Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1973 Leiklistin skerpir athyglina — segir Sunna Borg leikkona Sunna Borg. „Eftir að hafa kynnst leik- listinni, og komizt í snertingu við list, tekur maður eftir hlut um, sem ekki vöktu neina at- hygli áður.“ Þetta sagði Sunna Borg leikkona. Eins og flesta íslendinga rekur minni tii, var Skálholt Kambans, sýnt í íslenzka sjónvarpinu jólin '71—‘72. Nokkrir ungir leik- arar fengu þá tækifæri til að spreyta sig og Sunna var í hlutverki Ragnheiðar Bryn- jólfsdóttur, og fékk hún göða dóma. Myndin var sýnd í sænska sjónvarpinu í vetur og vakti hún svo mikla at- hygli að það á að endursýna hana. Sunna lauk prófi frá leikslistarskóia Þjóðleikshúss ins árið 1970, en hún sagði þó ekki lokið við leiklistar- nám, heldur fór til Banda- ríkjanna í fyrrahaust og var þar við nám i tæpt eitt ár, en til þess hafði hún fengið styrk frá alþjóða rótarí klúbb. Blm. áttl stutt viðtal við Sunnu eigi alls fyrir löngu og hafði hún frá ýmsu að segja. „Ég fékk bakteriuna á Ak- ureyri árið 1966 er ég tók þátt í nokkrum sýningum með leik félaginu þar. Ég kom suður og ákvað að fara í leiklist- arskóla Þjóðleikhússins. Ég útskrífaðist þaðan árið 1970 og ári seinna rakst ég á auglýsingu frá menntamála- ráðuneytinu, þar sem auglýst ur var styrkur til leiklistar- náms i Georgiu í Bandaríkj- unum. 40 styrkir á ári eru veittir nemendum allsstaðar að úr heiminum en aðeins einn er veittur til leiklistamáms. Ég hugsaði með mér að það sakaði ekki að sækja um hann en datt raunar alls ekki í hug að ég myndi fá hann. En það gekk og ég fór utan í september í fyrra. Ég var mjög ánægð með skólann og alla kennslu, námið þar er mikið ýtarlegra á allan hátt, en hér heima og mákil áherzla er lögð á leiklistarsögu. Það er ekki ætlazt til að nemend- ur geri annað en stunda nám- ið og þeir geta verið í skól- anum frá ki. 9 á morgnana til kl 9 á kvöldin, ef þeim sýnist svo. Einniig lesa nem- endur mikið og eru vel að sér, erfitt er að reka þá á gat. Satt að segja lærði ég meira á þessu eina ári úti, en þrem ur hér í leiklistarskólanum. Svo er eitt mikilvægt atriði í sambandi við námið úti og það er að skólinn rekur sitt eigið leikhús og þar fá nem- endur tækifæri, til að sýna hvað þeir geta og ekki er gengið fram hjá neinum, þeg- ar skipað er í hlutverk. T. d. þegar valið var í aðalhlut- verk í leikritinu „Queen and the rebeles", voru eitt hundr- að nemendur prófaðir. Að prófinu loknu var mér til- kynnt að ég hefði verið val- in í hlutverkið. Satt að segja leizt mér ekkert á blikuna. Ég hafði fjórar vikur til að læra hlutverkið og ég sagði við leikstjórann að ég gæti þetta ekki, en hann sagði: „Þú passar bezt i hlutverkið og farðu bara að læra.“ Þetta var mjög máikið sem ég þurfti að læra utan að, og ég átti alltaf að vera inni á svið- inu og alltaf símalandi. Og ég byrjaði að fletta upp i orða bókum og læra utan að. 1 þess ar fjórar vikur var ég með allan hugann við hlutverkið og þuldi upp bæði í strætó og úti á götu og fólk starði á mig og hélt auðvitað að ég væri stórskrýtin. Ég hef aldrei þurft að eimbeita mér eins mikið að nokkrum hlut á æfi mi-nni. En bara ef sjálfs traustið og vidjinn eru fyrir hendi er allt hægt og ég lærði þetta og dómar voru mjög góðir i minn garð, og ég verð að segja að þetta er bezta reynsla mín hingað tii í lei'klistinni. Ég varð þá sann- færð um, að fyrst ég gat þetta á erleindri tungu, gæti ég það á móðurtnálimu mínu. Siðast var Macbeth eftir Shakesp- eare sett á svið, og aðalkennari minn, sem sjálfur lék Mac- beth, bað mig um að leika á móti sér Lady Macbeth. Það var mikill heiður fyrir mig, að hann skyldi velja mig í hlutverkið og ég lærði mikið af að starfa með honum". „Hvernig var prófum hátt- að í skólanum?" „Ég tók þrjú próf, eða eitt í lok hvers misseris. Við mátt um velja viðfangsefnin sjálf og í einu prófinu valdi ég Söru Bernhard. Ég varð að finna út hvernig hún hafði leikið og ég varð að hlusta á plötur, sem hún hafði leik- ið inn á og lesa allt sem ég gat fengið um hana. Eins og kunnugt er ferðaðist Sara um heiminn og hélt leiksýnimgar, og hún talaði alltaf frönsku, en hún lék svo vel, að allir skildu hvað hún var að túlka. Fyfir prófið sjálft valdi ég dauðasenuna úr Kamiliu- frúnni og ég ákvað að fara með hlutverk mitt á islenzku og það gekk mjög vel og all- ir virtust skilja hvað ég var að túlka. Mér gekk vel á prófunum og fékk alltaf A. Áður en ég fór frá Bandarikjunum fékk ég tiilboð frá ferðaleikhúsi, sem ferðast um öll Banda- ríkin og sýnir á himum ýmsu stöðum. En gallinn var sá, að samningurinm átti að vera til eims árs og það fannst mér of langur támi. „Myndir þú vilja setjast að í Bandaríkjunum?" „Nei, ég kýs helzt að vera hér heima. Anmars kunni ég vel við mig úti, eftir að ég hafði vanizt hraðanum og spennunni, sem er í kringum alla hluti þar.“ „Hefur þú áhuga á að koma fmm á íslenzku leiksviði í vetur?" „Já, ég vona að allt gangi vel hjá mér og ég fái hér heirna að sýna hvað í mér býr.“ ^^SKÁUNN Bílar of öllum gerSum til sýnis og sölu í glæsilegum sýningarskólo okkar 08 Suðurlondsbrout 2 (við Hallormúlo). Gerið góð bílokaup — Hogstæð greiðslukjör — Bíloskipti. Tökum vel með farno bíla í um- boðssölu. Innonhúss eðo uton .MEST ÚRVAL-MESTIR MÖGULEIKAR FORD BRONCO 1966 330 ÞÚS. — — 1967 370 ÞÚS. — - sport 1971 610 ÞÚS. — — 1971 600 ÞÚS. DODGE DART 1970 með vökvastýri. Fæst fyrir veðskuldabréf 3—5 ára. KH. KHISTJÁNSSON H.I. ÖMBOfllfl SUDURLAND^BRAUT 2 • ,SÍMI 3 53 00 VERKSMIÐJU ÚTSALA! Opin þriðjudaga kl. 2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. A UTSOIJUNNI: Flækjulopi Vefnaðarbútar Hespuiopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikíngar reynið nýju hraðbrautina upp i Mosfellssveit og verzlið á útsölunni. J3.ÁLAFOSS HF CCöMOSFELLSSVEIT Frá Mýrarhúsaskóla Innritun nýrra nemenda í barnaskólanum fer fram mánudaginn 27. ágúst kl. 10—12. Innritun í gagn- fræðaskólann verður sama dag kl. 17—19 og í 6 ára deildir kl. 14—16. Þriðjudaginn 4. september eiga 10—12 ára nemend- ur að mæta kl. 10 og 7— 9ára nemendur sama dag kl. 14. Nemendur gagnfræðaskólans eiga að mæta þriðjudaginn 18. september kl. 10. SKÓLASTJÓRI. Nauöungaruppboö Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð að Borgartúni 3, laugardaginn 25. ágúst n.k. kl. 13 30. Seldar verða ýmsar vélar og tæki til efnalaugar- og þvotta- hússrekstrar, svo sem þvottavélar, þurrhreinsunarvélar, tata- pressur, gufuketill, þvottavinda, þeytivinda, þurrkarar, flokk- unarhillur, gufuhreinsunarborð, innpökkunarborð, hreinsilögur, ritvél o.m.fl. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauöungaruppboð sem auglýst var í 3., 5. og 7. tölublaði Lögbirtingarblaðsins 1972 á Hafnarbraut 23 (bragga) talinni eign Þorsteins Svans Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. ágúst 1973 kl. 14. Bæjarfógetirm í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.