Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 DAGBOK I dag er laugardagurinn 16. marz, sem er 75. dagur ársins 1974. Gvendardagur. 21. vika vetrar hefst. Ardegisflóð í Reykjavík er kl. 12.26, sfðdegisflóð kl. 01.12. Sólarupprás er f Reykjavfk kl. 07.44, sólarlag kl. 19.31. Á Akureyri er sólarupprás kl. 07.29, sólarlag kl. 19.15. En hversu torskildar eru mér hugsanir þfnar, ó guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar; ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég myndi vakna og vera enn með hugann hjá þér. (139 17 ÁRNAO HEILLA í dag kl. 4 verða gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju Agnes Jóhannsdóttir flugfreyja, Sam- túni 4, Reykjavik, og Bessi Hall- dór Þorsteinsson matreiðslunemi, Miðvangi 98, Hafnarfirði. Heimili þeirra verður að Hringbraut 57, Hafnarfirði. Séra Jónas Gíslason gefur brúðhjónin saman. 2. marz opinberuðu trúlofun sína Sigríður Gunnarsdóttir, Huldulandi 2, og Þorsteinn Her- mannsson iðnnemi, Eyjabakka 10, Reykjavik. 25. janúar gaf séra Þo'rir Stephensen saman í hjónaband í Dómkirkjunni Gerði Hjaltadóttur og Vilberg Sigtryggsson. Heimili þeirra er að Torfufelli 27, Reykja- vík. (Nýja myndastofan). 26. janúar gaf séra Þorsteinn Björnsson saman í hjónaband í Fríkirkjunni Guðrúnu Þ. Þórðardóttur og Þorvald K. Þor- steinsson. Heimili þeirra verður að Miklubraut 44, Reykjavík. (Ljósm.st.Gunnars Ingimarss.). Vikuna 8.—14. marz verður kvöld-, helgar- og næturþjónusla apóteka í Reykjavík í Lvfjabúðinni Iðunni, en auk þess verður Garðsapótek opið utan venjulegs afgreiðslu- tíma tii kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. | KRDSSGÁTA ~| Lárétt: 1 grobbs 6 púka 7 kofi 9 róta 10 kjánunum 12 samhljóðar 13 garfa 14 saurgi 15 ferðast Lóðrétt: 1 óhljóð 2 bardagi 3 þver- slá 4 rakar 5 reyktir 8 svali 9 ílát 11 nuggir 14 veisla Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 2 gat 5 rá 7 GT 8 ónot 10 ár 11 skoruna 13 né 14 átan 15 ar 16 RG 17 gil Lóðrétt: 1 trosnar 3 aftraði 4 stranga 6 anker 7 ganar 9 OO 12 út. | IMVIR BORGARAR Erlu Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Sigurjóni Reykdal, Hlíðarvegi 9, Ytri-Njarðvík, sonur 6. marz kl. 04.10. Hann vó 13 merkur og var 49 sm að lengd. MINNINGARSJÓÐ- UR TÓNSKÁLDA Minningarsjóður tónskálda er til húsa að Laufásvegi 40, og eru minningarspjöld sjóðsins af- greidd þar á skrifstofutíma. Haiti-trú- boði hér Annað kvöld verður fagnaðar- samkoma Hjálpræðishersins fyrir Haiti-trúboðann kaptein Oline Kleivstölen, en hún er nú að taka við starfi forstöðukonu að vist- heimilinu Bjargi á Seltjarnarnesi, sem Hjálpræðisherinn starfrækir. Oline Kleivstölen er hjúkrunar- kona og ljósmóðir og starfaði á vegum Hjálpræðishersins á Haiti um margra ára skeið, en hingað kemur hún frá Osló, þar sem hún starfaði við Ensjö-hemmet, hjúkr- unarheimili Hjálpræðishersins þar. Pennavinir Steinunn Helga Sigurðardóttir, Mánabraut 8, Vík í Mýrdal. Hún hefur áhuga á popptónlist, íþróttum og skemmtunum og vill skrifast á við krakka á aldrinum 13—16ára. Arndís Þdrðardóttir, Mýrarbraut 4, Vík í Mýrdal. Hefur áhuga á popptónlist, íþróttum og skemmtunum. Vill skrifast á við krakka á aldrinum 13—16 ára. Súsanna Poulsen, Auðbrekku 1, Kópavogi. Hún er 12 ára og vill skrifast á við strák á sama aldri. Hefur áhuga á íþróttum, sundi, hesta- mennsku og frímerkjum. FRÉTTIR 1 Kvennadeild Borgfirðingafé- lagsins heldur fund í Hagaskóla mánudaginn 18. marz og hefst hann kl. 20.30. Kvenfélag Bústaðakirkju held- ur BARNA-BINGÓ i safnaðarsal Bústaðakirkju sunnudaginn 17. marz, kl. 4. Kvenfélag Mosfellshrepps byð- ur íbúum hreppsins, 67 ára og eldri, til kaffidrykkju sunnudag- inn 17. marz, kl. 3 síðdegis, í Hlé- garði. SÖFNIN Landsbókasafnið er opið kl. 9— Borgarbókasafnið Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9—22, laugard. kl. 9—18, sunnud, kl. 14—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud, kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 16 —19. Sólheimadtibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Laugard. kl. 14—17. Landsbókasafnið er opið kl. 9—19 alla virka daga. Amerfska bókasafnið, Nes- haga 16, er opið kl. 1—7 alla virka daga. Bókasafnið í Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kb 14.00—17.00 laugard. og sunnud. Arbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungsi Árbær, kirkjan og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi). Asgrfmssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnud., þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30—16.00. Islenzka dýrasafnið er opið kl. 13—18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og mið- vikudögum kl. 13.30—16. Listasafn tslands er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud. fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtu. og laugard. kl. 13.30—16. Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10—17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud., fimmtud., laugard. Kjarvalsstaðir Kjarvalssýningin er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 16—22, og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. ást er . . . ...að vinna bœði fyrir út borguninni í íbúðinni. TM Req. U.S. Pot. OfL—All rights reservcd (< 1974 by los Angelei Timet | BRIDGE | Her fer á eftir spil frá leik milli Bretlands og Svíþjóðar í Evrópu- móti fyrir nokkrum árum. Norður S. A-4-3-2 H. Á-G-6-3 T. K-3 L. 9-6-4 Vestur S. 7 H. D-9-4 T. D-10-6-4-2 L. D-G-10-8 Suður S. K-G-8-6 H. K-5 T1 Á-G-8 L. Á-K-5-2 Lokasögnin var sú sama við bæði borð, þ.e. 6 spaðar. Við annað vorðið var suður sagnhafi og þar lét vestur út laufa gosa, sagnhafi drap heima og síðar í spilinu svínaði hann tígul gosa og vonaðist til að geta þannig losnað við lauf í borði. Þetta heppnaðist ekki og spilið vað einn niður. Við hitt borðið var norður sagnhafi og þar lét austur út tígul 7. Sagnhafi drap f borði með gosanum, vestur drap með drottn- ingu og drepið var heima með kóngi.Næst tók sagnhafi spaða ás, lét út spaða 2, svínaði gosanum og þá kom f ljós, hvernig trompin skiptust hjá andstæðingunum. Tígul ás var tekinn, tígull látinn út og trompað heima. Nú tók sagnhafi ás og kóng í laufi, síðan hjarta kóng og hjarta 5, látið út, gosanum svínað og síðan var hjarta ás tekinn og lauf látið úr borði. Hjarta var látið út, trompað í borði og tólfta slaginn fékk sagn- hafi á spaða kóng og vann þar með spilið. Austur S. D-10-9-5 H. 10-8-7-2 T. 9-7-5 L. 7-3 Systrabrúðkaup 26. janúar gaf séra Sigurður H. Guðjónsson saman í hjónaband í Langholtskirkju Ingveldi Gfsladóttur og Þórólf Þorsteinsson. Heimili þeirra verður að Fálkagötu 24, Reykjavík. Ennfremur Rögnu B. Gisladóttur og Lúter Pálsson. Heimili þeirra verður að Skipasundi 32, Reykjavík. (Ljósm.st.Gunnars Ingimarss.). ÞJOÐTRU A SIÐDEGISSTUND Minningarspjöld Dómkirkjunnar Minningarspjöld Dómkirkjunnar eru afgreidd hjá kirkjuverði Dóm- kirkjunnar, i Verzlun Hjartar Nielsen, Templarasundi 3, Verzluninni Öldunni, Öldugötu 29, Verzluninni Emmu, Skólavörðustíg 5, og hjá prestskonunum. dag kl. 17. verður endurtekin sfðdegisstund Leikfélags Reykjavíkur og fjallar hún um þjóðtrú. Fluttar eru þjóðsogur og fslenzk.r söngvar, en Gfsli Halldórsson hefur tekið þessa dagskrá saman og stjórnar flutmngi. Aðrir flytjendur eru Guðmundur Pálsson, Kristín Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson Jón Sigurbjornsson og Magnús Pétursson. Le.kfélag.ð hefur boðið 150 eldri borgurum á sfðdegisstundina f dag, og er það vel til fundið. Þarna er gerð tilraun til að hleypa nýju lffi f sagnaskemmtun Islendinga, sem hefur dregizt aftur úr f kapphlaupinu við tfmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.