Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1972 — Fiskveiði- landhelgin Framhald af bls. 3. hafa öðlazt töluverða þekkingu á þvi, hvernig bezt sé að hag- nýta fiskveiðimöguleikana á sama tíma og á skortir raun- hæfar aðferðir til að koma því skipulagi i framkvæmd. Þetta ástand hefir komið sér mjög illa fyrir þjóð mima. Á þess ari öld hefir þróun fiskveiðanna á Islandsmiðum augljóslega sýnt hættu á ofveiði á þýðirtgarmestu fiskistofnunum. Á síðmsfu árum hefir afkastagetan aukizt óhugn- anlega hjá úthafsveiðiflota þeirra þjóða, sem sækja á íslands mið. Jafnframt hefir veiðiflota t Útför systur minnar, Katrínar Þorsteinsdóttur, fyrrverandi simakonu, fer fram frá Fossvogskirkju miðivkudaginn 2. febrúar kl. 1.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd bræðra minna og annarra aðstandenda, Þórdís Þorsteinsdóttir, Birldmel 6B. þessum verið stöðugt beint meir á ísJ.andsmið, þar sem ofveiði á öðrum hefðbundnum fiskimið- um hefir Ieitt til stöðugt minnk- andi afla, þrátt fyrir aukningu á veiðiálagi. Vegna þessarar hættulegu þró unar hefir Island ekki fyrir nokk um mun lengur efni á að vera í þeirri einstæðu aðstöðu meðai sjálfstæðra þjóða að þurfa að eiga mest allt sitt undir náttúru- auðæfum, sem það hefir enn að- eins takmarkaða lögsögu yfir. Þess vegna hefir rikisstjórn Is- lands nú ákveðið að færa frek- ar út fiskveiðilandhelgina síðar á þessu ári eftir að færa frekar út fsikveiðilandhelgina siðar á þessu ári eftir að fram hafa far- ið viðræður við þau ríki, sem mestra hagsmuna hafa að gæta, Bretland og Vestur-Þýzkaland. Ég nefni þetta hér, þar sem ég álít þessar aðgerðir af hálfu islands vera skynsamlegustu og raunhæfustu leiðina til að varð- veita fiskistofnana á einu mikil- vægasta veiðisvæði Vestrur-Evr- ópu. Ég held þess vegna, að t Úttör Jóhanns Kristins Berthelsen, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 1. febrúar kL 2 e.h. Hallfríður Júlíusdóttir, Sesselja Pétursdóttir, Sófus Berthelsen. stækkun fiskveiðilandhelgi lands mins sé í sönnum anda þeirrar stefnu, sem mælt er með í 9. gr. þáltl. þeirrar, sem hér er á dagskrá. Með þetta í huga mun ég greiða atkvæði með þessari þáltl. Þegar ég segi þetta, geng ég að sjálfsögðu út frá því, að Efna hagsbandalagið sem víðsýnn að- ili muni fara eftir stefnu sinni um verndun fiskistofnanna ekki aðeins innan eigin landhelgi heldur einnig að því er varðar önnur mikilvæg fiskimið. Berriganbræður; Daniel látinn laus New York og Stokkhólmi, 27. janúar AP—NTB. TILKYNNT var í Washington í dag að annar Berriganbróðirinn, Daniel yrði látinn laus úr fang- elsi 24. febrúar nk. vegna lélegr- ar heilsu. Berrigan var að af- plána 3 ára fangelsisdóm fyrir að brenna herkvaðningarskjöl. Þá hefur hann ásamt bróður sín- um Philip verið sakaður um sam særi um að sprengja upp loft- ræstikerfi í opinberum bygging- um í Washington og að ræna Henry Kissinger, ráðgjafa Nix- ons Bandaríkjaforseta. Þeir bræður eru báðir prestar. Frá því var skýrt i StokkhóLmi í dag, að tveir sænskir þing- menn hefðu sent nóbelsverðlauna nefnd norska stórþingsins tiliögu þess efnis að Berriganbræðrun- um verði veitt friðarverðlaun Nóbels í ár. í bréifi sínu segja þingmennimir, Daniel Wirman og Jan-Erik Wikström, „að Berriganbræðurnir hafi ekki að- eins barizt gegn styrjaldarrekstri Bandarikjanna í Vietnam, heldur að þeir hafi einnig barizt fyrir rétti einstaklingsins til að gagn- rýna rikisstjórn, er hún er orð- in spillt og reynir að kæfa alla gagnrýni.“ t Eiginmaður minn, Alfons Oddsson írá Norðfirði, Njálsgötu 110, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 3 e.h. Kransar og blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á liknar- stofnanir. Inglbjörg Pétursdóttir. t Útför föður okkar, stjúpföð- ur, tengdaföður og afa, Árna Guðmundssonar, áður Rauðarárstíg 9, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 31. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir hönd fjarstaddrar syst- ur okkar og annarra vanda- manna, María og Hjördís Árnadætur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar mins og bróður okkar, Bjarna Reynis Nikulássonar. Nikulás Halldórsson, Kristín Nikulásdóttlr, Anna Nikulásdóttir, Guðrún Nikulásdóttir, Haildór Þ. Nikulásson. t Móðir min, JÓHANNA GUÐBRANDSDÓTTIR, Langagerði 90, andaðist í Heilsuvemdarstöðinni í Reykjavík, föstudaginn 28. janúar, Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, J6n Kristjánsson. t Fadir okkar, HALLDÓR M. HALLDÓRSSON, fyrrverandi afgreiðslumaður, Tangagötu 4, fsafirði, andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar, föstudaginn 28. janúar 1972. Þórhildur Halldórsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Ólafur Halldórsson. t Útför mannsins mms, stjúpföður, afa og bróður okkar BJARNA JÓNS HARALDSSONAR, Hringbraut 97, sem andaðist 22 þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 31. janúar kl. 3 e.h. Ingunn Magnúsdóttir, Kristín H. Kristjánsdóttir, Erlendur J. Ólafsson, Ingólfur Haraldsson, Kristrún Haraldsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar HINRIK EINARSSON, frá Isafirði, Miklubraut 54, Reykjavík, verður jarðsunginn mánudaginn 31. janúar frá Fossvogskirkju kl. 10,30. Björg Jónsdóttir, Ólöf Hinriksdóttir, Garðar Hinriksson, Efemía Hinriksdóttir, Björg Hinriksdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, ÖNNU MARlU JÓAKIMSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju, Borgartúni. Kristrún Sigurðardóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Sigurjón Sigurðsson, Anna Hildiþórsdóttir, Dagmar Sigurðardóttir, og bamaböm. Keflavík Stjóm verkamannabústaða í Keflavík hefur ákveðið að kanna þörfina fyrir byggingu verkamannabústaða í Keflavík. Rétt til kaupa á slíkum ibúðum hafa þeir sem eiga lögheimili í Keflavík og fullnægja skilyrðum Húsnæðismálastjómar þar að lútandi. Umsóknir skulu sendar til stjórnar verkamannabústaða á Hring- braut 128 (niðri) fyrir 1. marz n.k. á þar til gerðum eyðublöðum sem þar fást. Viðtalstími verður fimmtudaga og föstudaga kl. 18—19,30 og laugardaga kl. 14—16. Stjórn verkamannabústaða í Keflavík. Ausffirðingamótið verður í GLÆSIBÆ, Álfheimum 5. febrúar og hefst með borð- haldi kl. 19. Dagskrá: Mótið sett. Ræða: Eysteínn Jónsson, forseti sameinaðs þings. Vitsmunakeppni milli S-mýlinga og N-mýlinga. Skemmtiþáttur: Jón Gunnlaugsson. Danssýning. Veizlustjóri: Stefán Jónsson, dagskrárfulltrúi. Miðar afhentir í Glæsibæ miðvikudag og fimmtudaga kl. 17—20. Borð tekin frá um leið. Allir Austfirðingar velkomnir með gesti. STJÓRNIN. Skrifstofustarf Ungur maður óskast til starfa á skrifstofu hjá stóru iðnfyrir- tæki í Reykjavík, Starfið felst í prófun og meðferð á sölunótum, gerð toil- skýrslna og verðútreikninga ásamt umsjón með birgðabók- haldi o. fl. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt, og byrjað sem fyrst.; Æskileg menntun: Próf frá Verzlunarskóla, Samvinnuskóla eða verzlunarnámskeiði í Verzlunarskóla. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist af-j greiðslu blaðsins fyrir fimmtudag 3. febrúar merkt: „Framtíðar- starf — 3390", AÐALFUNDUR HINS ÍSL. BIBLÍUFÉLACS verður i safnaðarheimili BÚSTADAKIRKJU í Reykjavik á Biblíudaginn — SUNNUDAGINN 6. FEBRÚAR N.K. — í fram- haldi af guðsþjónstu á vegum Bibliufélagsins í BÚSTAÐA* KIRKJU, er hefst kl. 14.00. Prestur sr. Ólafur Skúlason. Dagskrá aðalfundarins: 1) Skýrsla stjórnar. 2) Reikningar ársins 1971. 3) Kosningar. 4) Önnur mál. Kaffiveitingar. Félagsmenn, svo og aðrir vinir og velunnarar Biblíufélagsins, eru hvattir til að koma og vera við guðsþjónustuna í hinni nýju BÚSTAÐAKIRKJU og til að sitja aðalfundinn og fylgjast þannig með starfsemi Hins ísl. Bibliufélags. STJÓRNIN. BIBLÍUBRÉFASKÓLINN hefur vertt fræðslu þúsundum landsmanna s.l. 20 ár. Hann býður yður ókeypis Biblíu- námskeið án nokkurra sku!ld- bindinga. Biblían er eina náms- bókin. Hún svarar mörgum ráðgátum lífsins; fræðir um lífið eftir dauðann, hefur lykilinn og hamingjusömu hjónabandi og varpar Ijósi á framtíðina. Sendið nafn yðar og heimilis- fang til: Biblíubréfaskólinn — Pósthólf 60, Keflavík eða Pósthólf 262, Reykjavík. Nafn: .......................................... Heimilisfang: ,...,.............................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.