Morgunblaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1972 11 Björa Matthíasson; Er stefnubreyting í landbún- aðarmálum tímabær? 1 fyrri umræðum tnínum og annarra um Iandbúnaðarmál hefur ekki enn verið komið að þvi, hver hin eiginlega stefna í iandbúnaðarmál- um eigi að vera og hvaða breytingar væru æskilegar á núverandi stefnu. Langar mig til að setja fram nokkrar hug myndir á þessu sviði nú. Þó vil ég taka fram í upphafi, að engin skoðun í þessum mál- um er einhiít, og mættu and- mælendur mínir og aðr- ir gjarnan leggja hér orð í belg. Björn Matthíasson. Nf VKRAMM STFFTS’A I KANDBfjNAÐARMAKUM Ef leitað er vandlega að einhverri yfirlýsingu um, hver núverandi stefna i land búnaðarmátum sé, þá finnst hún mér vitandi ekki. Verð- ur þvi að reyna að ráða hana í aðalatriðum af aðgerð- um undanfarihna ára á land- búnaðarsviðínu. Ég held, að sanngjarnt sé að skilgreina stefnu undanfarinna ára í landbúnaðarmálum svo: 1. Stefnt er að því, að framleiðsla landbúnaðarins af nautgripa- og sauðfjáraf- urðum sé nægileg til að standa undir þörfum þjóðar- innar fyrir mjólkur- og kjöt- vörur, en auk þess sé stefnt að talsverðri framleiðslu þar umfram til útflutnings. ÞARFAFUIXNÆGINGAR- SJÍÓNARMIÐIÐ Hér á Iandi hefur inn- flutningur á mjólkur- og kjötvörum verið bannaður um árabil. Að nokkru er þetta réttlætt með þvi, að með slíkum matvælum geti borizt sjúkdómar til Iandsins, en ekki er þó sú ástæða sú veigamesta, þar sem aðr- ar þjóðir • gæta jafnmikils hreinlætis við framleiðsiu slíkra vara og við. Hin ástæð an fyrir innflutningsbanninu er mun veigameiri, en hún er sú, að stjórnvöld vilja vemda landbúnað fyrir sam- keppni erlendra landbúnað- arvara. Er það ekki að ófyr- írsynju. Ég hef reynt að bera sam- an verð á nokkrum helztu landbúnaðarafurðum hér- lendis og samsvarandi verð erlendis og er sá samanburð- ur í meðfylgjandi töflu. en það argentínska. Ég læt fyigja með verð á svínakjötí og fleski til almennra upp- lýsinga án samanburðar. Eftir að hafa kynnt sér þessar tölur, verður ekki um villzt, að innflutnings- bannið á landbúnaðarafurð- um er íslenzku þjóðinni mjög dýrt, þótt það komi ekki fram í krónum, sem hægt er að teija saman í ákveðnar upphæðir eins og heildarupp hæð styrkja til landbúnaðar- ins. Á þessari töflu sést, að við gætum vel fullnægt öll- um okkar þörfum á helztu landbúnaðarafurðum, sem þola flutning milli landa, með innflutningi, sem væri langtum ódýrari en innlend framleiðsla., Þá slyppum við við að greiða þúsundir millj- óna króna í niðurgreiðslur og fengjum þá ódýrari vöru ofan í kaupið. Sést bezt á þessu, hversu búnaðarafurðum að myndast með tímanum, sem uppfyltt yrði með innflutningi? Árið 1971 eyddum við um 900 millj. króna í fjárfestingu í land- búnáðinum. Er þetta ekki al- gjörlega vanhugsuð ráðstöf- un á verðmætum þjóðarinn- ar? Það skal skýrt tekið fram, að það verður engan veginn auðvelt að stöðva vöxt land búnaðarins, eins og hér er tal ið æskilegt. Nefna má, að mjólkurframleiðslan í dag gerir ekki betur suma mán- uði ársins en rétt að hafa undan eftirspurninni eftir nýmjólk. Meginhlutinn af unnum og geymanlegum mjólkurafurðum (smjöri, osti, kaseiini o. fl.) er uminimn að sumri til, þegar mjólkurfram leiðsla er meiri. Svo framar lega sem við viljum vera okkur sjálfum nóg um ný- mjólk, verðum við alltaf að reikna með árstíðabundinni offraimleiðslu á mjólk, sem heina verður til vinnslu. Hér Samanburðqr á lnnlendu og erlendu ver8i landbúnaðarafurða Cf Í3l. krónum á kg. á núverandi gengi) t S L A N D n A N M Ö R K NÝJA SJALAND AIlGENTlNA Qniðurgr. beildsölu— verð 1/9/72 Niðurgreiðsla 1/9/72 Meðalútflutn- ingsvorð, fob. Uppboðsberð í London Meðalútflutnings- verð, fob. SmjUr 401,20 224,70 1971: 105,02 l.ársfj.'72:127,89 1971: 91,07 l.ársfj.'72:123,96 Ootuj-, 45% 221,85 67,25 1971: 63,88 l.ársfj.'72: 73,71 Kindakjöt, 1. flokku* 174,74 71,54 1971: 67,93 I.ársfj.'72: 77,43 Nautakjöt, 1. ilokkur 180,60 1970: 97,15 1971: 78,01 Svínakjöt 1970: 93,24 Bacon 1970: 77,99 eimildir: IwtTtmtional Plnancial Statisties. Danmarka Landbrugaatatis-tik, 1970 og Statistiake Efterretninger, 9. maj, 1972. 2. Stefnt er að því, að auka framleiðslu landbúnað- arins eftir þvi sem neyzla innanlands vex. 3. Tekjur bænda skulu vera sambærilegar við tekjur annarra vinnandi stétta án fillits til afraksturs í land- búnaði í heild. Til að ná þessu markmiði, er verð Iandbúnaðarafurða til bænda háð opinberri ákvörðun svo- kallaðrar sexmannanefnd- ar, sem miðar verðlagningu varanna eingöngu við tekju- þarfir bænda en ekki mark- aðinn. Sé verðiag Iandbúnað arafurða syo i heild eða í einstökum atriðum of hátt, kemur til kasta ríkissjóðs að greiða það niður. Skulu þessi markmið nú rædd hvert um sig. Við samanburð þennan verður að hafa alls konar fyrirvara. Samanbu rð ur- inn nær ekki til sama tíma- punkts, en mér þótti rétt að taka núverandi verð hér- lendis, þar eð þau eru raun- hæfust fyrir umræður i dag. Þá ber að gæta, að eriend verð eru sýnd án flutnings- kostnaðar til Islands og ann ars kostnaðar, sem fylgir inn flutningi, svo sem helldsölu- álagningu. Þá eru erlend verð fyrir kinda- og nauta- kjöt meðalverð, en islenzka verðið nær til 1. flokks. Þau erlendu verð, sem hér eru sýnd, eru þau nýjustu, sem ég hef getað náð i, og eru valin frá þeim löndum, sem mikið gera af að flytja út við komandi landbúnaðarafurðir. Samanburður þessi gefur góða vísbendingu um samkeppnishæfni íslenzks landbúnaðar, þótt hann gefi ekki nákvæma mynd þar af. Taflan ber með sér, að smjörverðið hér á landi er þre- til fjórfalt hærra en erlent útflutningsverð. Sama er að segja um verð á osti miðað við sams konar dansk an ost. Þá er kindakjötið okk ar vel tvöfalt dýrara en ný- sjálenzkt kindakjöt til sölu í London fyrr á þessu ári. Nautakjötið er rétt tvöfalt dýrara en það danska og rúmlega tvðfalt dýrara haldlítil þau rök eru, sem andmælendur mínir leggja svo mikla áherzlu á, að verð- lagsniðurgreiðslurnar á land búnaðarafurðum séu styrkur til neytenda, sem bændum komi i sjálfu sér ekkert við. Það hlýtur að liggja Ijóst fyrir, að þegar verðmunur- inn á innlendum og erlend- um landbúnaðarafurðum er orðinn svona mikill sem hér segir, þá er það mjög óviturlegt að halda áfr£un þeirri stefnu, að ætla inn- lendum landbúnaði að sjá fyrir öllum þörfum lands manna á landbúnaðaraf- urðum. Ekki er þó þar með sagt, að við ættum tafarlaust að afnema núverandi inn flutningsbann með öllu, gera þar með landbúnaðinn ósam- keppnisfæran á heimamark- aði og segja þar með fjölda bænda upp störfum. Sliku vil ég alls ekki halda fram, eins og ég ræði síðar. VÖXTUR LANDBÚNAÐARINS Er ekki viturlegra, fyrst samkeppnisstöðu íslenzks landbúnaðar er svona kom- ið, að láta af þeirri stefnu að ætla honum að sjá lands- imönnum fyrir öllum þörfum þeitra á kjöti og mjólkurvör urn? Væri ekki nær að stöðva vöxt landbúnaSarins og lofa umírameftirspurn eftir land- er á ferðinni mál, sem þarft væri fyrir búnaðarsamtökin að athuga i þeim tilgangi að reyna að breyta árstíðasveifl unni í mjólkurfram- leiðslunni. Þar sem stefnubreyting sem sú, er hér hefur verið lýst, er vandasöm, yrði hún að fara fram að lokinni um- fangsmikilli opinberri athug- vm, enda engin lausn einhlít á þessum vanda. Hins vegar verður að teljast óverjandi, að stjórnvöld láti þetta mál reka á reiðanum ár eftir ár og haldi þeirri stefnu blint áfram að auka framleiðslu landbúnaðarins og róta I hann geysilegu fjármagni og staldra aldrei við og athuga, hvort nokkur skynsemi sé í þeirri stefnu. Með núverandi stefnu verður sífellt að auka framleiðslu landbúnað- arins með þvi að taka ailtaí verra og verra landrými í notkun, þ.e. ef gengið er út frá því, að bezta fáanlega landið til ræktunar sé í notk un nú. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur nóg um alla framtið um allar landbúnað- arafurðir, þá þýðir það, að landbúnaðurinn verður þjóð inni æ dýrari baggi með tim- anum. I síðari grein af þesstwn tveimur mun verða fjaBað um útflutning landbúnaðar- afurða og tekjur bænda. Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: þaá kemur alárel ueitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvera sem er, hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, simi 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.