Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÖBKR 1973 7 Hér fer á eftir spil frá Evrópu- mótinu, sem fram fór nýlega í Belgíu. Irsku spilararnir vinna slemmu við bæði borð. Norður. S. — H. K-G-9-6-5-2 T. — L. A-D-G-8-6-4-2 Vestur S Á-K-D-7-5-3 H. 7 T. 9-8-7-4 L. 10-3 Austur S. G-8-6-4 H. 10-4 T. Á-K-D-G-6-5-3 L. — Suður S. 10-9-2 H. A-D-8-3 T. 10-2 L. K-9-7-5 Við annað borðið sátu Irsku spilararnir A-V og þar gengu sagnir þannig: A S V N 1 T P 1 s 2 T 4 S 5 H 5 S 6 H 6 S D Allir pass. Sagnhafi fékk alla slagina og 1310 fyrir spilið. Við hitt borðið sátu írsku spilararnir N—S og þar gengu sagnir þannig: A S V N 1 T P 1 S D 2S 3 H 4 S 6 H D p p p Sagnhafi fékk alla slagina og 1310 fyrir spilið. Irska sveitin fékk því samtals 2620 fyrir spilið og græddi 21 stig. PENNAVINIR f Island Asta Hólm Traustadóttir, Hjarðarholti 18, Akranesi. Hún er 11 ára og vill skrifast á við stúlku, 11-12 ára. Áhugamál hennar eru frimerkjasöfnun, sund, og margt fleira. ÁHEIT OG GJAFIR GJAFIR TIL BUSTAÐAKIRKJU Margar eru þær gjafir, sem Bústaðakirkju hafa borizt, bæði síðan hún var vígð fyrir tveimur árum, og ekki síður, meðan hún var í byggingu. Hefur vitanlega ekki verið hægt að geta allra þeirra fjölmörgu, sem þar hafa lagt sitt fram, bæði stórt og smátt, en þó verður hér getið gjafar, sem móttekin var núna um slðustu helgi. En Páll H. Pálsson, Máva- hlíð 47 og fjölskylda hans hafa fært kirkjunni stórt og vanda YAMAHA píanó, sem notað verður I Safnaðarheimili kirkjunnar. Er gefendum hér með þakkaður höfðingsskapur þeirra og hlýhugur til kirkjunnar og þeim blessunar beðið. Nýlega haf einnig borizt eftirtaldar gjafir: „Sóknarbarn" áheit 1.400.00 Elisabeth Okt 4.500.00 Gömul ekkja á Grund 500.00 Ágústa Magnúsd., áheit 500.00 Frú á Tómarsarhaga 2.000.00 Ólafur Þorsteinsson og frú 2.000.00 Guðmundur I. Ágústsson 5.000.00 Ö.H.Ó. áheit 300.00 J.G. 5.000.00 Bjarni Sigurðsson og fjsk.2.000.00 Einar Guðmundsson og frú 1.500.00 Dagmar Gunnlaugdóttir 2.000.00 Ástrós Sigurðardóttir 500.00 Sóknarbarn — áheit 1.000.00 Halldór Jóhannsson og frú 1.000.00 Bjarni Sigtryggsson 1.000.00 Tómas Gíslason og frú 2.000.00 Kristbjörg Sigurðardóttir 2.000.00 Þorbjörg Guðmundsdóttir 500.00 Ymsargjafir 2.200.00 Allar þessar gjafir eru hér með þakkaðar og gefendum beðið heilla. 1» DAGBÓK BAHWWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame 2. kafli — Þjóðvegurinn Þau litu við og sáu dálítinn rykstrók og dökkan blett í miðjunni, sem hreyfðist. Þetta nálgaðist með ótrúlegum hraða og út úr rykmekkin- um heyrðist „tukk-tukk“, eins og heyrðist stundum í dýrum, sem hafa meitt sig. Þau veittu þessu ekki frekari athygli, en ætluðu aðhalda áfram samræðun- um, þegar friðurinn var úti á einu augabragði, að því er virtist. Hávaðinn ætlaði þau hreint að æra og loftþrýstingurinn ætlaði þau um koll að keyra, svo þau forðuðu sér í ofboði niður í skurðinn við veg- brúnina. Snöggvast sáu þau bregða fyrir gullslegn- um rúðum og leðursætum og hin stórkostlega bif- reið, hraðskreið og fögur, með bílstjóra, sem ríghélt sér í stýrið, grein yfir lofti og láði eitt augnablik og fleygði síðan yfir þau þykku rykskýi. Á næsta auga- bragði voru bifreiðin, og sá, sem í henni sat, orðin að litlum depli úti við sjóndeildarhringinn, og loks heyrðist bara ógreinilegur hvinur í f jarska. Gráni gamli, sem hafði haft allan hugann við hestagirðinguna heima, þótt hann hefði tölt þarna eftir veginum, varð svo hvumsa við þessi ósköp, sem yfir dundu, að hann missti alla stjórn á sjálfum sér. Hann prjónaði og hann jós og hörfaði aftur á bak, þó að moldvarpan togaði af öllu afli í taumana og reyndi að höfða til skynsemi hans með ýmsum vel völdum orðum, en vagninn rann æ framar á skurðbarminn FRA MHA LÐSSflGA N við vegbrúnina. Snöggvast hékk hann á blábrúninni og svo heyrðist ógurlegur skruðningur og brak og brestir. Gulmálaði vagninn, stolt þeirra og gleði lá á hliðinni í skurðinum mölbrotinn. Rottan hoppaði hæð sína í loft upp af bræði. „Þorparar," öskraði hún og steytti hnefana. „Öku- níðingar . . . ég skal kæra ykkur . . . ég skal kæra ykkur fyrir hæstarétti.“ Heimþráin var alveg horfin úr huga hennar. Þessa stundina var það hún, sem hafði verið skipstjóri gulu freigátunnar, sem hafði hrakizt upp á grynningarnar undan ásókn og gopa- hætti keppinauta á hafinu. Og hún var að reyna að rifja upp gífuryrðin, sem hún var vön að beita við skipstjórana á gufuskipunum, þegar þeir sigldu skipum sínum of nálægt árbakkanum svo kjölsogið flæddi inn á gólfteppið hjá henni. Froskur sat flötum beinum úti á miðjum þjóð- veginum og starði stórum augum á eftir bifreiðinni. Hann var andstuttur og yfir andliti hans hvíldi einkennilegur ánægjusvipur. Með jöfnu millibili tautaði hann fyrir munni sér: „Tukk-tukk“. Moldvarpan átti fullt í fangi með að róa hestinn, en tókst það um síðir. Svo fór hún að athuga vagninn þar sem hann lá á hliðinni í skurðinum. Það var sorgleg sjón að sjá. Veggir og gluggar voru brotnir, öxullinn boginn, eitt hjólið dottið af, sardínudósir eins og hráviði út um allt og vesalings fuglinn i búrinu kjökrandi og veinandi og vildi komast út. Rottan kom moldvörpunni til hjálpar, en þó að þær neyttu báðar sinna ýtrustu krafta, gátu þær ekki reist vagninn við. „Froskur, froskur," kölluðu þær. „Komdu og hjálpaðu okkur.“ Froskur svaraði ekki einu orði og hreyfði sig ekki úr sæti sínu á miðjum veginum. Þær fóru því til að athuga, hvað væri að. Hann sat þarna eins og í sæluvímu með ljúft bros á vörum og einblindi á eftir farartækinu, sem hafði valdið öllum eyðileggingun- um. Með jöfnu milli bili heyrðist hann tauta: „Tukk- tukk“. DRATTHAGI BLYANTURINN SMÁFÓLK 1) Göðan daginn, Kalli. — Svaka maður, hvað þessi nótt er löng! 2) Það, sem ég þarf, er hressandi morgunmatur. H0U) ABOUTA STACKOF HOT CAKE5 WITH TU)0 FKIED £665, 5ÖME 5AU5A6E, 0RAN6E JUlCE AHP A 5LICE OF MELON ? 3) Hvernig væru fáeinir hamborgarar, tvö spælegg, pylsa, appelsfnusafi og melónusneið? 4) Ilvort viltu haframjöl eða kornflex? FERDINAND Ölafur Skúlason sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.