Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1974 3 Náó sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Við skulum biðja. Drottinn, „Kom með kraft af hæðum, köllun lát oss finna fyrir fósturjörðu fögur störf að vinna, hef ja fánann hærra, helga þér vort starf, ljós, er megi lýsa, láta þjóð i arf.“ I Jesú nafni amen. Texti: Pstulasagan 3. kap. 1.—7. vers. (Sagan um Pétur og Jóhannes og beiningamanninn við Fögru- dyr). Frá því Alþingi hið nýja kom fyrst saman hér i Reykjavík árið 1845, hefur það hafizt með sama hætti. Þingmenn hafa gengið til kirkju og hlýtt messu. I fyrsta skipti prédikaði dómkirkjupresturinn sr. Helgi Thordersen og lagði út frá þessum orðum >postulans: „Hvað svo sem þér gjörið i orði eða verki, þá gjörið allt I nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði fyrir hann.“ (Kól. 3.17). Með þeim orðum var helguð þessi fyrsta þingsetning og þar með var mörkuð sú leið, sem siðan verður farin til þings, reistar þær dyr, er um hefur verið gengið æ síðan til Al- þingis. Áletrunin yfir þeim var og er Jesú nafn. Því geta þær borið tignarheitið Fögrudyr. Fyrir framan þær Fögrudyr, sem textinn segir frá, þá mætast í raun, ef sagan er tekin sem líking, tvær stefnur. önnur biður um silfur eða gull. Hin býður fram hin andlegu verð- mæti, og sögunni lýkur á þann veg, að hinn andlegi auður út- rýmir hinni veraldlegu örbirgð, skapar þann grundvöll, sem til þarf, að silfurs og gulls sé aflað öflugri átaka við það að beina lífinu til jákvæðari áttar. Þetta sannar bezt fjölmörg dæmi úr lífi ýmissa þeirra, sem mestir velgjörðarmenn hafa reynzt mannkyninu. Um ákaf- lega marga þeirra verður ekki efast, að trú þeirra tendraði eldinn, sem brann i sál þeirra og fór um hugi fylgjenda þeirra. Það gleymist oft, þegar Guði er afneitað, að þá er um leið afneitað þeirri skoðun guðs- trúarmanna kristinna, að í vetöldinni gildi ákveðin óum- breytanleg siðalögmál, byggð á ákveðnum meginreglum, settum af höfundi tilverunnar' sjálfrar. Sé’u slíkar siðaréglur til, reglur um rétt og rangt, sem í grundvallaratriðum eru algildar, þá eigum við engan grundvöll að byggja á, annan en Guð. Þeir, sem Guói hafa hafnað, hafa margir reynt að fara þá leið að telja, að hugmyndirnar lengur. Enda er þá um leið og Guðstrúin er þurrkuð út úr mannlegu lífi, maðurinn los- aður frá allri ábyrgð gagnvart gerðum sínum, því þá er við- miðunin horfin, það siðgæði, sem trú hans boðaði og jafn- framt sú persónulega ábyrgð, sem hann ber fyrir skapara sinum. Oft er spurt, hvort lifið hafi tilgang. Það er erfitt að svara þeirri spurningu neitandi, þvi þá dæmum við einskis nýtt allt strit mannlegrar hugsunar. Þá dæmum við líka, eins og ég hef áður á minnt fánýt öll lifsgildi og öll boðorð, sem gilda um framkomu okkar. En hafi lífið tilgang, þá er hugsun á bak við það, meira að segja sérstök og yfirmannleg snilligáfa, — og þá er ekki lengur hægt að ganga framhjá Guði. Það heyrist að visu æði oft, að sköpunin í állri sinni lögmálsbundnu snilli hafi orðið til fyrir tilviljun, en er það ekki álíka gáfulegt, að Séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur: Fyrir fósturjörðu fögur störf að vinna J J Predikun fyrir þingsetningu í gœr á heilbrigóan hátt. Trúin reynist ölmusum manninum dýrmætari en allt annað. Hann reynir það, sem Jesús hafði áður sagt: Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Nú á ég þess ekki von, að hér séu mér allir sammála. Trúar- brögðin hafa oft verið talin hæli, er menn flýja til eingöngu þegar erfiðleikarnir vaxa þeim yfir höfuð, þegar þeir ráða ekki við þá lengur. Sumir hafa orðað þetta enn grófar og sagt, að trúarbrögðin væru ópíum fyrir fólkið, deyfilyf sem hjálpa því til lífsflótta. Þótt fáar lýsingar á trúar- brögðunum séu í raun og veru f jær sanni en þessi, þá má hitt ekki gleymast, að það væri ósönn trú, sem kæmi játanda sínum ekki til hjálpar i erfió- leikum hans. En hitt veit einnig hver trúaður maður, að trúin er sízt af öllu deyfandi á nokkurn hátt fyrir líf hans. Hún skapar miklu frekar ákveðnari afstöðu til lífsins, hún hefur reynzt orkulind til einlægara lífs og um rétt og rangt verði alltaf afstæðar og hljóti að miðast við það notagildi, sem þær hafi. En þar er maðurinn kominn út á hálan ís. Þá er tilgangurinn farinn að helga meðalið, og þá er farið að nálgast það pólitiska siðferði, sem einræðisstefnur síðari tima hafa gleggst sýnt í framkvæmd. Þetta kemur svipað út i einkalifinu. Fari matið á réttu og röngu þar eftir því sem mest notagildi hefur, eftir þvi sem hentugast þykir hverju sinni, þá verður fáu hægt að treysta halda slíku fram, og að ímynda sér, að alfræðioróabók hafi orðið til vió sprengingu í prent- smiðju? Mér verður tíðrætt um þessa hluti, af þvi að i minum augum eru þeir grundvallaratriði í lifs- skoðun hvers einasta manns. Og hver einasti einstaklingur hlýtur að verða að gera sér grein fyrir, hvar hann stendur og hvort líf hans á sér sistæða viðmiðun eða ekki. Að mínum dómi stenzt farsælt mannlíf ekki án slikra hluta. Framhald á bls. 16 Vestur-þýzk hægri sveifla Franz-Josef Strauss StÐAN Helmut Schmidt tók við kanzlaraembættinu af Willy Brandt f maí hefur hann ákaft beitt sér fyrir þvi að rétta við hag sósfaldemókrata eftir þau áföll, sem flokkur þeirra varð fyrir, undir forystu Brandts, en þrátt fyrir þessa viðleitni hafa sósfaldemókratar beðið einhvern mesta ósigur sem þeir hafa nokkru sinni orð- ið að þola f fylkiskosningum. Eftir fylkisþingkosningarnar á sunnudaginn er flokkur kristilegra demókrata (CDU) orðinn öflugastur f Hessen, sem löngum hefur verið eitt traustasta vígi sósfaldemókrata og var kallað „Rauða Hessen" á velmektardögum þeirra f fylk- inu. Sósfaldemókratar halda naumum meirihluta í fylkis- þinginu f Wiesbaden með hjálp hins litla flokks frjálsra demókrata (FDP) Sigur CDU var jafnvel ennþá glæsilegri f Bæjaralandi þar sem flokkurinn hlaut rúmiega 62% atkvæða en sósfal- demókratar innan við þriðjung. Bæði f Hessen og Bæjaralandi fengu CDU og samstarfsflokk- urinn CSU (Kristilega sósfala- sambandið) meira fylgi en flokkur sósfaldemókrata (SPD) f stórborgum eins og Frankfurt, Múnchen, Núrn- berg og Darmstadt sem hafa hingað til verið talin nær örugg vfgi sósfaldemókrata. Hægri sveiflan gat naumast orðið meiri. Þar sem þessar kosningar voru taldar fyrsti prófsteinn- inn á vinsældir Schmidts sfðan hann tók við kanzlaraembætt- inu og jafnframt prófsteinn f traust eða vantraust kjósenda á stjórn hans f Bonn hefur hinn nýi kanzlari orðið fyrir alvar- legu áfalli. Schmidt tók við embættinu f skugga Gullaumenjósnamáls- ins sem hrakti Brandt frá völd- um og um það leyti hafði al- menningur miklar áhyggjur af þvf að stjórnin f Bonn hefði færzt of mikið f vinstriátt. Auk þess var talið að Brandt hefði ekki lengur nægilega góða stjórn á ástandinu innanlands. Schmidt hafði sjálfur tekið Helmut Schmidt undir þessar óánægjuraddir sem höfðu leitt til mikils fylgis- taps sósfaldemókrata f fylkis- kosningum fyrr á árinu og var staðráðinn f þvf að veita örugg- ari forystu en Brandt, ekki sfzt f innanlandsmálum. Að vísu var talið að Schmidt hafi að verulegu leyti tekizt að lægja þá óánægju sem rfkti þegar hann tók við völdunum, en önnur óánægja hefur komið f staðinn, til dæmis vegna stuðnings sósfaldemókrata við umdeilt fóstureyðingarfrum- varp, en fyrst og fremst vegna vaxandi atvinnuleysis. Sjálfur er Schmidt hagfræð- ingur og nýtur álits sem slfkur og honum hefur tekizt að halda verðbólgunni innan við sjö af hundraði, en það hefur greini- lega ekki nægt til þess að sigr- ast á þessum almenna ugg um yfirvofandi óðaverðbólgu. Samkvæmt opinberum tölum voru 557.000 atvinnulausir f september og gert er ráð fyr- irþvf að sú tala sé nú komin yíir 600.000. Þar við bætist að vinnutími 265.000 verkamanna hefur verið styttur og þetta er því mesta atvinnuleysi sem hef- ur orðið f Vestur-Þýzkalandi sfðan „efnahagsundrið“ þar hófst fyrir 25 árum. Helztu hagfræðingar lands- ins gera þar á ofan ráð fyrir þvf að ástandið eigi enn eftir að versna. Þeir spá þvf f nýlegri skýrslu, sem einkennist af mik- illi bölsýni, að ein milljón manna verði atvinnulausir f vetur. Utflutningur hefur dreg- izt saman, eftirspurn innan lands hefur minnkað og hár launakostnaður og háir vextir hamla nýjum fjárfestingum. Samdrátturinn er mestur í bíla- og byggingariðnaði og horfur eru á að þessi samdráttur auk- izt og nái til fleiri iðngreina. Sigurvegarinn í Bæjaralandi, Franz-Josef Strauss, þakkaði sigur sinn „óánægju kjósenda með efnahagsstefnu stjórnar- innar sem hefði leitt til at- vinnulcysis og verðbólgu.“ En hann leggur einnig áherzlu á það að óánægja rfki með þá stefnu stjórnarinnar að bæta sambúðina við kommúnistarfki f Austur-Evrópu, hina svoköll- uðu austurstefnu, þvf hún hafi ekki uppfyllt þær vonir sem hafi verið bundnar við hana. Svo vildi til að Schmidt fór til Moskvu daginn eftir kosn- ingarnar, aðallega til að ræða efnahagssamvinnu við sovét- stjórnina. Strauss varaði Schmidt við þvf að slaka til gagnvart Rússum í ferðinni og ýmsir óttuðust að úrslitin hefðu veikt samningsaðstöðu hans. En raunar virðast úrslit kosninganna hafa neytt hann til að taka harðari afstöðu en ella f Berlínarmálinu og fleiri málum. Urslitin virðist því þegar hafa valdið breytingu á stefnu Schmidts og trúlega verða fleiri breytingar á stefnu hans þar sem úrslit fylkiskosning- anna hafa verulega spillt sigur- möguleikum sósfaldemókrata f kosningunum sem eiga að fara fram til sambandsþingsins 1976. Hægri sveifla getur einn- ig gert vart við sig f flokki sósfaldemókrata. Flokkur kristilegra demó- krata heldur bráðlega fund um val á kanzlaraefni sfnu f þessum kosningum og ljóst er að Strauss kemur sterk- iega til greina eftir sigur sinn f Bæjaralandi. Hinn sigurvegari kosninganna, Alfred Dregger f Hessen, hefur einnig treyst stöðu sfna verulega. Strauss er kunnur fyrir eindregna hægristefnu, en Dregger er jafnvel talinn f- haldssamari en hann. Kanzlara- efnið verður lfklega ekki endanlega valið fyrr en f vor, en hingað til hefur Helmut Kohl, formaður flokksins og forsætisráðherra í Rheinland- Pfalz, verið talinn langlfkleg- astur. Hann er hófsamur miðjumaður og nú er honum ógnað af tveimur sigursælum hægrimönnum sem munu taka höndum saman gegn honum og reyna að beina flokki kristi- legra deomókrata lengra til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.