Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 19. OKTÖBER 1973 Samkomulag um ís- fisksölur til Vestur- Þýzkalands UNDANFARNA daga hafa fulltrúar v-þýzkra útgerðarfyrir- tækja og fiskkaupenda átt viðræð- ur f Reykjavík við fulltrúa fs- lenzkra fiskseljenda um ísfisk- sölur fslenzkra skipa á v-þýzkum markaði. Viðræðurnar voru f framhaldi af þeim óskum v-þýzku samninganefndarinnar f land- helgisviðræðunum f Bonn f ágúst- mánuði sl., að Islendingar sæju v-þýzkum markaði jafnan fyrir ákveðnu magni af ferskfiski, ef samkomulag næðist um takmörk- un veiða v-þýzkra togara við Island. Morgunblaðið hefur áreiðan- lega vitneskju um, að í gær hafi náðst samkomulag á viðræðu- fundinum um fsfisksölur, og verð- ur samninganefndunum í land- helgisviðræðunum milli íslend- inga og V-Þjóðverja í Reykjavík í næstu viku kynnt þetta samkomu- lag. I viðræðunum tóku þátt þrír fulltrúar v-þýzkra útgerðaraðila, tveir fulltrúar fiskkaupenda, áheyrnarfulltrúi frá ríkisstjórn- inni í V-Þýzkalandi og áheyrnar- fulltrúi frá v-þýzka sendiráðinu í Reykjavík. Af tslands hálfu tóku þátt í viðræðunum fulltrúar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sambands fsl. samvinnufélaga, Sambands ísl. fiskframleiðenda, Landssambandi ísl. útvegsmanna og Félagi ísl. botnvörpuskipaeig- enda. 400 tonna skut- togarar frá Póllandi? Um helgina eru væntanlegir hingað til lands forstjórar skipa- smfðastöðvarinnarí Póllandi,sem ýmist hafa afhent eða eru að ljúkavið smfði á sjö 800 tonna 600 millj. frá Alþjóða- bankanum Alþjóðabankinn tilkynnti f Washington f gær um sjö' milljón dollara lán til tslend- inga til hafnaframkvæmda f Þorlákshöfn, Grindavfk og Hornafirði vegna afleiðinga eldgossins f Heimaey fyrir útgerð Eyjabáta. Frá þessu láni hefur áður verið skýrt hér á landi. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er talinn verða um 940 milljónir fsl. króna, en lán bankans jafngildir nær 600 millj. fsl. kr. skuttogurum fyrir island. Pólverjarnir vilja nú selja fslendingum skuttogara eða af 400 tonna stærð, og hafa margir aðilar sýnt þessu máli áhuga. Umboðsaðili Pólverjanna á Is- landi er Vélasalan h.f. Sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gunnar Friðriksson, í samtali við Morgunblaðið í gær, að Pólverj- amir væru um þessar mundir að smfða 10 400 tonna skuttogara fyrir Frakka, en áður höfðu þeir smíðað stóra skuttogara fyrir þá, meðal annars af sömu gerð og Islendingar hafa keypt af þeim. Um verð togaranna er allt óákveðið, liggur það aðallega í því, að ekki er ákveðið fyrir hvaða veiðar þessir togarar verða búnir, en nú vilja margir hafa skuttogar- ana þannig búna að þeir geti einnig stundað nótaveiðar eins og t.d. loðnuveiðar Fyrstu skuttogarnir, sem Is- lendingar keyptu af Pólverjum voru Vigri og ögri. Hafa þau skip reynzt mjög vel og m.a. sett mett í sölum í Þýzkalandi. Búið er að sjósetja og skíra tvo aðra togara, Framhald á bls. 18 SUMUM kann að finnast námsbrautin upp í menntaskóla bæði löng og strembin og fullmikið á brattann að sækja. Þeim er því gefið það hollræði að taka sér hvíld við og við, eins og þessar yngismeyjar hafa gert, vafalaust þó af annarri ástæðu. (Ljósm. Ól. K. Mag.) Biörn Jónsson: Ólafur haldið vel á málum 1 útvarpsumræðunum í gærkvöldi fjölluðu ráðherr- arnir Björn Jónsson og Lúðvfk Jósepsson um þær viðræður, sem fram hafa farið um land- helgismálið milli Ólafs Jó- hannessonar og Heaths, til að reyna að ná bráðabirgðasam- komulagi. Björn Jónsson sagði: „Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra hef'ur I alla staði hald- ið mjög vel á málstað okk- ar f umgetnum viðræðum við hinn brezka starfsbróður sinn og þannig, að ef allt tal um lffsnauðsyn þjóðareiningar f landhelgismálinu á ekki að hljóma sem ómerkt hjal, hl jóta stjórnmálaf lokkarnir og þjóðin öll að skoða það sem skyldu sfna við samheldni hennar og hagsmuni að standa drengilega að baki honum og tilraunum hans til að fylgja eftir undanhaldi brezkra stjórnvalda. Allt annað væri nú háskaleg- Framhald á bls. 18 Hafnarfiörður; Hitaveitusamningur einróma samþykktur I fundi bæjarstjóra Hafnar- fjarðar f gærkvöldi var einróma samþykktur samningur sá, sem gerður hefur verið milli bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar og borgar- stjórnar Reykjavfkur um að Hita- veita Reykjavfkur annist lögn og sfðar rekstur hitaveitu f Hafnar- firði. Fulltrúar Alþýðurflokksins lögðu fram bókun um fyrirvara samþykkis síns, sem væri gert f trausti þess, að Hafnfirðingum yrði sfðar gefinn kostur á eignar- og stjórnaraðild að hitaveitunni, en f samningum er ekki gert ráð fyrir slfku. Spunnust úr þessari bókun Gunnar Thoroddsen í útvarpsumræðunum: Viðleitni Ölafs lofsverð snarpar deilur milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins. Sjálfstæðismenn sögðu að Alþýðufíokkurinn hefði ætfð unnið gegn lagningu hitaveitu til Hafnarf jarðar, en þessu mót- mæltu fulltrúar Alþýðuflokksins. I fundarlok var þó samningur- inn samþykktur, og lögðu allir bæjarfulltrúar áherzlu á ánægju sfna yfir, að eitt mesta hagsmuna- mál Hafnfirðinga væri komið f heila höfn. Skv. samningnum eiga framkvæmdir að hefjast nú strax og á að ljúka á árinu 1976. Kostnaður er áætlaður um 600 milljónir kr. Nánar verður sagt frá þessu máli f Mbl. á morgun. Gunnar Thoroddsen al- þingismaður var annar ræðumanna Sjálfstæðis- flokksins við útvarpsum- ræðurnar í gærkveldi, þegar stefnuræða forsætis- ráðherra var til umræðu. Sagði Gunnar m.a., að við- leitni forsætisráðherra til að reyna að ná bráða- birgðasamkomulagi í fisk- veiðideilunni við Breta væri lofsverð. Gunnar vék að stefnu sjálfstæðismanna um 200 mílna fiskveiðilögsögu og furðaði sig á því, hvers vegna aðrir flokkar virtust ekki vilja taka undir þá stefnu, þar sem þeir og m.a. forsætisráðherra í Gunnar Thoroddsen stefnuræðu sinni, hefðu lýst sig sammála um þessa stefnu efnislega. Þó væri þessu ekki þannig farið með Lúðvík Jósepsson. Hann vildi bíða með slíka útfærslu, þar til 200 mílna lögsaga væri viðurkennd sem alþjóðalög. Gunnar Thoroddsen vék í upp- hafi ræðu sinnar að því ástandi, sem nú ríkti innan ríkisstjórnar- innar vegan trúnaðarbrota Alþýðubandalagsins. Sagðist hann áður hafa látið í ljós efa- semdir um, að þessi stjórn næði þriggja ára aldri fremur en aðrar þriggja flokka stjórnir á Islandi. Nú hefðu einstæðir atburðir í íslenzkri stjórnmálasögu gerzt með framkomu ráðherra og mál- gagns Alþýðubandaiagsins í garð hæstvirts forsætisráðherra. Ef stjórnin sæti þessa atburði af sér yrði hún ekki söm og áður. Þar hlyti gagnkvæmt traust að hafa beðið alvarlegan hnekki. Gunnar Thoroddsen fjallaði ítarlega um það, hvernig þjóðinni væri hyggilegast að standa að út- færslu fiskveiðilandhelginnar út fyrir 50 milurnar. Rakti hann þróunina, sem orðið hefur á alþjóðavettvangi í þá átt, og benti á hina þýðingarmiklu hagsmuni, sem við íslendingar hefðum af því að fylgja þeirri þróun hið bráðasta. Ekki væru þó allir sam- mála um, hvernig að framtíðar- markmiðinu um 200 mílna lög- sögu skyldi unnið. I ljós hefði komið, að sjávarútvegsráð- herrann, Lúðvík Jósepsson, væri á allt öðru máli en Sjálfstæðis- flokkurinn í því efni. Vildi ráð- herrann ekki 200 mílna útfærslu, fyrr en búið yrði að leyfa það að breyttum alþjóðalögum. Þessi skoðun ráðherrans hefði komið fram í dagsljósið í viðtali, sem Þjóðviljinn átti við hann á árs afmæli 50 mílna útfærslunnar. 22,5% bensín- hækkun SAMNINGARNIR, sem ís- lendingar gerðu við Sovét- menn á dögunum, um kaup á olfu á árinu 1974, fela f sér um 22,5% hækkun á bensfnverði og um 14,2% hækkun á gas- olíuverði, miðað við óbreytt heimsmarkaðsverði. Stafar þetta af þvf, að afsláttur sá frá heimsmarkaðsverði, sem Rúss- ar veittu Islendingum í samn- ingum fyrir árið 1973, var felldur niður, en 1/2% álag Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.