Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974 11 fólk fólk fólk fólk fólk fólk fólk Þessir fjörugu krakkar voru við höfnina að leika sér. firði. „Mér líkar mjög vel hér í alla staði“, sagði hann, „það er nóg að gera, þegar maður nennir að vinna, en ég er rólegheitanna maður og líkar því vel hér inn á milli fjallanna í fjarðarbotni. Það er að vísu nokkuð þungt yfir vet- urinn og mér finnst vanta á, að fólk sé nógu samtaka og samstætt. Mér finnst vera svolítil ástæðu- laus spenna milli fólks, en allir sem ég hef kynnzt, eru hreint ágætir. Bæjarrigur er þó hér eins og víða annarsstaðar. Yfir vetur- inn er allt það hefðbundna, þorra- blót, hjónaböll og slfkt, en það þarf að færa út kvíarnar, t.d. stofna blásarasveit og kór, kenna tónlist og hljóðfæraleik. Ég er þeirrar skoðunar, að tónlistin bæti allt og tengi fólk saman." Kolbeinn hefur leikið í hljóm- sveit, og sagði hann, að s.l. ár hefði mikil gróska verið í þeim efnum á staðnum. Þá voru við lýði hljómsveitirnar Skjóni, Eins- dæmi og Nasasjón. I sumar hefur Kolbeinn verið í hljómsveitinni Bangsímon, en ekki hafa aðrar hljómsveitir sýnt tilþrif, þótt haldin hafi verið böll venjulega aðra hverja helgi. Við spurðum Kolbein að því, hvernig honum lfkaði að búa úti á landsbyggðinni? „Maður hverfur ekki eins f fjöldann úti á landsbyggðinni", sagði hann, „þó finnst mér fólk ekki nógu dnfandi hér. Hvf ekki til dæmis að halda borgarafundi um ýms mál, tala saman og hrinda hagsmunamálum í framkvæmd í stað þess að hlaupa alltaf í kring um þau og velta þeim fyrir sér. Meginmunurinn á því að vera í Reykjavík og hér finnst mér sá, að f Reykjavík er svo auðvelt að fela sig og hverfa inn í fjöldann, en á minni stöðum verður maður að spjara sig og standa meira sjálf- stætt og það lætur mér vel“. -- árnij. Kolbeinn Jakobsson og Ljósbrá. Ljósmyndir Mbl. Arni Johnsen. Olafur Haukur Arnason: Heggur sá sem hlíf a skyldi? Fyrir tæpum áratug gerðist það á skólastjórafundi, sem haldinn var að Laugarvatni, að farin var skemmtiferð að Skálholti og viðar um Biskupstung- ur I bilnum sat ég við hlið Hetga Þorlákssonar. Spjölluðum við um heima og geyma Þar kom tali okkar, að hann sagði mér frá nýrri skipan mála, sem gert væri ráð fyrir að taka upp í Vogaskóla. Var það svonefnt valgreinakerfi. Á þeirri tið var slikt nýmæli hérlendis, að minnsta kosti i gagnfræðaskólum. En siðan hafa það margir skólar tekið upp slika náms- hætti að meira eða minna leyti, að óþarfi mun að skýra nánara, hvað orðið merkir. Og í grunnskólalögum, nýsamþykktum, er einmitt gert ráð fyrir valgreinakerfi í efstu bekkjum. Vogaskóli í Reykjavík byggir á átta ára reynslu, hvað þetta snertir. Alllangt mun siðan dagblöð vöktu athygli á nýskipan starfs- og félags- fræðikennslu í Vogaskóla. Þar var frumkvöðull Sveinbjörn Finnsson kennari. Hann lagði fyrir nemendur raunhæf og frjó verkefni i skólastof- unni, en lét ekki þar við sitja, heldur sendi þá á ýmsa vinnustaði til virkrar þátttöku i atvinnulifi þjóðarinnar og nánari kynna af fjölbreytilegum störf- um nútimaþjóðfélags. Þá fór hann og í ferðir með nemendur til að kynna þeim merk fyrirtæki utan Reykjavíkur og félagslega gerð ýmissa sveitarfélaga. Það mun hafa verið nýmæli, en Haga- skóli mun nokkru fyrr hafa byrjað á að senda nemendur verslunardeilda á vinnustaði I Vogaskóla varöllum nem- endum á hinn bóginn gefinn kostur á þessari vettvangskönnun og fræðslu. Þegar ég fyrir nokkrum árum starfaði i Fræðslumálaskrifstofunni, kynntist ég því, að Vogaskóli hafði að nokkru horf- ið frá tugastafakerfi þvi, sem löngum hefir verið beitt í íslenskum skólum til að mæla þekkingu nemenda og hæfni. Þar hafði þá þegar verið tekið upp námsmat, svipað þvi sem grunnskóla- lög, ný af nálinni, gera ráð fyrir. ( Vogaskóla er fullkomið kennslu- eldhús og aðstaða til kennslu i heimilisfræðum hin ákjósanlegasta. Þar er einn stærsti íþróttasalur borgar- innar og gott leiksvið Þar er nýtt bókasafn i hlýlegum og vistlegum húsakynnum. Vogaskóli er að ég hygg, eini skólinn á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur innan sinna vébanda alla niu bekkina, sem eiga að vera i væntanlegum grunnskóla, — og tveimur fleiri þó Þess vegna þótti mörgum liklegt, að með tilliti til sögu skólans yrði hann, að grunnskólalögum samþykktum, kjörinn til að verða fyrsti reglulegi grunnskólinn i Reykjavik, ef til vill tilraunastofnun og óhjákvæmilega fyr- irmynd, eins og hann hefir þegar orðið í mörgum greinum. Sumum datt jafn- vel í hug, að deildum fjölbrautaskóla yrði bætt við, ef húsrými leyfði. En því miður mun sú ekki ætlun ráðamanna Ekki var vika liðin frá sam- þykkt grunnskólalaga á Alþingi, þegar boðað var i blöðum, að þessi fyrir- myndarskóli skyldi tættur sundur. Gagnfræðadeildir, þar sem skórinn kreppti fastast fyrir nokkrum árum og þar sem starfslið Vogaskóla tróð nýjar slóðir af hvað mestum dugnaði, mun ætlunin að leggja niður. Störf fórn- fúsra hugsjónamanna skulu lítils eða einskis virt. Mega firn mikil heita, ef skólarannsóknadeild, sem að sjálf- sögðu er kunnugt um forystu Voga- skóla í ýmsum greinum, lætur þetta mál ekki til sín taka. Og undarlegt er, ef jafnágætt fólk og forystumenn fræðslumála í Reykjavík og mennta- málaráðherra getur ekki fundið eðli- legri og mannúðlegri lausn á hús- Framhald á bls. 33 Umboð fyrir amerfskar, enskar og japanskar bif reiðir. Allt á sama stað erhjáAglí Frá Japan: LANCER '75 módelið af Safarisigurvegaranum er komið. De luxe útgáfa,4dyra með höfuðpúðum,hallan- legum stólbökum, útvarpi, klukku og diska- hemlum. Bensíneyðsla : 7 lálOOkm Allt á sama Stdó Laugavegi 118-Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.