Morgunblaðið - 29.05.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974 Sjö sögur af Villa eftir Rudolf 0. Wiemer „Þú mátt það ekki, því þú átt heima í myndabókinni minni og þú ert vinur minn.“ „Ég er ekki vinur þinn,“ segir Villi. „Skóladrengur og ræningi geta ekki verið vinir.“ „En ef til vill hefurðu ekki stolið neinu,“ segir Hans. „Ekki stolið neinu? Þvi segirðu það? Hvernig ætti ég annars að hafa fengið þetta brauð?“ „Það gæti verið að bakarinn hafi gefið þér það.“ „Heldurðu, að honum detti það í hug?“ „Já, já. Hann gefur mér oft eitthvað smávegis. Köku eða brjóstsykur." „Láttu mig í friði,“ segir Villi. Hann vill ekki heyra meira um bakarann. „Ég er þreyttur. Það er þreytandi að vera ræningi.“ Hann klifrar upp á stólinn og stynur, því hann verkjar í bakið eftir bakarastörfin. Svo hverfur hann inn í myndabókina. HÖGNI HREKKVÍSI kettinum þínum? önnur sagan. „Nú ætla ég að fara út og eyðileggja bíl,“ segir Villi næsta kvöld. „Finnst þér það ekki góð hugmynd?“ „Það er hugmynd," segir Hans, „en hún er ekki góð.“ „O, fari það í grábölvað. Hvenær verður þér það ljóst, að ég er vondur ræningi? Ég veit, hvernig er farið að því að eyðileggja bfl.“ „Hvernig?“ „Ég stend í felum á bak við stórt tré.“ „Og hvað svo?“ „Svo skýt ég ... búmm, búmm ... göt í hjólbarðana.“ „Heldurðu að þú hittir?“ „Sannur ræningi getur skotið vinstri afturlöppina undan flugu.“ „Ætlarðu svo að koma með bílinn heim til mín?“ spyr Hans. „Nei. Ég skil hann eftir þar sem hann er kominn. Hjólbarðarnir eru líka ónýtir.“ „Hvað ætlarðu þá að gera við manninn, sem á bílinn?“ „Læt hann sitja eftir í ónýta bílnum." „Ertu þá svona illa innrættur?“ „Hvort ég er.“ Ræninginn hlær. Hann lætur skfna í tennurnar og fer. Villi fer inn í skóginn. Hann tekur sér stöðu á bak við tré, sem stendur við veginn. Broddgöltur á leið fram hjá honum. „Gott kvöld, Villi ræningi,“ segir broddgölturinn. „Ert þú líka á sniglaveiðum?“ „Sniglaveiðum? Ég er nú að bíða eftir því, að bíll fari hér um.“ „Iss, það er bensínbragð af bílum.“ Broddgölturinn rekur nefið niður í laufið og hverfur á braut. Skömmu seinna heyrir Villi í bílvél. Hann sér ljósið af framljósunum á milli trjábolanna og mundar byss- una. Vélarhljóðið er skrykkjótt og hikstandi eins og í manni, sem nær varla andanum. Og beint framundan Villa stynur vélin enn einu sinni og stanzar svo alveg. Bílstjórinn stígur út. Hann opnar vélarhlífina og lítur á bensingeyminn. „Hvert í sjóðheita..segir hann. Villi rekur fram hausinn og kallar: „Sjóðheita? . . . mér er nú skítkalt.“ ffto&tnoígunkoffinu — Þetta er það nýjasta I þvottavélabransanum.... <£Nonni ogcTVíanni Jón Sveinsson ólmur. Snærinu var mikils til of fast hnýtt upp í hann, svo að það særði. Ég tók því upp hnífinn og skar út úr honum snærið með mestu varkárni. Síðan hnýtti ég hinum endanimi upp í hann. Og nú var klárinn hægur og spakur. Ég henti mér á bak og reið af stað. Hesturinn var þægur og ólatur, en þó ekki nærrí eins viljugur og sá steingrái. Ég tók líka eftir því, að einhver órói var í honiun, hann kipptist við öðru hvoru. reisti eyrun og starði fram fyrir sig, eins og hann ætti von á einhverju liáskasamlegu á móti sér. Sama gerði Tryggur. Nú skildi ég, að eitthvað óvenjulegt hlaut að vera á seiði, og mér varð hálfillt við. Ég skimaði í kringum mig í allar áttir, en varð einskis var. Nú lá leiðin upp brekku. Ég herti á hestinum. en skyndilega nam hann staðar og reisti eyrun ennþá meira en áður. Freysteinn Gunnarsson þýddi Þetta var skrítið. Tryggur hljóp á undan. Hann fór þefandi og snuðr- andi og horfði fram fyrir sig öðru hverju, eins og hann væri að hlusta. Svo gelti hann í ákafa og ýlfraði. Þarna uppi á hæðinni hlaut að vera eitthvað, sem liundurinn og hesturinn höfðu orðið varir við. Ljóti boli Ég reið hægt upp brekkuna. Ég kom hestinum varla úr sporunum. Þegar upp kom, nam hann staðar aftur, hneggjaði og skalf eins og hrísla. Framundan okkur lá dálítil slétta, og var hún næst- um alþakin stórgrýti. Hinum megin sléttunnar blasti við há hlíð, öll grá fyrir mosa, en graslaus að mestu. Tryggur stökk upp á einn steininn og leit í kringum sig. Þá rak hann upp gaul mikið og sentist niður af steininum og inn í stórgrýtisurðina eins og óður væri. — Stattu upp, ég þarf ad skipta um rúmföt....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.