Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1972 atriði. Hún tók höndina frá aug- unum og sagði: — Ég er hrœdd um . . . það er að segja, ég veit, Ueizlumntur Smurt bruuð og Snittur SÍLD S FISKUR að ég sagði honum, að við Cal heíðum komið að ykkur Pétri í faðmlögum, nokkrum mínútum áður en Fiora var skotin. Það var eins og skvett væri á hana úr vatnsfötu. Jenny greip andann á lofti. — Ég ætlaði ekki að gera það. Blanche neri þrútin augun einu sinni enn. Hann sagðist hafa yf- irheyrt Pétur og þig og Cal. Hann sagði, að ég yrði að reyna að muna allt, hversu lítilfjörlegt sem væri. Svo hélt hann áfram að stagast á því, að þú hefðir verið að ná í heita mjólk handa Fioru og hvers vegna við Cal hefðum yfirleitt farið fram i eld- hús. Ég sagðist hafa heyrt um- gang í stigamum — það hljóta að hafa verið þið Pétur. Hver sem skaut Fioru hlýtur að hafa komið upp bakdyrastigann og ég gæti ekki hafa heyrt til hans. Ég var óróleg og kallaði þvi á Cal. En þá . . . sagði Bkunche þreytulega, ... vildi Parenti Hringl eftir miðncetti M.G.EBERHART ekki láta sér þetta nægja. Hann virtist vita of mikið, og ég hélt, að eitthvert ykkar hefði sagt honum það. Art Furby sagði: — Sagt hon- um hvað? — Pétur og Jenny ... það er að segja ... — Þau komu að okkur Pétri í faðmlögum, sagði Jenny hrana- lega. — Nú en það gerir ykkur nú meira gagn en skaða, því að það gefur ykkur fjarverusönnun, skiljið þið, úr því að þetta var fáum mínútum áður en skotið reið af ... — Já, en þetta var ekkert ... Jenny þagnaði, þvi að í augum lögreglunnar gat þetta auðvitað verið mikilvægt. Kona i örmum fynrverandi eiginmanns og seinni konan myrt nokkrum mín útum seinna. — Gott og vel, sagði hún og gekk áleiðis til bókastofunnar, og henni var innanbrjósts eins og hún væri að fara á höggstokkinn. En hún liafði verið hjá Pétri þegar skotin heyrðust. Pétur vissi, að hún var ekki nema í nojkkurra feta fjarlægð frá hon- um. Blanche og Cal hlutu að hafa séð þau hlaupa upp stig- ann, eftir að skotið var. En hún þurfti að útskýra sitt- hvað og vissi ekki, hvar skýr- ingin ætti að vera. Hún flýtti sér svo mjög að koma þessu af, að hún barði ekki einu sinni á dymar í bókastofunni, heldur opnaði. Cal stóð á miðju gólfi, fölur og bálvondur. Pétur stóð við gluggann og sneri baki inn í stofuna, með báðar hendur krepptar í vösunum. Parenti sat í hnipri í djúpum hægimdastól. — Kom inn sagði hann við hana. Nú getið þér farið, hr. Vleedam — og hr. Calender. Pétur hreyfði sig ekki, en Cal sagði: — Ég ætla að vera hérna kyrr, ef yður er sama. í þýðingu Páls Skúlasonar. — Eruð þér lögfræðingur frú Vleedam? spurði Parenti og röddin var ofurlítið meinleg. Sjálfsagt hefur hann ekki bú- izt við neinu svari, enda kom það ekki. Cal kreppti hnefann, rétt eins og hann lamgaði til að berja Parenti, eða þá einhvem annan, en yrði að hætta við það. — Afsakaðu, Jenny, sagði hann snöggt, gekk siðan tU Péturs og snerti við handleggnum á hon- um. Pétur sneri sér við, leit á hana eins og viðutan og elti síð- an Oal út úr stofunni. — Fáið yður sæti, frú Vlee- dam, sagði Parenti. — Hvað get- velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Sundiðkim Magnúsar Kjaríanssonar og „Staksteinar“ IJngur íþróttakennari skrifar: „Fáskrúðsfirði, 14. des. 1972. Ágæti Velvakandi! Tilefni þessa bréfs er lestur undirritaðs á dálkum þeim sem bera nafnið „Staksteinar" í tílaði þinu. Eflaust hafa það verið mikil viðbrigði fyrir ykkur Morgun- blaðsmemn, þegar þið skyndi- lega þurftuð að fara að gagn- ryna allar gerðir ríkisstjómar i stað þess að syngja löfsöng um alla hluti, framkvæmda af fyrrverandi ríkisstjórn. Undirritaður er áskrifandi að Mbl. og hefur lesið það að staðaldri í nokkur ár og haft hina mestu skemmtun og ágæt- an fróðleik út úr þeim lestri. En nú þykir mér heldur vera farið að halla undan fæti, hvað snertir gæði. Eftir að hafa lesið „Stak- steina" undanfama mánuði get ég vart orða bundizt lengur. Þetta em leiðindaskrif og höf- undi sízt tíl sóma. Mig lamgar að nefna dæmi. Hingað tii hef- ur það þótt heilbrigt að stunda sund, en samt notaði „Stak- s>teina"-h'Hundur sundiðkanir Magnúsar Kjartanssonar sem tilefni til sérstakrar árásar á hann. Magnús Kjartansson lagði mjög lofsverðan skerf til sigurs Islendinga í Norrænu sundkeppninni og gaman væri að fá upplýst hvort höfundur „Staksteina“ hefur stáðið sig eins vel. Magnús Kjartansson er mjög umdeildur sem ráð- herra og ekki er ég sammála skoðunum hans i stjórnmálum. En í guðanna bænum látið einbalíf mannsins í friði. Gagn- rýnið störf hans sem ráðherra. Að lokum þetta: Ef greinar- höfundur sá, sem skrifar „Stak steina“ skammast sin ekki fyrir greinar sínar, hvers vegna eru þá aldrei upphafsstafir hans settir undir? Hver skrifar þess- ar greinar? Ungiir íþróttakennari á AiLsturlandi.“ • Ásatrú og marxismi Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Komdu sæll Velvakandi. Tveir iðulega ritandi menn, Ingjaldur Tómasson, í Velvak- anda, og Þorsteinn Jónsson, ungur rithöfundur ofan úr Borgarfirði, í Þjóðviljanum, hafa nú nærri samtímis ráðizt á ásatrúarmenn í skrifum sín- um, og er eftirtektairvert hvað aðferð þeirra beggja er lík. Annar segir, að ásatrúarmenn likist prestastefnu, og er þetta haft til lasts, en ég tel það held ur til lofs, þó að það sé ekki nema að litlu leyti rétt. Hinn segir, að ásatrúarmenn séu sams konar lýður og roarxistar, og er það ekki heldur rétt, því að hjá ásatrúarmönmum er þjóð ernishugsjónin í öndvegi. Mig furðar annars á því að sjá grein eins og þessa eftir Ingjald í Velvakanda 17. desember, því að ég hef stundum séð eftir hann greinar, sem mér hefur legið við að klippa út til að geyma. Ég hef séð hann vera að and rnæla röngum skoðunum á eðli íslendingasagna, eða taka und- ir með þeim sem slíbu hafe and mælt, og líkar mér alltaf vel, þegar ég heyri slíkar raddir. Þvi að það er fullvíst, að beztu Islendingasögur eru að miklum hlufca sannsögulegar. En hvað menntun í þeim efnum hefur farið hér aftur, má marka af þvi, að þegar ég var um daginn uppi í háskóla að tala um ása- trú fyrir nemendur í sagnfræði, þá kannaðist þar engiinn við Þorkel mána, sonarson Ingólfs landnámsm&nns og allsherjar- goða ásatrúarinnar um lanigt skeið. Ætti Ingjalduir Tómas- son að taka sér fyrir hendur að fræða heldur hina lærðu um sjálfan Þonkel mána og aðra öðlánga ásatrúarinnar, sem uppi voru á fyrstu öld landsbyggð- arinnar en að vera að ausa þá auri upp úr öðru eins heimild- arriti og helgis&gan um Svaða á Svaðastöðum og Arnór kerl- ingarnef er. Þorsteinn Guðjónsson." • Seðlabanki við Arnarhól Einar Magnússon, fyrrv. re.ktor skrifaj1: „Fyrir hálfu öðru ári eða svo var byrjað að slá upp stein- steypumótum fyrir húsi á horni Bankastrætis og Skólavörðu- stígs, og stóð horn hússins svo langt út í Bankastræti, að það byrgði fyrir útsýn upp Skóla- vörðustíg. '— Þótti vegfarend- um þetta slæm ráðstöfun bygg- ingaryfirvalda. Þá vakti Agnar Þórðarson rithöfundur opinbera athygli á þessu með simágreiin í d'álbuim Velvakanda og lagði til, að þessu yrði breytt til betri veg- ar. Er skemmst frá því að segja, að hornið var sniðið af húsinu, sem nú er mjög snoturt, og út- sýnið opið upp Skólavörðustíg, þar sem turn Hallgrimskirkju gnæfir við himin. — Hafi Agn- ar þökk fyrir tillögu sína, og borgaryfirvöld fyrir að fara eft ir henni. Nú fyrir fáum dögum birtist sú frétt í dagblöðum, að bygg- ingarniefind Reykjavíkur hefði samþykkt teikningu að fjögurra hæða húsi fyrir Seðlabankann á bílastæðinu við Arnarhól vestan Sænska frystihússins, og var birt mynd af líkani af húsi þessu og næsta umhverfi. • Skyggir á fagurt útsýni Mér er kunnugt, að einn mað ur í byggingarnefnd greiddi at- kvæði gegn þessu og lét bóka, að hann teldi, að þarna mætti alls ekki reisa neitt hús, vegna þess að það skyggði á hið fagra útsýni af Arnarhóli. Það var Einar Sveinsson, arkitekt, sem í hartnær fjóra áratugi hefur verið húsameistari Reykjavík- urborgar og hefur teiknað mörg hinna ágætustu stórhýsa borg- arinnar. Margir hygg ég, að séu sam- mála Einari, að þarna megi alls ekki reisa neitt hús, heldur eigi miklu fremur að rífa Sænska frystiliúsið, svo að opnaðist til fulls eitt hið dásamlegasta út- sýni, sem getur í nokkurri höf- uðborg Evrópu. Að reisa þarna hús, hvort heldur stórt eða lit- ið, er glaprasði, siem seinni kyn- slóðir gætu ekki fyrirgefið. • Þarna má ekki byggja Það getur vel verið, að Seðla bankann vanti húsnæði, en þarna má hann ekki byggja. Eiaihvem vegimn öðru visi verð- ur hann að leysa þann vanda. Ég vona það og trúi því, að þeir ágætu drengskaparmenn, sem að þeirri stofnun standa, hugleiði þetta og geri sér ljósa hina miklu ábyrgð sína gagn- vart nútíð og framitíð. Og sömuleiðis vona ég, að yf- irvöld Iieykj avíku rborgair und- ir forustu hins nýja unga borg- arstjóra taki mál þetta til nýrr- ar rækilegrar yfirvegunar til að varðveita og aajfca fegurð Reyfcjavíkur. Einar Magnússon, fyrrv. rektor.“ Sigrún Gísladóttir Sigfús Einarsson tónskáld Tónskáld af guðs náð. En það nafn á Sigfús Einarsson með réttu. Hann er frumlegt tónskáld. Nafn hans er tengt sögu íslenzkrar menningar í heilan mannsaldur. Með tónum sínum hefir hann sungið sig inn í hug og hjarta þessarar þjóðar og mun brautryðj- endastarf hans seint fyrnast. Páll fsólfsson. í bókinni eru 60 myndir af kórum, hljómsveitum og einstakling- um og hafa margir þeirra aldrei birzt á prenti áður. Bokautgdfa GuðjónsÓ — Hallveigarstíg 6o — Sími 14169 og 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.