Morgunblaðið - 26.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBBR 1972 Ottgafandi hif Árv«5?u*'y R'dy?«iavfk PraTTíkvæmdastjóri Haratdur Svemaaon- Rftatfóí’ar Mattihías Johannasson, Ey»jóhfur Konráð Jónsson Aðstoðarritstjó'i Sityrmk Gumwsson. RrtstjÓrn'arfu-ll'Uúi horbíjöm Guðmundssofl Fráttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjón Árni Garðar Kriatínssofl. Rítstj'órn og aifgraiðsla Aðolstrseti 6, sfmi 10-100. Augfýsingar Aðaistreeti 6, aámi 22-4-60 Áskrrftargjafd 225,00 kr á Tnónuði innanlatKte f fausasötu 15,00 ikr eintakið T fyrradag kom Vigri, fyrsti nýsmíðaði skuttogarinn, til landsins. Með komu Vigra hefst fyrir alvöru skuttogara- öldin í sjávarútvegi okkar ís- lendinga og fer vel á því. Þeir ungu athafnamenn, sem eiga Vigra og systurskip hans, Ögra, sem kemur til heimahafnar innan tíðar, ruddu brautina í skuttogara- kaupunum. Þeir urðu fyrstir til að undirrita samninga um smíði skuttogara, fyrstu stóru togaranna, sem samið hafði verið um smíði á í meira en áratug. Kaupin á Ögurvíkurtog- urunum eru þeim mun á- nægjulegri vegna þess, að þau sýndu þá og nú, að einkaframtakið í togaraút- gerð líður ekki undir lok með þeim traustu og þrautreyndu togaraútgerðarmönnum eldri kynslóðarinnar, sem hafa við mikla erfiðleika haldið tog- araútgerð gangandi á íslandi á undanförnum áratugum við takmarkaðan skilning yfirvalda. ögurvíkurmenn sýndu, að í hópi yngri út- gerðarmanna eru til menn, sem þora að leggja aleigu sína í svo áhættusamt fyrir- tæki, sem togaraútgerð hefur jafnan verið á íslandi. Þeir urðu einnig fyrri til en op- inberir aðilar og bæjarút- gerðir, sem síðan hafa fylgt í kjölfar þeirra og fest kaup á stórum skuttogurum. En þótt koma Vigra sé ánægju- efni vegna þess, að hún boð- ar nýja öld í sjávarútvegi okkar og vegna þess, að hún er til marks um þrótt og kraft einkaframtaksins, er því ekki að leyna, að nú ríkir ekki lengur sú bjartsýni um afkomu þessara skipa, sem var að verulegu leyti for- senda fyrir hinum miklu skuttogarakaupum. Við komu Vigra sagði einn af eigendum hans, Gísli Her- mannson m. a.: „Til þess að þetta skip beri sig verða sjálfsagt að veiðast árlega um 8000 tonn af ufsa og karfa. Þegar við undirrituðum samninga um smíði togarans fyrir hálfu þriðja ári, var reiknað með að við slyppum með 55—60 milljón króna aflaverðmæti, en síðan hefur ástandið hríðversnað, út- gerðarkostnaður hefur auk- izt um 45% og afli minnkað. Afkomumöguleikar fyrir skip sem þetta,, eru nú sáralitlir sem engir.“ Aflamagn íslenzku togar- anna hefur stórminnkað á undanfömum misserum. Þar við bætist, að allur tilkostn- aður hefur margfaldazt vegna launahækkana og vax andi verðbólgu innanlands og utan. Af þessum sökum hefur afkoma togaranna ver- ið mjög slæm að undanförnu og ríkissjóður nýverið hlaup- ið undir bagga til þess að koma í veg fyrir stöðvun togaraflotans. En hér kemur einnig fleira til. Lúðvík Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra, hefur í blaða grein fyrir skömmu bent á það, að ein meginforsendan fyrir hinum miklu skuttogara kaupum íslendinga væri sú, að það tækist að takmarka mjög aflamagn erlendra tog- ara á íslandsmiðum, svo að fslenzkir togarar hefðu þar meira olnbogarými. En nú bendir enn ekkert til þess, að okkur muni takast að tak- marka veiðar brezkra og v- þýzkra togara hér við land. A.m.k. virðist sýnt, að það muni ekki gerast að óbreytt- um aðstæðum. Togarar þess- ara tveggja þjóða hafa virt 50 mílna fiskveiðimörkin að vettugi, haldið áfram að veiða eins og ekkert hafi í skorizt og ekki annað að sjá en þær veiðár hafi gengið nokkuð vel. Ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að tryggja yfirráð okkar yfir 50 mílna lögsögunni í raun. Yerði eng- in breyting á þessu á sama tíma og hinn nýi skuttogara- floti siglir til landsins og byrjar veiðar er ljóst, að sóknin í þorskstofnana mun ekki minnka heldur aukast þá er voðinn vís. Koma Vigra, fyrsta skut- togarans, til landsins, veldur því, að málefni togaraútgerð- arinnar komast nú í sviðs- ljósið. Það er eitt megin- verkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja, að erlendir tog- arar taki minni afla af ís- landsmiðum héðan í frá en hingað til. Nú bendir fátt til þess, að því marki verði náð með athöfnum varðskipanna og þá er að reyna samninga- leiðina til þrautar. En 'jafn- framt verður að krefjast þess, að ríkisstjórnin geri að öðru leyti ráðstafanir til þess að tryggja rekstrar- grundvöll þeirra nær 40 nýju skuttogara, sem koma til landsins á næstu mánuð- um og misserum. Ella stönd- um við íslendingar frammi fyrir stórfelldari vanda í sjáv arútvegi okkar en nokkru sinni fyrr, ef svo fer sem horfir, að hver einasti nýi skuttogari, sem til landsins kemur, verði rekinn með miklu tapi. SKUTTOGARAOLD GENGIN í GARÐ Eftir James Reston Washing’ton. — Viðræðumar um frið í Vietnaim eru að komast á alvar legt stig, og vera má að „bráðabirgða samkomulag" um frið hafi veríð tek- ið til athugunar, en ekki endanleg lausn. Ýmsir ráðamenn í Washington hafa vonað — og aðrir verið sannfærðir um — að stjórnin í Hanoi féllist á bráðabirgðasamkomulag fyrir kosn- ingarnar 7. nóvember í stað þess að eiga á hættu að Nixon forseti teldi sig hafa frjálsar hendur til þess að halda áfram loftárásum á Norður- Víetnam eða gera Suður-Víetnömum kleift að halda uppi loftárásum. 1 Washington hefur alltaf verið álitið, að til þess að ná „bráðabirgða samkomulagi", sem mundi takmarka svigrúm forsetans í lofthernaðinum, væri nauðsynlegt að semja alllöngu fyrir kosningarnar, en ekki á síð- ustu stundu; svo að forsetinn sæi sér einhvern pólitískan ávinning í því að semja um málamiðlun. Nú hefur ýmislegt rennt stoðum undir þessa hugmynd. í fyrstu leyni viðræðunum við Le Duc Tho í París fór mestailur tími Henry Kissingers í það að hlusta, en ekki á raunhæfar samningakröfur heldur á það sem bandarískir samningamenn kalla „þrefaldan hetjuóð" Hanoistjóm- arinnar — áróðursstef á sígiidu máli og oftast með nákvæmlega sama orða lagi. Reynslan var önnur á þeim fjór um fundum, sem Kissinger átti í Par- ís áður en hann fór til Saigon. Kommúnistar ræddu í staðinn um nokkur framkvæmdaatriði hugsan- Iegs bráðabirgðasamkomulags — þær tryggingar, sem stjórnin í Hanoi mundi veita fyrir þvi að engin fjölda morð yrðu framan í hefndarskyni á Suður-Víetnömum, að svokölluð þjóð areiningarstjórn yrði við völd i nokkur ár og kommúnistar hefðu þar ekki tögl og hagldir. Á hinn bóginn var rætt um það, hvaða tryggingar Hanoistjómin hefði fyrir þvi að komjmúnistum tækist að halda þvi landsvæði, sem er nú á þeirra valdi, að stjórnin í Washington mundi ekki kollvarpa stjórn kommúnista og leggja atvinnulíf í Norður-Víetnam í rúst og að stjórninni í Saigon yrðu ekki látnar í té sprengjuflugvélar til þess að framfylgja slíkri stefnu af eigin rammleik. Vafalaust þarf að ræða mörg önn- ur raunhæf mál — of mörg til þess að réttlæta vonir um endanlegan frið fyrir 7. nóvember — en aðalat- riðið er að tónninn í stefnu komm- únista hefur breytzt nógu mikið til þess að ástæða hefur þótt til þess að Kissinger og Abrams hershöfðingi færu aftur til Saigon. Samningaviðræðurnar þar hafa liklega verið einstakiega erfiðar, þvi að Saigonstjórnin hefur alltaf óttazt að að því kæmi að hagsmunir Nix- ons forseta og Thieus hershöfðingia rækjust á og að Nixon yrði reiðubú inn til þess að sætta sig við minna en Thieu heimtaði. Kissinger. Til dæmis þjónar það ekki hags- munum Thieus að losna við banda- riska flugherinn og gildir þá næst- um þvi einu hvernig aðstæður verða, en Nixon er ekki reiðubúinn til þess að láta hann halda kyrru fyrir um ófyrirsjáanlega framtíð. Thieu vill llka i það minnsta full yfirráð yfir hverri hæð og dal í Suð- ur-Víetnam, en Nixon mundi reyn- ast erfitt að fá stuðning til þess að hafna iausn, sem tryggði Saigon stjórninni yfirráð yfir öllum byggð- um svæðum. Hvernig yrði hon- um stætt á því að láta bandaríska flugherinn flæma skæruliða kommún ista frá öllum ökrum og þorpum. Þess vegna hafa Kissinger og Abr- ams greinilega haft margt að tala um við Thieu. Sérstaklega vegna þess, að þess sjást æ betur merki í Hanoi blöðunum að völd Vo Nguyen Giaps hershöfðingja og annarra for- mælenda „algers sigurs" hafa veikzt verulega vegna þess að páskasókn þeirra fór út um þúfur. Völd Giaps hafa meðal annars veikzt vegna þess, að tveir menn, íem sagt er að beiti sér fyrir þvi að viðreisnarstarf í norðri verði látið sitja í fyrirrúmi, hafa fengið sæti í stjórnmálaráðinu, sem er skipað 11 mönnuim — þeir Vam Tien Dun hers- höfðingi, forseti herráðsins, og Tran Quoc Hoan, öryggismálaráðherra stjórnarinnar — en þar að auki bend ir ýmislegt til þess, að úrvalshersveit um hafi verið skipað að koma sér fyrir í stöðvum, sem kommúnistar mundu reyna að halda af eðlilegum ástæðum eftir að vopnahlé kæmist á. Allt hlýtur þetta að valda Thieu meiri áhyggjum en Nixon eða Kiss- inger, því að < þótt eðlilegt sé að Thieu vilji alger yfirráð yfir öllu landsvæði sínu er það opinber skoð un í Washington að Thieu ætti að geta ráðið við hvers konar vopna- hlésbrot dreifðra skæruliða með rúmlega milljón manna her sínum jafnskjótt og hættunni á alvarlegri árás kommúnista á helztu borgir hef ur verið eytt með samningum. Þetta lýsir ef til vill of mikillí bjartsýni, og auðvitað verður að leysa mörg önnur og jafnvel erfiðari vandamál, svo sem framtíð Thieus, sem er meginvandinn, en nú er að minnsta kosti hreyfing í átt til raun- hæfra viðræðna um „bráðabirgða lausn“, og ýmislegt bendir tfl þess að hófsamari menn hafi meiri áhrtf en áður í Hanoi. 1 Washington vill enginn segja hvort jafnvel „bráðabirgðasamkomu- lag“ sé líklegt fyrir kosningarnar, en Kissinger útilokar það ekki. Eitt- hvað er að gerast samt sem áður, og það er greinilega meirá en kosninga áróður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.