Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1973 JHtfiQQmirfiiMfe Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrói Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands, I lausasðlu 18,00 kr. alnfakið. RÍKISSTJÓRNIN HEFUR ÞRENGT TEKJUÖFLUNAR- MÖGULEIKA SVEITARFÉLAGA egar löggjöf vinstri stjórn- arinnar um tekjustofna sveitarfélaga var sett á fyrri hluta árs 1972, var fullljóst, að hún myndi takmarka mjög tekjumöguleika sveitarfélag- anna. Talsmenn Reykjavíkur- borgar gerðu þá ítarlega grein fyrir því, hvernig þessi nýja löggjöf myndi þrengja hag borgarinnar og svigrúm til tekjuöflunar. Áður full- nýtti Reykjavíkurborg ekki tékjustofna sína; veittur var 6% afsláttur af útsvarsstiga og tekjuöflunarmöguleikar aðstöðugjalds voru nýttir um 65%. Þessar ónotuðu heimild- ir voru því eins konar vara- sjóður, er grípa mátti til, ef á þyrfti að halda. Nýju tekjustofnalögin höfðu það á hinn þóginn í för með sér, að Reykjavíkurborg ásamt öllum staerri sveitar- félögum landsins komst ekki hjá því að nýta alla tekju- stofna að fullu. Þannig reyndist óhjákvæmilegt að nýta þá heimild laganna að hækka álag á íbúðarhúsnæði og jarðir úr 0,50% í 0,75% og á aðrar fasteignir úr 1% í 1,5%. Útsvarsálagið var hækkað úr 10% í 11%. Hvort tveggja var gert með leyfi ráðherra. Samtals höfðu þessi aukaálög í för með sér tekju- auka á árinu 1972, sem nam 288,9 millj. kr. En á sama tíma fóru 282,5 millj. kr. til byggingaframkvæmda á veg- um borgarinnar. Af þessu sést, að allar byggingafram- kvæmdir Reykjavíkurborgar hefðu fallið niður árið 1972 eða samsvarandi framkvæmd ir í gatnagerð, ef þessar sér- stöku tekjur hefðu ekki ver- ið heimilaðar. Rétt er einnig í þessu sam- bandi að minna á, að útsvars- álagningin fór ekki fram úr fjárhagsáætlun á árinu 1972. Sést bezt á því, hversu brýnt það var að nýta álagningar- heimildina að fullu. Til sam- anburðar má benda á, að tekju- og eignarskattar rík- issjóðs fóru 932 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga árið 1972 eða um rúm 26%. Heild- artekjur Reykjavíkurborgar fóru hins vegar aðeins 4,2% fram úr áætlun eða um 93,2 millj. kr. Þessar litlu umframtekjur, sem aðeins námu 4,2% sam- anborið við 26% hjá ríkis- sjóði, gefa engan veginn til kynna, að ónauðsynlegt hafi verið að nýta álagningar- heimildirnar að fullu. Fast- eignagjöldin fóru 30 milljón- ir króna fram úr áætlun sam- kvæmt reikningnum, en hér er aðeins um bókfærða tölu að ræða. Enn eru óinnheimt- ar 65 milljónir króna og vegna ágreiningsefna um gjaldskyldu og gjaldstofna er alls óvíst, hversu mikið af þeim gjöldum innheimtist. Óvissar tekjur fóru 24 millj- ónir króna fram úr áætlun. Þar er aðallega um að ræða dráttarvexti af opinberum gjöldum, sem óvarlegt er að reikna með til frambúðar. Þriðji tekjustofninn, sem fór fram út áætlun, var gatnagerðargjöld og bensín- fé, en það eru tekjur, sem einvörðungu koma gatnagerð inni til góða. Þá samþykkti borgarstjórn að leggja til hliðar hluta af gatnagerðar- fé, sem lánað skyldi malbik- unarstöð til eins árs, en mal- bikunarstöðin er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki á eigin reikningi. Þessar staðreyndir sýna, svo að ekki verður um villzt, að bókfærðar umfram- tekjur borgarsjóðs hefðu alls ekki komið framkvæmdum ársins 1972 til góða, ef aðrar tekjur hefðu lækkað sam- svarandi. Talsmenn minnihlutans í borgarstjórn hafa í áróðri sín- um gegn stjórn borgarinnar haldið því fram, að framlag til svonefndra eignabreytinga hafi hækkað óeðlilega mikið. Þeir hafa haldið því fram, að eignabreytingaféð sé ein- göngu framkvæmdafé. Hér er eins og endranær farið með vísvitandi blekkingar. Stór hluti eignabreytingafjár fer til starfsemi, sem í eðli sínu er rekstur. Má þar t.d. nefna tap á strætisvögnum og Bæjaorútgerðinni. Á það má minna í þessu sambandi, að stjórnarflokkarnir hafa þverskallazt við að heimila hækkanir á fargjöldum stræt- isvagna í samræmi við auk- inn reksturskostnað, sem hlotizt hefur af verðþenslu- stefnu ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Dagblaðið Tíminn hefur í samræmi við rangfærslur borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins haldið því fram, að tekjur borgarsjóðs hafi verið svo miklar, að lagðar hafi verið til hliðar á árinu fjár- veitingar að upphæð 73,4 milljónir króna. Sannleikur- inn í málinu er sá, að geymslufé á ýmsum liðum jókst um 40 milljónir króna. Hér er m.a. um að ræða fjár- veitingar til leikhúsbygging- ar, sem safnað er saman frá ári til árs til þess að hafa tiltækt, þegar bygging leik- hússins hefst. Að öðru leyti er aukning geymslufjár aðal- lega fólgin í láni til malbik- unarstöðvar. Af þessu má glöggt sjá, að framkvæmdir borgarsjóðs hefðu að verulegu leyti fallið niður árið 1972, ef ekki hefði verið lagt aukaálag á útsvör og fasteignagjöld. Tekju- stofnalögin skertu mjög tekjuöflunarsvigrúm Reykja- víkurborgar. Niðurstöður árs- reikningsins fyrir 1972 sýna glöggt, að fyrri staðhæfingar borgaryfirvalda þar um voru á fullum rökum reistar. Hinar gífurlegu og auknu álögur á almenning hafa að mestu runnið í hít ríkissjóðS og raunar hvergi hrokkið til í fjárfestingar- og verð- þensluöidu ríkisstjórnarinn- ar. Á sama tíma hefur kost- ur sveitarfélaganna verið þrengdur. Útvarpsskákin ísland — Noregur SNEMMA á þessu ári fór norska rí'kisútvarpið þess á leit við hið íslenzka, að komið yrði á fót útvarpssikák á milli landanna og skyldi lesa leik- ina i útvarpi beggja land- anna. Buðu Norðmenn is- ienzka keppandanum til Nor- egs, til þess að heilsa upp á andstæðing sinn og aðra hlut- aðeigandi, útvarps- og blaða- menn. Islenzka rí'kisútvarpið tók boðin.u og fól Skáksam- bandi íslands að veij a ís- lenzka keppandann. Fyrir val- ijiu varð Gunnar Gunnarsson, skákmeistari, en af hálfu Norðmanna keppti skáikmeist- arinn Terje Wibe. Gunnar Gunnarsson hélt til Noregs og hóf keppnina þar þann 11. maí. Voru þá leiknir sjö leikir, þar af fimm í út- varpssal og voru þeir út- sikýrðir jafnharðan á frjáis- legan hátt. Þann 19. mai hófst svo skákin í útvarpi beggja landanna og var leik- inn einn leikur á dag unz skiáikinni lauk þann 22. júní. Skákin varð aðeins 23 leiikir, en hún var lengst af mjög spenmandi og ólíkt skernmti - legri en fyrri útvarpsskák ís- lendinga og Norðmanna, sem tefld var árið 1962. Þá tefldu þeir Ingi R. Jóhannsson og Svein Johannessen og fylgdu stoák, sem Fischer og Kortsnoj höfðu nýlega teflt fram í 35. leife. Lauk viðureigninni með sigri Inga. Stoák þeirra Wibe og Gunn- ars vakti mikla athygli í Nor- egi og birtust jafnharðan ítar- legar skýringar við hana í þarlend’Um blöðum. Hið sama verður því miður etoki sagt urn áhuga ís enzkra fjölmiðla. Rétt einstaka sinnum birtust stöðumyndir en annars var eins og blaðamenn hefðu ekki hugmynd um að keppnin átti sér stað. Hér á eftir birtist skákin með athugasemdum beggja keppenda og verða þeir aðgreindir með þvf að sétja upphafsstafi í sviga aft- an við hverja athugasemd. Rúmisins vegna verður þó að stytta athugaisemdirnar notok- uð. Athugasemdir Wibe eru fengnar úr nors’ku biaði. Hvítt: Terje Wibe. Svart: Gunnar Gunnarsson. Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. dt — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6! (Vogun vinmur, vogun tap- ar. Najdorf-afbrigðið ieiðir tii hvassrar baráttu, og þvi ekki að sipreyta sig, þegar maður hefur 24 tima til að hugsa hvem leiik (G.)). 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, (Svartur leikur öruggasta leitenum og útilokar e4-e5. Sovézki stórmeistarinn Pol- ugajevsky leikur gjarnan í þessari stöðu 7. — b5 og með 'góðum árangri, Eftir 8. e5 — dxe5, 9. fxe5 — Dc7, 10. exf6 — De5f, vinn- ur svartur manninn aftur. Afbrigði þetta er mjög tví- eggjað og er í dag talið fremur hagstætt hvítum. Þriðji möguleikinn er svo 7. — Db6, sem Fischer og ýmsir fleiri baráttuskák- menn beita -gjaman. Eins og flestuim mun hins vegar f fersfcu minni, fór Fischer þvíMkar hrakfarir i 11. ein- vígisskákinni gegn Spassky, að leikurinn hefur harla lítið aðdráttarafl um þess- ar mundir (G)). 8. Df3 — Dc7, 9. 0-0-0 — Rbd7, 10. Bd3 — b6!?, (Nýjung, sem fyrst og fremst miðar að því að útiloka áframhaldið sem Spassiky beitti í 15. einvígis- skákinni gegn Fischer. Fischer lék 10. — b5 og eftir 11. Hhel — Bb7, 12. Dg3! — 0-0-0, 13. Bxf6 — Rxf6, 14. Dxg7 haifði hvítur sæiu peði meira. Hugmynd Gunnars er sú, að þegar peðið stendur á b6 í stað b5 getur hann leikið 13. — Bxf6, en það gat Fischer ekki vegna 14. Bxb5! (W)). 11. Hhel — Bb7, (Svartur er nú albúinn að hrókfæra drottningarmegin og hefur engar áhyggjur af leiknum 12. Dg3, sem kom Fischer i opna skjöldu, þar sem peðið var á b5 í fyrr- nefndri steák. Hví'tur vendir hins vegar kvæði sinu í kross og fer „hina leið- ina“. (G)). 12. Rd5!? (Upphafsmaður þessarar skemmtilegu riddarafórnar er Júgóslavinn Velimirovic, sem hefur bryddað á ýms- um skemmtilegum nýjung- um í skáikbyrjunum að und- anförnu. Yfirleitt stendur svarta peðið á b5 í stað b6, en ég held að fómin bjóði siður en svo upp á minni möguleika í þessari stöðu. (W)). 12. — exdö, (Eini leikurinn. Eftir 12. — Rxd5, 13. exd5 — Bxg5, 14. Hxe6ý! — fxe6, 15. Rxe6 nær hvitur afgerandi yfir- burðum. Eftir 12. — Bxd5, 13. exd5 — Rxd5, 14. Dxd5! — exd5, 15. Hxe7ý — Kf8, 16. Bf5 — Hd8, 17. Be6 vinnur hvítur einnig. (W)). 13. Rf5 (Kemur í veg fyrir að svartur hrókfæri og hótar 14. exd5. 13. exd5 er ekki gott vegna 13. Kd8 (W). Kúbanski skátomeistarinn Jimenez beitti þessari fórn á móti Mecking á millli- svæðamótinu í Palrna 1970 og missti af vinningsleið eftir 13. — Bf8, 14. e5 —- dxe5, 15. fx<-5 — Rxe5, 16. Rxg7 —- Bxg7, 17. Bxf6! og hvítur hefur vinningsstöðu. (Þessi staða er að sjálf- sögðu með peðið á b5). (G)). 13. — Kf8, (Þessi leikur dugir vegna 16. leiks svarts. Annar möguleiki var 13. — h6, 14. Bh4 —Kf8. Þá er senni- lega bezt fyrir hvítan að leika 15. e5 — dxe5, 16. fxe5 — Rxe5, 17. Hxe5 — Dxeð, 18. Hel — Re4, 19. Rxe7 og hvítur hefur nægi- legt spil fyrir skiptamun- inn. (W)). 14. Dg3 (Rólegur en sterkur leikur, sem felur i sér ýmsar hót- anir, en þó fyrst og fremst e4-e5, Hvítur hefur fengið góða sóknarstöðu fyrir manninn og svartur verður að gæta sín mjög vel. (G)). 14. — óxe4, (Fyrst þegar ég fékk þenn- an leik sá ég hinn sterka 16. leite svarts. Ég rannsak- aði stöðuna nákvæmJega í marga daga og komst að þeirri niðurstöðu, að hvítur héldi áfram sterku frum- kvæði. (W)). 15. Bxe4 (Bezta úrræðið. Ef 15. Bh6 — Hg8!, 16. Bxg7 — Ke8!, og svartur sleppur. Ef 16. Rxg7 — Hxg7, 17. Dxg7 — Ke8, 18. Dh8 — Rf8, 19. Bxf8 — Kd7!, og svartur stendur betur. (G)). 15. —Bxe4, 16. Hxe4 — Dc5!, (Eftir því sem ég bezt fæ séð er þetta eini leitourinn, sem veitir svörtum nægi- lega vamarmöguleika. Eft- ir næsta leiik heldur þó hvítur góðum sóknarmögu- leikum. (W)). 17. Bxf6 (17. Blh6 strandar á 17. — Rxe4, 18. Dxg7ý — Ke8, 19. Dxh8ý — Bf8. 17. Dh3 — — Rxe4, 18. Bxe7ý — Ke@ gefur hv'ítum ekkert. (W). Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.