Morgunblaðið - 16.07.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1973, Blaðsíða 1
16. JÚL.Í 1973. 8 SÍBUR ÁFRAM ÍSLAND!! — þau hvatningarhróp þurfa að hljóma kröftuglega á Laugardalsvellinum í kvöld í kvöld leika íslendingar landsleik við Austur-Þjóð- verja á Laugardalsvellinum. Það eitt er vitað um getu Austur-I»jóðverjanna fyrir- fram að þeir eiga mjög sterku iiði á að skipa, liði sem rneira að segja Englendingax segja að geti komið til með að verða í fremstu röð i heimsmeistara- keppninni í knattspymu 1974. í.ið Austur-Þjóð- verjanna lék nýlega \ið Finna og sigraði þá með yfir- bnrðum. sem kunnugt er gerðu Finnar svo skömmu siðar jafntefli við S\ia í lands- leik í knattspymu. fslendinga.r eiga þó ekki að ganga til leiksins við Austur-Þjóðverja í kvöid með neinni minnimáttar kennd. Við vitum það að við eigum nú óvenjulega góðu landsliði á að skipa — liði sem getur gert hina ólíkleg- ustu hluti, og veitt jafnvel hinum beztu liðum harða keppni. En lið okkar þarf á hvatn- ingu áhorfenda að halda. Hún getur skipt sköpum. Oft hefur verið um það talað að islenzkir áhorfendur láti of lítið til sin heyra og hjálpi heimaliðinu ekki nóg. Þetta þarf að afsanna í kvöld. Sam- stillt köll áhorfenda: ÁERAM ÍSLAND! þurfa að hljóma kröftuglega á Eaugardals- vellinum. I.andsliðsmennirnir eiga skilið að þeim sé hjálpað á þennan hátt, og auk þess geta hvatningarköll áhorf- enda skapaö mjög skemmti- lega stemmningu á leikvellin- um. Óbreytt lið f rá Svíaleiknum val landsliðsnefndar á iiðinu sem leikur við Þjóðverja í kvöld er eðlilegt, en ástæða er til breytinga í síðari leiknum LANDSLIÐSNEFNDIN í fenatt- spymu: Al'bert Guðmundsson og Hafsteinn Guðmundsson, völdu þann kostinn að tefla fram óbreyttu liði gegn Austur-t>jóð- verjunum' í kvöld, frá þvi sem var í laindsleifenum á móti Svi- þjóð á dögunum. Aðeins ein breyting var gerð á 16 manna bópnum — Teitur Þórðarson, lA kemur inn í hópinn í -stað Stein ars Jóhannssonar úr ÍBK. Liðið sem ieifeur gegn Þjóðverjunum í kvöid verður því þanniig skipað: Þorsteinn Ólaísson, iBK Ólafur Siiguirvinsson, iBV Ástráður Gunnarsson, ÍBK Einar Gunnarsson, ÍBK Guðnii Kjartansson, iBK Márteinn Geirsson, Eram GásQi Torfason, ÍBK Guðgeir Leifsson, Víkingd Ólafur Júlíusson, ÍBK Matthías Hallgrímsson, ÍA Ásgeir Sdigurvinsson, iBV Varamenn: Diðrife Óiiafsson, Ví'fcingi Friðfinnur Finnbogson, IBV Ásgeir Ellíasson, Fram Örn Óskarsson, IBV Teitur Þórðarson, lA EÐLILEGT VAL Með tiMi'ti til ágætæar frammd- stöðu islenzka landsliðsims i ieifen um gegn Svíum, sem tapaðiist að eins 1:0, verður að segjast að val iamdsliðsmefndarmamna nú er mjög eðlilegt. Allir leikmenn londsiiðsins stóðu sig vel i þeim leilk og þvi sjálfsagt að þeir fái tækifæri á móti Austur-Þjóðverj- umum. Hitt verkar eilítið undar- iega að sex af sextán manna hópi landsliðsnefndar voru meiddir er pressuleiikurinn fór fram á föstu dagskvöldið. Spurningin er því þessi: Hafa leikmenn þessir náð svona skjótum bata, eða er þeim teflt fram, þrátt fyrir sjúkleika? Að óreyndu er erfitt að trúa þvi að iandsíliðsnefndin tefli fram mönnum sem ganga ekki heilir tiD skó'gar, og ber að fagna því að leifcmenmnmir sfculi hafa náð sér eftir meiðsli sin á svo stutt- um tima. ER ÁSTÆÐA TIL BREYTINGA? Á fimmtudagskvöld ieika Is- iendingar annan leik við Austur- Þjóðverjana. Og án þess að nokk ur vitmeskja iiggi fyrir um írammistöðu isienzka liðsins i ieiknum i kvöld, sýnist manmi fuli ástæða tii þess að gera veru- legar og róttækar breytingar á liðnu í þeim leik. Eftir pressu- ieikinn á föstudagskvöldið ligg- ur það fyrir, svo ekki verður um villzt, að unnt er að tefla fram tveimur jafnsterkum liðum hér- iendis. Me'ra að segja var pressu liðið afgerandi betri aðilinn í leiknum við landsWðið, Fjarvera nokkurra landsiliðsmanna er emg- in afsökun né skýring á tapi landsfliðsins. Að fenginni reymslu er vitað, að Hafsteinn Guðmunds son er ekki líklegur till þess að gera breytingar á landsliðinu, hver svo sem útkoman verður í fyrr: leiknum. Hins vegar verð- ur þvi ekki trúað að óreyndu að Albert Guðmundsson hafi ekki kiark i sér til þess að róta tifl og 1 gpfa fleíiri leikmönnum tækifæri ! til þess að le'ka landsfleik. I — .r-iúiegiast væri að tefia Framhald á bls. 6. Skemmtileg hlaupaeinvígi — settu svip sinn á keppni meistaramótsins í frjálsum íþróttum — Ágætur árangur í flestum keppnisgreinum ÓVENJULEGA góður árangur náðist á fyrsta keppnisdegi Meistaramóts Islands í frjálsum iþróttum, á sunnudaginn. Eitt ís- landsmet var þá jafnað og nokk- nr meistaramótsmet slegin. Um jafna og skemmtlega keppni var að ræða í flestum greinum og fjölniargir keppendanna náðu sinu bezta. Veður til keppni var einnig með afbrigðum gott, varia bærðist hár á höfði og nokk uð hlýtt var í veðri. Greinilegt er að frjálsar íþrótt- ir eru nií aftur á uppleið hérlend is. Ungir og efnilegir iþrótta- menn eru að koma fram á sjón- arsviðið i hverri greininni af ann arri og það sem meira er — fleiri en einn í hverri grein. Það sem helzt hefur á skort hérlend- is á undanförnum árum, er jafn- ari keppni. Venjulega hafa á- kveðnir einstaklingar haft yfir- hurði í sínum greinum. Þannig er það reyndar enn í nokkrum greiimm, en sérstaklega í hlaupa greinunum — skemmtilegiistu keppnisgreinmn frjálsra íþrótta fyrir áhorfendur, er nú oftast um hörkukeppni að ræða. Tvær hlaupagreinanna buðu upp á sérstaklegia skemmtilegar viðureignir á su rmudagskvöldi ð. Það voru 800 metra hlaupið og 5000 metra hlaupið. 1 800 metra hlaupitnu bjósit maður við að Áigúst Ásgeirsson myndi vflnna nokkuð auðveldan siguir, þar sem Halldór Guðbjörnsson valdi frem ur að fara í 5000 metira hlaup- ið. En Ágúst þurfti að taka á öWu sínu til þess að sdigra. Það var félagi hans úr IR — Július Hjörteifsson, sem veitti homum það harða keppni, að ekki var séð fyrr en i markiinu hvor mynd: siigra. Báðir náðu góðum tíma 1:57,1 mím. og 1:57,2 mín., en þessi afrek þeirra félliu þó i skugga fyrir óvæntu afreki kornungs og óþekkts Borgflrð- irngs, Jóns Diðrikssonar, er varð í þriðja sœti í hlaupinu á sinum langbezta tima 1:58,6 mím. Þar er á ferðinmi hliauparaefni sem vert er að taka efitir. Þemnan pilt sikorti greini'liega reymslu á hlaupabrautinnd og hefði getað náð enn betri árangri. Vonandi tekur Jón hlaupa- iþróttina alvarlega og er þá nær öruggt að hann á eftir að ná verulega góðum árangri. 5000 metra hlaupið var hre'.mt einvígi nVlfli Halldbrs Guðbjörns- sonar og Siigfúsar Jónssonar. Þeir skáru sig fljóttega úr og héldu uppi góðum hraða í hlaup- inu. Halldór hafði forysituna fyrstu 3000 metraina, em þá tók Sigfús við og spretti úr spori í þeirri von að geta hrist Hall- dór af sér. Halldör gættii þess þó að sleppa Sigfúsi aldrei lamgt fram fyrir sig, og á emdasprett- inum var Halldór svo sterkari. Sigfús barðist hims vegar mjög vel og gaf lítið eftir. Allir hlaup- aramir stórbættu sinm bezta ár- angur, nema Halldór sem skorti nokkur sekúndubrot. Hreinm Halldórsson, HSS, náði sér mú loks verulega á strik í kúluvarpimu og náði síimum lang- bezta árangri í ár, með því að kasía 17,89 metra. Hreinn átti fleiri köst yfir 17 metra og hafði mikla yfirburði í keppndnni. 1 400 metra grimdahlaupi setti Stefán Hallgrlimsison, KR nýtt meistaramótsmet með því að hlaupa á 54,2 sek. Var hann því ekki langt frá met'mu sem 'ianm setti á Reykjavíkurleikjunium á dögunum. Framhald á bls. 7. Svo jöfn var baráttan 1 800 metra hlaupi meistaramótsins. Ág Júlíus er örlítið á eftir. Báðir Fiáóu þeir ágætimi árangri. ást kastar sér frarn og sigrar, en (Ijósm. Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.