Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 23. IVIARZ 1974 Tillögur ríkisstjórnarinnar: Allt varnarliðið farið á lYll^íll Q|*í 1 Q^fí Míög takmarkaður lending' llllUJ U. di i it/ I U arréttur NATO-flugvéla Í DHÖGUM þeim að umræðu- grundvelli í varnarmálum, sem ráðherrarnir komu sér saman um í fyrradag, er gert ráð fyrir, að allt bandarfskt varnarlið verði horfið af landi brott á miðju ári 1976 og aðeins verði um að ræða takmarkaðan rétt bandarískra flugvéla til lendinga á Kefla- vfkurflugvelli eftir það. Eins og Morgunblaðið skýrði frá i gær náðist samkomulag um umræðugrundvöll við Banda- ríkjamenn á ráðherrafundi í fyrradag, og var þá boðuð frétta- tilkynning um málið í gær að loknum fundi í utanríkisnefnd Alþingis. Fréttatilkynningin sem send var út síðdegis í gær er svo- hljóðandi: „Rikisstjórnin gekk í gær frá drögum að viðræðugrund- velli við Bandarikjamenn um endurskoðun varnarsamningsins. Hafa þær tillögur nú verið kynnt- ar utanríkismálanefnd Alþingis og viðræðufundur við Banda- ríkjamenn verður væntanlega ákveðinn á næstunni." Lengri var hin margboðaða fréttatilkynning ríkisstjórnarinnar ekki. Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um efnisþætti þess umræðugrundvallar sem sam- komu'ag náðist um í ríkisstjórn- inni ettir margra mánaða fæðingarhríðar. Hefur blaðið á síðustu vikum sagt frá nánast öll- um meginatriðum þessa umræðu- grundvallar. Samkvæmt umræðugrund- vellinum stefnir rikisstjórnin að Framhald á bls. 20 OFFSETPRENTAR- r AR I VERKFALLI A MIÐNÆTTI s.l. skall á verkfall Grafíska sveinafélagsins, en í því félagi eru offsetprentarar og prentmyndasmiðir. Torfi Hjartar- son, sáttasemjari ríkisins, boðaði fulltrúa Grafíska sveinafélagsins og prentsmiðjueigenda á sinn fund kl. 14 í gær. Stóð fundurinn fram til kl. 18 án þess að nokkur árangur næðist. Hefur sáttasemj- ari boðað annan fund með deilu- aðilum kl. 16 á morgun, sunnu- dag. Jóhann F. Asgeirsson formaður Grafíska sveinafélagsins sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að mikið bæri á milli í samninga- viðræðunum eins og t.d. kaup- prósentan sjálf, orlofsuppbót, og nemakaup í eftirvinnu á 2.—3. og 4. ári. Þá sagði hann, að engin vilyrði hefðu enn fengist fyrir mörgum atriðum, sem hefðu verið samþykkt í A.S.Í. samningunum 26. febrúar s.l. Grafíska sveinafélagið var stofnað fyrir rúmu ári úr tveimur stéttarfélögum, þ.e. Offsetprent- arafélaginu og Prentmyndasmiða- Framhald á bls. 20 Hvers vegna var Jón ekki boðaður? ÞAÐ vakti mikla athygli á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær, þar sem utan- ríkisráðherra gerði nefndinni grein fyrir samningsgrundvelli þeim, sem rfkisstjérnin hefur samþykkt að leggja fyrir Bandaríkjamenn í viðræðunum um varnarmálin, að Steingrím- ur Hermannsson var boðaður á fund nefndarinnar í stað Þór- arins Þórarinssonar, sem er er- lendis. Jón Skaftason er fyrsti vara- maður Framsóknarflokksins í utanríkismáianefnd. Hann var ekki boðaður á fundinn. Aðal- menn og varamenn í utanríkis- málanefnd eru kosnir af sam- einuðu Alþingi. I GÆR var undirritaður í Reykjavfk samningur milli Reykjavíkurborgar annars vegar og Garðahrepps hins vegar, um að Reykjavfkurborg sjái um lagningu og rekstur hitaveitu f Garðahreppi. Myndin er tekin þegar Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri og Garðar Sigurgeirs- son sveitarstjóri undirrituðu samninginn. Með þeim á myndinni eru t.v. Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri, dr. Gunnar Sigurðsson verkfræðingur, Ólafur B. Thors borgarfulltrúi, Kristján Benediktsson borgarfulltrúi, Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri Reykjavíkur, og Albert Guðmundssön borgarfulltrúi. Ljósm. Mbl.: Sv.Þ. Krefst 100 millj. kr. skaða- bóta vegna bílslyss á Islandi BANDARÍSKUR ríkisborgari, Louis H. Higgins að nafni, hefur stefnt flotaverzlun Bandaríkja- flota á Keflavfkurflugvelli og bandarfska ríkinu vegna bifreiða- slyss, sem hann lenti f á Reykja- nesbraut 19. nóvember 1971. Skaðabótaupphæðin, sem Higgins fer fram á, er 1.005.000,00 dollarar eða 100 millj. fsl. kr. að viðbættum 10% vöxtum frá 19. nóvember 1971. Higgins kom hingað til lands, sem meðlimur hljómsveitar haustið 1971 á vegum hersins. Þann 19. nóvember þurfti hann að skreppa til Reykjavík- ur, þar sem hann van- hagaði um eitthvað í hljóð- færið sitt. Til þess fékk hann Birgir Isleifur Gunnarsson á borgarstjórnarfundi: Sífelld stækkun borga kallar á úrbætur í umhverfismálum lánaðan bíl hjá flotaverzluninni og fylgdi bílstjóri með. Þegar þeir áttu skammt eftir ófarið til Hafnarfjarðar fór bíllinn út af veginum og meiddist Higgins það mikið, að hann mun aldrei verða samur maður. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær að mál þetta hefði átt að taka fyrir um miðjan marz hjá lög- reglustjóraembættinu á Kefla- víkurflugvelli, en ákveðið hefði verið að fresta því til 5. apríl. Hann sagði, að sækjandi mannsins væri Sigurður Gizurar- Framhald á bls. 20 11% hækkun A fundi borgarstjórnar Reykja- vfkur f fyrrakvöld fylgdi Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjóri úr hlaði áætlun þeirri um umhverfi og útivist, sem kunngerð var fyrir nokkru og unnið hefur verið að um rúmlega eins árs skeið að sérstakri ósk borgarstjóra. Er gert ráð fyrir, að tvær umræður fari fram í borgarstjórn um áætl- un þessa. 1 lok ræðu sinnar sagði borgarstjóri: „Ef áætlun þessi og þær hugmyndir, sem að baki henni liggja koma tíl fram- kvæmda er enginn vafi á þvf, að borgin á mjög eftir að breyta um svip á næstu árum og verða meira aðlaðandi fyrir borgarbúa. Að þvf hljótum við öll að stefna og þvf er þess að vænta, að borgarfulltrúar taki þessari áætlun vel og séu reiðubúnir að greiða fyrir fram- gangi hennar og afgreiðslu eins og mögulegt er.“ Borgarstjóri flutti mjög ítarlega framsöguræðu fyrir áætlun þess- ari, þar sem hann gerði grein fyr- ir öllum helztu þáttum hennar, en hún skiptist í þrjá höfuðkafla. 1 fyrsta lagi er lýsí ástandi opinna svæða í borgarlandinu og þeirri starfsemi, sem þar fer nú fram. I öðru lagi er áætlunin sjálf, sem tekur mið af tveimur grundvallar- atriðum, þ.e. núverandi ástandi og framtíðarmarkmiðum. Aætlun- in sjálf er svo þríþætt, sagði borg- arstjóri, þ.e. í fyrsta lagi er gerð grein fyrir ýmsum ófrágengnum svæðum innan byggðra svæða f borgarlandinu, í öðru lagi er gerð tillaga um samfellt kerfi göngu- og hjólreiðastíga um alla borgina, og í þriðja lagi tillögur um svo- nefnd útivistarsvæði innan borg- arlandsins. Þriðji höfuðkafli skýrslunnar er síðan fram- kvæmdaáætlun, sem fylgir með í sérstöku hefti. Hvers vegna sérstök áætlun? Borgarstjóri sagði síðan í ræðu sinni: „En hver er ástæða þess, að nú er gerð sérstök áætlun um umhverfi og útivist f Reykjavík? A undanförnum árum hefur skilningur manna á umhverfi Framhald á bls. 20 ályfjum AUGLÝST hefur verið breyt- ing á verðskrá lyfja, sem feiur í sér um 11% hækkun að meðaltali, að sögn Almars Grfmssonar, hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Hækkunin er fólgin í sérstöku afhendingar- gjaldi, er leggst á öll lyf og er þvf hækkunin hlutfallslega mest á ódýrustu lyfjunum en minnst á dýrustu sérlyfjunum. Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.