Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.1972, Blaðsíða 32
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFIÐ JAN SIMI: 19294 RAFTDRG SIMI: 26660 2Nl0t$ttúblí)bi )> nucLVsmcnR £&L0-»2248O MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1972 Stykkishólmi: Stálu báti til að ná 1 veigar Stykkishólmi, 2. maá. I»RÍR sjómenn 'héðan tóku sig- til og stálu 17 tonna báti aðíarar- nótt 1. maí. Náðust þeir ekki, fyrr en varðskip kom að þeim út af Ólafsvík og þving-aði þá til að sigla Iþaæ til hafnar. Sjómennirnir voru að'komu- menn, og höíðu setið að drykikju um borð í m.b. Björgvin — 60 tonna báti. Veizluföng voru þrot- in, og kom þeim þá til huigar að leita til Ólafsvíkur eftir meiri föngum. Lögðu þeir af stað í Nýstárleg krossferð Á MIÐÖLDUM komust kross- ferðir í tízku og höfðu tals- verð áhrif. Nú á dögum Jesú- byltingarinnar upplifum við aðra tegund af krossferðum. 1 gærkvöldi kl. 22 var lög- reglunni tilkynnt um að 4 drengir hefðu klifrað upp í krossinn á Hallgrímskirkju- tumi. Lögreglan fór á vett- vang og fóru lögreglumenn upp í turninn á eftir drengj- unuin. Tókst fljótlega að ná tveimur þeirra niður, en lög- reglan átti í nokkrum eltinga- leik við hina tvo eftir vinnu- pöllum turnsins. Piltamir vom fluttir í lögreglustöðina til að gefa frekari skýringar á þessu athæfi sínu. fflb. Björgvin, en voru stöðvaðir áður en þeir komust út úr hötfn- inni. Þeir léitu þó ekki þar við sitja, heldur fóru nú um borð í mb. Guðrúnu og sigldu á bátnum til hafs. Logreglan varð þeirra vör, og senidii bát á eftir þeim, en sá náði þeim ekki. Var þá leitað til varðskips í grenndinni, oig kom það að bátnum út af Ólafsvik. Ætluðu þremenningamir í fyrstu ekkert að sinna skipun varðskips manna, en þeim tókst þó að snúa bátnum til hafinar í Ólafsvík. Þar tðk lögreglan á móti piltunum, og gistu þeir steininn um nótt- ina. Réttarrhöld fóru fram í máli þeirra í dag. — Fréttaritari. Úrslitakostir dr. Euwes í einvígismálinu: Reyk j avík 2. j úlí Sætti keppendur sig ekki við úrskurðinn, verða þeir dæmdir frá keppni FORSETI Alþjóðaskáksambands- ins, dr Max Euwe, til- kynnti í gær Skáksambandl Sov- étríkjanna og Skáksambandi Bandarikjanna, að heimsmeist- araeinvígið í skák miili heims- Fólksbíll fastur í aurbleytu á Oddsskarði. Nú er heiðin orðin ófær af völdum snjókomu um helgina. Ófærð eystra vegna snjóa • • Oxulþungatakmarkanir á Norðurlandsleið UM helgina kólnaði talsvert í veðri um alit land og á Norð- austur- og Austuriandi snjóaði svo, að fjalivegir tepptust allir og víða þar þungfært á iágiendi. Þannig urðu Möðrudalsöræfin ófær og fjallvegir flestir á Aust- f jörðum. 1 gær var unnið að því að opna leiðir á láglendi fyrir austan, en ekkert átt við fjall- vegina að sinni. Viða hefur verið mikil aur- bleyta, og í gær var ákveðið að hækka öxulþungatakmarkanir á Norðurlandsveginum úr 5 tonn- um í 7, en um leið voru tak- markanir afnumdar á veginum í Borgames, á vegum um Snæ- fellsnes, svo og á veginum í Búðardal, ef farinn er svonefnd- ur Heydalsvegur, en 7 tonna öx- ulþunga-takmörkun er enn á Bröttubrekku. meistarans Boris Spassky og áskorandans, Roberts Fischers, færi fram í Reykjavík og hæfist hinn 2. júlí. 1 skeyti til skák- sambandanna tilkynnti dr. Euwe jafnframt að ef annar hvor skák- mannanna sætti sig ekki við þessi málalok, yrði sá hinn sami dæmdur frá keppni. Morgunblaðið ræddi í gær við Guðmund G. Þórarinsson, for- seta Skáksamlbands Tslands. Guð- mundur sagðist hafa rætit við dr. Euwe í gærmorgiun og þar hefði sér tekizt að fá einvíginu firestað til 2. júlí, en áður hefði verið ákveðið að það hæfist 22. júní. „Er það verulegur ávinningur fyrir okkur“, sagði Guðmundiur. Guðmundur G. Þórarinsson Sagði að hann hefði tjáð dr. Euwe, að Skáksamband íslands yrði að fá samþykki beggja keppenda sem allra fyrst og jafn- framt yrði að ganga frá samn- ingurn. Úrs-kurður dr. Euwe er þar með endanlegur og sætti annar hvor keppendanná sig ekki við hann, missir hann réttinn til að tefla. Guðmundur G. Þórarinsson sagði að vandinn væri sá, og menn yrðu að gefa því gaum, að ástæðumar fyrir því að upp úr Amsterdam-samkomuilagmu slitn aði, voru að Fischer hefði talið sig bera skarðan hlut frá fjár- málalegri hlið þeirra samninga. „Að mimu viti“, sagði Guðmund- ur, „igat Fisoher með því að rifta því samikomulaigi verið í þeirri hættu að verða dæmdur frá 'keppni. Nú er honum hins vegar gert að tefla á Islandi gegn verð- Framh. á bls. 31 1. maí Mikið fjölmenni tók þátt í 1. maí hátíðahöldunnm í Reykja vík, sem að þessu sinni voru helguð landhelgismáiinu. (Sjá nánar á bls. 3). Bílslys BÍLSLYS varð í Helgafellssveit á suiranudag. FólksbíM úr Ólafs- vík mieð 5 manins leniti á brúar- stólpa og slasaðiist einn farþeg- arana svo að flytja varð hann. í sjúikirahús í Stykkishólmii. Reynd- ist hann með fjögur rifbein brotim, og var fluttur til Reyikja- vikur í sjúkraflugvél í gær til frekari aðgeirðar. Samningar við samlags lækna langt komnir Viðræður við sjúkrahús- lækna ganga verr UM þessar mimdir standa yfir samningaviðræður við sjúkra- húslækna, sjúkrasamlagslækna og Læknaféiag Reykjavíkur um kaup og kjör Iækna. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytis- stjóra, munu viðræðumar við samlagsiækna og sérfræðinga Jack Jones og félagar koma hingað 10. maí UM miðja næstu viku koma hingað tii lands fulltrúar frá Al- þjóðasambandi flutningaverka- manna og samböndum flutninga- verkamanna í Bretiandi og Þýzkalandi. Mimu þeir eiga hér viðræður við forystumenn Sjó- mannasambands ísiands. Að sögn Jóns Siigurðssomar, forseta Sjómamnasaimbandsims, mumu erlendu fulltrúamir verða alils 5. Tveir þeirra, Charles Blyth, framkvæmdastjóri, og Sel- ander, fuMtrúi, eru frá Alþjóða- sambandimu, em frá brezka sam- bandinu koma þeir Jack Jones og Dave Shenton. Fulltrúi Þjóðverja verður Fritz Anneri, fram- kvsemdastjóri. Eriendu fulltrúamir koma til landsins 10. m»aí nk„ og munu næstu tvo daga eiga viðræðuir við íslenzku fulltrúana, en hailda síð- an utan að nýju 13. þ. m. Jón taildi líklegast, að í viðræðunum héir myndu erietndu full- trúarnir reyna að fá for- ystumenn Sjómannasambandsins meðmæílta sem lemigstu aðlög- unartímabili fyrir fiskiskip við- komandi þjóða til veiða innan landhelgismarkanna og að sam- bandið hér þrýsti á íslenzk stjórnvöld í því skyni. langt komnar, en í viðræðunum við sjúkralnislæknanna hefur ekki miðað eins vel í samkomu- iagsátt. Viðræðuaðilar hafa sam- þykkt að birta ekki kröfur né til- boð á þessu stigl. Samning&viðræðumar fam fram í tvennu iagi, annars vegar eru viðræður full- tirúa Sj úkrasamlagsins og Tirygg- ingastofnunarinnar við fuíMtirúa samlagslækna og Læknafélags- ins, en hins vegar viðræður full- trúa rikisspitalanna og borgar- innar við sjúkrahúsiækna. Fjár- málaráðuneytið hefur tilnefnt einn mann í hvora viðræðunefnd. PáM kvað viðræður þessar hafa verið iengi í gangi. Viðræð- wnar við sjúkrahúsilækna hófust fyrir alvöru í febrúar og við samilagsliækna og sérfræðinga í marz. Hamn kvað siíðasta samn- ingafund með hinum síðarnefndu hafa verið á fknmtudag sl. og sagðist gera sér góðar vonir um að þar hefði náðst samikomulags- igrundvölliur, sem báðir aðilar mundu igeta sætt sig við. Hins vegar hafa viðræðumar við sjúlkrahúslæknana gengið stirð- legar fyriæ sig, eiras og áður er getið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.