Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 18
m.: ■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 35,00 kr eintakið 18 Margt bendir til þess, að alþjóðleg efnahags- kreppa sé nú yfirvofandi. Fjölmörg teikn eru á lofti, er benda til vaxandi erfið- leika á efnahagssviðinu. Verðbólga og kostnaðar- hækkanir, er í kjölfar hennar fylgja, valda nú víða samdrætti í rekstri fyrirtækja. íslensku flug- félögin eiga nú við ramman reip að draga af þessum sökum, og horfur eru á miklum samdrætti í starf- semi Flugleiða. Flugfélög- in tvö hafa lengi verið með umsvifamestu fyrirtækj- um í landinu og veitt hundruðum manna at- vinnu og aflað verulegs gjaldeyris með starfsemi sinni. Starfsemi flugfélaganna hefur ekki einvörðungu verið bundin við farþega- flutninga innanlands og milli Islands og annarra landa, heldur hafa Loftleið- ir í stöðugt vaxandi mæli flutt farþega milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Óstjórn í efnahagsmálum hefur leitt til meiri verð- bólgu hér á landi en i öðr- um löndum. Til viðbótar innlendum kostnaðar- hækkunum hefur hækkun á olíuverði og samdráttur í farþegaflutningum valdið flugfélögunum erfiðleik- um. Á fyrstu átta mánuð- um þessa árs fækkaði far- þegum Loftleiða yfir Atlantshaf um 14 þúsund manns eða rúmlega 9 af hundraði. Farþegaspá fyr- ir næsta sumar gerir ráð fyrir enn meiri samdrætti í farþegaflutningum á þessari leið. Til að mæta þessum aðstæðum hafa Loftleiðir nú neyðst til að draga úr sætaframboði um 25% með þvi að taka eina af fjórum þotum félagsins út úr áætlunarflugi. Þessi ákvörðun veldur því, að sex áhöfnum félags- ins verður sagt upp störf- um frá og með næstu ára- mótum. Hér blasir því við mikið vandamál, þar sem samdráttur í almennri starfsemi hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða til fækkunar starfsmanna. Til marks um þá miklu erfiðleika, sem hér er við að etja, hefur verið upp- lýst, að eldsneytiskostnað- ur flugfélaganna beggja var 130 milljónum króna hærri í júlímánuði einum miðað við sama tíma á fyrra ári, og eldsneytis- kostnaður Flugfélagsins hækkaði í júlímánuði úr 18 milljónum króna í 63 milljónir miðað við sama tíma árið 1973. Hækkun eldsneytiskostnaðar hefur eðlilega leitt til hærri far- gjalda, en flugfélögin segja þó, að þau hafi ekki hækk- að til samræmis við þá fjór- földun á olíuverði, sem orð- ið hefur. Eldsneytisverð var almennt fyrir olíu- hækkanirnar um 12% af rekstrarkostnaði flug- félaga, en nú er talið að þessi kostnaður nemi allt að 30%. Þá hefur það haft áhrif á rekstrarafkomu flugfélag- anna íslenzku, að innlend- ur launakostnaður hefur hækkað um 45% á fyrstu átta mánuðum þessa árs, en samtals er áætlað, að félögin greiði 1.400 milljónir króna í laun innanlands í ár. Fyrir- sjáanlegt er, að halli á rekstri innanlandsflugs Flugfélags Islands á þessu ári verður allt að 60 millj. króna. Talsmenn Flugleiða segja ástæðuna fyrir þessu þá, að ekki hafi verið leyfð- ar eðlilegar hækkanir á fargjöldum innanlands. Enginn þarf að fara í grafgötur um, aö hér er um alvarleg atriði að ræða, sem hafa verulega þýðingu fyrir atvinnustarfsemi hér á landi. Á hinn bóginn á það að auðvelda flugfélög- unum að mæta þessum erfiðleikum, að eftir sam- einingu þeirra, hafa opnast möguleikar á aukinni hag- kvæmni í rekstri. Þannig hefur starfsmönnum nú þegar verið fækkað um 130 frá fyrra ári miðað við sam- bærilegan rekstur. Ráð- gert er að endurskipu- leggja starfsemi félaganna á Keflavíkurflugvelli með sparnað fyrir augum, og jafnframt hefur verið ákveðið að sameina far- miðaafgreiðslur þeirra í Reykjavik alveg á næst- unni. Með aðgerðum af þessu tagi má ugglaust tryggja hagkvæmari rekstur og aukið aðhald í allri starf- semi, er leitt getur til meiri sparnaðar. Sameining af þessu tagi hefur hins vegar í för með sér hættu á lakari þjónustu fyrir neytendur, þar sem hin frjálsa sam- keppni er úr sögunni hér innanlands. Hitt dylst fæst- um, að hér er á ferð einn angi af þeim miklu örðug- leikum, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir í efnahags- og atvinnumálum. Flug- félögin þurfa ekki einvörð- ungu að glíma við afleið- ingar innlendrar óstjórnar undangengin ár, heldur einnig þá alþjóðlegu efna- hagskreppu, sem nú virðist vera að skjóta upp kolli. Ljóst er, að hér er um svo mikilvirk fyrirtæki að ræða, að einskis má láta ófreistað til að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra og koma í veg fyrir verulegan samdrátt, ef þess er nokkur kostur. Erfiðleikar í rekstri flugfélaganna Lofsvert þýðingarstarf ÞÝÐING og útgáfa íslenskrar bókar á ensku sætir tíðindum; slíkt gerist ekki svo oft. Fyrir skömmu kom út á vegum University og Manitoba Press í Kanada íslendinga saga Jóns Jóhannessonar i þýðingu prófessors Haralds Bessasonar og ber á ensku heitið: A History of the Old Icelandic Comminwealth. Utgáfa þessi er því meira fagnaðarefni að hún er ákaflega vönduð og mjög sæmandi slfkri stofnun sem að henni stendur. Auk nafnaskrár, korts, mynda og hvers eina sem útgáfu af þessu tagi byrjar ritar þýðandi eftir- mála þar sem hann gerir stutta grein fyrir verkinu og höfundi þess. Þar getur hann þess að stofnun hins forna íslenska þjóðveldis 930 hljóti að teljast til meiri háttar atburða í sögu germanskra þjóða enda þótt stofnendum þess hafi láðst að búa svo um hnútana að inn- byrðis sundrung yrði því ekki að lokum að falli. Þá bendir hann á að allt til miðrar þessarar aldar hafi per- sónusaga skipað öndvegi f ís- lenskri sagnfræðiritun og hafi það mátt teljast eðlílegt, bæði með hliðsjón af þeirri hefð Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON sem byggðist á fornri sagnarit- un og eins sakir hins að í jafn- fámennu samfélagi sem hinu fslenska hafi hvers einstakl- ings hlotið að gæta meir en með fjölmennari þjóðum. Með útkomu Islendinga sögu 1956 hafi fyrst komið fram ritverk um sögu Islands þar sem per- sónusagan hafi verið sveigð undir fræðilega skilgreining á þeim félagslegu öflum sem skópu þjóðveldinu forna örlög. Með þessi eftirmálsorð í huga skilst betur en ella að þessi ágæta bók á raunar er- indi til allra sem leggja stund á — ekki aðeins sögu íslands, heldur og sögu germanskra þjóða yfirhöfuð. Islenska þjóð- veldið erekki fyrirferðarmikið í sögunni í þeim skilningi að það hafi haft teljandi áhrif á rás viðburðanna í Evrópu á miðöldum; lífið hefði vafalaust gengið sinn gang annars staðar þó það hefði aldrei verið stofn- að. Engu að síður var það merkilegt frá fleira en einu sjónarmiði séð. I fyrsta lagi hlýtur það að teljast hafa verið markverð tilraun — fyrir sinn tíma — í þjóðfélagslegum og lagalegum skilningi. íslending- ar voru þjóðin sem „hafði eng- an konung, heldur aðeins lög,“ eins og miðaldasagnfræðingur einn komst að orði. I öðru lagi er það merkilegt vegna þeirra menningarlegu afreka sem hér voru unnin í tíð þess. Og í þriðja lagi — eins og próf. Haraldur bendir á og fyrr var á minnst — varpar það Ijósi á sögu germanskra þjóða á miðöldum. Ekkert þessara þriggja atriða koma íslendingum ein- um við, heldur eru þau öll þess eðlis að þeir sem almenna sagnfræði stunda hljóta að taka þau með í dæmið, það er að segja hafa hliðsjón af þvf sem hér gerðist þegar reynt er að skyggnast undir yfirborð þess sem annars staðar gerðist á sama tíma. Fundur íslands, Grænlands og Ameríku og stofnun þjóðveldis hér eru ekki einangruð fyrirbæri, ekki tilviljanir eða slembilukka ör- laganna, heldur loðir þetta allt við aðra rás viðburðanna á Norðurlöndum á sama tíma, skilst ekki nema höfð sé hlið- sjón af henni, alveg eins og sama viðburðarás skilst ekki nema höfð sé hliðsjón af þess- um og öðrum slíkum atburðum hér á nyrstu slóðum. Utþensla Skandínava á víkingaöld verð- Próf. Haraldur Bessason. ur alltaf talsveður kapituli f ur alltaf talsverður kapítuli í miðaldasögunni, enda munu Ameríkumenn nú vera að festa sér í minni að Vestur- heimur fannst raunar fyrir daga Columbusar! Þýðing Islendinga sögu og úigáfa í Kanada er því gleði- legur áfangi á þeirri braut að íslendingar leggi fram skerf sem vera ber i réttu hlutfalli við fyrirferð sögu sinnar innan hinnar germönsku og almennu miðaldasögu. Dýrmætt er að eiga á réttum stöðum menn eins og próf. Harald Bessason, menn sem hafa ekki aðeins að- stöðu til að gera stóra hluti, heldur líka hæfileika og kunn- áttu til að leysa af höndum verk svo vel að sómi sé að hvar sem er. I hitteðfyrra gaf forlag Manitobaháskóla út Land- námu í enskri þýðingu Her- manns Pálssonar og Paul Edwards, þannig að þeir láta skammt stórra högga milli þar vestra. Skylt er að vel sé fylgst með svo góðri og menningar- legri starfsemi. . ■ f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.