Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÖBER 1974 21 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjónsdöttir þýddi ✓ OPIDÁ LAUGARDÖGUM 26 manni, sem átti ekki meira sameiginlegt með Peter Mathews en frumstæður Indjáni. Keller var ófríður, breiðleitur og kannski grófur og hann átti ekki peninga. Mathews virti hana fyrir sér og sá að svipurinn breyttist á andliti hennar. Hann hélt áfram að hugsa um að víst hefði hún alltaf verið falleg og smekklega klædd, en nú var yfir henni einhver ferskleiki, sem ekki var gott að lýsa með orðum. Hún lét sítt hárið falla laust um axlirnar I staðinn fyrir að greiða í hnút í hnakkan- um. Hún var sannarlega þokka- full í meira lagi. — Það er einhver karlmaður í spilinu, býst ég við. Ég hef ekki hugsað mér að fara að ónáða ef eitthvað alvarlegt er á seyði og fá glóðarauga fyrir vikið. Þetta var ekki hluti af starfinu, en hann var forvitinn. Elisabeth svaraði ekki spurningu hans. — Segðu mér eitthvað af sjálf- um þér, sagði hún. — Hvernig ganga viðskiptin á verðbréfa- markaðnum? — Ég veit það ekki. Hann yppti öxlum. — Ég hætti þar. Ég er ríkisstarfsmaður núna. — Hvað segirðu! Elisabeth hallaði sér aftur í stólnum og gat ekki á sér setið að hlæja — þú ert kannski í hjálparsveitunum? — Nei, I skattrannsóknardeild- inni. Ég eltist við svikahrappa sem borga ekki gjöld sín. — Þú ert að gera að gamni þínu, sagði Elisabeth. — Fæst ÞU við skattamál? Þessu trúi ég mátulega. — Hverju orði sannara, Liz. Og sannleikurinn er sá að önnur ástæða var fyrir því að mig langaði til að hitta þig. Yfirmaður minn hefur verið að glugga I eign- ir þær sem faðir þinn lét eftir sig. Mér þykir fyrir því að þurfa að koma að þessu, en ef menn gera öðrum þann grikk að láta eftir sig tíu milljónir dollara, þá getur það valdið ýmsum heilabrotum. Veiztu hvort hann átti eignir erlendis? — Nei, sagði Elisabeth. — Af hverju hafið þig ekki samband við lögfræðingana mína út af þessu? — Yfirmaður minn heldur það væri hyggilegra að hann fengi að ræða við þig undir fjögur augu fyrst. — Ertu að gefa í skyn, að hann hafi komið einhverju ólöglega undan? — Alls ekki. Það er bara ýmis- legt, sem við þurfum að fá á hreint. Sjáðu nú til, Liz, nú skal ég vera hreinskilinn. Eg sagði að ég þekkti þig, yfirmann minn langaði að hitta þig að máli og ég sagðist skyldi reyna að kójna því I kring. Viltu gera mér þaniijgreiða að bregðast vel við? — Sjálfsagt, sagði hún. — Og hver er yfirm’aður þinn? — Hann heitir Leary, sagði Mathews. — Ég er viss um að þér líkar vel við hann. Hann er mesti fyrirtaks náungi. — Ég get bara ekki komizt yfir að þú skulir vera farinn að fást við skattamál. Það er eitthvað svo virðulegt! Það er engu lfkara en þú sért orðinn ábyrgur borgari! Hann glotti við henni. — Hafðu engar áhyggjur. Eg er sami apa- kötturinn í einkalífinu. Gæti hugsast að þú hefðir skipt um skoðun og vildir borða með mér í kvöld? — Því miður. Hún stóð upp og rétti honum höndina í kveðjuskyni. — Eg er upptékin og vil ekki láta bíða eftir mér. — Hvað í fjáranum ertu að bera á borð fyrir mig — er enginn þarna? King hækkaði röddina. H;mn hafði komið frá Evrópu seint um kvöld. Hann hafði notið í ríkum mæli þeirra daga, sem hann dvaldi í Frankfurt, enda þótt Þjóðverjar væru honum ekki að skapi. Hann var þreyttur, hafði orðið að bíða í þrjá klukkutima á Lundúnaflugvelli vegna seink- unar og hafði engrar hvíldar notið. Þegar heim kom fór hann I bað, fékk sér í glas og svo hringdi hann I tengiliðinn til að kanna, hvort skipulagið með Keller væri ekki í bezta lagi. Enn voru þrjár vikur til stefnu og hann vildi aðeins ganga úr skugga um að vel væri að honum búið og hann yrði ekki fyrir neinum óþægindum. Hann hafði hringt meira af skyldu en vegna þess að hann hefði haft neinar áhyggjur og því rak hann í rogastaz að fá þetta svar. — Hann birtist aldrei. Maður- inn sem hann var að tala við var miður sín af áhyégjum sjálfur, hann hafði haft það verk að taka á móti Keller, þegar hann væri kominn á hótelið. En hann kom ekki og vegna þess að harðlega var bannað að hafa samband við King I Þýzkalandi, þótt um árið- andi mál væri að tefla, hafði mað- urinn ekkert getað aðhafst í fjar- veru hans. Hann hafði komizt að því að Maggio hafði orðið fyrir bll og beðið bana og þar með vissi hann að keðjan hafði rofnað. Hann reyndi að koma King i skilning um þetta. — Þú manst eftir Maggio. Hann átti að sjá um að koma honum á hótelið. — Já, King síirnaði upp. Hamingjan góða, ef hann hefði verið handtekinn. Hann hafði ekki verið sérlega hrifinn af því að nota smáglæpona eins og Maggio til þessa starfa. En það hafði sína kosti að velja menn til verka, sem höfðu ekki hugmynd um skipulagið í heild og vissu hvorki upp né niður um hvað að baki lá. — Já, hvað um hann? — Hann varð fyrir bfl. Dó sam- stundis. — Afleitt. Svo að þannig stóð á þessu. Enginn hafði tekið á móti Keller á flugvellinum. Tengiliður- inn hafði andast snögglega og allt var að fara í hundana. Ja, það yrði þokkalegt að gefa skýrslu um þetta. King var svo reiður að hann gat varla stunið upp orði. — Ekki meira í bili, hvæsti hann milli tannanna. — Ég þarf að hringja annað. Ég verð að hringja I hótelin og vita hvort ég hef upp á vini okkar. En haltu herberginu áfram. Eg hef sam- band við þig, strax og ég hef haft upp á honum. Hann skellti tólinu á I bræði og hann sá að hendur hans skulfu. Keller var týndur. Bara vegna þess að hann hafði litið af þessum bjálfum og treyst þeim fyrir smá- munum var allt að fara fjárans til. Hann minntist orða sinna við Druet I París, þegar hann hafði fullvissað hann um, að allt gengi samkvæmt áætlldun. Hann gat rétt ímyndað sér þau svör sem hann fengi frá Druet, ef þetta fréttist. Hann hefði engar afsak- anir, sem yrðu teknar gildar. Hann hafði tekið að sér að skipu- leggja þetta og honum einum yrði kennt um, ef allt færi nú í vask- inn. Hann þurrkaði svitann af andliti sér. Það var ein vonar- VELVAKANDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl 1 0 30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Enn um slátrið Margir urðu til að hafa við okk- ur samband vegna meðferðar á slátri, sem undanfarið hefur verið til umræðu hér í dálkunum. Margrét Sigurðardóttir hafði orðið fyrir þvf að slátrið hennar varð ónýtt við að hún hálfsauð það og frysti, en áður hafði hún ætíð fryst það hrátt með góðum árangri. Guðbjörg Hjálmsdóttir kvaðst hafa hálfsoðið slátrið s.l. 12—14 ár, og hefði það aldrei misheppnazt hjá sér. Hins vegar bæri að gæta þess, að við slíka meðferð mætti ekki vatnsblanda blóðið jafnmikið og ella, og væri nauðsynlegt að hraðkæla slátrið áður en það væri sett í frystinn, sem auðvitað þyrfti að gerast á augabragði. Reynsla Huldu Nordal er sú, áð betra sé að frysta slátrið hrátt. Þannig verði það bæði bragðbetra og minna fari fyrir því í geymslu. Nú telur Velvakandi sig vera búinn að safna nógu miklum upp- lýsingum til að komast að traustri niðurstöðu um það, hvernig hag- kvæmast sé að fara með slátur, þegar búið er að troða því i kepp- ina og sauma fyrir. Bezt er að frysta það hrátt. Þannig sparast vinnan við að hálf- sjóða það og snöggkæla til að hægt sé að setja það í frysti, auk þess sem minna fer fyrir þvi i geymslunni og lítil brögð virðast vera að því að eitthvað sé að þvi, þegar það er komið á diskinn. 0 Kartöflurnar Hulda Nordal gerði einnig kartöflur að umræðuefni. Hún sagðist vera hissa á þvi, að ekki væri hægt að fá góðar kartöflur hér í verzlunum, nú þegar upp- skera hefði sjaldan verið betri eða meiri. Hún sagði, að ergilegt væri að fá þessa vöru blauta, óhreina og jafnvel með myglu- bragði, og þætti sér augljóst, að þetta stafaði af rangri meðferð, en ekki af þvi, að eitthvað væri athugavert við kartöflurnar þegar þær væru teknar upp úr görðum. Hulda sagði, að fyrst við værum háð einkasölu verði hún að inna af höndum betri þjónustu. Einnig vildi hún benda á að óeðlilega mikill hluti þess, sem í pokunum er, væri mold. # Skoðanakannanir Bjarni Jónsson, Vík í Mýrdal, skrifar: „Virðulegi Velvakandi. Það spor, sem stigið hefur verið með upptöku undirskriftarsöfnun Varins lands og Frjálsrar menn- ingar er spor I rétta átt. Hér á íslandi hefur almenn- ingur fram að þessu ekki verið gefinn kostur á að tjá skoðanir sínar á ýmsum málefnum, þótt það sé mjcg algengt erlendis, sbr. Gallup-skoðanakannanir o.fl. Því ber að fagna þessu, og von- andi verða skoðanakannanir fastur liður í framtíðinni. Mig langar að lokum að biðja Velvakanda um að afla mér upp- lýsinga um mál óskylt þessu. Það er varðandi spánska listamanninn í Austurstræti, þ.e.a.s. hvernig liti, hvernig pappir og teikni- kritar hann notar. Með virðingu, Bjarni Jónsson, Vfk I Mýrdal." Því miður getur Velvakandi ekki leyst úr þessum spurningum Bjarna, en kunni einhver skil á þessum atriðum, væri gott að fá vitneskju um það. 0 Tilveruréttur lágfótu Indfana Albertsdóttir, sem segist vera gömul sveitakona, skrifar: „Ég get ekki stillt mig um að stinga niður penna vegna greinar eftir Hermann Tönsberg, en hún birtist í Velvákanda 10. þ.m. og var um tófuna. Hann hefur sennilega aldrei átl kindur og aldrei séð kindur rifnar og bitnar af tófunni. Sjálfsagt hefur honum heldur aldrei dottið í hug að leiða hugann að líðan kinda, sem fennt hefur I haust- hríðum, eins og gerðist nú i haust á Austfjörðum. Þá var frá því sagt í blöðum, að tófan hefði grafið sig niður á féð og rifið það I sig varnarlaust í fönninni. Þessi saga um þrífætta refinn, sem hefur kannski einhverntíma gerzt, er svo sérstæð, að hún rétt- lætir það engan veginn, að alveg eigi að friða tófuna um alla fram- tíð. Ég held, að þeir menn, sem liggja við tófugreni á vorin, geri það yfirleitt eins mannúðlega og hægt er. Einnig liggja menn i byrgjum á fjöllum uppi á vetrum og skjóta tófuna hreinlega. Eru þeir vel að því komnir að fá verð- laun fyrir það. Það er léleg samlíking að jafna þvi saman við útrýmingu á geir- fuglinum þótt reynt sé að fækka þessum bitvargi eins og hægt er, en sjálfsagt er að gera það mannúðlega, eins og skylda er hvaða dýr sem í hlut eiga. Indíana AIbertsdóttir“. # Rúmeníuferdin útrædd Vegna þeirra mörgu, sem skrifað hafa Velvakanda um Rúmeníuferð sem farin var fólki til heilsubótar, viljum við geta þess, að nú munu öll sjónarmið, sem máli skipta, vera komin fram. Upphafsmaður skrifanna var sáróánægður með reisuna, en aðrir, sem ritað hafa um ferðina hafa yfirleitt verið á einu máli um, að viðurgerningur og þjón- usta hafi verið góð, enda þótt allt- af megi finna að einhverjum smá- atriðum. Þykir þvf ekki ástæða til að orðlengja frekar um ferðina á þessum vettvangi, enda þótt álit- legur stafli bréfa sé enn óbirtur. GLÆSILEGIR ÞÝZKIR GÓLFLAMPAR LOFTLAMPA VEGGLAMPA BORÐLAMPA GÓLFLAMPA STOFULAMPA ELDHÚSLAM PA BORÐSTOFU- LAMPA BAÐLAMPA GANGALAMPA ÚTILAMPA VINNULAMPA PÍANÓLAMPA RÚMLAMPA KRISTAL- LAMPA GLERLAMPA MARMARA- LAMPA MÁLMLAMPA VIÐARLAM PA PLASTLAM PA POSTULÍNS- LAMPA KERAMIK- LAMPA TAULAMPA LAMPA- SKERMA HEIMILISTÆKI Enn eru flestar Dessar vðrur á gamla verölnu LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA SiióurhiiirisbrautlZ sími S4488 AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.