Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRtJAR 1974 31 * IÞROTTAFRETTIR MORGIINBIADSMIS Aftur bætti Woods metið BANDARlSKI kúluvarparinn George Woods bætti enn heims- metið í kúluvarpi innanhúss um sl. helgi og kastaði þá 22,01 metra. Hefur hann þar með bætt kúlu- varpsmet A1 Feuerbachs um 13 sentimetra á rúmri viku. Sam- kvæmt stigatöflu má bera þetta afrek Woods saman við heimsmet Bob Beamons í langstökki, 8,90 metra. í keppninni, sem Woods setti met sítt í, varð A1 Feuerbach annar, kastaði 21,82 metra. Stensen heimsmeistari HEIMSMEISTARAMOTIÐ á skautum fór fram í Inzell i V- Þýzkalandi um sfðustu helgi, og sigraði Norðmaðurinn Sten Sten- sen. Annar varð Hollendingurinn Harm Kauipers og þriðji fyrrver- andi heimsmeistari, Svíinn Göran Claeson. Sten Stensen sigraði í 500 og 10.000 metra hlaupunum og var lengra hlaupið sérlega glæsilegt hjá honum. Bæði Claeson og Kauipers höfðu gott forskot á hann, en hann lét engan bilbug á sér finna og kom í markið sem hinn öruggi sigurvegari. Claeson tókst mjög illa upp í 10.000 metra hlaupinu og varð því að sætta sig við að sjá af heimsmeistaratitlir. um. Hollendingurinn Kuipers náði öðru sæti í þessari erfiðu keppni, en í síðustu heimsmeist- arakeppni varð hann f jórði. Sjgurvegarar i hinum einstöku greinum urðu: Masaki Suzuki, Japan i 500 metra hlaupi, Hans Van Helden í 1500 metra hlaup- inu og Sten Stensen í báðum löngu hlaupunum. 5.000 og 10.000 metrum. Tíip og jafntefli Norðmenn léku tvo landsleiki við Austur-Þjóðverja i Þýzkalandi um síðustu helgi. Fýrri leiknum lauk 26:18 — stórsigur A-Þjóð verja. en í þeim síðari náðu Norð- menn mjög góðum leik og náðu jafntefli 19:19. Eins og kunnugt er, verða A-Þjóðverjar gestgjafar í heimsmeistarakeppninni, sem hefst í lok þessa mánaðar, en Norðmenn komust ekki í úrslita- keppnina — Búlgarir reyndust þeim sterkari i forkeppninni. Þórir Magnússon Val er sá einstaklingur sem skorað hefur flest stig f 1. deildinni f körfuknattleik — en einnig sá sem oftast hefur verið vikið af leikvelli. Meðfylgjandi mynd sýnir Þóri kominn f skot- stöðu. Staðan í körfu- knattleiknum KR 5 5 0 434:361 10 ÍS 108 Valur 6 5 1 549:478 10 HSK 113 IR 6 4 2 550:474 8 Ármann 127 Armann 532 402:395 6 UMFN 129 ÍS 5 2 3 392:422 4 UMFS 129 UMFN 624 465:494 4 ÍR 134 HSK 5 1 4 365:382 2 Valur 147 UMFS 6 0 6 389:540 0 Brottvísun af leikvelli (5 villur). SigKæstir: UMFN 3 Þórir Magnússon Val 153 KR 4 Gunnar Þorvarðsson UMFN 138 ÍR 5 Rristinn Jörundsson ÍR 133 HSK 5 Bezt vftaskotanýting: (15 skot eða Ármann 5 fleiri) is 5 Jón Sigurðsson Ármanni 15:12 Valur 8 = 80,0% UMFS 8 Hallgrimur Gunnarsson Ar- Einstaklingar: mann 18:14 = 77,7% Þórir Magnússon Val 3 Kristinn Jörundsson ÍR Gísli Jóhannesson UMFS 3 39:29 = 74,1% Bragi Jónsson UMFS 2 Kolbeinn Pálsson KR Torfi Magnússon Val 2 26:19 = 73,1% Bergsveinn Símonarson UMFS 2 Dæmdar villur á lið: Bjarni Gunnar ÍS 2 KR 104 Símon Ölafsson Armanni 2 Fyrsta punktamót unglinga PUNKTAMÖT á skíðum fyrir unglinga fór fram á Akureyri um siðustu helgi með mikilli þátttöku fóíks víðs vegar að af landinu. A laugardaginn var keppt í stórsvigi, en á sunnu- daginn varð að aflýsa aliri keppni vegna óveðurs. 16 stúlkur kepptu í flokki 13 og 14 ára, 7 frá Akureyri, 6 frá Húsavfk, 3 frá Reykjavík og 1 frá tsaf irði. Úrslit urðu þessi: 1. Katrin Frímannsdóttir, A 67.49 2. Sigríður Jónasdóttir, A 69.18 3. Asthildur Magnúsdóttir, A 70.10 38 keppendur mættu til leiks f flokki pilta 13 og 14 ára, 13 Akureyringar, 8 Húsvíkingar, 4 tsfirðingar, 7 Reykvíkingar og 6 keppendur úr UtA. Efstir urðu eftirtaldir: 1. Sigurður H. Jónsson, 1 68.66 2. Kristinn Sigurðsson, R 69.87 3. Kristján Olgeirsson, H 73.07 4. Kristján Þorvaldsson, 73.30 5. GisliDan, H 74.63 Það er fyrst í vetur, sem kom- ið er af stað punktamótum á skfðum fyrir unglinga, en punktamótið gefur stig fyrir landsmót unglinga, sem fram fer á Siglufirði um páskana. Andrés önd FJÖGUR fslenzk ungmenni verða meðal þátttakenda í Andrésar andar-mótinu á skíð- um, sem hefjast f Noregi á morgun. Þau eru Steinunn Sæ- mundsdóttir, Reykjavík, Vil- hjálmur Olafsson, tsafirði, Björn Olgeirsson, Ilúsavík og Finnbogi Baldvinsson, Akur- eyri. Haraldur sigurvegari í opnu móti hi á TBR SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram i íþróttahúsi Alftamýrar- skóla Nýjársmót TBR í badmin- ton. Keppt var í meistara-, a- og b-flokkum karla og kvenna. í meistaraflokki karla bar Har- aldur Kornelíusson sigur úr být- um, vann Friðleif Stefánsson í úrslitum 13:15, 15:5 og 15:6. í undanúrslitum vann Friðleifur Reyni 12:15, en Reynir gat ekki lokið annarri lotunni vegna meiðsla. Haraldur vann Jón Arna- son 15:8 og 15:2 í undanúrslitum. i a-flokki karla vann Ottó Guð- jónsson úrslitaleikinn gegn Hann- esi Ríkharðssyni 15:4 og 15:2. i b-flokki karla vann Jóhann Kjart- ansson Gunnar Bollason i úrslit- um 15:8 og 18:13. í meistaraflokki kvenna léku Lovisa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir til úrslita og sigr- aði Lovisa 11:4 og 11:4. í undan- úrslitum tapaði Steinunn Péturs- dóttir 11:9, 8:11 og 4:11 fyrir Hönnu Láru og í hinum undanúr- slitaleiknum varð Svanbjörg Páls- dóttir að láta i minni pokann fyrir Lovisu, 11:5 og 11:5. Sigrfður M. Jónsdóttir vann Ragnhildi Pálsdóttur 11:5, 5:11 og 12:9 i úrslitum a-flokks kvenna. i b-flokki kvenna vann Kristin Haraldur Korneliusson. Kristjánsdóttir Sigríði Jónsdóttur i úrslitum 11:2 og 11:3. Farandverðlaun til keppninnar gaf verzlunin Sportval. Heimsmet EÞÍÖPÍUMAÐURINN Mirus Yifter setti nýlega nýtt heimsmet í 5.000 metra hlaupi innanhúss, hljóp á 13.34.1 min. Bestum tima á þessari vegalengd hafði Rússinn Alanov áður náð, það var árið 1969, er hann rann skeiðið á 13.45.2. Þá bætti boðhlaupssveit frá Chichago-háskóla heimsmetið í 880 yarda boðhlaupi um síðustu helgi, hljóp á 7.20.8. Tjaldað til einnar nætur Knattspyrnumenn Iþrótta bandalags Keflavíkur náðu mjög svo athyglisverðum árangri siðastliðið keppnistíma- bil undir leiðsögn hins enska þjálfara þeirra, Joe Hooley. Valsmenn stóðu sig betur en gert var ráð fyrir og þakka árangur sinn rússneska þjálfar anum Iouri Ilytchev. í þriðja sæti síðasta íslandsmóts urðu Vestmannaeyingar og héldu þeir sama stigafjölda og árið áður þrátt fyrir áföllin, sem dundu á Eyjaskeggjum siðast- liðið ár. Enginn efast um hæfileika hinna erlendu þjálfara þessara þriggja liða og nú er svo komið, að Framarar, einir liðanna i 1. deild, leita ekki út fyrir land- steinana til ráðningar þjálfara. Ekki þarf að fara í grafgötur með það, að kostnaðurinn vegna komu hinna erlendu þjálfara er gífurlegur og ekki er ólíklegt, að hvert félag þurfi að greiða rúma milljón til síns þjálfara þegar allt kemur til alls — kannski meira. En spurningin er hvernig fara þau að þessu og hver verður ávinn- ingurinn? Árangur Joe Hooleys og hans manna hjá ÍBK er örugglega sá hvati, sem gerir það að verkum, að svo margir erlendir þjálfar- ar starfa hér á landi næstasum- ar. Það er eins og einblínt hafi verið á þjálfara ÍBK og menn síðan sagt hver við annan ,,okk- ur vantar erlendan þjálfara". Málið er bara ekki svona ein- falt. Keflvíkingar hafa verið topplið í íslenzkri knattspyrnu siðastliðinn áratug og haft yfir sterkum og samhentum kjarna leikmanna að ráða. Enski þjálf- arinn sá svo um þann herzlu- mun, sem gerði liðið að stór- veldi á síðastliðnu sumri. Það má ekki gleymast þegar menn tala um erlendan þjálf- ara með glampa í augum, að það eru fyrst og fremst leik- mennirnir, sem skapa gott lið. Þeir hafa hins vegar gert þær kröfur upp á sfðkastið, að fengnir væru nýir menn til að annast þjálfunina og vissulega hafa þeir mikið til síns máls. Margir íslenzku þjálfaranna eru að meira eða minna leyti útbrunnir og í íslenzku þjálf- arastétt vantar meiri menntun, nýjar hugmyndir, nýtt blóð. Ekki skal gert lítið úr þeim íslenzku þjálfurum, sem unnið hafa fórnfúst starf í mörg herr- ans ár. Þeir hafa því miður ekki setið við sama borð og erlendir kollegar þeirra, sem þessa dag- ana eru að hefja innreiðs sína i íslenzka knattspyrnu. Þessir menn hafa þurft að vinna fyrir sér og sínum og að starfi loknu snúið sér að áhugamálinu — sem þó hefur verið launað að einhverjum hluta. Eins og leik- mennirnir hafa þeir verið þreyttir og ekki getað beitt sér sem skyldi. Erlendu þjáifararnir hafa allt aðra aðstöðu. Þeir fá vel borgað og gera ekkert annað en að þjálfa. A daginn geta þeir þvi kynnt sér leikaðferðir og leikmenn andstæðinganna, jafnframt því sem þeir halda áfram að mennta sig og undir- búa sig fyrir næstu æfingu eða leik. En hvað skilja þessi garp- ar eftir? Jú, einn af þessum sjö gerir lið sitt væntanlega (?) að islandsmeisturum og allir auka þeir væntanlega getu leik- manna sinna eitthvað, svo framarlega sem þeir eru eins snjallir og af er látið. Hér á landi hafa áður þjálfað erlendir þjálfarar og með mjög misjöfnum árangri. Þeir hafa verið hafnir upp til skýjanna áður en þeir komu hingað en síðan ekki söguna meir hjá ýmsum þeirra. Komið hefur i ljós, að kötturinn hefur verið keyptur i sekknum f sumum tilfellanna. Ekki er þó ástæða til að gera lítið úr erlendu þjálf- urunum, þeir eiga eftir að sanna sig og við skulum vona, að alUr standi þeir sig vel. Hvað gerist svo sumarið 1975. Ölíklegt verður að telja, að knattspyrnufélögin ráðist i það' aftur að kaupa eins dýra starfs- krafta og nú. Ef ekki verður stórbreyting á aðsókn að knatt- spyrnuleikjum í sumar, verða flest þeirra sennilega illa stödd fjárhagslega og ekki verða öll þeirra Islandsmeistarar á sumr- inu, sem senn fer i hönd. Þá verður að grípa til nýrra ráða og þrautalendingin verður án efa íslenzku þjálfararnir, sem ekki eru brúklegir núna. Þá verður leitað til þeirra og þeir beðnir að taka við af er- lendu þjálfurunum og aðstaða þeirra verður sennilega sú sama og þeir hafa búið við ár- um saman, ef til vill gera þeir þó meiri launakröfur eftir að hafa séð hve mikið er hægt að borga, sýni þjálfarinn erlent vegabréf. Menntun þeirra verður sú sama og þar erum við einmitt komin að aðalatriðinu. Til að íslenzk knattspyrna megi verða betri, þurfum við að eyða fjár- munum i að mennta islenzka þjálfara. Þvi miður er það ekki hægt hérlendis, nema með þvi að fá menntaða þjálfara utan lands frá. Þess vegna er nauð- synlegt að senda islenzka þjálf- 'ara til útlanda á þjálfaranám- skeið, ekki aðeins á helgarnám- skeið í Vejle heldur á lengri námskeið þar sem þeir fengju góða menntun og varanlega i fræðum knattspyrnunnar. í þessum efnum má ekki spara aurinn, þvf þá um leið hendum við krónunni. — áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.