Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1973 17 Ashkenazy Sinfóníu- tónleikar Vladimir Ashkenazy lætur ekki sitja við orðin tóm, þegar hann snýr sér að hljómsveitar- stjóm. Nú hefur áheyrendum Sinfóníuhljómsveitar Islands gefizt tækifæri til að fylgjast með því, hvernig hann tekur fyrstu sporin á þeirri braut með sífellt vaxandi vissu, og eftir tónleikana á fimmtudagskvöld er Ijóst, að hrífandi hljómsveit- arstjóri er kominn fram á sjón- arsviðið. Enga spádómsgáfu þarf til að fullyrða, að hann mun skipa flokk afburða stjórn enda, þegar snilligáfan og reynslan hefur öðlazt sambæri- lega tækni. Á efnisskránni voru tvö verk 2. píanókonsert Brahms og 5. sinfónía Tsjækovskýs. Einleik- ari í konsertinum var banda- ríski píanóleikarinn Misha Dichter. Leikur hans einkennd- ist af mikilli ljóðrænni breidd, óvenju hægum þunga i upphafi, líkt og yfirvegað tilhlaup upp í þann hraða, sem höfundur- inn gefur sem yfirskrift þáttar- ins. Sams konar yfirvegun ríkti og í hæga þættinum, Andante, sem nálgaðist Adagio. í hröðu þáttunum gaf hann sér lausan tauminn með óskeikulli fimi, lét engin smáatriði framhjá sér fara, mótaði þau i voldugri heildarmynd. Samleikur hljóm- sveitarinnar var og af fyllstu nærfærni, m.a. mátti þar heyra fágaðasta pianissimo, sem hér hefur lengi heyrzt. Tsjækovský sinfóníuna tók stjórnandinn sömu tökun- um, setti persónuleg fingraför sín á hverja hendingu. I hröð- ustu upphlaupunum fékk eng- inn að dragast aftur úr — eins og svo oft vill verða hér — á köflum hefði hann mátt minnast orða Richards Strauss „að æsa ekki upp blikkið". Svo mikla hrifningu vakti flutningurinn, að menn vildu fara að klappa í „generalpásunni" á eftir for- hljömnum í lokakaflanum! Lilla Teatern: Kyss sjalv Kabarettsýning: eftir ýmsa höfunda. Heimsókn þessa sama fyrir- tækis hér í sumar hlaut að hafa i för með sér mikla forvitni á að kynnast starfi þess á ný. í þetta sinn kom aðeins lítill hóp- ur, fjórar manneskjur og fluttu kabarett um samskipti kynj- anna. Hvað er hér átt við með orð- inu kabarett? Það merkir um það bil það sama og revía, nema hvað kabarettinn á sér þegar laniga hefð í ýmsum löndum, hefð, sem ekki hefur slitnað, en hérlendis hefur kabarettinn meira eða minna dagað uppi og er nú varla til. Höfuðhlutverk hans hefur ætíð verið pólitísk og almenn gagrirýni. 1 þetta sinn voru sem sé sam skipti milli kynjanna tekin fyr- ir og þar að lútandi hugsunar- háttur og viðhorf dregið sund- ur og saman í bitru háði, og einnig voru afhjúpaðar tragískar skuggahliðar, en það er ekki sízt hlutverk kabaretts ins. Hina málefnalegu hlið þessa máls ætla ég að láta liggja á milli hluta hér, um það mál er skrifað nóg á öðrum vettvangi og flest það, sem brotið var upp á í atriðum kabarettsins þegar kunnugt úr hinni nýju kven- frelsisbaráttu. Það hefur eitBhvað borið fyrir að einhverjum fyndist íslenzikt leikhús rnætti eit/thvað læra af vinnubrögðum og árangri Lilla Teatern. Þe.ssar hugmynd- ir eða óskir hafa verið teknar óstinnt upp af sumum aðstand- endum þessa sama leikhúss, sam anber ágæta grein eftir Þjóð- leikhússtjóra í leikskrá fyrir Sjö stelpur. Ég ætla ekki að fara að svara henni hér, en í sambandi við ofangreindan gestaleik langar mig til að minn ast á nokkur árangursatriði: leikarar Lilla teatem hreyfðu sig nú sem fyrr fullkomlega frjálslega og eðlilega á sviðinu, þeim leið þar öllum vel og and leg og líkamleg slökun þeirra var svo miki að tal þeirra var allt eðlilegt og þeir gátu meira að segja leyft sér að þegja og hugsa án þess að það yrði vand ræðalegt. Það vita ailir, sem eitthvað hafa komið nálægt leikhúsi að slikur árangur næst ekki nema með mikilli vinnu og markvissu átaki. Jafnvel það eitt að hafa gert sér grein fyrir nauðsyn þessa hlýtur að teljast spor í rétta átt. Vöntunih ber fyrir augu manns meira og minna í hverri leiksýningu. Það lýsir lítilli ást á leikhúsinu að þegja um það sem aflaga fer, þvi segi ég þetta hér. Þorvarður Helgason. Benedikt Gimnarsson í Norræna húsinu ÞAÐ ER nú orðinn nokkur tími síðan Benedikt Gunnarsson efndi síðast til sýningar á verk- um sínum, en það mun hafa verið 1968, ef undirritaður man rétt. Það hefur ætíð þótt sæta tiðindum, þegar Benedi’kt hefur komið fram með list sina. Þeir vinirnir, Eiríkur Smith og Bene- dikt Gunnarsson, komu fyrst fyrir almenningssjónir um líkt leyti og vöktu þegar verðskuld- aða eftirtekt. Nú hafa árin lið- ið og ýmislegt gerzt í heimi myndlistar á þessum tíma, sem glöggt má merkja á verkum þessara listamanna, eins og þau koma fyrir sjónir okkar i dag. Það er fróðlegt að athuga feril þessara listamanna síðustu tutt- ugu ár eða þar um bil og sjá, hvernig list þeirra beggja hefur þróazt nokkuð eftir sama far- vegi. Báðir voru þeir non-fígúra tífir málarar um árabil og mjög svo ólíkir í myndgerð sinni. Nú er eins og þeir séu báðir að að- hyllast meir og meir mynd mannsins í verkum sínum og gera það á jafn ólíkan hátt og þeir máluðu í óhlutkenndari stíl. Ég minnist á þetta atriði hér, végna þess hve dæmigert mér finnst þetta vera fyrir þann tíma, sem nú stendur yfir í mynd list hér á landi. Ekki skal ég leggja nokkurn dóm á, að þetta eða hitt í þessu tilfelli sé það eina rétta, það verður framtið- in að dæma um. En svona er listin, það eru tekin stökk í all- ar áttir og með því skapast líf- legar sveiflur, sem geta orsakað ýmislegt til góðs eða hins verra. En að baki þessum sveiflum má i allri góðri list finna undirtón, sem er eilífur í listum, en orð fá ekki tjáð. Ef til vill kemst maður næst þvi með að segja það tjáningu tilfinhinga hvers og eins. En ég efast um, að þessi útskýring nægi til að út- lista fyrirbærið. Það er skemmtilegt að koma í Norræna húsið og sjá þessa sýningu Benedikts Gunnarsson- ar. Þessi sýning er mikil að vöxtum, um það bil níutíu mynd ir, og þar kennir margra grasa. Ekki væri frómt frá sagt, ef öllu væri hælt á þessari sýningu Benedikts. Sannleikurinn er sá, að hér eru misjöfn verk á ferð, enda virðist eins og listamaður- inn standi í miklum átökum, sem ef til vill ekki er endanlega lokið á þessu stigi málsins. Það eru þarna listaverk, sem mér finnst einhver þau beztu, er ég hef séð eftir Benedikt, og á ég þar fyrst og fremst við þau verk, sem gerð eru í gráum mjúkum litatónum og minna stundum á suðræna mystík. Það er dálítið einkennilegt hvað Benedikt tekst langbezt upp, þegar hann eins og rennir sér yfir a-llt léreftið á léttan og áferðarfallegan hátt. Þá leiðir hann mann inn í hug- arheim, sem ef til vill er af allt öðrum tíma en þeim, er við nú lifum. Það verður yfir þeim verkum eitthvað dulrænt og seiðandi, sem nær tökum á manni og verkar eins og freyð- andi kampavín. Að undanförnu hefur Bene- dikt lagt stund á portrett mynd ir eða réttara sagt andlitsmynd- ir eins og þessi myndgerð er nefnd á Islandi. Þar finnst mér vanta mikið hjá Benedikt til að hægt sé að tala um þau verk í sömu andrá og það, er ég var að minnast á hér að ofan. Að vísu nær Benedikt góðum svip af fyrirmyndum sínum, en það nægir hvergi til að komast klakk laust frá þessari myndgerð. Portrett hefur frá fyrstu tið verið viðfangsefni málara, og það eru til þúsundir listaverka af því tagi frá öllum tímum í furðulegustu stílum. Andlits- myndir er flókið viðfangsefni, sem Benedikt Gunnarsson hefur ekki enn sem komið er náð sömu tökum á og sumri annarri mynd gerð, er hann hefur fengizt við. Benedikt Gunnarsson er einn af þeim eljumönnum, sem lagt hafa fyrir sig myndlist. Hann er alltaf að þreifa fyrir sér á nýjum brautum, og eins og all- ir sem þora að gera tilrauniren ekki hjakka í sama fari, verður hann að taka afleiðingunum, og hann er fylliiega maður til þess. Þessi sýning Benedikts er skemmtilegri, þegar hún er bet- ur skoðuð. Satt að segja var ég ekki vel ánægður, er ég sá sýn- inguna i fyrsta skipti, en við nánari athugun fannst mér koma ýmsir kostir í ljós, sem höfðu farið fyrir ofan garð og neðan við fyrstu sýn. Lkki skal ég þreyta lesendur með að telja upp, hvaða verk hafi fallið mér sérlega í geð og hver ekki. En það má til gamans tilfæra nokkur nöfn úr sýning- arskrá Benedikts, og það gefur sjálfsagt betri upplýsingar en margt annað. Myndir sinar nefnir Benedikt t.d. Eldsumbrot, Hraunglóð, Morgun í Mexikó, Nótt á fjöllum og Stríðslok. Svona mætti lengi telja, en ég læt þessi örfáu nöfn nægja. Ég er viss um, að margur hefur ánægju af að sjá þessi nýju verk Benedikts Gunnars- sonar. Það er hressilegur og skemmtilegur blær yfir sölunum í Norræna húsinu, en eins og margir aðrir, sem sýnt hafá þarna á undan honu-m fellur Benedikt fyrir því að hengja myndi-r í ganginn fyrir framan sýningarsalina. Þetta atriði, sem ég minnist alltaf á, vegna þess að mér finnst það algerlega út í bláinn að notfæra sér þetta pláss, þar sem það er gersam- lega ónothæft fyrir myndir. Húsið ætti jafnvel að banma þetta, ef sýnendur sjá ekki hve fáránlégt það er. Valtýr Pétursson, Mynd nr. 1: Eldsumbrot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.