Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 Fa /1 ití i.t i.i:h.a\ ALUR? 22-0*22- RAUÐARÁRSTIG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA * CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR 14444.25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL ABI ou-mru.- Hverfisgötu 18 86060 /^BÍLALEIGAN ^IEYSIR CAR RENTAL -w24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒJR ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI MIKIÐ SKAL TIL SKODA EYÐIR MINNA. SHODR UtGM AUÐBREKKU 44-46. SfMI 42600. FERDABILAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G. S. station Fimm manna Citroen G S 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bllstjór- um). n - . . *T» 1 tialdsaöstoó meðtékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN Forsætisráð- herrann í stjórnarandstöðu? Sannarlega var athyglisvert a3 fylgjast me5 umræðum um frumvarp um skattalagabreyt- ingar. Öllum var Ijóst, nema rfkisstjórninni, að tillögur hennar um fþyngingu skatta nytu ekki meirihluta á Alþingi. Því var búizt við, að íþynging- artillögur stjórnarliðsins myndu falla á jöfnum atkvæð- um. Sá ákafi og snjalli lýðræð- issinni Lúðvfk Jósepsson talaði mikið um, að stjórnarandstað- an ætlaði að „beita brögðum“ til að felia tillögur stjórnarinn- ar. „Brögðin" sem Lúðvfk vitn- aði til eru stjómarskráin og þingsköp Alþingis. Enda þurfti Lúðvík ekki að hafa áhyggjur af „brögðunum". Því í þýðing- armestu málum bættust stjórn- arandstöðunni góðir liðsmenn. Björn Pálsson studdi hana við að koma í veg fyrir frekari hækkun launaskatts — það var fellt með 21 atkvæði gegn 19. Hinn stóri liður um niðurskurð á ríkisútgjöldum um 1500 milljónir sem Sjálfstæðisflokk- urinn hafði lagt til, var hins vegar samþykktur með rífleg- um meirihluta 22 atkvæðum gegn 18 og var þar Ölafur Jó- hannesson ásamt Birni Páls- syni stuðningsmaður stjórnar- andstöðunnar. Nú vill „lýðræð- issinninn“ Lúðvík Jósepsson láta fella þetta ákvæði i efri deild og þar með er hann kom- inn 1 andstöðu við eigin kenn- ingar. Þvf ef 11 þingmenn gegn 9 fella þá tillögu í efri deild, þá litur dæmið þannig út, að 31 er með, en 29 á móti. Slika af- greiðslu mun „lýðræðissinn- inn“ Lúðvfk Jósepsson ekki þola. Þvf hlýtur hann að standa að því ásamt stjórnarandstöð- unni, Ólafi Jóhannessyni og Birni Pálssyni að fella frum- varpið allt f neðri deild, ef þetta mikilvæga atriði, sem meiri hluti þingmanna vill hafa í lögunum verður fellt burt í efri deild. Ölafur Jó- hannesson lýsti því yfir í neðri deild að hann greiddi atkvæði með 1500 milljón króna niður- skurðinum, þar sem um væri að ræða slíka traustsyfirlýsingu til ríkisstjörnarinnar. Þvf er Ijóst, að verði þetta ákvæði fellt úr frumvarpinu f efri deild, þá yrði þar um hreint vantraust á rfkisstjórnina að ræða, skv. mati forsætisráðherrans og ekki sfður persónulegt van- traust á hann sjálfan. Hótunin Svo sem öllurn er kunnugt hefur vinstrist jórnin gripið það til bragðs að reyna að hóta al- þingismönnum til fylgilags við frumvörp sfn. Sfðasta hótunin af mörgum kom fram fyrir nokkrum dögum og hefur hún náð miklum vinsældum bæði á Tímanum og Þjóðviljanum. Hún er sú, að ef stjórnarand- staðan samþykkir ekki skatta- frumvarp ríkisst jórnarinnar breytingalaust, þá verði þjóðin að súpa af því seyðið, að skatta- lög vinstristjórnarinnar, sem Haildór E. og félagar settu skömmu eftir að þeir komust til valda, verði áfram f gildi. Þannig hljómar hótunin I leið- ara Þjóðviljans í gær: „Stöðvi stjórnarandstaðan þessa breytingu nú, verða skatt- ar að sjálfsögðu lagðir á með sama hætti og á sfðasta ári. Finnist þá einhverjum tekju- skatturinn sinn of hár, þá veit sá hinn sami alveg nákvæm- lega, hverjum hann á þá upp- hæð að þakka. Það eru ekki Ilalldór E. Sigurðsson eða Lúð- vfk Jósepsson, sem þá hafa ráð- iðupphæðinni á skattseðlinum, heldur Geir Hallgrímsson og Gylfi Þ. Gislason, Gunnar Thor- oddsen og Benedikt Gröndal, og reyndar Bjarni Guðnason lfka.“ Það er sannarlega ástæða til að spyrja ritstjóra Þjóðviljans, hverjir hafi sett þessi skatta- lög, sem nú eru reidd til höggs eins og refsivöndur yfir þjóð- inni? Voru það ekki þeir Hall- dór E. og Lúðvfk Jósepsson. Jú, svo sannarlega. Og þá fullyrtu þeir, rétt eins og nú, að skatta- Iögin myndu stórlega lækka álögurnar á almenningi. Og nú eru þessi skattalækkunarlög notuð sem ógnun við þing og þjóð til að neyða menn til að samþykkja ný „skattalækkun arlög“ þeirra félaga. En „skattalækkunarlögin fyrri" höfðu í för með sér meiri skatt- píningu en menn höfðu haft nokkur dæmi um og „skatta- lækkunarlögin“ hin nýrri eru sannarlega ekki glæsilegri. Þingmenn og fóikið f landinu hefur vítin að varast, og spyrja má, hverjum dettur f hug, að Halidór E. Sigurðsson muni nokkurn tíma lækka skatta. Engum — sízt Halldóri sjálf- um. Þjóðhátíðar- tónleikar Tónlistar- félagsins á sunnudag: NÆSTKOMANDI sunnudag kl. þrjú síðdegis verða tónleikar í Austurbæjarbíói á vegum Tón- listarfélagsins f Reykjavfk og þá eingöngu flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, tónskáld. Flytjendur verða auk félagsins. Reynir Sigurðsson, Hafliði Hallgrfmsson, Robert Aitken og Þorkell Sigurbjörnsson (lengst til hægri) ásamt Ragnari Jónssyni, forstjóra, sem frá upphafi hefur verið einn helzti forustumaður Tónlistar- Flutt verða ný verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson hans, Hafliði Hallgrfmsson, celióleikari, Róbert Aitken, hinn kunni flautuleikari frá Kanada, og Reynir Sigurðsson slaghljóðfæraleikari. Verkin eru öll ný og flutt hér á landi f fyrsta sinn, en tvö þeirra hafa verið leikin erlendis; Hafliði Hallgrimsson hefur leikið cellóverkið .JVfild Und (meistens) Leise“ í London og „FOR RENÉE," Sem skrifað er fyrir flautu, celló, píanó og slaghljóðfæri, hefur verið flutt í Bandaríkjunum og Kanada. Síðast á efnisskránni verður verkið ,,Hylling“, skrifað fyrir flautu, celló, píanó, slaghljóðfæri . . .“ og áheyrendur“, samkvæmt efnis- skrá. Það var sérstaklega samið fyrir þessa hljómleika og til- einkað Ragnari Jónssyni — m.a. í tilefni sjötugsafmæli hans og Tónlistarfélaginu. Upp- lýsti Þorkell á blaðamanna- fundi í vikunni, að í tónverki þessu væri m.a. ,anorsað“ heillaskeyti til félagsins og Ragnars og ýmislegt annað væri þar nýstárlegra atriða. Ekki vildi Þorkell ræna áheyr- endur allri eftirvæntingu með því að skýra nánar, hver þau væru, en hann gerir sér von um, að þeir taki þátt i flutningi þess með því, að hver maður hefji upp sína raust og syngi með. Þeir Robert Aitken og Haf liði Hallgrimsson koma gagngert erlendis frá til að taka þátt í þessum tónleikum. Hafliði kemur frá London, þar sem hann kvaðst að undanförnu hafa spilað mikið, sérstaklega kammermúsik m.a. með English Chamber Orchestra og sömuleiðis sinnt tónsmíðum eftir því sem tök væru á og timi til. Róbert Aitken, sem er íslend- ingum að góðu kunnur frá fyrri heimsóknum til landsins, kemur frá Kanada, þar sem hann starfar bæði sem flautu- leikari og tónskáld og að öðrum greinum tónlistarmála, ekki sízt Utbreiðslu og kynningu nútímatónlistar. Þetta er sjöunda heimsókn Aitkens til íslands. Fyrst kom hann hingað fyrir átta árum á Ieið í hljóm- leikaför tilEvrópu. Síðan hefur hann flutt margs konar músik, bæði sígilda og nútímatónlist, erlendra og íslenzkra höfunda. Reynir Sigurðsson er slag- hljóðfæraleikari hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands. Hann sagðist hafa byrjað að fást við jazz 17 ára gamall, fór svo í söngkennaradeild Tónlistar- skólans og útskrifaðist þaðan' 1965. Um hríð vann hann sem söngkennari, var í Svíþjóð við framhaldsnám eitt ár, 1968—69, og réðst til Sinfóníu- hljómsveitarinnar 1969. Þess má geta, að eitt af verk- unum á efnissrkánni, FOR RENÉE“, er tileinkað dansk- bandarískri konu, sem er fram- kvæmdastjóri stofnunar er nefnist „Center for the Creative and Performing Arts“, og starfar sjálfstætt innan vébanda rikisháskóla New York-ríkis í Buffalo. Þar dvaldist Þorkell fyrri hluta þessa vetrar við tónsmíðar, í boði stofnunarinnar. Hann sagði, að i tilefni 10 ára afmælis hennar hefði verið ákveðið að koma á og framkvæma áætlun um að bjóða ungum hljóm- listarmönnum þangað til nokkurra mánaða dvalar í senn, þar sem þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af daglegu brauðstriti og gætu unnið að vild. Hann sagði engar kröfur hafa verið gerðar um árangur: „Menn gætu gert þarna það, sem þeir vildu, notað tímann til tónsmiða, náms eða hljóðfæra- leikarar gátu æft upp einhver tímafrek verkefni, sem erfitt er að gera með fullu starfi. Yrði hinsvegar lítið úr verki hjá ein- hverjum, skipti enginn sér af því. Mönnum var sem sagt gefið þarna tækifæri til að vinna og í sjálfsvald sett hvernig það væri nýtt. En reynslan af þessu hefur verið sögð mjög góð.“ Þess má að lokum geta, að þessir hljómleikar Tönlistar- félagsins eru haldnir í tilefni þjóðhátíðarafmaelisins á þessu ári. Tónlistarfélagið hefur tals- vert gert af þvi undanfarið að gefa innlendum listmönnum tækifæri til tónleikahalds, að því er forráðamenn þess upp- lýsa. Tónleikarnir nú eru hinir sjöttu á starfsárinu. Fram til vors verða væntanlega tvennir tónleikar auk tónleikanna á sunnudag — þá fyrri annast Rögnvaldur Sigurjónsson, pianóleikari, og koma þar ýmsir aðrir hljóðfæraleikarar fram, en síðan leikur píanóleikarinn Ann Schein, sem til islands hefur áður komið oftar en einu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.