Morgunblaðið - 21.10.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1972, Blaðsíða 19
19 MORGÖNBLAEHÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1972 Sætt og súrt Kveðjuræða sr. Jóns Thorarensens í Nessókn 1. október síðastliðinn Bæn: Upphef ég augu mín Alvaldi Guð til þin Náð þinni er ljúft að lýsa lofa þitt nafn og prisa. A*llt er að þakka þér það gott, sem hljótum vér Um allar aldaraðir eilífi ljóssins faðir. Amen. 18 s.e.tr. Sálmur 90. Náðin Drottins Jesú Krists sé með oss öllum. Drottinn, þú hef- ur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Þessi ógleymanlegu orð, úr 90. sálminum í Gamla Testament- inu sýna oss, hve heilagur andi Guðs hefur upplýst sál hins he- breska skáids, sem skrifaði þessar línur. Skáldið fann bak við alla hluti og alla atburða- rás lífsins eitthvert æðra vald, ósýnilegt æðra vald, seim hafði æðstan leik á borði. Og skáldið fann, að þetta vald stjórnaði ævisporum hans og föður hans og alllra forfeðra í báðum ætt- um. Þetta var heilög forsjón, sem ræður yfir lífi mannanna með vizku og kærleika, lið eft- ir lið, frá kyni til kyns. Og eft- ir þúsundir ára, frá þvi text- inn var skrifaður, þá er hann enn í dag nýr og dásamlegur fyrir hverja mannssál, sem lítur yfir líf sitt, dýrmætastur fyrir þá, sem orðið hafa fyrir mikilli lífsreynslu, bæði gleði og sorg. Þegar ég var 12 ára, dreymdi mig, að ég væri kominn heim á kirkjustaðinn i sveitinni, þar sem ég ólst upp. Þar bjó þá bróðir fóstra míns. Mér var sagt, að tveir menn úr Reykja- vik væru komniir og sætu iinini i stofu. Mér var sagt að fara inn og heilsa þeim. Þetta voru faðir minn og Jón Vídalín. Faðir minn gaf mér rnerki að heilsa fyrst biskupin-um. Biskup stóð þá upp og tók í hönd mína svo fast, að mig kenndi til og fór um leið með vers úr44. assiusálmi sr. Hallgríms: Láttu Guðs hönd þig leiða hér lifsregiu halt þá beztu blessuð hans orð, sem boðast þér i brjósti og .hjarta festu. Að versinu loknu hrökk ég upp. Draumurinn var talinn vis- bending um framtíðarstarf mitt. Ég varð svo prestur 27 ára og kosinn í Hruna i Árnessýslu lögmætri kosningu og sömuleið- is lögmætri kosningu í Stóra- Núpsprestakalli. í þessum prestaköllum var indælis fólk og á ég bjartar minningar það- an. Árið 1940, þann 15. desember, var ég kosinn hér í Nespresta- kalli, sem þá var nýstofnað. Sóknin var þá lítið brot af því, sem nú er. Við vorum 9 umsækj- endur og kjörsókn yfir 80%. Nú eru liðin 32 ár síðan, þó tæplega. Það var mikið lán fyrir mig að koma hingað. Sóknarfólkið hef- ur alla tíð verið mér ákaflega gott. 1 stórum sóknum eins og Nesisókn, sem er eiin stærsita á landinu, verður oft sam- band prestsins við hverja fjöl- skyldu ekki mikið og sízt við þær fjölskyldur, sem bætzt hafa við á síðustu árum, þegar sókn- in hefur stækkað geysimikið, en alltaf hef ég fundið mikla hlýju og tryggð til mín fyrr og síðar. Þetta hefur verið og er enn mik il gæfa mín og í alla staði ómet- anleg, og þetta vildi ég ekki missa. En eðlilega hefur sam- band mitt verið mest við þær fjölskyldur, sem ég nú hefi þekkt og starfað fyrir yfir 30 ár. Við hjónin bjuggum fyrst á Brávallagötu 10 í 80 m2 íbúð. Við vorum 6 í heimili en auk þess var eina stofan í ibúðinni notuð fyrir móttökustað fyrir söfnuðinn, og þar var gift og skírt og auk þess tekið á móti fólki til viðtals þar daglega milli 6—7 síðdegis. 1 þessum miklu þrengslum bjuggum við í 9 ár. Mikill fjöldi Reykvíkinga og manna úr fjarlægð var gift- ur á Brávallagötunni, og þótt þröngt væri, var fólk bæði ánægt og þakklátt, og gæfa og gengi hefur fylgt langflestum þeirra. Margir hafa sagt við mig: Ég gifti mig í litlu íbúð- inni þinni á Brávallagötunni. Það var gæfustaður fyrir okkur hjónin. Konan mín spilaði undir, en ég söng við giftingar og skírnir. Þetta starf hafði hún í 17 ár á heimili okkar, bæði á Brávalla- götu og svo á Ægissíðu. Hún tók aldirei eyri fyrir, auk þess sem hún varð alltaf að hafa heimili okkarr tilbúið hve- nær sem prestsverk voru gerð. Get ég sagt með góðri samvizku, að hún hafi unnið mikið og óeigingjarnt starf fyr- ir söfnuðinn, auk þess að vera formaður kvenfélagsins í 23 ár. Ég man eftir því á Ægissíðu einu sinni á jólum, að ég var að gifta. Það var rok og rigning. Ég byrjaði að gifta kl. 3 eftir messu. En svo fékkst enginn bíll eftir giftinguna, svo ég setti brúðhjónin og gesti þeirra, sem voru með þeim inn i borðstofu og fór að gifta næsta par. Þá var sama með bílana þar á eftir. Ég lét þessi brúðhjón inn til þeirra fyrstu brúðhjónanna, sem biðu. Þannig gifti ég þrenn brúðhjón, en þá loks fengúst bil ar og allt leystist. En þá var orðið þröngt á Ægissiðunni. Viðvíkjandi messunum er það að segja, að ekkert messupláss var til þá. Fyrst var messað í Mýrarhúisiaisikðla, Skildinga- nesskóla og í Skerjafjarðar- skóla. Staðir þessir voru afleit- ir nema í Mýrarhúsaskóla. Þar var alltaf gott að vera og skóla- stjórahjónin ágæt, og þar var ég settur í embætti mitt, sem ég er nú að kveðja. Einu sinni urðu söngkonurnar í Neskórnum að þvo allt gólfið i Skerjafjarðar- skólanum, áður en messa hófst vegna dansleiks, sem hafði stað ið þar fram á nótt. En söngkon- urnar voru duglegar eins og þær eru enn í dag. Loks fékk Nessöfnuður Háskólakapell- una til guðsþjónustustarfa. og vorum við þar allt til þess, að Neskirkja var vígð 14. apríl 1957. Samhliða prestsstörfum mín um skrifaði ég lítið fyrstu árin, helzt minningagreinar í blöð. Ég vildi reyna að nota frítíma minn til ritstarfa. En þessir frítímar reyndust bara sumarfríin og þau notaði ég til þess að skrifa. Á prestsárum mínum hér, hef ég skrifað tvær skáldsögur, eina ævisögu iítvegsbónda og fimm hefti af æviminningum, þjóðsög- Sr. Jón Thorarensen um og annálum. Handrit af einni bók á ég tilbúið til prentunar. Hef ég skrifað þetta á síðustu árum. Þetta eru nú lítil afköst á þessum langa tima mínum hér í sókn. En ég vil geta þess, að eftir 7 fyrstu árin hér í sókn, hafði ég alltaf mikið að gera. Sem dæmi um það, eru prests- bækur mínar orðnar 14, þar af 9 útfylltar, sem ég hef afhent Þjóðskjalasafni, og bið ég fólk að athuga það, ef það þarf vott- orð. Mest hef ég skírt rúmlega 300 börn á einu ári og gift um 170 brúðhjón. Ég hef verið láns- samur með það lengst ævinnar að hafa lítið af jarðarförum, en það hefur breytzt. Ég tel það lán fyrir hvern prest að vera lengi i sömu sókninni og bezt að vera alla ævi hjá sama fólki. 1 fyrsta lagi þarf mörg ár til þess að gróa saman við söfnuð- inn og í öðru lagi, verður kynn ingin alltaf betri með hverju ári, svo framarlega að fóiki geðjist að presti sínum. Á fyrri prests- árum mínum hér í Nes- sókn, flutti ég oft erindi á skemmtunum og mannamótum um þjóðleg fræði og þjóðhætti við sjávarsiðuna, enda stundaði ég sjómennsku á uppvaxtar- árum mínum. Ég man eftir ein- um vetri hér í Reykjavík, sem ég talaði mjög oft allan vetur- inn á slíkum mannamótum. Nú verð ég snöggvast að víkja að þvi súra, sem ég hefi orðið fyrir á þessum 32 prests- árum mínum hér: Vorið 1964 gerðist það, að mér fóru að berast nafnlaus og ódag sett niðbréf og rógsbréf, þar sem mér var meðal annars skip- að af mikilli heift að segja strax af mér, svo að nafngreindur maður í bréfinu fengi að njóta sín. Þetta bréf hef ég eins og fleiri. Fyrsta bréfið kom 18. júni 1964. Næsta bréf kom dag- inn eftir, þ. 19. júní. Það var miklu verra. Síðan hafa þau komið öðru hvoru, stund- um með löngurn millibilum alveg tii febr úarm á n a ðar 1972 og öll- verið svipuð. Þá skal þess get- ið, að kona mín fékk slíkt bréf 1969, sem átti að koma illu af stað við einn sóknarnefnd- armann. Hatur leysir engan vanda. Það eykur eymd og vandræði. Guðstrú og tilbeiðsla hreinsar hjartað og veitir sálarfrið. Þess vegna hefur kristin kirkja ætið predikað að tengjast Guði í bæn og trú og þakka honum. Ekkert forðar oss betur frá ógæfu nema Guðs boðskapur, sem hann op- inberar oss í Jesú Kristi og sín- um uppljómuðu spámönnum. Guð er alltaf að fyrirgefa oss. Ættum vér þá ekki að koma til móts við hann og sýna meðbræðrum vorum góðvild en ekki hatur. Sál vor er eilíf. Þess vegna er mest um vert að bíða ekki tjón á sálu sinni. Ef kær- leikur og góðvild væri oss efst í huga, en ekki hjartakuldi og dómsýki, myndi oss líða betur. Já, oss líður öllum betur, ef Jesús Kristur er leiðarljós vort. En nú er ég að fara, svo það tekur því ekki að beina fleiri skotum að mér. Nessöfnuður er nýbúinn að kjósa. Hann réð kosningunni, sem betur fór, en utansóknarfólk ekki. Jæja, þetta var nú eins og smá skúr, sem kom í ræðunni. Ég hverf nú inn í sólskinið aftur. Og Guði sé lof, að sólskinið hef- ur oft verið mikið hér i Nes- sókn, þótt eitthvað hafi blásið. 1 sókninni hefur alltaf verið friður yfirleitt, þegar til baka er litið, og fólkið stóð dásam- lega vel saman í þvi að koma upp þessari myndarlegu kirkju. Eini ágreiningurinn á öllum þessum árum, sem þó fljótlega jafnaðist, var sá, hvort byggja ætti bara kapelluna, litla hlið- arsal kirkjunnar eða byrja á kirkjunni allri og byggja hana, og það varð sem betur fór. Ég óska nýja prestinum, sem hér kemur i Nessókn heilla og blessunar í starfi. Ég vil minna á, að nýi presturinn verð- ur jafnrétthár prestinum, sem hér starfar, alveg eins og hann er jafnrétthár mér. Þetta eru gildandi reglur og fyrir- mæli kirkjustjórnarinnar. Þá vil ég minna söfnuðinn á það, að þið sóknarfólkið eigið kirkjuna og þið eruð rétthæst í sambandi við alla notkun hennar. Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Megi þetta himneska athvarf, þessi náð Drottins, hjálp og hand- leiðsla hvíla yfir ykkur, kæri söfnuður minn i nútíð og fram- tið og yfir öllu starfi prestanna hér í kirkju. Ég bið, að Guðs náð og bless- un og handleiðsla megi hvíla yf- ir öllum börnum, sem ég hefi skirt fyrr og síðar. Ég bið, að Guðs gæfa megi hvíla yfir öllum ungmenn- um, sem ég hefi fermt, svo þau megi verða foreldrum sínum og ættjörðinni til heilla. Ég bið þig himneski faðir um hjálp, styrk og handleiðslu fyr- ir öll hjón, sem ég hef vígt, að sólskin, eining og tillits- semi megi rikja í sambúð þeirra, svo að á heimilum þeirra megi rikja friður og farsæld og börn þeirra megi alast upp við yl hjartans og kærleika. Ég bið fyrir öllum heimilum i Nessókn, að þau megi verða björt og friðarheimili, þar sem hver meðlimur fjölskyldunn- ar sýnir öðrum ástúð, tillitssemi og hjálp í orði og verki. Ég bið fyrir öllu öldruðu fólki hér í sókninni, að það megi njóta heilsu og krafta, og að það njóti hjartahlýju frá ást vinum sínum og umhyggju því meir, sem aldur færist yfir. Ég bið fyrir þeim mörgu, sem ég hefi kvatt hinztu kveðju og látið mín blessunarorð fylgja með síðasta spöl þeirra hér í lífi. Og ég endurtek: Megi Guðs eilífa ljós upplýsa sálir þeirra og Guðs friður fylla hjörtu þeirra og Guðs almáttuga varð- veizla vera með þeim að eilífu. Ég bið Guð föður, að allar þessar fyrirbænir mínar, nái til allra nær og fjær, sem hafa not- að þjónustu mina og minnist ég í því sambandi fjölda Reykvík- inga um alla borgina, sem eru mitt tryggðafólk, og sömuleiðis sóknarbarna minna í Hruna- og Stóra-Núps prestaköllum. Ég hef reynt að gera mitt bezta í öllu starfi mínu hér í sókninni, en hafi ég misskilið, móðgað eða sært einhvern í sam bandi við störf min, bið ég hann fyrirgefningar, þvi það hef- ur ekki verið viljandi gert. Samband mitt við ykkur er að vísu ekki slitið, sem betur fer, en þar að kemur seinna, þvi það er Guðs lögmál, að menn komi og fari. Þá ber að minnast á starfs- fólkið: Ég þakka fyrrverandi sókn- arnefndarmönnum allt frá 1940. Ég þakka söngfólkinu langt og gott samstarf og vináttu, sem ég hefi notið frá mörgum meðlim- um kórsins og eðlilega minnist ég þeirra bezt, sem alla tið hafa verið með mér í starfi frá upp- hafi. Ég þakka Jóni Isleifssyni, söngstjóra þá tilsögn, sem hann veitti mér í raddbeitingu, þegar ég byrjaði prestsstörf hér. Ég minnist kvenfélagsins með miklu þakklæti, sem alla tíð hef ur verið svo dýrmætt fyrir þessa sókn. Ég minnist hins mikla starfs þess, gjafa þess til kirkjunnar, sem munu nú nema milljónum og hins mikla starfs þess fyrir okkur prestana bæði vor og haust. — Ég minnist bræðrafélagsins og þakka nú- verandi kirkjuverði Hans Lar- sen ágætt samstarf, ljúf- mennsku og lipurð og samvizku semi í öllum störfum. Sömuleið- is þakka ég fyrrverandi kirkju verði Hjálmari Gíslasyni og konu hans Margréti Guðmunds- dóttur fyrir ágæt störf. Ég þakka öllum velgjörða mönnum Neskirkju fyrr og síð- ar, öllum, sem hafa verið til heilla fyrir söfnuðinn og kirkj- una og mér til heilla í orði og verki. 1 þvi sambandi hef ég helga skyldu til þess að minn- ast Sigurjóns Péturssonar, for- stjóra í Ræsi, sem af lífi og sál vann fyrir þennan söfnuð og kirkjubygginguna og vildi allt til heilla og blessunar gera. Blessuð sé minning þessa tryggðavinar míns. Þá mun ég afhenda gjaldkera sóknarnefndar kr. 25.000,-, sem vinur minn einn utansóknar gal nýlega i þaikkairskyni til Nes- kirkju vegna fermingar dætra sinna, og líka í tilefni af því, að ég er hér að kveðja. Sömu- leiðis mun ég afhenda þau sam- skot og áheit til kirkjunnar, sem enn eru hjá mér. Nessóknarfólk! Meðal ykkar á ég marga elskulega vini, trygga vini og velgjörðarfólk. Ég þakka ykkur öllum af hjarta allt. Þið hafið gefið mér kærleika og tryggð og hjartahlýju. Það verður mín dýrmæta eign til dauða- dags. Guð blessi ykkur öll. Það er ekkert til i hjarta mínu ann- að en hjartans þakklæti til ykk ar allra. Ég mun alltaf biðja Guð að biessa ykkúr i bænum minum. Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Allt er að þakka þér það gott, sem hljótum vér, . um allar aldaraðir eilífi ljóssins faðir. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.