Morgunblaðið - 21.11.1973, Page 13

Morgunblaðið - 21.11.1973, Page 13
MORGUNBLAÐÍÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973 13 Gott og vont við að gefa út bók — rœtt við Omar Þ. HaUdórzzon, Jiöfund ,,Hversdagsieiks” % Kynslóða- misrétti____ □ Fyrir skömmu var tilkynnt, að til stæði að koma á fót sér- slakri barnaofnisdeild við hljóðvarpið og var auglýst eftir forstöðumanni. Ekki var van- þörf á að taka fastari tökum undirbúning og framreiðslu á barnaefni hljciðvarpsins og á þessi deild fyllilega rétt á sér. En tilkoma hennar vekur þá spurningu, hvort ekki sé ætl- unin að koma á fót annarri deild til að undirbúa og annast efni fyrir ungt fólk, svona 13—25 ára? llingað til hefur yfirstjörn hljóðvarpsins, að því er virðist, talið nægja þessum aldursflokki popptónlist og meiri popptónlist og sennilega hugsað sisvona: Hérna er efni fyrir unga fólkið, I'í timi á dag. Ilugsa sér hvað við erum góðir við unga fólkið og hvað við leggjum á okkur að umbera — hálfan annan tíma popptón- listar á dagl Ekki skal dregið í efa mikil- vægi poppþáttanna, en er það virkilega mat yfirstjórnar hljóðvarpsins, að líf unga fólks- ins snúist eingöngu um popp- tónlist? Popptónlist er að vísu eina sameiginlega rödd unga fólks- ins og sem slfk afar mikilvæg. En unga fólkið gerir meira en að hlusta á popptónlist. Það stundar nám, er í atvinnulífinu, tekur þátt í félags- og tóm- stundastarfi og sækir margs konar skemmtanir. En hljóð- varpið hefur ennþá ekki frétt af því. Að vísu kemur það ein- stöku sinnum fram í fréttum, að unga fólkið sé til og hafi verið að fást við eitthvað annað en að hlusta á popptónlist —en líklega eru fréttirnar ekki sjaldnar neikvæðar en jákvæð- ar: fréttir af afbrotum og óæskilegri hegðan. A fréttastofu hljóðvarpsins vinna a.m.k. tíu fréttamenn, en enginn þeirra hefur sérþekk- ingu á Iífi og starfi unga fólks- ins í þjóðfélaginu. Ilins vegar vita fréttamennirnir margt um atvinnu- og stjórnmál og einn a.m.k. hefur sérsviðið íþróttir. Við aðra dagskrárgerð en fréttir vinna fleiri en tíu manns, en enginn þeirra hefur sérþekkingu á lífi og starfi unga fölksins I þjóðfélaginu. En það er hins vegar rekin sér- stök leiklistardeild og einnig sérstök tónlistardeild. Við þá deild starfa hámenntaðir menn á sviði sígildrar tónlistar, en enginn, sem hefur sérþekkingu á popptónlist. Eina sameigin- lega rödd unga fólksins — popptónlistin — á sér engan sérfróðan fulltrúa í föstu starfi hjá hljóðvarpinu, sem á þó að heita hljóðvarp allrar þjóð- arinnar. Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Svipaða sögu er að segja um sjónvarpið — þar er ekki reynt að sýna aðra hlið á unga fólkinu en popptönlistaráhugann. Enginn þeirra manna, sem vinna að gerð frétta-, fræðslu-, lista- eða skemmtiefnis, getur talizt sérfróður um líf og starf unga fölksins. Þó eru þar tveir eða þrír, sem vita talsvert í sinn haus á þessu sviði, hafa nýlega verið ungir. En yfirstjórn sjón- varpsins gefur þeim harla lítil tækifæri í starfinu til að nota þá þekkingu eða halda henni við, hvað þá að auka hana. Starf þessara manna er fyrst og • fremst að framleiða efni fjrir eldri kjmslóðina eða börn — og svo nokkra poppþætti. Er ekki kominn timi til að bre.vta þessu? Og ekki eru blöðin skárri, hvað efnisval snertir, enda þótt þau hafi öll einn eða fleiri blaðamenn úr hópi unga fólks- ins í föstu starfi. Þessir ungu blaðamenn eru fyrst og fremst látnir fjalla um efni fyrir og um eldra fólkið, en málefnum unga fólksins mega þeir allra náðar- samlegast sinna í hjáverkum. Ekkert blaðanna hefur ráðið blaðamann til þess starfa ein- göngu að skrifa um og fyrir ungt fólk. — Og þegar ungu blaðamennirnir fá tíma og tækifæri til að skrifa um og f.vrir ungt fólk, er fyrst og fremst lögð áherzla á popptón- listarefni, enda þótt það efni komi mun verr út í blöðum en hljöðvarpi og sjönvarpi, eðlis síns vegna. Er ekki kominn tfmi til að breyta þessu? Morgunblaðið er í raun engu skárra hinum blöðunum á þessu sviði, bæði hvað fastan síðufjölda snertir og upplag. En Slagsíðan er þó spor í rétta átt, eða sú er a.m.k. skoðun okkar, sem að henni vinnum. Æskilegast væri og í raun og veru nauðsynlegt, að stðan yrði fastur liður í blaðinu, ekki tvisvar í viku. eins og nú er, heldur daglega. Ilún þarf að fjalla um margvfslega þætti í lífi og starfi unga fólksins. að ógleymdri popptónlistinni, sameiginlegri rödd unga fólks- ins. Síðan þyrfti að geta orðið eins konar annáll um unga fólkið, þannig að þjóð- hátta- og sagnfræðingarnir geti árið 2073 fíett upp í gömlum árgöngum Morgunblaðsins og sagt: Svona var unga kynslóðin nitjánhundruðsjötiuogeitthvað. Þessi voru einkenni hennar, þetta gerði hún, svona hugsaði hún og svona lifði hún. Það er kominn tími til að gera þessa brejdingu. -sh. „ÉG verð nú að segja eins og er, að ég er eiginlega litt hrifinn af þessari bók. Hún er skrifuð fyrir 4 érum, og maður er yfirleitt ekki allt of ánægður með það, sem maður skrifar, þegar maður er 1 5 ára. Ég átti ákaflega slæm sam- skipti við forlagið. þvi að bókin kemur út núna án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við mig. Þeir ætluðu upphaflega að gefa hana út fyrir tveimur árum. Og þvi var lofað, að ég fengi að ráða eins miklu varðandi frágang og útgáfu bókarinnar og unnt væri. Þetta var svikið. Það hefði verið betra að fá engin loforð en loforð. sem ekki er staðið við. Forlagið sveik bæði munnlega og skriflega samn- inga við mig, og það er ég auðvit- að ekki ánægður með. Útgáfa bókarinnar nú er mér því nokkuð fjarlæg." Ómar Þ Halldórzzon er einn hinna ungu rithöfunda, sem senda frá sér bók nú i haust Bókin, sem hann sendir svona heldur kaldar kveðjur, er skáldsagan „Hversdags- leikur', sem ísafoldarprentsmiðja gefur út Slagsíðan spurði Ómar, hvort hann væri þá ekki hræddur við. að ummæli hans hér að ofan kynnu að valda þvi, að forlagið vildi ekki gefa fleira út eftir hann. „Ja. þeir sögðu mér nú, að þeir reiknuðu með, að tapið af útgáfu þessarar bókar yrði svo mikið. að ekki myndi borga sig að gefa út aðra eftír mig Svo ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Svo var þetta gefið út með mjög slæm- um kjorum Fyrstu bækur eru að visu ekki almennt vel borgaðar. en þó hef ég haft spurnir af þvi, að annað forlag i Reykjavik bjóði alit að helmingi betri kjör en þetta ’ Áhrif utan frá. Ekki vildi Ómar þó afneita skáldsögunni „Nei, mér þótti bókin góð, þegar ég var 15 ára En ég er ekki ánægður með hana núna Ég hugsa, að það hafi háð mér, að þegar ég skrifaði „Hversdagsleik" var ég á þeim aldri, þegar fólk lætur alls konar utanað- komandi hluti hafa of mikil áhrif á sig Þanmg getur einn kafli verið skrifaður í tilteknum stil, en í næsta kafla kveður svo við allt annan tón Ég veit ekki. hvort þetta er rétt hjá mér, en vinnubrögðin við að skrifa þessa bók voru heldur óljós Ég ákvað bara að skrifa bók. en hafði varla nokkra hugmynd um, hvað ætti að vera í henni Ég settist niður og skrifaði það sem mér datt i hug Sagan þróaðist þannig smám saman, og það var ekki fyrr en i henni miðri, að ég punktaði hjá mér endinn. Nýju vinnubrögðin. Annars set ég allt mitt traust á það, sem ég er að skrifa núna Það er skáldsaga í allt öðrum dúr. Hvaða dúr? Ja, það er ekki gott að segja, en þeir, sem hafa kynnzt þvi, sem ég er búinn með, segja, að hún sé nokkuð dular- full — ekki beint „absúrd", en svo- litið óraunveruleg i þeim skilningi, að i henni séu ekki þau vandamál, sem fólk á almennt við að striða En bókin er ekki fullbúin og hún getur breytzt talsvert enn. Þessi bók er unnin á allt annan hátt en „Hversdagsleikur" Ég var strax i upphafi búinn að setja niður fyrir mér öll aðalatriðin En engu að siður getur hún breytzt Ég vinn þó ekki á þann hátt að umskrifa eða endurskrifa sömu bókina mörgum sinnum, heldur tek ég út úr og felli inn i eftir á. Að stela úr raunveruleikanum. Annars er ég lika tilbúinn með Ijóða- bók, sem ég hef eiginlega nýlokið við að taka úr ritvélinni. En ég veit ekki, hvort einhver vill gefa hana út. Ég vona bara, að það taki ekki þrjú ár að koma henni út eins og verið hefur með bækurnar hingað til." Slagsíðan spurði hvort skáldsög- urnar væru skrifaðar út frá persónu- legri reynslu „Ég veit ekki um „Hversdagsleik" Maður setur sig náttúrulega alltaf i einhver spor Og þó, þá mætti segja mér, að þarna mætti finna persónur, sem eru stolnar úr raunveruleikanum, þó tek ég yfirleitt ekki persónur beint úr mínu umhverfi. Hins vegar glundra ég oft saman mörgum persónu- leikum i eina persónu Ég tel raunar, að ekki sé hægt að tala um „heil- steyptar' persónur —; hvorki i skál- skap né i raunveruleikanum Fólk hefur á sér það margar hliðar, að orðið verður marklitið." Að skrifa og lifa. Ómar segist hafa skrifað frá þvi hann var smá- peyi, og t.d. liggi eftir hann leikrit. sem hann skrifaði i barnaskóla. „Þetta voru sérlega léleg leikrit, sem ég skil nú ekki einu senni lengur." Og hann býr á Selfossi „Jú, jú. það er ágætt að skrifa og lifa á Selfossi. Bezt væri auðvitað að þurfa ekki að gera annað en skrifa. en ég vinn i trésmiðju þessa dagana Ann- ars hef ég litið getað unnið á þessu ári Ég hef ekki kynnzt öðru eins óhappaári. þvi ég hef verið veikur eða meiddur á svo til öllum limum Ég hef ákaflega mikla ótrú á tölunni þremur, og kemur það heim og saman við, að nú er árið 1973." Ómari Þ, Halldórzzyni er öllu betur við töluna fjóra, og samkvæmt þvi ætti næsta ár ekki að verða sem verst. Og hann ætlar að halda áfram að skrifa. „Ég ætla alla vega að reyna. En það eru gerðar gifurlegar kröfur til manna, sem eru að byrja að skrifa Hins vegar er ég að plan- leggja dálitið. sem ég veit varla. hvort ég ætti að segja frá. Mig langar nefnilega til að reyna stil. sem islenzkir rithöfundar hafa litið lagt fyrir sig, en það er leym- lögreglustill líkt og hjá höfundum eins og Alister MacLean og Hammond Innes. Slikar bækur má skrifa ágætlega Það gæti vel dottið i mig að reyna þess konar reyfara Ég hef aldrei verið i leyniþjónustu, eða lent i umtalsverðum svaðilförurm, svo ég veit ekki hvort ég hef nægi- lega reynslu að baki." j Ómar Þ Halldórzzon taldi litlar likur á þvi. að hann gengi í lögregl- una á Selfossi - Á.Þ. -- ■ ' --...................... ^ Islenzk danshúsa- mennmg Einn kosturinn við að spila í klúbbnum, er að maður fær aldrei slæma áhe.vrendur. Þeir eru svo fullir, að þeir myndu klappa fyrir veggfóðrinu! Er þetta það sem koma skal í poppinu? Wavne Count.v er karlmaður, þótt útlitið bendi til annars, og sem slíkur aðalsöngvari bandarísku hljóm- sveitarinnar Queen Elizabeth. Hljómsveitin er ein þeirra, sem hafa náð skjótum frama að undan- förnu með þvf að leggja aðaláherzlu á sviðsfram- komuna og útlitið og ekkert dregið af sér i að revna að hneyksla sem mest. Útgefin án samráðs við höfundinn Sjá viðtal við Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.