Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLl 1974 I íhlílÍTIAHIHIIi! MnBBIIWBI AHSII^S „Súperstjarnan Cryuff” Hann er sonur fátæks kaup- manns í austurhluta Amster- dam. Fimm ára gamall kynntist hann knattspyrnunni. Nú er hann 27 ára og af mörgum álitinn bezti knattspyrnumaður í heimi. Jóhann Cryuff er fyrirliði hollenzka knattspyrnulands- liðsins, sem í dag mætir því vestur-þýzka í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. Hollendingar eru álitnir sigur- stranglegri og fari svo, að þeir verði heimsmeistarar í fyrsta skipti, má þakka Jóhanni Cryuff fyrir sigurinn. Hann er maðurinn á bak við hollenzka liðið, hann er maðurinn, sem skipuleggur leik liðsins og er allt í öllu hjá Hollendingunum. „Ég á mér aðeins eína fyrir- mynd í knattspyrnunni“, segir Cryuff. Það er Di Stefano. Mér lfkar hvernig hann lék knatt- spyrnuna. Auk þess sem hann var vinnsluhestur fyrir lið sitt, hafði hann óhemju góða knatt- meðferð. Ég reyni að leika eins og hann gerði, en fer þó mínar eigin leiðir“. Argentínumaðurinn Di Stefano var maðurinn á bak við stjörnulið Real Madrid á sfnum tíma. Eins og Di Stefano hefur Cryuff nú gerzt leikmaður með spænsku liði. Ekki Real Madrid heldur höfuðandstæðingnum, Barcelona. Er Cryuff kom til Barcelona var liðið fjorða frá botni í 1. deildinni á Spáni. Tæpum fimm mánuðum síðar hafði liðið unnið spænska meistaratitilinn eftir 14 ára baráttu. Sigurinn var óvenju glæsilegur. Þegar fimm urn- ferðir voru eftir hafði liðið þegar tryggt sér tihlinn og á endanum munaði átta stigum á Barcelona og næsta liði. Cryuff er vanur velgengni. Með sínu hollenzka félagi, Ajax, hafði Cryuff unnið öll meiri háttar knattspyrnumót, sem liðið hafði tækifæri til að taka þátt í. Liðið hafði unnið hina óopinberu heimskeppni félagsliða þrisvar sinnum, hollenzka meistaratitilinn þrisvar og Evrópumeistara- keppnina jafn oft. Spænsku knattspyrnufélögin eiga mikla peninga og á síðasta keppnistímabili keyptu þau 59 erlenda knattspyrnumenn fyrir miklar upphæðir. Mest var borgað fyrir Cryuff, en hann hefur víst örugglega verið peninganna virði. Á vegum Barcelona eru iðkaðar flestar greinar íþrótta og áður en Cryuff kom til félagsins voru meðlimirnir 52 þúsund. Eftir að Hollendingur- inn kom til félagsins steig meðlimafjöldinn mjög og nú eru 66 þúsund manns á meðlimaskrá félagsins. Fyrir komu Cryuffs voru tekjurnar ekki miklar og að margra dómi tóku forráðamenn félagsins mikla áhættu er þeir keyptu B'ollendinginn fljúgandi. Ahættan átti þó eftir að verða ávinningur og Cryuff hefur fyrir löngu borgað sig fyrir félagið. Hann gerði það raunar áður en hann hóf að keppa f 1. deildinni á Spáni. I fyrsta leiknum, . vináttuleik við belgískt félag, fylltust allir áhorfendabekkir og tekjurnar af leiknum borguðu 4/5 af kauDverði Crvuffs. Hollendingurinn fljúgandi hefur fengið sinn skerf af fénu, sem streymt hefur til Barcelona. Auk þess sem félag- ið borgar honum svimandi upp- hæðir fær hann milljónir fyrir viðtöl, greinar og auglýsingar. Ekki sér Cryuff sjálfur um fjár- mál sín. Þau annast tengdafaðir hans. „Vissulega þéna ég mikla penina," segir Cryuff, „en mað- ur lifir ekki á knattspyrnunni endalaust. Því er um að gera að nota tímann meðan hægt er til að tryggja fjölskyldu sinni sómasamlegt líf, þegar ég get ekki lengur leikið knattspyrnu. Ég fæ fjöldann allan af tilboð- um en flestum verð ég að neita. Ég verð að hugsa fyrst um félagið mitt, en ekki aðeins um eigin hag. Svo verð ég að fá tíma til að hvílast eins og aðrir menn. Ég er ekki mikið þrek- menni, aðeins 67 kíló.“ Síðan Cryuff hóf að leika með Barcelona hefur stjarna Ajax farið lækkandi. Liðið, sem var nær ósigrandi meðan Cryuff lék með því, náði ekki einu sinni að sigra í hollenzku meistarakeppninni. Stefan Kovacs var þjálfari Ajax meðan vel gekk, en fór frá félaginu skömmu á eftir Cryuff. Hann segir: „Ajax án Cryuffs er eins og kór án stjórnanda og ein- söngvara." Frú Cryuff er dóttir skart- gripasala frá Sviss. Tvær dætur eiga þau hjón og í febrúar síðastliðnum eignuðust þau son, Johann Cryuff jr. Son, sem Cryuff hafði lengi beðið eftir. „Drengur. Þetta er fullkomið. Nú er ég hættur, og þó, maður veit aldrei," sagði Cryuff er hann frétti, að kona hans hafði alið honum son. Er Cryuff leik- ur ekki knattspyrnu dvelst hann ætíð heima hjá sér. Hjá fjölslyldunni segir hann að sér líði bezt og erfitt er fyrir hann að láta sjá sig á almennum stöð- um, aðdáendurnir þyrpast að honum og gef a engin grið. Cryuff er ekki vinamargur. I rauninni á hann ekki nema einn reunverulegan vin. Það er Johann Neeskens, félagi hans frá Ajax. Neeskens hefur aldrei öfundað Cryuff af velgengni hans, eins og svo margir aðrir. Margt bendir til þess, að Neesk- ens fari til Barcelona í haust og þeir félagarnir leiki saman næsta vetur. I dag og á morgun munu þeir þó ekki hugsa um Barcelona, heldur Holland og úrslitaleikinn gegn V-Þjóðverj- um á morgun. Knattspyrnu- áhugamenn alls staðar f heim- inum bíða eftir leiknum á morgun, bíða eftir því að sjá hvað „súperstjarnan“ Cryuff gerir ásamt félögum sínum gegn Beckenbauer keisara og hans mönnum. „Beckenbauer keisari” BECKENBAUER keisari er hann kallaður af löndum sínum. Hans fulla nafn er Franz Beckenbauer. Hann er fyrirliði þýzka knattspyrnuliðs- ins Bayern Múnchen og jafn- framt fyrirliði þýzka landsliðs- ins, sem á morgun leikur til úrslita í heimsmeistarakeppn- inni gegn Hollendingum. Hann er sá maður, sem Þjóðverjar treysta til að leiða lið V-Þjóð- verja til sigurs í heimsmeistara- keppninni. Hann mun víst örugglega leggja sitt af mörk- um ásamt félögum sínum, sem eru nánast goðsagnapersónur í heimalandi sínu. Enginn er þó eins dáður og keisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer. Beckenbauer er nú 28 ára gamall og stendur á hátindi fer- ils síns sem knattspyrnumaður. Hann er fæddur 11. september 1945 í útborg Mtinchen, sonur póstmanns, sem ekki hafði úr miklu að moða. I barnæsku varð knattspyrnan strax hans eina áhugamál og síðar atvinna. Hann ákvað ungur að helga knattspyrnunni krafta sína og hæfileika, sem voru ótvíræðir. Hann hóf atvinnumannsferil sinn hjá félaginu Mtlnchen 1906 strax að loknu skyldu- námi. Síðan lá leiðin til Bayern Mtinchen og með því félagi hefur hann leikið síðastliðin átta ár. Félagið var þá ekki þekkt utan síns heimalands og átti ekki sæti f Bundesligunni. En hamingjuhjólið fór brátt að snúast með félaginu og Franz Beckenbauer. Félagið hefur á undanförnum árum unnið þýzku deildakeppnina og þýzku bikarkeppnina og vann svo auk þess Evrópukeppni bikarmeist- ara fyrir þremur árum. Vissu- lega hefur Beckenbauer átt stóran þátt í öllum þessum sigr- um. Franz Beckenbauer tekur nú í þriðja skipti þátt í heims- meistarakeppni. 1966 var hann í silfurliði Þjóðverjanna eftir úrslitaleik við Englendinga á Wembley, og í Mexíkó var hann fyrirliði liðs Þjóðverja, sem varð í þriðja sæti. Á morgun eiga Þjóðverjar mikla möguleika á að ná í gullverð- launin, en þau hafa þeir einu sinni unnið. Það var árið 1954 f Sviss. Enginn efast um, að Becken- bauer er einn bezti knatt- spyrnumaður Þjóðverja, en hvað er það sem gerir hann að yfirburðamanni? Beckenbauer leikur miðvörð og í þeirri stöðu á hann fáa eða enga jafningja. Hann er góður stoppari, harður í skallaeinvígum og hefur ein- stakt lag á að gefa frá sér knött- inn á nákvæman hátt. Flestar sóknarlotur Þjóðverjanna hefj- ast hjá Beckenbauer. Til hans er knötturinn sendur og hnit- miðaðar sendingar keisarans koma andstæðingunum hvað eftir annað í opna skjöldu. Enn er ótalinn einn hæfileiki Beckenbauers. Hann er ein- stakur leiðtogi, hann er hers- höfðingi, sem stjórnar liði sínu til orustu af festu og krafti. Með sína 86 landsleiki og mörg hundruð félagsleiki að baki er Beckenbauer viður- kenndur knattspyrnusnill- ingur. Mörg félög hafa boðið í hann háar fjárhæðir, en hann hefur afþakkað þau boð jafn- óðum. „Ég er fæddur í Mtinchen og vil hvergi annars staðar búa,“ segir hann. Tryggð hans við fæðingarborg sína hefur aflað honum mikilla vin- sælda og aukið álit hans sem góðs drengs og hann hefur alveg sloppið við að vera kallaður fégráðugur ævintýra- maður eins og ýmsir aðrir knattspyrnumenn. Beckenbauer er kvæntur konu frá nágrenni MUnchen og búa þau á landssetri í GrUn- waldskóginum. Þar segist Beckenbauer kunna bezt við sig hjá konu sinni og þremur sonum. „Það er aðeins á einum stað, sem ég kann betur við mig en knattspyrnuvellinum. Það er heima hjá Birgitte og strákunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.