komnar fram, en ekki hinar jákvæðu. Hverju sem fram vindur í þeim efnum er ljóst, að í Bretlandi sit*ur nú við völd viljasterkur forsætisráðherra, sem er harð- ur í horn að taka og staðráð- inn í því að rífa Bretland upp úr því deyfðarástandi, sem þar hefur ríkt á flestum sviðum um langt árabil. Reynslan ein leið ir í Ijós, hvort bylting Heaths tekst. StG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.