Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 17 fclk í fréttum ÞESSI mynd var tekin í Kaupmannahöfn af Eyjapeyjunum 10, sem fóru á Kilimanjaró fyrir skömmu. Þeir flugu frá Kaup- mannahöfn til Nairobi f Kenya eftir að hafa fengið nákvæma ferðaáætlun hjá SAS en SAS og dótturfyrirtækið Globetrotter skipulögðu ferðina með Eyjamönnunum. Frá vinstri eru: Sigurður Asgrfmsson, Ólafur Lárusson leiðangursstjóri, Ólafur Magnússon, Guðjón Pálsson, Sigurður Þ. Jónsson, Snorri Haf- steinsson, Eirfkur Þorsteinsson, Daði Garðarsson, Nebojsa Hadzic og Marinó Sigursteinsson. missa vin ÞAÐ hefur verið mikið áfall fyrir kappaksturshetjuna Car- los Rautermann, er hann frétti um fráfall vinar sfns, Helmuth Koinigg. Þetta gerðist f sfðasta riðli heimsmeistarakeppninn- ar, og f þessari sfðustu keppni á þessu ári sigraði einmitt Car- los. Heimsmeistari varð hins- vegar eins og allir vita Emer- son Fittipaldi. Eyjapeyjar á Kilimanjaró Ljóðaskáldið Mick Jagyer BIANCA Jagger getur aldeilis frætt okkur um manninn sinn, sem við öll þekkjum (Mick Jagger). Hún segir, að hann sé viðkvæmur og svo yrki hann undurfögur ljóð, og hún segir einnig, að þess háttar Ijóð gæti enginn ort nema vera vel gáfaður... Hún er lftið fyrir konur, hún segir, að konur séu hin verstu „dýr“... HANN virðist aldeílis f stuði hann Charles prins á þessari mynd. Stúlkan, sem reyndar kom og bauð herranum upp, á heima á eyjunni Cook, sem er f Suður-Kyrrahafi. I ! Utvarp Reykfavík LAUGARDAGUR 19. október 7.oo Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kL 8.45: Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa „Flökkusveininn** sögu eftir Heetor Malot (6). Tilkynníngar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Oskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskrfin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Léttlög 13.45 Arfleifð f tónum Baldur Pálmason tekur fram hljóm- plötur nokkurra þekktra hljómlistar- manna sem létust f fyrra. 15.00 Miðdegistónleikar a. Lög eftir Evert Taube. Göte Loden leikur ð gftar og Giovanni Jaconelli ð klarinettu. b. Þýsk þjóðlög f útsetningu Johannes- ar Brahms. Elisabeth Schwarzkopf og Dietrich Fischer-Dieskau syngja. Gerald Moore leikur á pfanó. 15.45 A ferðinní Ámi Þór Eymundsson og Gfsli Helga- son verða bæði á vegum úti og innan- húss. 16.40 Leikur FH og Saab. Jón Ásgeirsson lýsir sfðari hðlfleik. 18.05 Söngvar f léttum dúr. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrð kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Kfnakvöld Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur vel- ur kafla úr nokkrum fslenzkum fræði- ritum um Kfna og tengir þð saman. Arnþór Helgason sér um kynningu ð kfnverskri tónlist, m.a. frð Pekingóper- unni. Einnig lesin Ijóð og saga. 21.15 H Ij óm plöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum ð fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir f stuttu mðli, Dagskrðrlok. Á skfanum LAUGARDAGUR 19. október 1974 17.00 Enska knattspyrnan 18.00 Iþróttir Meðal efnis: Landsleikur f knattspymu Austur- Þýzkaland — tsland, sem fram fór um sfðustu helgi. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir ð lausum kili Breskur gamanmyndaflokkur. Nornagaldur Þýðandi Jón Thor Araldsson. 20.50 Austurstræti Brugðið er upp svipmyndum, m.a. segir Arai Óla sögu gamalla húsa úr strætinu, rætt er við vegfarendur og þeir Sigfús Halldórsson og Kristjðn * Kristjðnsson syngja. Fléttað er inn f þðttinn brotum úr kvæðum eftir Tómas Guðmundsson og lögum eftir Sigfús Halldórsson og Jón Múla Arna- son o.fl. Kynnir er Anna Kristfn Aragrfms- dóttir. 21.50 Þaðgleymist aldrei (They Won’t Forget) Bandarfsk bfómynd frð ðrinu 1937. Leikstjóri Mervin Leroy. Aðalhlutverk Claude Rains og Alan Joslyn. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin gerist f Suðurrfkjum Banda- rfkjanna. Aðalpersónan er ungur kenn- ari, sem flust hefur að norðan, og mæt- ir þvf nokkurri andúð af hðlfu heima- manna. Dag nokkurn fínnst ein af nðmsmeyj- um skólans myrt, og saksóknara bæjar- ins finnst tilvalið að koma sökinní á hinn aðflutta kennara. 23.20 Dagskrðrlok Það gleymist aldrei Gömul bandarfsk sakamálamynd verður sfðasta atriði sjðnvarps- dagskrárinnar f kvöld. Þar segir frá kennara, sem flytzt til Suður- rfkjanna og gengur ekki rétt vel að falla í kramið þar, eins og kallað er, þar sem hann kemur úr Norðurrfkjunum, — er sem sagt „Yankie". Þegar ein námsmær skólans, sem hann kennir við, finnst myrt, þykir saksóknara bæjarins tilvalið að koma sökinni á aðkomumann- inn. Saksóknarinn er óprúttinn stjórnmálamaður, sem ætlar að notfæra sér morðmál þetta sem stökkbretti til metorða. Myndin hefur fengið prýðilega dóma, og kemur þar til vandað handrit, frábær leikur og snilldarleg leikstjórn Mervkyns Leroys, eins og stendur f vfsindariti okkar um kvikmyndir, en f þeirri bók er myndum ekki hælt að nauðsynjalausu. Evert Taube - Þýzk þjóð- lög í útsetningu Brahms MIÐDEGISTÖNLEIKAR hefjast í útvarpinu kl. 15.00 f dag, og eru þeir f tveimur liðum. Fyrst verða leikin á klarfnettu og gftar lög eftir Evert Taube. Segja má, að Evert Taube sé nokkurs konar stofnun f Svfþjóð. Hann er nú orðinn aldurhniginn mjög, en hefur haldið vinsældum sfnum óbreyttum f f jöldamörg ár. Hann er hlýlegur, rómantfskur og sfkátur, — og er eftir honum haft, að hans fremsta hlutverk f Iffinu sé að skemmta öðrum.'Og það hefur honum svo sannarlega tekizt. Hann semur lög, syngur þau sjálfur með undirleik dragspils, en einnig hafa aðrir tónlistarmenn verið óþreytandi að túlka lögin hans. Þótt tónlist Sigfúsar Halldórssonar sé af ólfkum toga spunnin, mætti e.t.v. segja, að Evert Taube væri Fúsi Svfanna. Þá hefur Evert Taube verið iðinn við að útsetja lög eftir aðra, — t.d. eftir Bellman, svo og sænsk þjóðlög. Son á Evert Taube, en hann hefur ekki sfður en faðirinn getið sér frægðarorð. Sá heitir Sven Bertil Taube. Hann hefur sungið mikið eftir Bellman, föður sinn og aðra höfunda, en þeir feðgar eru samt sem áður gjörólfkir listamenn. Að lokinni hljómlist Taubes syngja þau Elisabeth Swartzkopf og Dietrich Fischer-Dieskau þýzk þjóðlög f útsetningu Brahms. Þeim sem ekki þekkja þegar þessi lög, eða „lieder“, er sérstaklega bent á að láta þetta ekki fram hjá sér fara. 1 útsetningu Brahms verða þessar einföldu „melódíur", sem fólk hefur raulað fyrir munni sér lengur en nokkur man, að fagaðri tónlist, þótt einfaldleikinn og látleysið breytist ekki. Það er annars skaði, að þegar „lieder" eru flutt skuli ekki vera regla að flutt sé stutt þýðing á textanum, en kveðskapurinn hefur mjög mikið að segja, eigi þesssa flutnings að verða notið til fulls. Það var ánægjulegt þegar Þorsteinn Hannesson kynnti lagaflokk Schuberts um malarastúlkuna fögru f Hljómplötu- rabbi sfnu fyrir viku, að hann flutti stuttan útdrátt úr ijóðunum áður en hvert lag var flutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.