Morgunblaðið - 17.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐvIKUDAGUR 17. MAÍ 1972 Útgefandi hf. ÁrvaJcuC Rfeyflojavfk Fria'm'kvæmdastjóri Ha.ratdur Sveinsson. ■Riitsitjóirar M.atiihías Johannessem Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmk Gunnarsson. Rits-tj'órnarfull'tnúi Norb'jörn Guðmundsso-n. Fréttastjóri Björn Jóíhannsson. Auglýsingastjóri Ártvi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ó-100. Augíýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80. Áskriftargjal'd 225,00 kr á rnánuði innanlands 1 fausasöru 15,00 Ikr eintakið um og ráðherra hans, Einari Ágústssyni, er hún gagnrýndi þá tilhögun, að flugbrautar- lengingin á Keflavíkurflug- velli væri ekki boðin út held- ur samið við verktakafyrir- tæki, sem er sameign ríkisins, Sambandsins og íslenzkra iðnaðarmanna. Að svo miklu leyti sem íslendingar hafa um þetta að segja, er það á verksviði utanríkisráðherra og gagnrýni þingmanns kommúnista því beint að hon- um — og engum öðrum. Þar var vissulega slegið undir ÚLFÚÐ INNAN STJÓRN- ARFLOKKANNA úrelt fyrirbrigði, sem löngu er orðið tímabært að verði breytt. En aldrei þessu vant kom ýmislegt fróðlegt fram * í eldhúsdagsumræðunum í fyrrakvöld — ef vel var hlustað. Það kom nefnilega í ljós, að hver talsmaður stjórnarflokkanna á fætur öðrum notaði tækifærið til þess að beina spjótum sínum að samstarfsflokkum og sam- starfsmönnum í ríkisstjórn. Einn af ræðumönnum Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, Bjarni Guðnason, tók sér fyrir hendur, 11 mánuð- um eftir þingkosningar, að skýra kosningasigur flokks síns. Og hvers vegna? Ástæð- an kom glögglega fram í ræðu hans. Honum var mjög í mun að koma því á fram- færi, að Hannibal Valdi- marsson og persónulegt fylgi hans hefði eng- an þátt átt í kosningasigri samtakanna, hins vegar hefði það verið sameiningarmálið svonefnda og sú yfirlýsing samtakanna að þau ætluðu að ,hreinsa út“ í íslenzkum stjórnmálum! Þessi óbeina árás varaformanns SFV á formann SFV er til marks um það, að þessi samtök eru gjör- samlega klofin í tvennt og sáralitlar líkur á því, að hin- ir tveir stríðandi armar eigi samleið í næstu kosningum. Líklegra er, að Bjarni Guðna- son og hans lið hverfi heim til föðurhúsanna, þ.e. til kommúnista, en arftakar Hannibals fari til sinna heima haga, þ.e. til Alþýðuflokks- ins. Svava Jakobsdóttir gerði harða hríð að samstarfs- flokknum, Framsóknarflokkn belti, sem sýnir glöggt hvernig ástandið er í stjórn- arherbúðunum. Hjá talsmönnum ríkis- stjórnarinnar kom fram lítt dulbúin gagnrýni á fjármála- stjórn Halldórs E. Sigurðs- sonar. Hver ræðumaður á fætur öðrum úr stjórnar- flokkunum kom fram á sjón- arsviðið og varaði við þeirri miklu fjárfestingu, sem nú væri fyrirhuguð og þeirri verðbólguöldu, sem gengi yf- ir landið. Einn stjórnarþing- maður gekk í rauninni svo langt að halda því fram, að ef svo héldi fram, sem horfði, væri Viðreisnin afturgengin, verðbólgan mundi leggja rík- isstjórnina að velli og geng- islækkun óhjákvæmileg. Jafn vel hæstvirtur samgönguráð- herra lýsti því yfir, að ríkis- stjórnin væri á vafasamri braut með því að margfalda framkvæmdir. Bragð er að þá barnið finnur. Ágreiningur um landhelgis- málið virtist skjóta upp koll- inum í herbúðum stjórnar- sinna. Hannibal Valdimars- son talaði um nauðsyn þess, að ná einhverju bráðabirgða- samkomulagi. Lúðvík Jóseps- son talaði af mikilli fyrirlitn- ingu um bráðabirgðasamn- inga og taldi allt tal um vina- og viðskiptaþjóðir fánýtt hjal. Þannig bárust stjórnar- andstæðingar á banaspjót í umræðunum, þótt varlega væri í sakirnar farið, enda hefur ríkisstjórnin ekki enn haldið upp á eins árs afmæli sitt. En snemma beygist krók- urinn og úr því að svona er talað eftir tæplega árs sam- starf geta menn ímyndað sér, hvernig tónninn verður, þeg- ar lengra líður á kjörtímabil- ið. Ashkenazy — eða Valdimar Davíðsson? IT’inn fremsti tónlistarmaður ^ heims, Vladimir Ashken- azy, hefur óskað eftir því að gerast íslenzkur ríkisborgari. íslendingum hefur þótt vænt um, að ísland hefur orðið annað föðurland þessa snjalla listamanns og það er heiður og sómi fyrir íslenzku þjóð- ina að veita Ashkenazy ríkis- borgararétt. En ósk hans þar um, varpar ljósi á fáránlegan þátt í íslenzkri löggjöf. Sú krafa er gerð til þeirra, sem öðlast vilja íslenzkan ríkis- borgararétt, að þeir breyti nafni sínu. Þetta ákvæði hef- ur verið um langt árabil í ís- lenzkum lögum, þótt það jaðri við skerðingu á mann- réttindum. Eða eigum við nú að tala um Valdimar Davíðs- son, hinn heimsþekkta píanó- snilling, í stað Ashkenazys? Hér er tímabært að breyt- ing verði á eins og lagt er til í frumvarpi um íslenzk mannanöfn, sem liggur fyrir Alþingi. Enda hefur raunin orðið sú, að þetta ákvæði er meira og minna dauður bók- stafur. Flestir þeir, sem öðl- azt hafa íslenzkan ríkisborg- ararétt, nota aðeins hið ís- lenzka nafn á opinber skjöl, en ganga í daglegu tali undir því nafni, sem þeim var gefið í æsku. Sú mannréttindaskerðing, sem í raun og veru felst í þessu lagaákvæði, leiðir hins vegar hugann að föðurlandi Ashkenazys þar sem almenn mannréttindi eru fótum troð- in og það er vafalaust megin- ástæðan fyrir því, að hann hefur horfið þaðan á brott. En hann hefur líka borið hróður ættjarðar sinnar, Rússlands, um víða veröld og mun gera það um langa fram- tíð, þótt stjórnarvöld þar í landi hafi kunnað hónum litlar þakkir fyrir. íslending- ar hafa jafnan boðið Ashken- azy velkominn hingað til lands og þeir gera það ekki síður nú, þegar hann sýnir hug sinn í okkar garð með þessum hætti. George McGovern Einbeittur hugsjónamaður — Snjall áróðursmaður AFTUR og aftur 1 ræðum Ge- orge McGovern í kosningabar- áttunni um tilnefningu sem forsetaefni Demókrataflokks- ins kemur þessi frásögn: — Ég var sprengjuflu.gmaður^ í síðari heimsstyrjöldinni. Ég missti þar mjög marga vini mína. Einn þeirra var Sam Adams, loftsi.giingafræðingur inn í flugvélinni minni. Hann var sennilega nánasti vinur- inn, sem ég hef átt nokkru sinni. Þann dag, sem Sam Ad- ams dó, hét ég sjálfum mér, að ég myndi verja þeim tíma, sem ég ætti^ óiifaðan, í þágu friðariins. Ég ætla mér að halda þetta loforð, hvað svo sem það kann að kosta mig. Önnur persóna, sem oft þregður fyrir í ræðum Mc- Govems, er 11 ára gamali drengur, sem hann sá í sjón- varpsútsendingu um sult á ineðal hinna fátæku i auðug- asta ríki heims. Sjónvarps- fréttamaðuinn spurði dreng- inn, hvaða augum hann liti eigin aðstæður? — Ég skamm ast min, svaraði drengurinm. — Cvers vegna skammastu þín? spurði fréttamaðurinn. — Vegna þess að ég á ekki neina peninga. Viðbrögð McGoverns við þessu eru þannig: — Það er ekki þessi drengur, sem á að skammast sin, heldur þú og ég, sem getum eitthvað gert til þess að breyta þessu ástandi. JAFN HUMPHREY Persónuleg reynsla af þessu tagi mótar mjög kosningabar- áttu McGovems og þau tvö meginmálefni, sem hann legg ur áherzlu á, en það eru kraf an um frið í Víetnam og nýja utanrikisstefnu og nauðsyn á félaigslegum- og efnahagsieg- um endurbótum heima fyrir. McGovem varð fyrstur frambjóðendanna til þess að tilkynna opinberlega áform sín um að keppa að því að hljóta útnefningu Demókrata- flokksins sem forsetaefni. Lengi leit svo út sem hann yrði neðstur í röð þeirar fjög- urra tii fimm kunnustu stjórn málamanna, sem kepptu að sama marki. En McGovem hefur rutt úr vegi efasemd- um allra kosningasérfræðinga um, hvemig honum rnyAdi farnast og hefur nú að baki sér stórsigra í mörgum for- kosningum. Stendur hann þar Hubert Humphrey, fyrrum varaforseta og forsetaefni demókrata í kosningunum 1968, ekki að baki. Þrátt fyriir það að flestir þeirra, sem þekkingu nafa á forsetakosningunum i Banda- ríkjunum, séu enn þeirrar skoðunar, að McGovern myndi ekki geta sigrað Ric- hard Nixon, þorir naumast nokkur að spá því með vissu nú, að McGovern takist ekki að hljóta útnefningu sem for- setaefni á flokksþingi demó- krata i júlí. Það er eins og Bandaríkjamenn hafi skyndi- lega komið auga á, að Mc- Govern er einsamall búinn fjölmörgum hæfileikum, sem hinir helztu framámennirnir í Demókrataflokknum eru gæddir hver fyrir sig. Hann er talinn hafa sýnt skipulags- gáfu til jafns við Kennedy- bræðuma. Hann er enginn eft irbátur Humphreys í kosn- ingabaráttunni hvað dugnað snertir. Hann kemur fram af sama heiðarleika og Ed. Muskie og honum hefu.r tek- izt að safna unga fólkinu um sig ekki síður en Eugene Mc- Carthy gerði. PRESTSSONUR George McGovern fæddist fyrir tæpum 50 árum i iitlu 'landbúnaðarhéraði í Suður- Dakota. Faðir hans var metho distaprestur og fyrrverandi at vinnumaður i baiseball. Þar til fyrir nokkrum mánuðum var það á meðal mestu örð- ugleika McGoverns, að allir iitu á hann eins og „frelsaðan prestsson", sem alltaf segði satt og sem alltaf væri svo sjálfbyrgingslegur að hann þótti leiðimlegur. -Það er fyrst nú, sem hann er að sýna fram á, að hann býr einnig yfir þeirri járnhörðu einbeitni, sem gefur því sannleiksfest.u, er hann segir og gerir. Þegar McGovern hafði flog ið 35 sprengjuárásarferðir inn yfir Þýzkaland, Austur- ríki og Ítalíu og hafði hlotið mörg heiðursmerki fyriir frammistöðu sina í heimsstyrj öldinni, sneri hann í kyrrþey heim til Suður-Dakota, þar sem hann gerðist háskólakenn ari í sagnfræði. Þrátt fyrir það að þetta Miðvesturríki væri nær algjörlega repu- blikanskt, kom háskólakenn- arinn úngi á fót svo öflugu flokkskerfi demókrata, að honum tókst að ná kjöri til fulltrúadeildar Bandaríkja- þings sem fyrsti demókratinn í 22 ár. Síðan eru liðin 18 ár. Fyrir um það bil 10 árum fluttist hann upp í öldunga- deildima, þar sem hann hóf feriJ sinn með því að snúast gegn þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni í Víetnam. And- staðan við stríðið hefur siðan einkennt stjórnmálaferil Mc- Governs. FJÖLDAÁHRIF Þrátt fyrir það hve margir spáðu McGovern litlu gengi i upphafi, hefur honum tekizt að hafa fjöldaáhrif á almenn- ing í ríkara mæli en nokkrum öðruim frambjóðanda. Astæð- urnar fyrir þvi eru marigar. í fyrsta lagi var McGovern búinm að leggja það nákvæm- lega niður fyrir sér, hvernig hann hygðist ná til fólks. Hans skoðun er sú, að Demó- krataflokkurinn skiptist í stór an vinstri arm, minni hægri arm og enn minni miðarm. Með þetta í huga hóf McGov- ern kosningabaráttu sína í trássi við það, sem til þessa hefur verið talið grundvalilar skilningur á stjórnmálailífi Bandaríkjanna undanfarin ár, það er að flokkurinn skiptist í breiðan miðarm og einunigis minni háttar flokksarma til vinstri og hægri. í öðru lagi skipulagði Mc- Govern heilan her sjálfboða- George McGovcrn liða til þess að vinna fyrir siig í þeim fyíkjum, þar sem hann taldi sig eiga sigurvon- ir í forkosningum. Með þvi að lýsa þegar fyrir einu ári yfir ákvörðun sinni um að fara í framboð skírskotaði hann til þeirra, sem árið 1968 höfðu stutt þá Eugene Mc- Carthy og Robert Kennedy. Það er einkum þetta fólk, sem vinnur að kjöri McGov- erns nú. í þriðja lagi hefur McGov- ern verið heppinn. Fyrir að- eiins nokkrum mánuðum litu fæstir svo á, að Víetnamstríð ið myndi skipta máli í kosn- ingabaráttunni í ár. En sókn Norður-Víetnama og viðbrögð Nixoms forseta við henni hafa að minnsta kosti að sinni vald ið því, að styrjöldin er mieir í aviðsiljósinu en nokkru sinni fyrr. Með því ha-fa örvar McGoverns gegn styrjöldinni Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.